Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 27
SaESSgiHKMBIM MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006 27 Ötrúleg imirœða Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með umræðunni og steíinumálum flokkanna þessa dagana. Allir keppast við að setja málefni aldraðra númer 1, 2 og 3, en stöldrum nú aðeins við hér. Hvað er að gerast? Það er eins og að allir hafi, allt í einu, rétt fyrir kosningar, uppgötvað að öldruðum sé að fjölga og að meðalaldur sé alltaf að hækka og að þessvegna þurfi að drífa sig að byggja upp húsnæði og þjónustu fyrir þennan hóp fólks. Þetta er eitthvað sem ætti að hafa legið ljóst fyrir síðustu áratugina og ekki að koma neinum á óvart eða hvað þá að þurfa að verða eitthvað slagorð í kosningum. Þetta er þjón- usta sem á að vera í jöfnum og örugg- um vexti þar sem langtíma spár um íbúaþrótm og aldursskiptingu íbúa bæjarins ættu að liggja fyrir og vera notaðar til grandvallar. En ef að það hefiir bragðist hjá bæjaryfirvöldum að stuðla að þessum jafna vexti í mál- efinum eldri borgara þá er ekki að undra að allir leggist á eitt á ögur- stundu rétt fyrir kosningar við að reyna að bæta fyrir dugleysi síðustu ára. En það er furðulegt á hvaða plan þessi umræða er komin. Flokkarnir vilja helst byggja aðstöðu fyrir eldri borgara allsstaðar annarsstaðar en á Höfða, þar sem öll uppbygging hefur verið hingað til, t.d. við Kalmansvík og eins á lóð bókasafhsins. Þeir koma með alls kyns furðuleg rök fyrir því að ekki sé ráðlegt að hafa þetta á Höfða svæðinu, t.d. þau að íbúar á grandunum muni aldrei sam- þykkja að missa útsýnið ef byggt yrði þar (síðan hvenær hlustar bærinn á mótmæli ffá íbúum)? Eftir því sem ég best veit þá á enn eftir að byggja eina hæð ofaná Höfða sem gert var ráð fyrir í upphafi og era allar lagnir og annað tfibúnar fyrir þá viðbót. Það er mín skoðun að byggja eigi áffam upp á svæðinu kringum Höfða fyrir eldri borgara þar sem nóg land- rými er fyrir hendi og hægt er að nýta alla þá þjónustu sem búið er að byggja upp á svæðinu. Upplagt væri að byggja þar tvo íbúða tuma með tengibyggingu á milli þar sem hægt væri að hafa alla þjónustu við íbúana ásamt félagstarfi eldri borgara. Það er alveg ljóst að aðal ástæðan fyrir því að forráðamenn bæjarins vilja byggja þetta upp annarsstaðar er sú að það má ekki taka neitt af æf- ingavöllum IA Það sést best á nýj- ustu fféttum af kaupum bæjarins á nýju húsnæði undir bókasafhið, að þetta er allt ákveðið og búið að plotta þetta allt út fyrir löngu síðan. Það væri gaman að vita hvað samið var um við Smáratorg þegar samningar vora gerðir um þessar byggingar við Stillholt. Þykir mér ótrúlegt að þar hafi ekki þá þegar legið loforð á borðinu ffá bænum um að kaupa þetta stóran hluta af þessari bygg- ingu. Og þá má líka spyrja sig hvort kannski liggi líka fyrir loforð ffá bæn- um um að Smáratorg byggi upp fyrir eldri borgara við bókasafnið, kannski að Smáratorg taki bara gamla bóka- safhið uppí, en þetta á allt eftir að koma í ljós. Það er alveg ljóst að ekki er allt slétt og fellt í þessum málum ef að marka má fundargerð bæjarráðs ffá síðasta fundi þess. Það væri gaman að heyra ffá for- ráðamönnum flokkanna hversvegna svæðið í kringum Höfða er ekki álit- ið besti kosturinn fyrir áffamhald- andi uppbyggingu fyrir aldraða. Hlúum að öldraðum alltaf, en ekki bara rétt fyrir kosningar. Ketill Már Bjömsson, Háteigi 16 Akranesi. Stefna eða stejhuleysi? Flutningur verkefha frá ríki til sveitarfélaga I síðasta Skessuhomi varar Finn- bogi Rögnvaldsson við að sveitarfé- lög taki við verkefhum frá ríkinu, nema að það sé tryggt að nægjanlegt fjármagn fylgi með. Það er rétt hjá Finnboga að ríkis- tjómin hefur ekki verið tilbúin til að láta nauðsynlegt fjármagn fylgja með þeim verkefnum sem rætt hefur ver- ið um að sveitarfélögin taki að sér. Það er líka ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki verið tdlbúin að setja nægjanlegt fjármagn í velferðarþjónustuna. Sveitarfélögin verða að móta sér stefnu og markmið í velferðarmálum. I því felst m.a. að mótuð sé skýr stefha um flutning þjónustu ffá rík- inu til sveitarfélaga. Jafnffamt verða þau að taka fullan þátt í að setja þjón- ustunni markmið og stefnu að þeim markmiðum. Markmið sem verða að innihalda rétt allra til mannsæmandi fife. Enn á ný er komin upp umræða um að flytja verkefni ffá ríki til sveit- arfélaga. En hvað er það sem á að flyta og hvert er markmiðið með því? Miðað við urnræðuna mættd halda að við slíkt lagist allt. Svo einfalt er það ekki. Lítið hefur verið rætt um mark- miðin og enn minna tnn hvemig eigi að ná þeim. Loksins era augu fólks að opnast fyrir því að aðbúnaður fólks, á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er langt í ffá mannsæmandi. Það er löngu orðið tímabært að endurskipu- leggja þá þjónustu upp á nýtt og bæta. Það er líka tímabært að sam- þætta þá þjónustu betur við aðra fé- lags- og heilbrigðisþjónustu sem á að vera eða ætti að vera um land allt. Með slíkri samþættingu þá er auð- veldara að þróa leiðir til að mæta bet- ur þörfum fólks en gert er í dag. Það er t.d. ekki í lagi að heimahjúkrun hér á Vesturlandi skuh ekki nema í und- antekningartilvikum veitt utan dag- vinnutíma.. Þjónusta verður ekki betri ein- göngu við það að skipta um rekstrar- aðila hennar. Það á að vera hægt að gera þá kröfu til þjónustu á vegum ríkisins að sú þjónusta sé í alla staði til fyrirmyndar og það á að vera hægt að gera sömu kröfu til sveitarfélaganna. Aðalatriðið er því ekki hver rekur þjónustuna, heldur hvaða kröfur era gerðar til hennar og hvernig tekst að uppfylla þær kröfur. Við erum að tala um hvert er markmið þjónustunar, hver stefinan er og hvemig búið er að þjónustunni þannig að hún hafi möguleika á að ná þessum markmið- um. I reynd er stóra spurningin hvemig fjármunum er forgangsrað- að. Það er ljóst að t.d. fjármagni í þjónustu við aldraða á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefur ekki verið forgangsraðað. Það sama gildir um stóran hluta af velferðarþjónustunni. Stefha stjómvalda í einu máli hef- ur off áhrif á hvort markmið í öðrum málum náist. Það er ákveðin stefina og forgagnsröðun fjármuna að t.d. reisa sendiráð víða um heim, ffekar en að setja fjármunina í velferðar- þjónustuna t.d. í þjónustu við aldraða eða fatlaða. Það er líka stefha að for- gangsraða fjármagni til velferðar- þjónustunnar annað en t.d. hingað á Vesturland. Bæði ríki og sveitarfélög hafa oft tekið þá stefhu að það sé mikilvægara að forgangsraða fjármunum í ákveðnar ffamkvæmdir en t.d. til að veita fólki ákveðna þjónustu. I reynd hefur það sýnt sig að sutnir hafa þá stefnu að það sé mikilvægara að setja fjármunina í affeksíþróttir og íþrótta- mannvirki, en t.d. í þjónustu við aldr- aða. Þannig má upp telja. Og það er líka ákveðin pólitísk stefha að opin- ber þjónusta eigi að vera sem tak- mörkuðust. Sumir hafa þá stefiiu að opinber þjónusta skuli vera sem allra minnst og helst að einkavæða hana. Þaitnig getur stefha á ýmsum’sviðum haft áhrif eða stýrt því hvemig þjón- usta t.d. við aldraða er í reynd. Orðræða stjómmálanna snýst oft ffekar um hvemig hlutdrnir líta út í augum fólks, heldur en það sem skiptir raunveralega mestu máli. Umræður um velferðarþjónustu fara þá oft að snúast um útgöld, en ekki það sem hún skilar samfélaginu, bæði í auðguðu manngildi og eins i bein- um hagnaði. Markmiðin með velferðarþjónustu hafa verið að breytast og eiga eftir að breytast. Þjóðfélagið hefur breyst og þar með hlutverk fjölskyldunnar. I dag er krafa aldraðra og fatlaðra að lifa marmsæmandi lífi. Það er líka eðlilegur réttur allra fjölskyldna í landinu að allir njóti virðingar á sín- um forsendum. Þessi markmið era ekki viðurkennd í þjónusm við aldr- aða eins og hún birtist okkur í dag. Það er engin meining í því að sveitarfélögin taki yfir þjónusm ffá rílánu, ef engin markmið hggja fyrir um hvemig þjónustan eigi að vera. Það er hins vegar full ástæða til þess að sveitarfélögin móti sér þá stefnu að taka yfir velferðarþjónustu ffá rík- inu. Þannig er hægt að samþætta og bæta þjónustuna. Sveitarfélögin verða jafnffamt að móta stefnu í þeim málum sem leggur áherslu á mann- sæmandi líf og að fólk njóti fullrar virðingar. Það á að vera markmið allrar þjónusm við aldraða og fatlaða og aðra. Þetta á að vera stefna allra sveitarfélga og þau verða að gera kröfur til ríkisins i samræmi við það. Magnús Þorgrímsson, jramkvamdastjóri SvÆsskrifstofa málefna fatlaða á Vesturlandi. ntíkx! ms- iJizcíKHfi tir ójaagö/'. LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi St'mi 437 1930 INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali ' BORGARNESI KLETTAVÍK 1, Borgarnesi Einbýlishús ásamt bílskúr (nú 3 íbúðir), samtals 273,6 ferm. Aðalíbúðin er 138,4 ferm. á 2 hæðum. A efri hæð er flísalögð forstofa. Hol, stofa og 2 herbergi parketlögð. Eldhús með dúkflísum, viðarinnrétting. Gestasnyrting. A neðri hæð er hol parketlagt og eitt f herbergi dúklagt. Baðherbergi allt flísalagt, viðarinnr. Þvottahús. | Á neðri hæð er 55 ferm. íbúð. Sér inngangur. Gangur parketlagður. | Stofa teppalögð. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Eitt herbergi parketlagt. Baðherb. með dúk á gólfi en flísar á veggjum. Ibúð undir bílskúr 40,1 ferm. Sér inngangur. Forstofa með máluðu gólfi. Eldhús og stofa samliggjandi og parketlagt. Eldri viðarinnr. í eldhúsi. Snyrting öll máluð. Tvöfaldurbílskúr40,l ferm. Verð: 41.000.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes - s. 437 1700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is v___________________________Z___________________________J ~------------------- Atvinna Vegna góðrar verkefnastöðu vantar 6 manns sem fyrst við ýmis framleiðslustörf í verksmiðju Eðalfisks. Áhugasamir hafið samband í síma 437 1680 eða komið að Sólbakka 4 Eðalfiskur ehf. Sólbakka 4, 310 Borgarnes Tel: 437-1680 Fax: 437-1080 Eðalfiskur ehf. er leiðandi fyrirtæki í laxavinnslu á íslandi og stærsti framleiðandi landsins á reyktum og gröfnum laxi. HEHURSX0LI Heiðarskóla í Leirársveit vantar kennara Næsta vetur vantar okkur í Heiðarskóla kennara í eftirtaldar kennslugreinar: Tónmennt, sérkennslu, tölvuumsjón og vefumsjón, náttúrufræði, handmennt, smíðar og heimilisfræði. Heiðarskóli er rúmlega 100 barna sveitaskóli. ( skólanum fer fram öflugt starf og leggjum við áherslu á einstaklinginn og þarfir hans. Markmiðið er að skapa heimilislegt og hlýlegt andrúmsloft og að ölium líði vel. Við stefnum að því að vinna eftir hugmyndum uppbyggingarstefnunnar næsta vetur og er sú vinna þegar hafin. Skólinn tekur þátt i Comeníusarverkefni. Skólinn er staðsettur rúmlega 50 km frá Reykjavík, 20 km frá Akranesi og 20 km frá Borgarnesi. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. í Nánari upplýsingar veita skólastjóri í símum 433 8920 - 862 8920 og | aðstoðarskólastjóri í símum 433 8922 - 4356858 ivfÁUí l MiX. ‘d-i. .iiiLi'ÁÁOíi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.