Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Qupperneq 5

Skessuhorn - 02.11.2005, Qupperneq 5
„.msaimölSEi MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 5 Telja forsendur kjarasamninga brostnar A fundi stjórnar Verkalýðsfélags Borgarness mánudaginn 31. októ- ber 2005 voru kjaramál á almenn- um markaði m.a. til umræðu. Fram kom að stjórnarmenn hefðu þungar áhyggjur af þróun mála og að ljóst væri að forsendur kjara- samninga á almennum markaði, sem félagið er aðili að, væru brosmar. Svokölluð forsendunefnd aðila samningsins yrði að vinna hratt og vel og leita allra leiða til að leggja fram tillögur til úrbóta sem launafólk teldi ásættanlegar ef komast ætti hjá uppsögn kjara- samninganna. Þessu til áréttingar samþykkti stjórn Verkalýðsfélags Borgarness einróma svohljóðandi: „Forsendur kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði eru brosmar. Því reynir nú á endur- skoðunarákvæði samninganna. Markmiðin sem samningsaðilar setm sér um afkomu launafólks, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti, hafa ekki náð fram að ganga. Því hvemr stjórn Verkalýðsfélags Borgarness eindregið til þess að næsm dagar verði notaðar vel til að endurnýja og treysta grundvöll og markmið kjarasamninganna. Til þess að árangur náist í þeim efnum verða atvinnurekendur og stjórnvöld að axla sína ábyrgð á þessari stöðu mála. Undanbragða- laust verður að endurnýja tiltrú þjóðarinnar á stöðugleika og jafn- vægi í efnahagsmálum. Og bæta verður launafólki þann skaða sem það hefur orðið fýrir síðusm miss- erin. Náist ekki ásættanleg lausn við endurskoðun kjarasamninganna blasir við sú staðreynd að nota beri uppsagnarákvæðin og segja samn- ingum upp fyrir 10. desember. Uppsögnin mun þá gilda ffá og með næstu áramótum. Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness leggur þunga áherslu á ábyrgð atvinnu- rekenda og stjórnvalda. Skorar stjórn félagsins á þessa aðila að beita sér fyrir því að nauðsynlegar úrbæmr og lagfæringar náist fram án uppsagnar samninganna." MM Bæjarráð hafiiar auka^árveitingu Leikskólastjóri Garðasels á Akra- nesi segir að engin skipuleg endur- nýjun húsbúnaðar leikskólans hafa átt sér stað þau 14 ár sem skólinn hefur starfað og því séu margir inn- anstokkmunir orðnir lélegir og úr sér gengnir. Óskað var eftir auka- fjárveitingu til endurnýjunar en bæjarráð Akraness vísaði beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Leikskólastjórinn, Ingunn Rík- harðsdóttir, sendi bæjarráði bréf þar sem hún rakti stöðu mála hvað húsgögn og innanstokksmuni varð- ar en skólinn var tekinn í notkun fyrir 14 árum. „Margir innan- stokksmunir eru orðnir lélegir og úr sér gengnir og tímabært að hefja endurnýjun á þeim. I dag era ekki til boðlegir stólar til notkunar á starfsmannafúndum og/eða for- eldrafúndum heldur er notast við stóla bamanna og telst það varla viðunandi aðbúnaður starfsmanna í dag,“ segir orðrétt í bréfi Ingunnar. Þá segir einnig: „Leikskólinn hefur eftir ffemsta megni reynt að endur- nýja hlud innan fjárhagsáætlunar með því að færa fjárhæðir milli liða eða ládð hækka gömul lág borð í eðlilega borðhæð tíl að koma til móts við kröfur um aðbúnað starfs- manna,“ segir Ingunn og bætír því við að þetta sé ekki hægt endalaust og því óski hún eftir aukafjárveit- ingu þar sem aðeins sé veitt 60 þús- und krónum tíl viðhalds á núver- andi fjárhagsáætlun. HJ FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS: INNRITUN FYRIR VORÖNN 2006 stendur yfir Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2006 er til 15. nóvember. Á vorönn er hægt að hefja nám á eftirtöldum námsbrautum: Almennt nám: Almenn námsbraut Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúr ufr æðibr aut Starfstengdar brautir: Húsasmíði (framhald eftir grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina) Viðskiptabraut Viðbótarnám til stúdentsprófs: Eftir 2ja ára starfstengt nám Eftir 3ja ára starfstengt nám Umsóknareyðublöð má fá í skólanum (send ef óskað er). Einnig er hægt er að prenta þau út af heimasíðu skólans www.fva.is. Upplýsingar um nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands eru veittar í síma 433-2500. Á heimasíðu skólans eru einnig allar nauðsynlegar upplýsingar. Slóðin er: www.fva.is Skólameistari FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI Dagskrá Vökudaga á Akranesi 3.-11. nóvember 2005 3. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 17:00 - 19:00. Sýning á gömlum bankavélum í KB- banka. Staður: KB- banki, Kirkjubraut 28. Tónlistarviðburðir á vegum Tónlistarskóla Akraness. Staðir: Fyrirtæki og stofnanir á Akranesi kl. 15:00 - 18:00. 4. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Tónlistarviðburðir á vegum Tónlistarskóla Akraness. Staðir: Fyrirtæki og stofnanir á Akranesi kl. 15:00 - 18:00. 7. nóvember: Útgáfutónleikar. Skitamórall og Nylon. Staður: Bíóhöllin kl. 20:00. Frítt inn. Sýning á verkinu "Hunangsflugur og villikettir" eftir Skagamennina Flosa Einarsson, Gunnar Sturlu Hervarsson og Einar Viðarsson. Staður: Grundaskóli kl. 20:00. Verð kr. 1.000. 8. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Sýning á verkinu "Hunangsflugur og villikettir" eftir Skagamennina Flosa Einarsson, Gunnar Sturlu Hervarsson og Einar Viðarsson. Staður: Grundaskóli kl. 20:00. Verð kr. 1.000. Setning Vökudaga, veiting viðurkenninga og tilnefning bæjarlistamanns. 5. nóvember: Frumsýning á verkinu "Hunangsflugur og villikettir" eftir Skagamennina Flosa Einarsson, Gunnar Sturlu Hervarsson og Einar Viðarsson. Staður: Grundaskóli kl. 16:00. Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Opið hús í Vallarseli - kaffisala á vegum foreldrafélags. Staður: Leikskólinn Vallarsel, kl. 15:00-17:00. Jazz band Andreu Gylfadóttur. Staður: Mörkin kl. 22:00 - 24:00. Frítt inn. Sýning fyrir börn á vegum Skagaleikflokksins, valin atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi. Staður: Suðurgata 126 kl. 14:00. Verð kr. 500 pr. fjölskyldu. 6. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Sýning í Byggðasafninu Görðum - opið hús með leiðsögn, kl. 13:30 og 16:00. Rímnakveðskapur kl. 15:00. Staður: Byggðasafnið Görðum kl. 13:00 - 18:00. Sýning fyrir börn á vegum Skagaleikflokksins, valin atriði úr Dýrunum i Hálsaskógi. Staður: Suðurgata 126 kl. 14:00. Verð kr. 500 pr fjölskyldu. Flugeldasýning í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Staður: [þróttasvæðið á Jaðarsbökkum. kl. 20:00. Minningartónleikar um Karl Sighvatsson. Staður: Bíóhöllin kl. 20:30. Verð kr. 2.500. I forsölu kr. 2.000 í Pennanum og Bjargi. 9. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Sýning á verkinu "Hunangsflugur og villikettir" eftir Skagamennina Flosa Einarsson, Gunnar Sturlu Hervarsson og Einar Viðarsson. Staður: Grundaskóli kl. 20:00. Verð kr. 1.000. Fiskur handa fjórum - leiklestur úr sakamálaleikriti. Staður: Suðurgata 126 kl. 20:30. Skagaleikflokkurinn. Kaffisala. 10. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Tónleikar: Þjóðlagasveit Tónlistarskólans ásamt Eyjólfi Kristjánssyni og Stefáni Hilmarssyni. Styrktaraðili Landsbanki íslands Akranesi. Staður: Bíóhöllin kl. 20:30 - 22:00. Verð kr. 1.000 afsláttur kr. 500 fyrir Vörð- og Námufélaga í Landsbanka íslands. 11. nóvember: Sýning á verkum Einars Hákonarsonar, listmálara. Staður: Listasetrið Kirkjuhvoll kl. 15:00 - 18:00. Sýning á verkinu "Hunangsflugur og villikettir" eftir Skagamennina Flosa Einarsson, Gunnar Sturlu Hervarsson og Einar Viðarsson. Staður: Grundaskóli kl. 20:00. Verð kr. 1.000. Leiksýning: "Hinsegin” óperetta eftir Skagamennina Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson. Staður: Bióhöllin kl. 20:00. Verð kr. 2.700, börn yngri en 14 ára kr. 1.350 og eidri borgarar og námsfólk með skólaskírteini kr. 2.200. í tilefni af Vökudögum 2005 verður KB-banki með sýningu á gömlum bankavélum í útibúi sínu og íslandsbanki stendur fyrir Ijósmyndasýningu á dvalarheimilinu Höfða. Akraneskaupstaóur H Landsbankinn □ KB BANKI| TOSKA iSLANDSBANKt Glæsileg flugeldasýning í boði Orkuveitu Reykjavíkur íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum sunnudaginn 6. nóvember kl. 20:00

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.