Skessuhorn


Skessuhorn - 05.04.2006, Qupperneq 10

Skessuhorn - 05.04.2006, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 2006 j»t53U11Uk. Kóngurinn í sveitarfélaginu sem vakiryfir öllu; Snafells/ökull. Rekstur Snæfellsbæjar betri en áætlað var Rekstur Snæfellsbæjar og stofn- ana hans var jákvæður um tæpar 15,9 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Islands. Er þessi niður- staða talsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun en þar var gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um tæpar 32,6 milljónir króna. Skatttekjur bæjarfélagsins námu rúmtun 430 milljónum króna en voru rúmar 420 í áædun. Framlög jöfnunarsjóðs voru tæpar 227 millj- ónir króna eða mtm hærri en í áæd- tm sem var tæpar 197 milljónir króna. Ymsar tekjur námu rúmum 334 milljónum króna en í áætíun var gert ráð fyrir rúmum 315 millj- ónum króna. Samtals voru því rekstrartekjur því 991 milljón króna í stað 932 milljóna króna í áædtm eða ríflega 6,3% hærri en upphaflega var áædað. Laun og launatengd gjöld námu rúmlega 447 milljónum króna í stað rúmlega 449 milljóna króna í áætlun. Annar rekstrarkostnaður var tæpar 314 milljónir króna sem er nokkru hærra en áædun sagði til um en þar var miðað við tæpar 295 milljónir króna. Afskriftir námu tæplega 61 milljón króna en í áælt- un var reiknað með tæpum 65 milljónum króna. Þá voru fjár- magnsgjöld rúmar 85 milljónir króna í stað tæpra 87 milljóna króna í áædun. I árslok 2005 námu hreinar skuldir Snæfellsbæjar og stofhana hans rúmlega 1.132 milljónum króna og höfðu því atikist á árinu úr rúmum 1.085 milljónum króna ffá því í árslok 2004. HJ Mest hækkun íbúðarhúsnæðis á höf- uðborgarsvæði og Vesturlandi Á milli áranna 1990 og 2005 hækkaði verð á íbúðarhúsnæði um 226,1% á Vesturlandi. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu varð meiri hækkun á sama tíma eða um 226,6%. Þetta kemur ffam í sam- antekt Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma var hækkunin 209,1% á Suðurlandi, á Reykjanesi 191,8%, á Austurlandi 182,8%, á Norður- landi eystra 156%, á Norðurlandi vestra 101 % og minnst varð hækk- unin á þessum árum á Vestfjörðum aðeins 57,3%. Frá árinu 1995 hefur íbúðaverð á Vesturlandi hækkað um 127,1% og um 81,4% frá árinu 2000. Á milli áranna 2004 og 2005 hækkaði verðið um 18,4% á Vesturlandi. HJ Grænnkragi í Grandarfirði Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti fyrir nokkru að ráðast í átaksverkefni við trjáræktun, þannig að myndað verður skjól- belti ofan byggðarinnar. Að sögn Bjargar Ágústsdóttir bæjarstjóra er þetta er nokkurs konar „grænn kragi“ til að skýla þéttbýlinu fyrir veðri og vindum í framtíðinni, þegar trén ná vexti. Skógræktarfélag Islands tók að sér að gera áætlun um ræktun, staðsetningu, plöntuval og fram- kvæmd verkefhisins, sem líklega verður unnið í áföngum á nokkrum árum. Ætlunin er að hefja gróðursetningu og undir- búning í sumar. Auk þess fór bærinn þess á leit við Skógræktarfélag Eyrarsveitar í fyrra að félagið og bærinn tækju höndum saman og stæðu fyrir átaki til að styðja fólk sem hug- leiðir gróðursetningu trjágróðurs innanbæjar. Þannig væri hægt að stuðla að gróðursetningu og plöntun trjáa í görðum og á opn- um svæðum. Segir Björg það geta orðið til að gera bæinn enn hlý- legri á komandi árum og er ætlun- in að hrinda því átaki af stað í sumar. HJ Fundur Landssamtaka sauðfjárbænda Fundarmenn á aðalfundinum. Aðalfundur Lands- samtaka sauðfjár- bænda var haldinn í Bændahöllinni 30. og 31. mars sl. Vesdend- ingar áttu 10 fulltrúa á fundinum sem komu úr 4 félögum. Þetta var mjög góður fundur enda er nú bjart ffamundan hjá sauðfjárbændum því sala á lambakjöti eykst stöðugt og er nú spurning um hvort skortur verði á kjöti í sumar. Sauðfjárbændur voru því hvattir til að reyna að koma með lömb í sumarslátrun. Flutt voru nokkur erindi á fundin- um. Dr. Daði Már Kristófersson, hagfræðingur kynnti ffamleiðsku- kostnað í sauðfjárrækt og saman- burð á kostnaði á milli landa. Snorri Sigurðsson ffamkv.stj. bú- rekstrarsviðs LBHI kynnti kennslu- og rannsóknaaðstöðu LBHÍ í sauðfjárrækt. Stefán Vil- hjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmats kynnti breyttar aðferðir og effirlit við kjötmati og Jón Viðar Jón- mtmdsson kynnti rannsókn sem byrjar í vor á orsökum dauðfæddra lamba. Stjóm Landssamtaka sauð- fjárbænda er landshlutaskipt utan formannssætisins og er Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti í stjóm fyrir Vesdendinga. Kosið var núna um formannssætið og var Jó- hannes Sigfusson ffá Gunnarsstöð- um í Þistilfirði endurkjörinn for- maður til næstu þriggja ára. Hægt er að lesa fundargerð aðalfunda LS á bondi.is undir Landssamtök sauðfjárbænda. ÞSK Til hamingiu leikdeild Umf. Dagrenningar! „Bein, bara bein!“ Herra Balón (Sigurður Halldórsson), Frú Kopetska (Agústa á Skarði) og Herra Sveyk (Jón Gíslason) í einu atriða leikritsins. Fg vissi ekki á hverju ég ætti von þegar ég lagði af stað á ffumsýn- ingu í Lundareykjadalinn á leikrit- inu Sveyk síðastliðið föstudags- kvöld. Fg var búin að lesa bókina fyrir nokkram áram og fannst hún ffekar leiðinleg. Fg fór samt bjart- sýn af stað því ég kannast svolítið við þetta fólk sem stendur að þess- ari sýningu, allavega eldri gerðina, og vissi að þau geta ýmislegt enda mikil samheldni með Lunddæling- um og ráðast ekki á garðinn þar sem harm er lægstur. Og með þenn- an leikstjóra Stefán Sturlu hlaut að fæðast eithvað meiriháttar afkvæmi enda kom það í ljós. Það er ekki verið að velja eitthvað auðvelt verk ffekar en fyrri daginn eða með fáum leikendum. Nei ekki aldeilis; memaður og kjarkur hefur alltaf fylgt þessu félagi. Leikmyndin er eftir endilöngum salnum sem er mjög hagkvæmt. Texti var yfirleitt mjög skýr og skilaði sér vel um sal- inn. Fg æda ekki að fara að telja upp hverjir stóðu sig best enda er leiksýning samvinna alls hópsins og útkoman fer effir því hvað samvinn- an er góð og hvað leikuranum finnst gaman að vera saman. Gaman var að sjá allt þetta unga fólk sem var að stíga sín fyrstu spor á leiksviði, þau vora mjög góð. En ég verð að nefna einn sem ég vona að ég eigi eftir að sjást aftur á leik- sviði, en það er Snorri Bjamason. Fg hvet alla til að taka ffá eina kvöldstund og skreppa í Brautar- tungu á leiksýningu. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því. Þetta var ffá- bært kvöld, ég fór allavega hlæjandi heim og skil ekkert í því hvernig það er hægt að gera svona skemmti- legt leikrit eftir svona leiðinlegri bók. Þegar ég rifja upp fyrir mér sýn- inguna þá skelli ég umsvifalaust uppúr. Takk fyrir ffábæra sýningu. Það var augljóst að leikurunum fannst gaman að vera saman því þeir skiluðu ffábærri sýningu. Enn ein rósin í hnappagatið! Steinunn Garðarsdóttir. Persónur og leikendun Herra Sveyk, hundasali..........................Jón Gíslason, Lundi Herra Balón, ljósmyndari......Sigurðtn- Halldórsson, Gullberastöðum Frú Kopetska, kráareigandi.............Ágústa Þorvaldsdóttir, Skarði Prohaska yngri, slátrarasonur.......Snorri Bjamason, Skálpastöðum Herra Brettsnæder, gestapómaður....Sigurður O. Ragnars., Oddsstöðum Herra Búllingar, sveitarforingi í SS........Árni Ingvarsson, Skarði Anna vinnukona, ........................Kolbrá Höskuldsdóttir, Sleif Katí vinnukona, ...............Birta Sigurðardóttir, Gullberastöðum Muller 2, SS maður.......Unnsteinn Snorri Snorrason, Syðsm-Fossum SS maðim.....................Ragnar Finrnu: Sigurðsson, Oddsstöðum SS maður.....................Benjamín Davíðsson, Hvanneyrargötu 8 SS maður...............................Joakim Ekelund Oddsstöðum Gestur á krá.............................Kari Berg, Gullberastöðum Gestur á krá......................Elva Jónmundsdóttir, Amþórsholti Adolf Hider.......................................Þór Þorsteinsson Fangi.....................................Oskar Halldórsson, Krossi Fangi............................Eyjólfur Kristinn Omólfsson, Hesti Fangi..........................Magnús Guðmundsson, Amþórsholti Fangi....................................Agúst Örn Long, Melgerði Norrænn fjárhundur...................................Klessa, Lundi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.