Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.11.2005, Blaðsíða 23
SBiSSIHiOBIF! MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 2005 23 Æskusundmot a Hvammstanga Sundlið UMSB átti góða ferð á Hvammstanga laugardaginn 8. október sl. en þar fór fram hið ár- lega Æskusund milli sundmanna frá UMSB, HSH, USVH og UMSS 14 ára og yngri. Veður var heldur kalt er á leið en þrátt fyrir það náð- ist ágætis árangur í nokkrum grein- um. Sundlið UMSB, sem er mikið breytt frá síðasta ári, vann keppn- ina að þessu sinni með nokkrum yfirburðum. í fyrra unnu Borgfirð- ingar Æskusund að nýju eftir níu ára tap fyrir UMSS. í hópnum voru nú ellefu nýliðar en einungis átta í liðinu kepptu einnig í fyrra. Mikil samstaða og baráttuandi ríkti í lið- inu en þjálfarinn var ekki of bjart- sýnn stuttu fyrir mótið því ekki náðist full þátttaka í nokkrar grein- ar. UMSB vann þrettán greinar, UMSS átta, USVH sjö og HSH vann tvær. Lilja Rún Jónsdóttir, 14 ára vann tvær greinar í telpnaflokki 13-14 ára en hún keppti í fimm ein- FRÆÐSLUFUNDUR r Ahrif krabbameins á fiölskylduna Keppendur UMSB á Æskusundmóti 2005. 13:00 staklingsgreinum og bætti fyrri ár- angur sinn í þeim öllum. Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir, 12 ára vann allar fimm greinarnar í meyjaflokki 11-12 ára og keppti auk þess upp fyrir sig í tveimur erfiðum greinum (flugsundi og fjórsundi). Jón Ingi Sigurðsson, 10 ára vann allar greinar (þrjár) í hnokkaflokki. Auk þess unnu Borgfirðingar boðsund- in í telpnaflokki 13-14 ára, meyja- flokki 11-12 ára og hnokkaflokki 10 ára og yngri. Nú var í fyrsta sinn á Æskusund- móti veitt eignarverðlaun stiga- Efnilegur hópur Sundfélags Akraness Yngri kynslóð Sundfélags Akra- ness tók þátt í unglingamóti Ár- manns um nýliðna helgi. Árangur liðsins má teljast mjög góður og kom hópurinn heim með þónokk- uð af verðlaunum. Salome Jóns- dóttir, Kristinn Gauti Gunnarsson og Unnur Inga Karlsdóttir syntu öll til sigurs í öllum þeim greinum sem þau tóku þátt í. Einnig vann Inga Elín Cryer til þrennra verð- launa. Meyjahópur félagsins kom sterkur til leiks í 50 metra skrið- sundi og munaði ekki nema tveim- ur tíundu úr sekúndu að ÍA ætti all- an verðlaunapallinn í þeirri grein. Stórt mót er framundan hjá Sund- félaginu og því er æft stíft og sam- viskusamlega þessa dagana. Þrátt fyrir það náðu flest barnanna Salome Jónsdóttir tekur við verðlaun- um. sem syntu á mótinum um helgina að bæta tíma sína og voru mörg þeirra sem kepptu að keppa við sér eldri keppendur. BG Fyrirtækjakeppni UMSB í skák Næstkomandi laugardag gengst skáknefnd UMSB fyrir fyr- irtækjakeppni í skák. Mótið fer fram í Félagsbæ í Borgarnesi frá klukkan 13-17. Hvert fyrirtæki má senda eins margar sveitir til keppni og það kýs en hver sveit skal skipuð 3 einstaklingum. Fyrir- tækjum er í sjálfsvald sett hvort sveitin er skipuð starfsmönnum eða ekki. Tefldar verða 6 umferð- ir, 15 mínútur á mann hver skák og er gert ráð fyrir að teflt verði eftir Monrad kerfi. Mótsstjóri verður Helgi Ólafsson, stórmeistari. Þátt- tökugjald fyrir hverja sveit er 8.000 krónur og annast Guðrún Sigurjónsdóttir skráningu í síma 894-0567. Einnig er hægt að koma skráningum á netfangið kk@vesturland.is fyrir 3. nóvem- ber en þar geta þeir jafnframt til- kynnt sig sem vjlja tefla en vantar að komast í sveit. Keppt verður um farandbikar. Þrjár efstu sveitir fá verðlaun en einnig verða veitt verðlaun fyrir flesta vinninga á hverju borði. Á vegum skáknefndar UMSB eru fyrirhuguð tvö önnur skákmót tii áramóta, þ.e. Héraðsmót UMSB og Jólapakkamót UMSB. MM Hljómur í Grundmjjorðarheimsókn Þann 10. október sl. fór Hljómur, kórfélags eldri borgara ú Akranesi í heimsókn til Grundarjjarðar. Söng kórinn þar ein 13 lögí Grundarfjarðakirkju undir stjóm Sveins Amars Seemundssonar. ViStökur voru góSar og var heimsókn Skagamanna- og kvenna kœrkomin í skammdeginu. Ljósm: Svetrir hæsta drengjaliðinu og stigahæsta stúlknaliðinu. í drengjaflokki hlaut UMSB 149 stig, UMSS 77, USVH 73 og HSH 55 stig. í stúlknaflokki var UMSB einnig efst með 208 stig, UMSS 96, USVH 88 og HSH 79. Borgfirðingar hlutu Æsku- sundsbikarinn annað árið í röð í heildarstigakeppninni. Hlaut UMSB 357 stig, UMSS 173, USVH 161 og HSH 134 stig. Æskusund- mótið fer fram á Sauðarkróki að ári. Takist Borgfirðingum að vinna þar á ný vinna þeir Æskusundsbik- arinn til eignar. II Að Kirkjubraut 40, efstu hæð Akranesi Krabbamein - Viðbrögð flöiskvldu og vina: Halla Þorvaldsdóttir, sálfrœðingur á Krabbameinssviði LHS. \ 14:00 Að greinast með krabbamein - Félagsleg réttindi: Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Barna og Kvennasviði LSH. í 15:00 Stuðningshópar Krabba- meinsfélags íslands: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir; verkefnastjóri Krabbameinsfélags íslands. 15:30 Umræður og Kaffihlé Kraftakarlar á bikarmót Bikarmótið Kraftlyftingasambands- ins fer fram 5. nóvember nk. í Garðaskóla. Meðal keppenda er Jakob Björnsson frá Akranesi, ís- landsmeistari f 110 kg. flokki, en met hans er 250 kfló í bekkpressu. Jakob keppir að þessu sinni í þrennu, þ.e. hnébeygju, réttstöðu- lyftu og bekkpressu. MM www.skessuhom.is minnmgar um Karl Sighvatsson verða haldnir í Bíóhöllinni, Akranesi, sunnudaginn 6. nóv. kl. 20:30. Forsala miöa eru í Pennanum og Versl. Bjarg. Miðar í forsölu kr. 2.000 annars kr. 2.500 við innganginn (ekki greiðslukort). Allur ágóði rennur til Tónlistarskóla Akraness. Andrzíi CiyJf'idúidfj nönyuf - Dnvíú Þúf Júnuuoiij uft/ui :úvufú Lúfuuucjiij yíinf - Jnkub Jinúfi úJuynú'JUUDj buuúj Fiíiynuf JJjufjúnuuuijj ifuinmuf Þau munu njóta aðstoðar fleiri góðra Skagamanna og kvenna Aðalstyrktaraðili 5LANDSBANKI Útibúið Akranesi Akraneskaupstaður, Skessuhorn, Prentverk Akraness hf., Landsbankinn, KB banki, Olís, Verlsunin Einar Ólafsson, Bíóhöllin, Tónlistarskólinn Þökkum ofangreindum aðilum stuðninginn aukþess öllum hinum sem hafa verið okkur hjálplegir við undirbúninginn. ffS UONSKLUBBURINN EÐNA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.