Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006
21
komu fjögur svið: Sjórnsýslusvið,
en undir það féll samkeppnisrekst-
ur sem sérstök eining, mælinga-
svið, kortasvið og upplýsingasvið.
Arið 2004 voru Landmælingar Is-
lands í hópi fimm ríkisstofnana
sem tilnefndar voru sem ríkis-
stofnun til fýrirmyndar. I umsögn
formanns nefndar sem mat og
valdi stofnanirnar segir meðal
annars: „Fylgt er skýrri stefnu-
mörkun, vönduðum verkefnaáætl-
unum og verkferlum og fylgst
vandlega með framvindu."
A liðnum áratugum hefur þátt-
taka Landmælinga Islands í er-
lendum samtökum ávalt verið tals-
verð. Sem dæmi má nefna þáttöku
í samstarfi norrænna kortagerðar-
stofnana þar sem, meðal annars
forstjórar og sölu- og markaðs-
stjórar funda reglulega á sameigin-
legum fundum.
Starfsmenn í gegnum
tíðina
Frá stofnun LMI hafa verið
skráðir samtals 268 starfsmenn,
þar af 72 við sumar- og afleysinga-
störf. Stofnárið 1956 voru skráðir
tveir fastir starfsmenn, forstjórinn
Geir G. Zoega og Agúst Böðvars-
son, landmælinga- og kortagerð-
armaður og fjórir lausráðnir. Tutt-
ugu árum seinna, 1976, voru
skráðir 19 fastráðnir og þrír laus-
ráðnir og á árinu 2005, 35 fast-
ráðnir og fjórir lausráðnir. For-
stjórar stofnunarinnar hafa frá
upphafi verið:
Geir G Zoéga, 1956-1959.
Agúst Böðvarsson, 1959-1976
Bragi Guðmundsson, 1976-1985
Birgir Guðjónsson, 1985
Agúst Guðmundsson, 1985-1998
Magnús Guðmundsson, frá l.jan-
úar 1999.
Starfsmenn Landmælinga ís-
lands á Akranesi eru nú 30 talsins
þar af búa 24 þeirra á Akranesi eða
næsta nágrenni og 1 í Borgarnesi.
Því eru það 5 sem ferðast frá höf-
uðborginni til Akaness daglega
vegna vinnu sinnar hjá stofnun-
inni.
Af 30 starfsmönnum eru um 15
starfsmenn sem eru fæddir og
uppaldir Vestlendingar. Starf
þeirra hjá Landmælingum gerði
þeim kleift að snúa aftur heim að
loknu námi. Kynjaskiptingin er
þannig að konur eru 55% starfs-
manna og meðalaldur starfsmanna
er um 44 ár. Um þrír fjórðu hlutar
starfsmanna hafa háskólamenntun
þar af tveir doktorspróf og margir
með meistarapróf. Flestir eru
landfræðingarnir eða sex talsins,
fjórir mælingaverkfræðingar, tveir
jarðfræðingar, einn jarðeðlisfræð-
ingur, einn með sérmenntun í
landupplýsingakerfum, einn tölv-
unarfræðingur, viðskiptafræðing-
ur, sérfræðingur í mannauðsfræð-
um, bókasafnsfræðingur, kennari,
íslenskufræðingur og svo framveg-
is.
Afmælisár
Árið 2006 er 50 ára afmælisár
Landmælinga Islands. Þá er að
vænta nýs frumvarps frá umhverf-
isráðherra til laga um landmæling-
ar og grunnkortagerð. Ráðherra
telur að breytingar sem þar koma
fram verði mjög jákvæðar fýrir
Landmælingar Islands, einkafyrir-
tæki á landupplýsingamarkaði og
fyrir alla notendur landupplýs-
inga.
Grein þessi er byggð á saman-
tekt Svavars Berg Pálssonar og
upplýsingum frá starfsfólki Land-
mælinga Islands.
HJ
Gummiskormr
vinsælu komnir aftur!
HYRNUTORGI - BORGARNESI S: 437 1240
---
I
l
Starfsmaður óskast
I • X !-•••■ »V • • /
hja Fjoliðjunm i
Borgarnesi
Fjöliðjan í Borgarnesi óskar eftir að
ráða starfsmann í sumarafleysingar.
Æskilegt að hann hefji störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í
sima 862-2994 eða deildarstjóri í
Fjöliðjunni Borgarnesi.
Umsóknarfrestur er til 4 maí 2006.
Hióiað í vinn
Island
áiðí ^
Hreyfasijl
U
n
LÝÐHEtLSUSTÖÐ
Fyrirtækjakeppni um allt land
Nýttu eigin orku
og vertu með!
Skráning og nánari upplýsingar
www.isisport.is
Ólympíufjölskyldan
SSsjóvá pBSfl
SAÐVORUR
Bændur munið að panta
sdðvörurnar tímanlega
Æ
Fóður - Aburður - Sóðvörur - Plast
Verkfæri - Varahlutir - Mólning
Kartöfluútsæði
Premier
Gullauga
Rauðar íslenskar
BUREKSTRARDEILD
c
Egilsholt 1-310 Borgarnes - Afgreiðsla símí: 430-5505 - Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga
Baráttudagur verkalýðsins 1. maí 2006
Morgunverðarfundur í Framsóknarhúsinu, mánudaginn 1. maí kl. 10:00.
í tilefni baráttudags verkalýðsins býður B-listinn á Akranesi til
morgunverðarfundar tii að ræða málefni verkafólks og þróun
íslensks vinnumarkaðar.
Láttu sjá þig!
Frambjóðendur Framsóknarflokksins á Akranesi
www.xb.is/akranes
!
:
i