Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Með grallarablóð í æðum Rætt við Herdísi Guðmundsdóttur á Þverfelli í Lundarreykjadal Bjöm á Þverfelli skilar hér mjólk viS mjólkurhílinn og tekur á móti gestum. A sama tíma er komiS meS mjólk frá Gilsstreymi. Þverfell er innsti bær í Lundar- reykjadal, kúrir þar í friðsæld undir samnefndu felli. Þessi bær hefur í gegnum árin verið viðkorrmstaður ríðandi ferðamanna sem leggja á Uxahryggjaleið suðuryfir eða þeirra sem koma ffá Þingvöllum á leið yfir í Borgarfjörð. Þá er gjaman komið við á Þverfelli að vetrarlagi þegar ferðalangar á snjósleðum æda inn á hálendið en fjölfarin leið er ffá Þver- felli að Hveravöllum. Þá er steinsnar þaðan upp að Reyðarvatni en þar er stunduð silvmgsveiði sumar og vetur. Litið heim að Þverfelli af þjóðvegin- um, blasir við lágreist íbúðarhús skammt ffá þjóðveginum og þar til vinstri myndarleg útihús. Enn ofar og til hægri á háum lækjarbakka stendur hvítt háreyst íbúðarhús. Ræður þar ríkjum Herdís Guð- mundsdóttir með grallarablóð í æðum að eigin sögn. Frá Hæli í Flókadal „Pabbi var ákaflega ffjálslyndur og fyrst þegar ég fór á jólaball var ég aðeins sjö ára, þá sá ég pabba leika í fyrsta skipti. Hann var mikill félags- málamaður, söng lengi bassa í kirkjukómum í Reykholtskirkju og var virkur ungmennafélagi. Hann lék í flestum þeim leikþáttum sem ungmennafélagið setti upp á skemmtunum sínum sem fjöl- mennastar vora á þeim árum; jóla- skemmtunin og sumardagsins fyrsta. Að vera með sprell og grallaraskap kemur öragglega frá henni langömmu minni Helgu Böðvars- dóttur. Þessi eiginleild sprettur svo öðru hvoru upp í afkomendunum,“ segir Herdís þegar hún byrjar að lýsa fyrir viðmælanda sínum minningar- brotum úr bemsku sinni. Faðir Herdísar, Guðmundur Bjamason bóndi á Hæli í Flókadal fluttist þangað með Ingibjörgu móðir sinni þegar hún varð ekkja. Þá bjó á Hæli Þórður, föðurbróðir Guðmundar. Bræður Guðmundar Bjamasonar voru Júlíus á Leirá sem var yngstur, Sigurður á Oddsstöðum faðir Ástu sem giftist Kristjáni Dav- íðssyni frá Þverfelli og Hönnu sem gifrist Ragnari Olgeirssyni. Tvíbura- bróðir Sigurðar var Oddur, skó- smiður í Reykjavík sem var m.a. afi Flosa Ólafssonar leikara. Helga var elst, giftist á Akranesi Bjarna Gísla- syni og þeirra sonur var Bjami sem lengi var organisti við Akranes- kirkju. Guðmundur á Hæli kvæntist Helgu Jakobsdóttur ffá Varmalæk í Bæjarsveit, systur Jóns Jakobssonar sem var faðir Jakobs Jónssonar bónda þar og faðir núverandi bónda á Varmalæk sem er Sigurður Jakobs- son. „Hún móðir mín lést ung en átti þá þessi böm; Jakob sem er ný- lega látinn 92 ára, Ingibjörgu sem er 88 ára og býr syðra en hún giftist Ingimundi Ásgeirssyni ffá Reykjum hér í Lundarreykjadal. Sjálf er ég að- eins yngst, fædd á Hæli 7. júlí 1918. Pabbi giftist aftur, Stefaníu Arnórs- dóttur og áttu þau saman eina dótt- ir, Margréti fædda 1933. Hún var nú á dögunum að missa manninn sín, Bessa Bjarnason, leikara." Lífið í dalnum Það kemur ffam hjá Dísu á Þver- felli að á þessum ámm var enginn vegur ffam í Flókadal, aðeins slóð meðffam Geirsánni sem var fær með hestakerm. Þá var ferðast gangandi eða ríðandi. Ferðin ffá Hæli, yfir hálsinn til Reykholts tók um tvo tíma gangandi en rúman klukkutíma ríðandi. „Svipaðan tíma tók að fara ffá Hæli yfir í Húsið sem var félags- heimili þar sem nú er Logaland. Þar vom flestar samkomur haldnar, reyndar var Húsið seinna kallað Sjoppan en það var svo á virðulegum fúndi hjá Ungmennafélagi Reykdæla að félagsheimihð var formlega skýrt Logaland sem hefur haldið síðan. Eg var fermd á undanþágu 13 ára í Reykholti en t.d. Imba á Steindórs- stöðum, sem fædd var síðar á árinu, beið til næsta árs. Þetta var mjög strangt í þá daga hjá blessuðum prestunum. Það þótti ekki tiltöku- mál að senda mig eina í Reykholt til spurninga það vorið og sama var um skólagöngu mína en farskólinn var til skiptis heima á Hæh eða í Geirs- hlíð. Einnig var kennt í Reykholts- dal. Þá sótti ég skólavist að Odds- stöðvim í hálfan mánuð. Þar sá ég fyrst verðandi eiginmann minn, Björn Davíðsson frá Þverfelli. Hann var fæddur á Litiu Þúfú í Miklholts- hreppi 20. desember 1917. Hann fluttist þaðan trngur með foreldrum sínum að Þverfelh. Eftir slitróttan barnaskólann var ég tvo vetur í Reykholtsskóla. Þar lék ég fyrst í leikþætti, strákgutta nokkurn, ég man nú ekki nánar affekið það.“ Spurð nánar um hvort hún hafi ekki fetað í fótspor föður síns varð- andi leiklistina, vill Dísa ekki gera mikið úr því en viðurkennir þó að hafa stigið á fjahrnar öðm hvora. ,JÚ, ég lék í nokkmm leikþáttum, stórum og smáum, aðallega smáum. Eg man að við lékum einu sinni Húrra krakki". Það var sýnt hér heima, við sýndum líka á Hvann- eyri.“ Lífið heima á Hæh var afar hefð- bundið að þeirra tíma hætti. „Pabbi bjó með kýr og fé. Fyrsta heyskapar- tækið heima var tréýta sem nomð var til að draga saman hey með hest- um og fyrsta vélin var sláttuvél sem tveir hestar vom látnir draga. Við þurffum að flytja mjólkina á kerra eða klakk til Deildartungu á þessum ámm. Þar var kominn vegur og ffam í Reykholt.“ Kúskur við vegagerð ,A þessum ámm heima á Hæh var lagður fyrsti vegurinn ffam Flóka- dal. Hann var lagður ffá bænum Steðja sem stendur á melbrúninni ofan við Flókadalsá og ffam ásana heim að Hæli og niður og yfir að Geirshlíð. Eg var kúskur við þessa vegagerð, pjakkaði burt þúfur og börð, bar til grjót í fyrirhugað vegar- stæði og mokaði möl á kermrnar. Þá fylgdi maður kerrunni til losunar og fékk svo far á henni til að moka aft- ur í. Einu verkfærin sem notuð vom við þessa vegagerð vom skófla og haki. Þetta var strembið en tilbreyt- ing. Þetta var nú eiginlega það eina sem ég vann utan heimilisins fyrir utan einn vetur í Reykjavík þar sem ég vann við Heymleysingjaskólann." Flutt að Þverfelli „Við Björn hittumst öðm hvom á ýmsum samkomum og við önnur tækifæri. Samband okkar styrktist og á endanum settumst við að á Þver- felli í september 1943, þá um haust- ið 8. nóvember fæddist sonur okkar, Kristján. Sumarið eftir þegar við vildum skíra Kristján var enginn prestur nærtækur. Eg fékk því far um Uxahryggjaleið til Reykjavíkur og þar var hann skírður 10 mánaða gamall. Við hófum búskap með for- eldrum Björns fyrstu árin eða til árs- ins 1946, þegar við tókum við bú- skapnum að fullu. Það er svo 14. desember 1951 að dóttir okkar Inga Helga fæðist. Hún var skírð hér heima á Þverfelli, ásamt fjórum börnum þeirra Ingibjargar systur og Ingimundar. Einnig var þá skírður hér heima Freysteinn ffá Reykjum. Þetta var 19. október 1952. Það var messa á Lundi þennan dag og séra Guðmundur Sveinsson taldi ekki eftir sér að skjótast hingað ffameftir og skíra hópinn. Reyndar var þetta talsvert ferðalag því ástand vega í Lundareykjadal var lítið betra en í Flókadal á þessum áram. Þegar ég fór í mína fyrstu heimsókn að Þver- felli í maí 1943, fengum við far með vömbíl ffam dalinn. Hann festist neðan við Brennu og þaðan máttum við ganga ffam að Þverfelli og sel- flytja ffá Brennu fóður og fleira sem á bílnum var.“ Aðspurð um það þegar hún flutti ffam að Þverfelli, ffemsta bæ í þess- um langa dal, hvort einangrunin hafi ekki verið meiri en ffam á Hæli? „Nei, aldeihs ekki. Hér var mikil umferð fólks á leið suður eða hingað upp effir í Borgarfjörðinn eða lengra." Annasamt - ekki síst vegna ferðafólksins „Þverfell var á þessum tíma áning- arstaður ríðandi ferðamanna og því mjög gestkvæmt. Eg man að eitt sumarið, ffá sauðburði og fram að göngum vora aðeins sex næmr sem enginn var í gistingu," segir Dísa og kímir yfir minningunum ffá liðnum árum á Þverfelli. Það hljóta þá að hafa verið drjúgar tekjur sem þessi þjónusta hefúr skilað, bæði í fæðis- sölu, gistingu, aðstöðu og beit fyrir hrossin? Nú slær Dísa sér á lær og svarar brosandi: „A þessum ámm var þetta eingöngu gestrisni, það var al- veg undantekning ef boðin var greiðsla fyrir veitta aðstoð, þá stund- um brennivínsflaska en það vom nú lítil not fyrir svoleiðis á þessum bæ.“ Um þessar mundir vom að hefjast ferðalög á bifreiðum um Uxa- hryggjaleið. Bjöm á Þverfelh eignast Ford herjeppa 1946 og 1947 nýjan Willys landbúnaðarjeppa. Hann var notaður bæði til mjólkurflutninga, þá þurfti að flytja mjólkina í veg fyr- ir mjólkurbflinn niður að Snarta- staðamelum, og fyrir aðrar þarfir heimilisins. En þá hefst einnig nýr kafli í tengslum við ferðafólk. O- talsinnum þurfti að hjálpa ferðafólki sem lent hafði í einhverju basli, fest- um eða bilunum. „Hann Björn og nágrannamir, vom eiginlega hálf- gerð björgunarsveit, alltaf reiðubún- ir að hjálpa ef eitthvað bar út af. Þetta var nú stundum hálf spaugi- legt. Eg man t.d. eftir einu sinni að hjón komu gangandi hér heim. Frú- in var í skóm af bónda sínum alltof stómm, búin að ganga ofan af Uxa- hryggjum þar sem bfllinn hafði öxul- brotnað að sögn eiginmannsins. Frúin var á hælaháum skóm og því nauðbeygð að fara í stóm skóna af bónda sínum. Síðar kom svo í Ijós að öxull bílsins hafði ekki brotnað held- ur losnað ró sem skrölti laus í hjól- koppnum.“ Dísa dregur fram möppu og sýnir viðmælanda ýmsar ffásagnir af við- skiptum við ferðafólk sem hún hefúr safnað saman í gegnum árin. Við- mælandi rekst á ljóð á einu blaðinu, hlýlegt og bjart um fossinn. Því vill Dísa ekki flíka og ekkert má um það fjalla meir og því síður birta. Við- mælandi hefur hinsvegar komist að því að leyndarmáli Dísu að hún er hagyrðingur í betri kantinum og það alls ekki langsótt, því þekktur hag- yrðingur er í ættinni, Jakob heitinn á Varmalæk sem margir þekkm, gerði t.d. margar góðar vísur og ljóð. Búskapur og félagsmál „Hér á Þverfelli er afar staðviðra- samt, nema í suðaustanáttinni. O- kosturinn við hægviðrið á surnrin er mýbitið sem er talsvert óþægilegt, bæði mönnum og skepnum. Bú- skapurinn okkar Bjöms var ósköp hefðbundinn, kýr og kindur en fá hross. Við fengum fyrsm dráttarvél- ina 1955, Ferguson sem stendur hér inni í geymslu. Við voram bæði í kirkjukómum. Eg söng alt röddina, það hefur trúlega þótt eðhlegast, því pabbi var jú bassi og Björn var tenór, fallegur tenór. Eg gekk aldrei í kven- félagið, sennilega ekki nógu þroskuð. Kirkjukórinn hélt fyrstu þorrablótin hér áður fyrr. Þá þurft- um við í kómum að semja, leika og syngja, elda og bera fram matinn. Þetta var skemmtileg töm. Á þorra- blótum þurftu margir að koma ffarn og stundum alhr fúllorðnir á bæjtm- um. Það varð því að taka bömin með á blótin, kynslóðabil var því ekkert. Ef um hvítvoðunga var að ræða var LeikiS án gleraugna á stofuorgeliS. Fjölskyldan á Þverfelli. F.v Kristján, Herdís, Björn og Inga Helga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.