Skessuhorn


Skessuhorn - 01.03.2006, Síða 22

Skessuhorn - 01.03.2006, Síða 22
4 22 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 ^ttUsunu.. jt n Spuming vikunnar Hverfinnst þér helsti kosturþess að stunda nám í Norðurárdalí Borgarfirði? (Spurt í Viðskiptaháskólanum á Bifröst) Þór Gíslastm: Verkefnavinnan, námsskipulagið og samfélagið. Samfélagið snýst um námið. Allir em að vinna að því sama og samvinnan, samkenndin því mikil. Katrín Bjamey Guðjónsdóttir: Stemningin. Allir saman á einum stað að einbeita sér að þvi sama. Mikil verkefnavinna þýðir að þií myndar sterk tengsl við samnem- endurþína sem gerir námið enn þá skemmtilegra. Heiðdts Hermannsdóttir: Fimmtudagskvöldin ogyndislegt umhverfi. Bjami Herrera Þórisson: Að vera í rólegheitunum í sveit- inni en ekki erli borgarinnar. Ulfar Guðmundsson: Mikil hópavinna, framúrskarandi nám og góður félagsskapur. Svo er betra að vera hér upp á að halda einbeitmgu í náminu. Sjöundi flokkur Skallagríms í úrslit Um síðustu helgi lék 7. flokkur Skalla- gríms í körfubolta í A riðli í Keflavík. Strákarnir stóðu sig vel og enduðu í 3. sæti af fimm liðum. Sá árangur þýðir að þeir munu leika til úrslita á íslands- mótinu ásamt Keflavík, Breiðabliki, Njarðvík og einu liði til viðbótar sem kemur upp úr B riðli. Úrslitin munu fara fram upp úr miðjum mars. SHJ Myndirt er tekin að loknum síðasta leik. Aftari röð frá vinstri: Davíð Á., Agnar, Heið- ar, Davtð G., Valur og Hafþór þjálfari. Neðri röð frá vinstri; Dantel, Andrés, Atli, Birgir, Arnold og Björgvin. Bjarni snýr heim eftir 10 ára fjarveru Knattspymufélag ÍA hefur gert fjögurra ára samning við Skaga- manninn Bjarna E. Guðjónsson. Bjarni, sem er fæddur og uppal- inn á Akranesi, lék síðast með liði ÍA árið 1996 en það ár tryggði lið- ið sér íslandsmeistaratitilinn á svo eftirminnilegan hátt í úrslitaleik gegn KR. Þá var Bjarni valinn efnilegasti leikmaður tímabilsins og var jafnframt næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 13 mörk. í byrjun mánaðarins náði Bjarni samkomulagi við enska 1. deildar liðið Plymouth Argyle um að rifta samningi sínum við félagið og síðan þá hafa verið vangaveltur um hvar Bjarni myndi leika á komandi leiktíð. FH-ingar, KR- ingar og Valsmenn, ásamt ÍA voru meðal þeirra félaga sem höfðu áhuga á að fá Bjarni til liðs við sig hérlendis en einnig voru félög er- lendis m.a. í Belgíu og Bandaríkj- unum sem sýndu þessum snjalla leikmanni áhuga. Bjarni hefur meðal annars leikið með Newcastle, RC-Genk í Belgíu, Stoke City, Coventry og nú síðast hjá Plymouth. Bjarni mun án efa reynast Skagamönnum gríðarleg- ur styrkur næstu fjögur árin og halda þeim í baráttunni meðal bestu knattspyrnuliða á landinu. KÓÓ Bjarni Guðjónsson. Skagamenn og Framarar gerðu jafntefli Lið ÍA lék sinn þriðja leik í deild- arbikarkeppninni í knattspyrnu á sunndaginn og var leikið við Fram og fór leikurinn fram í Reykjavík. Viðureign liðanna lauk með jafn- tefli. Hvort liðið skoraði tvö mörk. Lið Fram var mun sterkara í fyrri hálfleik enda hafði liðið skorað tvö mörk gegn engu marki Skaga- manna er haldið var til leikhlés. Tiltal Ólafs Þórðarsonar þjálfara og breytingar sem gerðar voru á liðinu virkuðu sem vítamínsprauta í síðari hálfleik. Ellert Jón Björnsson náði þá að skora tvö mörk og jafna leikinn. Það fyrra skoraði hann með skalla eftir góða sendingu frá Dean Martin. Það seinna skoraði hann með laglegu skoti einnig eft- ir sendingu frá Dean Martin. Þrír leikmenn (A gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, Helgi Pétur Magnússon, Arnar Gunnlaugsson og Hafþór Ægir Vil- hjálmsson. Nýjasti leikmaður Skagamanna, Bjarni Guðjónsson, náði heldur ekki að leika en hann er nýkominn til landsins. ÍA er nú í þriðja sæti í 2. riðli A deildar með fimm stig. Keflavík og Víkingur eru efst og jöfn að stigum með sex stig að loknum tveimur leikjum. Næsti leikur ÍA verður á sunnudaginn kl. 19 gegn Víkingi í Egilshöll í Grafarvogi. HJ Fimleikafólk af Skaganum meðal bestu á landinu Stoltir fimleikastrákar af Skaganum með verðlaunapeningana sína. Um síðustu helgi fór fram Is- landsmót í almennum fimleikur í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Keppendur voru um 220 frá ellefu félögum vfðs vegar af landinu og þar af voru um 40 strákar en þeir hafa aldrei verið fleiri á þessu móti. Keppt var í 2. - 6. þrepi stúlkna og 1. - 3. þrepi pilta. Fimleikafélag Akraness sendi 29 keppendur á mótið en þar af voru 5 strákar. FIMA sópaði að sér verðlaunum í flokki pilta en þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem drengir frá félaginu keppa á íslandsmóti. Þeir Guðjón Snær Einarsson og Sævar Berg Sigurðsson frá Akranesi náðu frá- bærum árangri á mótinu og lentu í fyrsta sæti í samanlögðum æf- ingum í 1. þrepi í 10 og 11 ára flokki drengja. Þá voru einnig margar stúlkur af Skaganum sem unnu til verðlauna á mótinu. Á sunnudeginum var haldið svokallað meistaramót en þar kepptu 10 stigahæstu einstak- lingarnir í hverju þrepi óháð aldri. Akranes átti þar nokkra fulltrúa eða 4 drengi og 3 stúlkur og náði Guðjón Snær þar bestum árangri og hafnaði í öðru sæti. „Árangurinn á mótinu var mjög góður og allir stóðu sig frábær- lega vel,“ segir Anna Lárusdóttir, yfirþjálfari FIMA. „Það var sér- staklega gaman að fara með strákana í fyrsta sinn á íslands- mót og nú hefur félagið eignast nokkra íslandsmeistara í viðbót í almennum fimleikum stúlkna og piltna," segir Anna stolt. KÓÓ Sundfólk í framtíðar- hóp SSÍ Fjórir ungir og efnilegir sund- menn frá Akranesi hafa tryggt sér sæti í framtíðarhópi Sund- sambands íslands. Það eru þau Lea Hrund Guðjónsdóttir, Hrafn Traustason, Jón Þór Hallgríms- son og Rúnar Freyr Ágústsson. Þau hafa öll náð árangursvið- miðum til að ganga í þennan 20 manna hóp og munu eflaust ná glæstum árangri með landslið- inu í framtíðinni. KÓÓ Gott gengi HSH fólks í frjálsum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fyrir 12 -14 ára var haidið í nýju frjálsíþróttahöllini í Laugardalnum helgina 25. -26. febrúar. Keppendur frá HSH voru 18 talsins og stóðu sig vel á þessu móti og urðu í sjötta sæti í heildarstigakeppninni. Helstu verðiaunahafarnír voru Snjólfur Björnsson 12 ára með 3 gull fyrir hástökk, langstökk, kúluvarp og silfurverðlaun fyrir 60 m hl. Hermann Þór Haralds- son 13 ára fékk brons í lang- stökki og Brynjar Gauti Guð- jónsson 14 ára með gull í kúlu- varpi og hástökki og siifur í langstökki. Bæði Herman Þór og Brynjar Gauti voru langt frá sínu besta sökum meiðsla og veikinda. Krakkarnir voru öll að gera góða hluti og voru að kom- ast í úrslit í flestum greinum og oft alveg við verðiaunasæti. Greinilegt er að HSH á þarna efnilegan hóp í frjálsum sem vonandi heldur áfram eftir svona gott gengi. KH Herra- kvöld ÍA Hið árlega Herrakvöld Knatt- spyrnufélags ÍA verður haldið föstudaginn 10. mars að Jað- arsbökkum á Akranesi. Að þessu sinni verður Gísli Einars- son, athafnamaður veislustjóri en heiðursgestur kvöldsins verður Einar Kristinn Guðfinns- son, sjávarútvegsráðherra. Jó- hannes Kristjánsson eftirherma mun skemmta veislugestum, en þeim býðst einnig að taka þátt í listmunauppboði svo ekki sé minnst á happdrættið með fjöldanum öllum af veglegum vinningum. Fyrir þá sem vilja styrkja knattspyrnuna á Skag- anum er Herrakvöld ÍA góð skemmtun. KÓÓ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.