Skessuhorn - 05.04.2006, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
Samstarfssamingar sveitatfélaga
F.fling Tónlistarskóla
Akraness samþykkt
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
Akraness, þriðjudaginn 28. mars sl.,
voru á dagskrá tillögur um samn-
inga um samstarf á ýmsum sviðum
milli Akraneskaupstaðar annars
vegar og sveitarfélaganna sunnan
Skarðsheiðar hins vegar. Á þessum
fundi greiddum við bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins atkvæði á móti
þessum tillögum vegna þess að það
er skoðtm okkar að Akumesingar
eigi ekki að greiða niður þjónustu
eða kostnað fyrir nágrannasveitar-
félögin. Okkar hlutverk sem bæjar-
fulltrúar á Akranesi hlýtur fyrst og
fremst að vera að gæta hagsmtma
Akumesinga. Einnig hlýtur að telj-
ast óeðlilegt að tæpum tveimur
mánuðum fyrir sveitarstjórnar-
kosningar sé skrifað undir nýja
samstarfssamninga milli Akranes-
kaupstaðar og fyrrnefridra sveitar-
félaga. Eðlilegra hlýtur að vera að
nýjar sveitarstjórnir gangi frá slík-
um samningum, sérstaklega þar
sem verið er að sameina hreppana
sunnan Skarðsheiðar í eitt sveitar-
félag.
Til þess að koma í veg fyrir að
öryggismál eins og brunavarnir
yrðu í uppnámi lögðum við sjálf-
stæðimenn til að Bæjarstjórn Akra-
ness samþykkti að framlengja
óbreytta þá samninga sem Akranes-
kaupstaður er með við nágranna-
sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar
til 1. ágúst nk.
Það er morgunljóst í okkar huga
að með þessum samningum eru
Akurnesingar að greiða niður
kosmað fyrir nágrannasveitarfélög-
in. Gefum okkur að íbúar Akraness
séu um 6000 og íbúar sunnan
Skarðsheiðar séu um 600 eða 10%
af íbúum Akraness. Samkvæmt því
hlýtur að vera eðlileg krafa að sveit-
arfélögin sunnan Skarðsheiðar
greiði þá u.þ.b. 10% af kostnaði
sem myndast hjá Akraneskaupstað
vegna þeirrar þjónustu sem samn-
ingamir ná yfir. Það er hins vegar
langur vegur frá því að það náist. I
þessu sambandi er rétt að benda á
að á Akranesi er útsvarsprósenta í
hámarki meðan hin sveitarfélögin
fjögur hafa ákveðið mun lægri pró-
sentu.
Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi höfum ekkert á
móti nágrönnum okkar. Við teljum
hins vegar að það sé öllu svæðinu
sunnan Skarðsheiðar fyrir bestu að
sameinast í eitt sveitarfélag. Þannig
verði þjónusta við íbúa svæðisins
best styrkt til framtíðar.
Við undirrituð teljum nauðsyn-
legt að koma þessum sjónarmiðum
okkar á ffamfæri, sérstaklega eftír
að hafa lesið ummæli formanns
bæjarráðs á vef Skessuhomsins í
síðustu viku. Við Sjálfstæðismenn
höfum kappkostað að sinna okkar
starfi sem bæjarfulltrúar eins vel og
kostur er og haft það að leiðarljósi
að gæta hugsmuna okkar Akumes-
inga, öfugt við það sem við teljum
að meirihlutinn sé að gera með
þessum samstarfssamningum.
Við teljum að meirihluti Akur-
nesinga sé á þeirri skoðtm að bæjar-
sjóður eigi ekki að niðurgreiða
kostnað fyrir önnur sveitarfélög.
Gunnar SigurSsson. GuSrún Elsa
Gunnarsdóttir, Jón Gunnlaugsson og
ÞórSur Þ. ÞórSarson, bajarfulltrúar
SjálfstæSisflokksins á Akranesi.
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt tillögu í átta liðum sem
stuðla á að eflingu Tónlistarskólans
á Akranesi. Tillagan er byggð á
skýrslu vinnuhóps um málefni skól-
ans sem lögð var fram fyrir
skömmu. Gerður verður þjónustu-
samningur á milli Akraneskaup-
staðar og Tónlistarskólans á Akra-
nesi til að auka sjálfstæði skólans og
til að skilgreina markmið og þjón-
ustustig. Leitað verði leiða til að
fjölga nemendum í skólanum vegna
mikillar eftirspumar. Akvæði um
þetta verði í þjónustusamningi og
verði meðal annars gert ráð fyrir
aukinni samkennslu í skólanum.
Hafin verði tónlistarkennsla á veg-
um Tónlistarskólans í 2. bekk
grunnskólanna á Akranesi á
haustönn 2006. Gert er ráð fyrir
aukningu um 1/2 stöðugildi vegna
þessa við skólana og að árlegur
launakostnaður vaxi um kr. 1,9
milljónir króna og að stofnkostnað-
ur á árinu 2006 verði um kr. 1,5
milljónir króna.
Þá segir að nú þegar verði tmdir-
búin námskeið sem boðið verði
upp á haustið 2006. Tilgangur
námskeiðanna verði einkum að
bregðast við mikilli eftirspum eftir
tónlistamámi fyrir skólaböm. Þá er
gjaldskrárnefiid Akraneskaupstaðar
falið að vinna tillögur að endur-
skoðun á gjaldskrá skólans og að
þær liggi fyrir áður en gengið verð-
ur frá þjónustusamningi.
Oskað er eftir því að stjómendur
og kennarar Tónlistarskólans leggi
ffarn tillögiu: fyrir haustið 2006 um
aukna samvinnu við foreldra þeirra
barna sem stunda nám í skólanum
og að stjómendur skólans skili til-
lögum um endurskoðun á reglum
um inntöku nemenda fyrir haustið
2006.
Að síðustu er lagt til að kennslu-
stofur nr. 8 og 9 verði hljóðein-
angraðar og er kostnaður áætlaður
um 7 milljónir króna. Kostnaði
vegna tillagnanna var vísað til end-
urskoðunar fjárhagsáætlunar 2006.
HJ
'l/tiHAht’tfúý
Aldrei skyldi ástarlífið spara
Flestir sem hafa
átt eitthvað við
vísnasöfnun hafa
rekið sig á það
vandamál þegar vísa
er eignuð tveim höf-
« undum eða fleimm
I og væri hægt að telja
I upp mörg dæmi um
I slíkt. Fyrir nokkxum
I árum var maður
' nokkur að leita að
höfundi ákveðinnar vísu og fékk Rás 2 í lið
með sér. Vísan var síðan lesin upp í morgun-
útvarpinu og fljótlega hringdu inn þrjár kon-
ur með stuttu millibili og sögðu allar það
sama; „Þessi vísa. Eg veit nú ósköp vel eftir
hvern hún er. Hún er eftir harm pabba!“
Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem menn
hefðu tilhneygingu til að trúa en konurnar
áttu bara sinn föðurinn hver! Off þarf ekki
annað en að maður sem vitað er að getur
komið saman vísu, fari með vísu sem á vel við
á því augnabliki og láti hann ekki annars get-
ið er hann jafnvel talinn höfundur þar með
og vísan eignuð honum þó hann hafi ekki til
þess ætlast. Þess era líka dæmi að menn hafi
kunnað vísur svo lengi að þá minni endilega
að þeir hafi gert þær sjálfir og man ég eftir
nokkram dæmum þess að vísur hafi lent inn
í ljóðabækur á þeim forsendum þó það sé
fjarri mér að gruna höfundana um að stela
þeim viljandi. I þriðja lagi er svo sú ástæða að
flestir hagmæltir menn hafa gaman af vísum
og margir skrifa niður vísur, bæði eftir sjálfa
sig og aðra og ef vísan er ómerkt liggur beint
við fyrir þá sem velta bókinni fyrir sér að við-
komandi látnum að álykta að hann sé höf-
undurinn.
I síðasta þætti birti ég vísuna „Ideólógiskt
alveg dautt, aldrei að hífa, bara slaka,“ og
taldi nokkrar líkur á að hún væri eftir Jón
Thor Haraldsson. Menn sem ég sé ekki
ástæðu til að rengja hafa haft samband við
mig og fullyrt eftir góðum heimildum að vís-
an sé örugglega ekki eftir Jón Thor og aðrir
sem ég sé heldur ekki ástæðu til að rengja
telja að sig minni að Jón Thor hafi farið með
þessa vísu sem sína framleiðslu í þeirra eyra.
Ég hef leitað til nokkurra ffóðra manna og
mest fyrir tilviljun frekar til þeirra sem ég
vissi að hefðu þekkt Stefán Jónsson frétta-
mann sem einnig var talinn hugsanlegur
höfundur, en enginn þeirra kannaðist við
þessa vísu. Mörgum fannst hún hins vegar
lík hans kveðskap en það sannar út af fyrir sig
ekkert. Allar líkur held ég að verði þó að telja
á að annar hvor þeirra sé höfundurinn. Það
er nú svo að í þessum málum er erfitt að
koma við DNA greiningu þó hver hafi vissu-
lega sitt handbragð sem stundum er hægt að
hafa til hliðsjónar þó það hafi kannske tak-
markað sönnunargildi. Einhverntíman er
menn vora að ræða um vísur spyr einn við-
staddra hvort tiltekin vísa sé eftir Grím
Thomsen og fær þá þetta svar:
Þetta er ekki eftir Crím
eða hvernig spyrðu!
Þetta er miklu mýkra rím
en meistaraljóðin stirðu.
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi var
þekktur hagyrðingur á sinni tíð og ffóðir
menn hafa sagt mér að enginn Islendingur
hafi ort eins vel um áfengi eins og Halli enda
var hann lengi tryggur fylgismaður Bakkusar
konungs. Það má hins vegar heita merkilegt
með mann sem er uppalinn á þessu mikla
hringhendusvæði að hann orti held ég aldrei
hringhendu. Minnsta kosti man ég ekki til að
hafa heyrt minnst á slíkt þó það útaf fyrir sig
sanni svosem ekkert. Flestar vísur Haraldar
eru ferskeytlur, einfaldar að forminu til en
liprar og sjálffennandi og trúlega flestar verk
augnabliksins ffekar en yfirleguvinna enda
lýsti hann sjálfum sér svo:
Haraldur frá Kambi kann
kvœði í löngum bunum.
Á Ijóðamáli hugsar hann
hafa margir grun um.
Nokkrar misheppnaðar tilraunir mun
Halli hafa gert til að slíta sambandinu við
Bakkus kóng og eitt sinn er hann hafði verið
í stúku um hríð áttaði hann sig á hliðarverk-
unum bindindisins:
Stúkan að mér hefur hert,
- hörð er þessi líðan.
Ég hef ekki getað gert
góða stöku síðan.
Um drykkjufélaga sinn sem hafði bragðið
sér til nauðsynlegra aðdrátta á drykkjarföng-
um þó þreyttur væri kvað Haraldur:
Toggi labbar leitandi,
lét það vera að hátta.
Það er orðin þreytandi
þessi lífsbarátta.
Ekki veit ég hverjum Halli lýsti með þess-
um orðum en það mætti segja mér að það
hafi verið vafasamur karakter:
Augun bera um það vott,
andlitið og fleira,
að innrcetið sé ekki gott.
- Áég að segja meira?
í seinni tíð hefur flest stóriðja á íslandi
verið umdeild svo ekki sé meira sagt og þeg-
ar mest var rifist um járnblendiverksmiðjuna
á Grandartanga komust eftirfarandi vísur á
flot. Um höfundinn veit ég ekki en þætti
fengur í ef einhver gæti frætt mig þar um.
Sömuleiðis hvort miðvísan hefur eitthvað
aflagast í meðföram. (Set hugsanlega breyt-
ingartillögu mína innan sviga):
Ferlegt ef þeir farga senn
fegurð náttúrunnar.
Þessir háu herramenn
Halldór E. og Gunnar.
Hver er hann þessi karbítur?
Það kvelur sárt mitt hjarta, (minn anda?)
að kammerat Magnús Kjartansbur
kom með þennan fjanda.
Varist að láta á villustig
véla ykkur og narra.
Trúið á Stefán, trúið á mig,
trúið á Þorgrím Starra!
Margir litu kísilgúrverksmiðjuna við Mý-
vatn hornauga á sínum tíma og einhverntím-
an orti Halli ffá Kambi:
/ foraðið sökkva hin fegurstu lönd
sem framtíðin réttlœtir eigi.
Ef ágirndin býður þér útrétta hönd
þá ertu á kísilgúrvegi.
Samkvæmt þeim dagatölum sem ég hef
undir höndum era páskamir víst um aðra
helgi og sannar þetta best það sem ég hef
lengi haldið ffam að bæði vor og haust koma
stöðugt að manni óvöram.
Fyrir nokkra var ráðist í viðbyggingu við
Holtsskóla í Onundarfirði og annaðist tré-
smíðafyrirtækið Naglinn á Isafirði fram-
kvæmd verksins. Starfsmenn fyrirtækisins
gengu að sjálfsögðu undir nafhinu „Naglarn-
ir“. Verklok drógust úr hömlu enda bygging-
in um margt óvenjuleg. Þá orti Jón Jens
Kristjánsson:
Naglarnir skilja ekki nútíma byggingarlist,
nuddast þeir áfram, mundandi smíðatólin.
Ef hefðu þeir forðum lent í að krossfesta Krist,
kannske að páskarnir vceru þá haldnir um jól-
in.
En kannske þeir kæmu okkur að óvöram
þá líka. Að morgni hins 30. mars síðastliðinn
leit Sigmundur Benediktsson í kringum sig
og sagði:
Lítum sátt í austurátt,
aldimm náttin mæðist,
Ijóssins þáttur lengist brátt
líf og máttur glœðist.
Þannig lengist nú dagurinn stöðugt og
vorið nálgast hvort sem við verðum nú tilbú-
in að veita því móttöku eða ekki. Á þessum
tíma ætti fengitíma tófunnar að vera að ljúka
eða nýlokið, allavega þeirrar villtu og trúlega
er hinn ræktaði blárefur á líku róli. Georg
Jón Jónsson hlustaði einu sirrni á mann sem
hafði menntast erlendis í pöran blárefa flytja
erindi um málið og tók saman ræðuna í eft-
irfarandi limra:
Aldrei skyldi ástalífið spara,
í útlöndunum leitar maður svara.
Þegar allt þrútnar,
þenst út og tútnar,
þá passar alveg að para.
Látum þetta verða lokavísuna að sinni.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum, 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715