Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Side 14

Skessuhorn - 02.11.2005, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi einkenndist af bjartsýni: Menmngarsamningur í höfn og vaxtarsamningur í burðarliðnum Stœrsta málið sem afgreitt var á fundinum var nýr menningarsamningur viá Vesturland sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra f.h. ríkisstjómarinnar og Helga Halldórsdóttur f.h. SSV skrifuóu undir og handsöluðu í lokin. Samningur þessi hefur verið eitt helsta baráttu- mál SSVundanfarin ár. Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi fór fram sl. föstudag að Hótel Glymi í Hval- firði. Gestgjafi á fundinum var Hvalíjarðarstrandarhreppur og stýrði Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti fundi og afþreyingu að honum loknum af röggsemi. Þrátt fyrir vont veður og erfiða færð var vel mætt á fundinn, bæði af fulltrú- um sveitarfélaga og frá Alþingi. Fór fundurinn í alla staði vel fram enda voru á honum innsigluð mik- ilvæg mál fyrir íbúa alls Vestur- lands og sveif óneitanlega léttari andi yfir vötnum en oft áður við sama tækifæri. Meðal stórra mála skal fyrst nefna menningarsamn- ing sem staðfestur var formlega af Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra f.h. ríkisstjórnarinnar og Helgu Halldórsdóttur f.h. SSV. Einnig kynnti Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra undirbúning að vaxtarsam- ingsgerð fyrir Vesmrland. Anægja fundarmanna með þessa samninga og starfsemi samstarfs sveitarfélaga í landshlutanum á liðnu ári leyndi sér ekki enda var stjórn SSV öll endurkjörin. Bjartsýn á framtíð landshlutans Helga Halldórsdóttir, formaður stjórnar SSV flutti skýrslu stjórnar. Sagði hún starfsemi SSV hafa ver- ið með hefðbundnu sniði þetta árið en hin daglega umsýsla hvílir á herðum starfsfólks samtakanna. Fór Helga yfir helstu verkefni stjórnar, starfsmannamál (sem ný- lega var greint frá í Skessuhorni), rakti starfsemina framundan, ræddi um samstarf ríkis og sveitar- félaga, fluminga verkefna frá ríki, samgöngumál og fleira. Að lokum sagði Helga þetta: „Viðburðaríkt starfsár SSV er nú að baki og ekki síður spennandi tímar framundan. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi verið uppi sú staða sem nú er í atvinnulífi á Vesmrlandi. Má sjá mikla uppbyggingu í öllum landshlutanum með íbúafjölgun á flestum stöðum og atvinnuleysi hefur ekki mælst svo lítið á Vesmr- landi síðan í ágústmánuði 2001, eða 0,5%. Þó ástandið sé gott er ekki hægt að líta framhjá því að hátt gengi íslensku krónunnar hef- ur þrengt að útflutningsatvinnu- greinum á Vesmrlandi svo sem sjávarútvegi og ferðaþjónusm en að sama skapi munu erlendar skuldir sömu aðila lækka við svo hátt gengi. Þó allt hafi þetta kosti og galla má í heildina segja að at- vinnulíf á Vesmrlandi blómstri og jákvæðni og bjartsýni einkenni nú landshlutann og fannst mörgum kominn tími til að sól, bjartsýni og jákvæðni skini á Vesmrland." Hún bætti við: „Við Vestlend- ingar eigum að vera bjartsýn á framtíð landshlutans. Það er gríð- arlega margt jákvætt í farvatninu og mikilvægt að við sveitarstjórn- armenn á Vesmrlandi tökum höndum saman og smðlum í sam- einingu að sem mesmm ffamför- um og uppbyggingu í okkar lands- hluta. Þau stóru verkefni sem und- irbúin hafa verið af starfsfólki og stjórn SSV undanfarin ár eru nú að líta dagsins ljós með aðkomu ríkis- ins en þessi verkefni, vaxtarsamn- ingur og menningarsamingur, munu hafa mjög jákvæð áhrif á Vesmrland sem frábæran búsem- kost fyrir fólk og fyrirtæki.“ Menningarsamningur í höfh Eins og áður segir var á fundin- um undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 17 sveit- arfélög á Vesmrlandi um menning- armál og menningartengda ferða- þjónusm. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks samstarfs við Vesmrland, en áður hefur verið gengið til samstarfs við Ausmrland með sambærilegum hætti. Tilgangur menningarsamnings- ins er að efla menningarstarf á Vesmrlandi og beina smðningi ríkis og sveitarfélaganna við slíkt starf í einn farveg. Jafnframt eru áhrif sveitarfélaga á forgangsröð- un verkefna aukin. Menningarráð Vesmrlands sem stofnað verður mun verða samstarfsvettvangur sveitarfélaganna og hefur meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningar- málum, úthluta fjármagni til menningarverkefna og verkefna á sviði menningartengdrar ferða- þjónusm á Vesmrlandi jafnframt því að annast framkvæmd samn- ingsins. Sveitarfélög á fjórum sam- starfssvæðum, Borgarfjarðarsýsla sunnan Skarðsheiðar, Borgarfjarð- arsýsla norðan Skarðsheiðar og Mýrasýsla, Snæfellsnes og Dalir, hafa það hlutverk að samræma að- gerðir á sviði menningarmála á Vesmrlandi, skv. sérstökum sam- starfssamningi þar um. Framlög ríkisins til samningsins verða 25 m.kr. á árinu 2006, 26 m.kr. árið 2007 og 27 m.kr. árið 2008 en sveitarfélögin leggja jafn- framt fram fé til sameiginlegra verkefna hvort heldur er með framlögum frá einkaaðilum eða með eigin framlögum. Skal við það miðað að árið 2006 nemi framlag sveitarfélaganna a.m.k. 10% af þeirri heildarfjárhæð sem veitt er til verkefnastyrkja, 17,5% árið 2007 og 25% árið 2008. Þá skulu sveitarfélögin greiða að lágmarki þriðjung kostnaðar vegna starf- semi Menningarráðsins árið 2007 og helming kostnaðar árið 2008. Gildistími samningsins er til árs- loka 2008. Verkefhisstjóm Vaxtar- samings skipuð Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra kynnti undirbúningsvinnu að gerð væntanlegs vaxtarsamnings milli ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja á Vesturlandi. Sagði hún samning sem þennan smðla að bættri sam- keppnishæfni fyrirtækja á starfs- svæðinu og eflingu byggðakjama. „I slíkum samningum er lögð áhersla á sérstöðu og samkeppnishæfni og markaðstækifæri nýtt til ítrasta. Slíkt samstarf sem vaxtarsamningar í raun em má kalla nútímavæddar byggða- þróunaraðgerðir,“ sagði Valgerður. Sagði hún vaxtarsamninga vel til þess fallna að skila árangri og nú þegar hafa slíkir samningar verið gerðir á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum og lofa þeir góðu. Val- gerður sagði góðan undirbúning hafa verið unninn nú þegar að þessu verkefni á Vesmrlandi undir forystu SSV og muni sú vinna og tillögur sem unnar hafa verið nýtast vel. Því gerði hún ráð fyrir að næsti aðdrag- andi eiginlegrar vaxtarsamnings- gerðar muni ganga hratt fyrir sig. Kynnti Valgerður skipun verkefn- isstjómar að undirbúningi vaxtar- samnings en hana skipa: Baldur Pét- ursson ffá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu verður formaður, Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls, Sigríður Finsen Grund- arfirði, Páll S Brynjarsson Borgar- byggð, Kristinn Jónasson Snæfells- bæ, Dagný Sigurðardóttir Borgar- fjarðarsveit, Bernharð Þór Bern- harðsson Viðskiptaháskólanum Bif- röst, Haraldur L Haraldsson Dala- byggð, Bjöm Elíson Akranesi, Gísli Gíslason Akranesi og Þórarinn Sól- mundarson ffá Byggðastofnun. Með nefhdinni starfa síðan þau Hreffia B Jónsdóttdr og Olafur Sveinsson frá SSV Ályktanir fundarins Sem fyrr skiluðu nefndir sem skipaðar vom á fundinum hinum ýmsu álykmnum sem vom ræddar, sumum breytt en að lokum sam- þykktar. Verður hér greint frá nokkram þessara ályktana. Fundurinn samþykkti álykmn þess efiús að mikilvægt sé að áffam verði haldið með þá vinnu að færa verkefni dl sveitarfélaga. Sveitarfé- lög hafa mörg hver áhuga og gem tíl að taka við auknum verkefnum sem nú em hjá ríkinu og er það liður í eflingu sveitarstjórnarstigsins og byggðalaga á landsbyggðinni að verkefhum verði dreift um landið og nærþjónusta við íbúana sé tryggð. Þá fagnaði fundurinn þeim á- föngum sem náðst hafa á Vestur- landi varðandi eflingu sveitar- stjórnarstígsins. Miklar breytingar hafi átt sér stað á síðasta ári varð- andi sveitarfélagamörk á Vesmr- landi. Nú þegar er fyrirsjáanlegt að sveitarfélögum mun fækka ú 17 í 11 við sveitarstjórnarkosningarn- ar vorið 2006. Er það almennt í anda þess sem sveitarstjórnarmenn hafa ályktað um eflingu sveitarfé- laga og sveitarstjórnarstigsins. Rekstur dvalarheimila Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á Vesmrlandi, haldinn á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd, skorar á Alþingi, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að sjá tíl þess að daggjöld til reksturs dvalar- og hjúkrunarheimila verði endur- skoðuð þannig að jafnræðis verði gætt milli heimila og að fjárhæð daggjalda tryggi eðlilegan rekstr- argrandvöll þeirra. Enda er ljóst að daggjöld standa ekki undir nú- verandi rekstri þeirra. Jafnffamt er skorað á stjórnvöld að viðurkenna vaxandi þörf fyrir fleiri hjúkranar- rými. Brýnt er að gera úttekt á nú- verandi þörf og spá um framtíðar- þróun. Um árabil hafa flest dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra verið rekin með veralegum halla þrátt fyrir að ákvæði laga um málefni aldraðra geri ráð fyrir að daggjöld ríkisins skuli standa undir rekstri þeirra. Mörg dvalarheimili hafa hlaðið upp háum lífeyrisskuldbind- ingum. Því er það augljóst að í ó- Valgerður Sveirisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti vinnu við gerð vaxtarsamn- ings við Vesturland og kynnti starfshóp sem vinna mun að hmum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.