Skessuhorn - 05.04.2006, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
15
Þeim hjónum finnst best aS vera úti í náttúrunni. Hér erjón að hvíla lúin bein í mióju labbinu með konu sinni sem án efa hejúr veriS
vel rösklegt.
mest og best og eru ávallt vínlaus
og reyklaus. ,Jú svona í seinni tíð,“
segir Jón sposkur á svip og bætir
við: „Við vorum búin að taka þann
skammt út sitt í hvoru lagi áður en
við kynntumst.“ ,Já, hann vínið og
ég reykingarnar, það er heldur
ekki hægt að dansa með áfengi því
þá hefur maður ekkert jafnvægi,"
bætir Brimrún við og heldur á-
ffam: „Komið og dansið, er annar
klúbbur sem við erum þátttakend-
ur í. Hann er upprunninn í Noregi
og tilgangur hans er til að hvetja
ungt fólk til að hætta óreglu." ,Já,
þess vegna vildu þau endilega fá
mig,“ skýtur Jón inní og glottir.
,Já, eins og víti til varnaðar," segir
Brimrún og þau hlæja í kór.
Efhilegt ungt fólk
Þá berst tal okkar að ungu fólki í
dag og þar liggur Jón ekki á skoð-
unum sínum. „Eg var nú einu sinni
tmgur og get hreinlega sagt að
unga fólkið í dag er mikið betra
fólk en hér áður fyrr. Eins og með
reykingar t.d. Hér áður var það
siður að allir reyktu um fermingu
en sá siður er löngu úr gildi.
Krakkar í dag eru yfirleitt mjög
efnilegt fólk, vel upplýst og þrosk-
að og drekka og reykja síður en svo
meira en við eldra fólkið gerðum á
þessum aldri. Ef við bara hlustum
aðeins hvernig við tölum um
þennan aldurshóp. Það eru t.d.
einhverjir tugir eða hundruðir
ungs fólks niðrí bæ og einn eða
tveir eru með læti og það þykir
eitthvert tiltökumál, en til saman-
burðar þá voru hér áður mun færra
fólk samankomið í bænum og þá
var allur hópurinn alveg vitlaus.
Við eldra fólkið megum ekki
gleyma hvernig við vorum sem
ungmenni,“ segir Jón. „Það eina
sem ég hef áhyggjur af eru eitur-
lyfin. Eg myndi ekki vilja vera
unglingur í dag því hættumar era
nær og alvarlegri. Ég vil sjá meiri
umfjöllun um það jákvæða sem
unga fólkið er að gera í fféttum og
fjölmiðlum. Við eigum svo mikið
af flottu ungu fólki sem er að gera
skemmtilega hluti," bætir Brimrún
við.
Dansaðstöðu
fyrir unga fólkið
Aðspurð um hvað þau vildu sjá
gert fyrir unga fólkið á Akranesi
segir Brimrún: „Það þarf að spyrja
ungmennin hvað þau vilja gera og
hvetja þau þannig, en ég mundi
vilja sjá eitthvað svipað Rekstrar-
sjóninni í gamla daga þar sem unga
fólkið getur komið og dansað í 3-4
tíma á daginn. Dans er mikil og góð
hreyfing þar sem tónlist kemur við
sögu og því ávallt mikið fjör.“
Þarf að stækka Höfða
Hvað bæjarmálin varðar eru
málefni Dvalarheimilisins Höfða
efst í huga Jóns. „Það er brýnt
málefni að stækka við Höfða og
fjölga þar íbúðum og húsum fyrir
aldraða. Ég tel að einfaldasta og
ódýrasta lausnin sé sú að byggja
hæðir ofaná elsta húsið. Það hús er
sterklega byggt, teikningar eru til
staðar, lyftan er í húsinu og þetta
er ódýrasta lausnin.“ Jón nefnir
líka að Akraneskaupstaður verði að
styrkja atvinnutækifæri sín innan
bæjarmarkanna. „Hér er mikil
íbúðahúsauppbygging og gengur
hratt fyrir sig. En verslunarupp-
bygging er komin útum þúfur. Lít-
ið hefur verið hlúð að þeim versl-
unum sem hér berjast til að halda
lífi og á sama tíma er hliðrað til um
leið og utanaðkomandi verslunar-
menn óska eftir aðstöðu. Nú ætla
tvær stórar matvöruverslanir að
opna hér á Akranesi og einhver
aukning í öðram verslunum líka.
Það er aldeilis að Akurnesingum
þarf að fjölga á næstu áram til að
geta sinnt öllum þessum verslun-
um,“ segir Jón að lokum.
Skessuhorn þakkar þessum
síkátu hjónum fyrir að fá að
skyggnast inn í líf þeirra og tilvera.
BG
■ l/'jv/ó/fju/ /<«/'
Marsterta
Marengsbotnar:
4. eggjahvitur
2-dl.sykur
1. dl.púðursykur
2. bollar Rice krispies
Þeytið vel saman eggjahvitur og
sykur. Hrærið Rice krispies var-
lega út í og setjið í tvö smurð
kökuform. Bakist við 15 0°c í ca. 60
mínútur.
Kreni (á milli botna):
1 peli rjómi
rúsinur
nóa kroppa
jaröaber
Þeytið rjómann og setjið rúsinur
og nóa kroppa og jarðaber (í litlum
bitum) út í eftir smekk.
Krem (ofan á):
4 eggjarauóur
3 msk. sykur
2 stk. mars
óO.gr.smjörliki
Eggjarauður og sykur þeytt
saman.
Mars og smjörliki brætt og
blandað saman við og kælt.
Skreytið að vild með Nóakroppi
og ávöxtum þegar kremið hefur
storknað.
Opið virka daga frá kl. 14-18,
laugardaga frá kl. 12-16
Ýmis námskeið framundan
t.d. lopapeysuprjón.
Umboð fyrir Happadrætti Háskólans,
DAS og SÍBS.
Handavinnuhúsið
Brákarbraut 3
Borgarnesi
Sími: 437-1421_____J
INGI TRYGGVASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
GNIR í BORGARNESI
KVELDULFSGATA 6, Borgarnesi
íbúð 122,3 ferm. á neðri hæð í
tvíbýlishúsi ásamt bflskúr 24 ferm.
Forstofa flísalögð. Stofa, hol,
gangur og fjögur herbergi
parketlögð. Eldhús dúklagt, eldri
viðarinnr. Baðherbergi með
korkflísum á gólfi, veggir flísalagðir.
Þvottahús og búr. Nýr sólpallur,
nýlegt þakjám og nýlegar ofnalagnir. Góð staðsetning.
Verð: 25.500.000
ÞÓRÓLFSGATA 20, Borgarnesi
Einbýlishús ásamt bflskúr samtals
195,1 ferm. fbúð 161,6 ferm. þar
af á efri hæð 128,3 ferm. Bflskúr
21 ferm. Forstofa flísalögð. Stofa,
borðstofa, hol, gangur og fjögur
herbergi parketlögð. Eldhús
parketlagt, ljós viðarinnrétting.
Baðherbergi allt flísalagt, Ijós
er þvottahús, geymslur og bflskúr.
Góð staðsetning og gott útsýni. Stutt í skóla og íþróttamannvirki.
Verð: 29.000.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgames,
s. 4371700,860 2181 -fax 4371017,
netfang: Ut@simnet.is - veffang: lit.is
viðarinnr. Búr. Á neðri
Akraneskaupstaður
Staða leikskólastjóra
við leikskólann Vallarsel
Vallarsel er 6 deilda leikskóli með um 160 nemendur.
Við skólann starfa tæplega 40 starfsmenn.
ÍVallaseli hefur verið lögð sérstök rækt við tónlistaruppeldi
í samvinnu viðTónlistarskólann á Akranesi.
Öll aðstaða er til fyrirmyndar en viðbygging við skólann var
tekin í notkun 2004.
Aðalverkefni leikskólastjóra er að bera ábyrgð á daglegri
starfsemi og rekstri og veita skólanum faglega forystu.
Óskað er eftir umsækianda sem hefur
leikskólakennaramenntun, æskilegt er að viðkomandi hafi
framhaldsmenntun á sviði stjórnunar. Ennfremur að
viðkomandi hafi stjórnunarrevnslu og stjórnunarhæfileika.
Mikilvægt er að umsækjandi nafi góoa samskiptahæfileika
og hafi reynslu af leikskólastarfi.
Ráðið verður í starfið frá t. september.
Nánari upplýsingar veita Lilja Guðlaugsdóttir leikskólastjóri
sími 4331220 og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri
fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs, sími 433-1000.
! Með umsókn fylgi gögn um námsferil, störf og önnur gögn
í sem að gagni geta komið við mat á umsókn.
! Umsókn sendist fræðsíu-, tómstunda- og íþróttasviði, Stillholti
16-18, 300 Akranes.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl n.k..
Fræðslu-, tómstunda- og íþróttasvið