Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 15
ukCMUÍÍÚUi MIÐVIKUDAGUR 26. OKTOBER 2005 15 Gert við sprungna nót Þeir Venni og Gummi voru að gera við nótina úr Bjama Ólafssyni AK 10 en skipið kom inn með rifna nót úr veiðiferð jyrir nokkrum dögum eftir að hafa fengið um 1000 tonn í einu kasti. Þó tókst skipverjum að ná um 400 tonnum úr nótinni. Ljósm: EK Vill úttekt á hönnun hringtorgs á Akranesi Kristín Þórðardóttir á Akranesi hefur með bréfi til Vegamálastjóra óskað eftir því að gerð verði ítarleg úttekt á hönnun og gerð hring- torgs sem Vegagerðin stóð að á Akranesi og tilheyrir því sem kall- að er þjóðvegur í þéttbýli, en hringtorg þetta er við innkeyrsl- una í bæinn við Olísnesti. I bréfi Ragnheiðar kemur fram að við hringtorgið séu mörk dreifbýlis og þéttbýlis og þar hafi ítrekað orðið árekstrar. Hún segir í bréfi sínu að margsinnis hafi verið kvartað við Akraneskaupstað vegna torgsins; „en þar á bæ virðast menn ekki sjá tilefni til breytinga," eins og segir í bréfrnu. I bréfinu Krístínar kemur fram að ekki hafi orðið banaslys við torgið „en vonandi þarf ekki að koma til þess til að þessu hring- torgi verði breytt,“ segir hún. Um ástæður árekstranna segir Kristín: „Staðreyndin er sú að umferð sem kemur inní bæinn telur sig eiga forgang og virðir ekki hægri rétt sem á að gilda í hringtorgsumferð, sem og að oftar en ekki virða bíl- stjórar ekki biðskyldu við innkomu í bæinn sem leiðir til árekstra.“ Þá segir einnig: „Arekstrarnir eru í 90% tilfella á nákvæmlega sama stað og með sama hætti en þar eru svo þeir sem í raun eru í rétti, dæmdir í órétti vegna skorts á vitnum að árekstrunum,“' segir í bréfi Kristínar. Bæjarráð Akraness fékk afrit af bréfi Kristínar og hefur falið skipulags- og umhverfisnefnd að fjalla um málið. HJ Bæjarráð í Englandsreisu A myndinni eru Guihnundur Páll Jónsson, veriandi bœjarstjóri á Akranesi ogstarfs- mannastjóri HB Granda, Gísli Gíslason bcejarstjóri, William Hyde borgarstjóri í Leeds og Eggert B Guðmundsson forstjóri HB Granda. Bæjarráð Akraness ásamt bæjar- stjóra hélt í síðustu viku í ferð til Englands. Með í för voru Eggert B. Guðmundsson forstjóri HB Granda og Sturlaugur Haraldsson, sem annast sölu á sjávarafurðum fyrirtækisins. Tilgangur ferðarinn- ar var að kynnast því hvemig ff am- leiðsla HB Granda hf. skilar sér til neytenda í Englandi og til að styrkja tengsl Akraneskaupstaðar og HB Granda hf. annars vegar og þeirra aðila sem kaupa ffamleiðslu fýrirtækisins hins vegar. Gafst tæki- færi til að ræða við borgarstjórann í Leeds um ýmis atriði varðandi markaðsmál, mikilvægi þess að hafa aðgang að þeirri gæðavöm sem HB Grandi framleiðir og því hlutverki sem „fish and chips“ veitingastaðir gegna í matarvenjum Englendinga, ekki síst í norðurhéruðum landsins. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra tókst heimsóknin vel og styrkti menn í þeirri trú að sá fiskur sem HB Grandi selur í Jórvíkur- skíri er hágæðavara og í miklum memm hjá kaupendum og neyt- endum. HJ Hugleiðing á kvennafndegi Það fór ekki mikið fýrir kvenna- ffídeginum í huga mínum fýrr en konur vom hvattar til að leggja nið- ur störf kl. 14.08 þann 24. október. Af hvaða ástæðu sá tími? Jú, vegna þess að þá höfðu þær unnið fyrir launum sínum miðað við jafnar tekjur kvenna og karla. Sláandi er að sambærilegt nám og sambærileg vinna skili konum aðeins 70% af launatekjum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Hver er ástæðan? Eg veit ekki svarið, best að sá sem þannig mismunar starfsmönnum sínum svari fyrir sig. Mér þætti að minnsta kosti forvitnilegt að heyra það. í fJamhaldi af þessum pæling- um rifjaðist upp fýrir mér að það er fleira sem kemur til því samkvæmt könnun sem gerð var fýrir nokkrum árum kom í ljós að údit skiptir miklu máli þegar gera á launakröfur. Mátu launagreiðendur þá starfsmenn hæst til launa sem voru með vissan háralit, hæð og þyngd. Hvernig er slík skipting réttlætanleg og hvers virði er vinnuffamlagið? Það er merkilegt að helstu bar- áttumál kvennafrídagsins nú skulu vera þau sömu og fýrir 30 árum. Þó verður að viðurkennast að margt hefúr áunnist í jafnréttismálum og er það vel. Hins vegar hefur ekkert áunnist í launamisréttinu sem er svartur blettur á þjóðfélaginu. Því þarf að breyta. Mig langar til að skora á þá sem á- kveða laun í fýrirtækjum. Farið yfir launaseðlana sem þið sendið starfs- mönnum ykkar næstu mánaðamót og gætið að hvort fýllsta sanngimis sé gætt. Gerum kvennaffídag 24. október 2035 óþarfan. Látum að minnsta kosti aðalbaráttumálin ekki vera þau sömu og 1975 og 2005. Búum okkur öllurn ffamtíð án kyn- bundins launamunar. Guðrún Sigurjónsdáttir Rúm í úrvali KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI43I 1753 & 861 1599 TAX FREE DAGAR 27. - 29.0KT. Óska eftir starfsstúlku í hlutastarf, þarf að geta byrjaó sem fyrst. Llpplýsingar á staðnum eða í slma 431 1753 15% afsláttur af fatnaói á Tax Free dögum VETRARLOKUM! Viðskiptavinir athugið að staðnum verður lokað í vetur frá og með 1. nóvember. Kortasjálfsalar í bensín komnir. ! Opnað aftur með hækkandi sól. Hugrún og Sigga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.