Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Síða 11

Skessuhorn - 01.03.2006, Síða 11
S2ESSUHÖBK MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 11 Björgunarsveitarmenn vinna fyrir nýju húsi Félagar í Björgunarsveitinni OK í Borgarfirði vinna þessa dagana hörðum höndum að endurbótum á gamla verkstæðishúsinu í Reyk- holti, en húsið mun í framtíðinni þjóna hlutverki slökkvistöðvar í uppsveitum Borgarfjarðar. Slökkvi- stöðin hefur undanfarna áratugi verið til húsa í mun minna húsi við hlið þessa en þar hefur björgunar- sveitin einnig aðstöðu sína. Björg- unarsveitarmenn gerðu samkomu- lag við sveitarstjórn Borgarfjarðar- sveitar um að gegn því að vinna að endurbótum á húsnæði nýrrar slökkvistöðvar eignaðist sveitin allt húsið sem hún hefur nú starfsemi sína í. Að sögn Snorra Jóhannessonar, björgunarsveitarmanns ganga fram- kvæmdirnar vel. „Okkur hefur gengið mjög vel að fá mannskap í sjálfboðavinnu við þetta verk og erum langt komnir með það sem að okkur snýr. Meðal félagsmanna eru margir lúnknir verkmenn sem kunna til svona vinnu og því gengur þetta vel undir styrkri stjórn Jóns Friðriks Jónssonar umsjónarmanns hreppseigna. Okkar hlutverk var að hreinsa út ýmislegt dót úr verkstæð- ishúsinu og búa það tmdir að iðnað- armenn geti tekið við og lokið verk- inu. Við setjum m.a. upp nýjar inn- keyrsludyr á húsið, rifum milliveggi, gamlar innréttingar og fleira,“ sagði Snorri. Hann segir að þegar slökkvistöðin fari úr björgunarsveit- arhúsinu stækki aðstaða OK manna um 100 fermetra, en sveitin á ýmsan búnað sem þarfnast meira rýmis og aðstaða fyrir félagsmenn og búnað þeirra hefur nær engin verið, en á því verði nú mildl bót. MM Nýk/örinn Herra og Ungfrú Bifröst stigu dans eftir að úrslitin varu tilkynnt. Vilhjálmur fetar meí þessu ífótspor dóttur sinnar sem var einmitt kjörin Ungfrú heimur á dögunum. Bifróvisjón haidið með pompi og pragt Arleg árshátíð og söngkeppni Bifrestinga, Bifróvisjón var haldin á Hótel Sögu um helgina með mikilli viðhöfn. Menn voru á einu máh um að sjaldan eða aldrei hefði umgjörð hátíðahaldanna verið jafn glæsileg en þema kvöldsins var „rauði dreg- illinn". Það var Skagamaðurinn Hróðmar Halldórsson sem sigraði í söng- keppninni þetta árið en hann flutti lagið ,,.411t er á tjá og tundri" með Sálinni hans Jóns míns. Hefð er fýr- ir því að kjósa bæði Herra og Ung- ffú Bifröst þetta kvöld og það voru þau Asta Guðmundsdóttir og Vil- hjálmur Skúlason sem urðu hlut- skörpust í því kjöri. Sigurður Arn- alds var kjörinn besti kennarinn en allt ædaði um koll að keyra þegar hann flutti magnaða ræðu um nem- endur skólans fyrr um kvöldið og Sigurður Amalds var kjörinn hesti kenn- ari skólans. brast í söng að henni lokinni. Siv Friðleifsdóttir mætti á árshá- tíðina en hún situr í stjóm Við- skiptaháskólans á Bifröst. Hún tók meðfylgjandi myndir og þær, ásamt fleirum, má finna á heimasíðu henn- ar www.siv.is. SOK m öOftaAftgyaae Laust starf til umsóknar Dagleg þrif og umsjón kaffistofu Laust er til umsóknar starf vib dagleg þrif og umsjón kaffistofu á bæjarskrifstofunni í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf sem unnið er á dagvinnutíma. Launakjör eru skv. kjarasamningum Launanefndar^sveitarfélaga vib Starfsgreinasamband íslands. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofuna ab Borgarbraut 11, Borgarnesi fyrir 10. mars nk. Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 4B7-1224 eba á skrifstofunni. Bjórgunarsveitarmenn vinna við viðgerðir á verkstœðishúsinu í Reykholti sem Guðmundur heitinn Rjerúlf byggði upphaflega. Húsið mun hér eftirþjóna hlutverki slökkvistöðvar. Menningarráð Vesturlands var skipað í desember2005. Menningarráð Vesturlands er sjálfstætt ráð sveitarfélaga á Vesturlandi. Hlutverk ráðsins er að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, hvetja til samstarfs og faglegra vinnubragða og stuðla að almennri vitund og þekkingu um málaflokkinn. Menningarráð Vesturlands úthlutar tfjármagni til menningan/erkefna á Vestur-landi, samkvæmt samningi ríkis og sveitar-félaga á Vesturlandi um menningarmál og hefur eftirlit með framkvæmd þessa samnings. Menningarráðið er skipað fimm fulltrúum, einum frá hverju fjögurra samstarfssvæða á Vesturlandi og einum skipuðum afSamtökum sveitarfélaga á Vesturíandi. Menningarráð Vesturlands óskar að ráða menningarfulltrúa. Helstu verkefni Þróunarstarf í menningarmálum á Vesturlandi. Að efla samstarf innan og á milli sam- starfssvæða um menningarmál. Fagleg ráðgjöf og verkefnastjórnun. Öflun styrktaraðila til menningarstarfs á Vesturlandi. Menntun og hæfniskröfur Háskólamenntun á listasviði er æskileg, ekki skilyrði. Góð enskukunnátta er skilyrði, kunn- átta í Norðurlandarmáli er kostur. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnu- brögðum. Skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er 50% en gæti orðið meira með tímanum. Skilyrði er að starfsmaðurinn hafi búsetu á Vesturlandi. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 12. mars nk. Númer starfs er 5261. Upplýsingar veitir Kristín Guðmundsdóttir hjá Hagvangi. Netfang: kristin@hagvangur.is HAGVANGUR - við ráðum Skoy.irhtið 12 • 105 Beykjavtk Stmi 520 4700 • www.hagvangur.ts Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar Akraneskaupstaður Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs, sbr. ákvæði í 1. gr. 2 mgr. reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir: "Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgeroa eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem séstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir \ samræmi við upprunalegan byggingarstfl núss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu". Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúningsframkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannana. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar verklýsingar og teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum. Byggingarnefnd getur kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum eftir því sem þurfa pykir að mati nefndarinnar. Byggðasafn Akraness og nærsveita skal veita umsögn um styrkumsóknir. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsverndunarsjóðs I Akraneskaupstaðar og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. | Umsóknir skulu berast eigi síðar en 31. mars 2006 á skrifstofur ! Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Frekari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi að Dalbraut 8 eða í síma 433 1051. Re^lur fyrir húsverndunarsjóðinn er nægt að skoða í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Bæjarritarinn í Borgarbyggð. Akranesi, 23. febrúar 2006 - Skúli Lýðsson, byggingarfulltrúi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.