Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006 ggKSS'ÍlHfÍBM • • • Spuming vikunnar Hvetju spáirþú um úrslit komandi sveitar- stjómarkosninga í sameinuðu sveitarfé- lagi í Borgarfirði? (Nú er bæjarstjóm Borg- arbyggðar skipiið jjórurn af B lista, þremur af D lista og tveimur afL lista). (Spurt í Borgamesi) Hrafnhildur Ormsdóttir Afgreiðslukona Eg er sáralítið farin að spá í Jökull Fannar Bjömsson Vélamaður Sjálfstæðisflokkur tapar miklu og Borgarlistinn vinnur sto'rt. Bjöm Þorbjömsson Ellilífeyrisþegi Eg tel þetta verða óbreytt. Hans Egilsson Þjónustufulltrúi REMFLÓ Framsókn nær hreinum meiri- hluta. Agúst Haraldsson Fisksali Framsókn fier meirihluta. Mikill metnaður í sundfólld af Skaganum Rakel Gunnlaugsdóttir og Örn Viljar Kjartansson í Sundfélagi IA fóru með unglingalandsliðinu til Luxemburg á dögunum en þar kepptu þau á sterku alþjóðlegu móti sem haldið var um síðustu helgi. Rakel synti í úrslitum í sínum greinum, náði frábærum árangri og vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi og bronsverðlauna í 100 metra bringusundi. Örn stóð sig einnig vel og synti til úrslita í 100 metra skriðstmdi og varð í 8. sæti en þess má geta að hann missti viku af mikilvægum undirbúningi fyrir mótið vegna veikinda. Ragnheiður Runólfsdóttir, þjálf- ari fylgdi þeim út og er að vonum afar ánægð með þennan ffábæra ár- angur. „Við erum mjög stolt af þeim og þau öðluðust mikilvæga reynslu fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnheiður í samtali við Skessuhom. „Þau stefna bæði á að ná enn betri árangri í framtíðinni og það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir hún. Þess má geta að Rakel er einungis 0,3 sekúndum ffá því að ná tilsettu lágmarki fyrir Ólympíuleikana en hún stefnir á að ná því á Evrópumeistaramóti ung- linga í sumar þar sem Rakel mun keppa. KÓÓ Oskað til- boða í firatn- kvæmdir við nýja „Litlu biyggju“ Hafnarstjórn Gmndarfjarðar hefur óskað eftir tilboðum í byggingu stálþilsbryggju og grjótvarnar á Grundarfirði. Kemur bryggjan í stað bryggju sem í daglegu tali er nefnd „Litla bryggja". Sú nýja verður seint talin lítil því við gerð hennar þarf að sprengja 150 metra langan skurð og koma þarf fyrir um 15 þúsund rúmmetrum af fyllingarefni. Einnig er uppsetning stálþils og steypa á um 194 metra löngum kanti ásamt pollum, stigum og þybbum. Verkinu skal lokið fyr- ir 1. desember. HJ A þessari mynd er hluti frækins sundfólks afAkranesi. Hér eruþau á Langasandi og höfðuþá nýlokið Faxaflóasundi ífyrra, en það er þreytt til aí safna áheitum ogfjármagna staif Sundfélagsins. Ný pósthús á Akranesi, í Borgamesi og í Stykldshólmi . •»%' ' -*»**?*» ' _ ‘ti . - . ; ' <•« ■* v" jgj Í 3131 «31 m J,- aaaa sax jj. 1 V ‘ t4*\**a£tltr** ■ :b • 1 -V ?% 4 - _• V Tölvugerð mynd afeinu þessara nýju pósthúsa. í tilkynningu sem íslandspóstur sendi frá sér nýlega kemur ffam að fyrirtækið mun á næstu þremur áram ráðast í byggingu nýrra póst- húsa á 10 stöðum utan höfuðborg- arsvæðisins og einnig verður ráðist í gagngerar endurbætur á pósthúsum á fjórum stöðum til viðbótar. Skessuhorn hefur áður greint frá fyrirhuguðum framkvæmdum hér á Vesturlandi. Staðirnir, sem til stendur að reisa ný pósthús á era Akranes, Borgar- nes og Stykkishólmur hér á Vestur- landi. Auk þess era ný hús á teikni- borðinu á Sauðárkróki, Húsavík, Reyðarfirði, Höfn, Hvolsvelli, Sel- fossi og Vestmannaeyjum. Endur- bætur verða gerðar á pósthúsum á Patreksfirði, Blönduósi, Egilsstöð- um og í Reykjanesbæ. I tilkynningu frá Islandspósti segir, að bygging pósthúsanna og þær endurbætur, sem ráðist verði í, sé hluti af stefnumarkandi ákvörð- un stjórnar Islandspósts um að byggja upp starfsemi og þjónustu Islandspósts á landsbyggðinni, svo tryggja megi vöxt og þróun fyrir- tækisins til framtíðar. Samhliða þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í umfangsmikla endurskilgreiningu á starfsemi fyrirtækisins, þar sem for- svarsmenn Póstsins hafi leitast við að lækka kostnað, án þess þó að það bimi á gæðum þjónustunnar. Islandspóstur hefur skilgreint 17 kjarnasvæði á landinu, þar sem pósthús þjónusta viðskiptavini á öllu svæðinu. A þessum svæðum munu pósthúsin sjá um útkeyrslu sendinga til einstaklinga og fyrir- tækja, þar mun fara fram flokkun og vinnsla sendinga og aðstaða verður þar fyrir bréfbera og landpósta. Þá verður þar móttaka og afhending sendinga og önnur þjónusta. A þessum svæðum verða einnig ein eða fleiri póstafgreiðslur. Um 95 prósent íslenskra heimila era skil- greind á þessum kjarnasvæðum, en þau 5 prósent sem út af standa era á svokölluðum grunnsvæðum, þar sem póstafgreiðslur og landpóstar sinna sömu þjónustu við viðskipta- vini eftir því sem þarfir hvers svæð- is krefjast. MM Þróunarverkefinið „Ég og leikskólinn minn“ hlaut styrk öðru sinni Þróunarverkefni það er starfs- menn leikskólans Sólvalla í Grund- arfirði hafa unnið að á undanförn- um árum hlaut fyrir skömmu 350 þúsund króna styrk úr Þrótmarsjóði leikskóla. I verkefninu sem ber nafhið „Eg og leikskólinn minn“ eru útbúnar ferlimöppur fyrir hvern nemanda. Möppurnar fær nemandinn þegar hann byrjar í leikskólanum og hún fylgir honum í gegnum leikskólanámið. I hana eru settar ýmsar upplýsingar um þroska barnsins. Skráðar era athug- anir á barninu í leik og starfi og einnig era gerðar kannanir á al- mennri þekkingu barnsins, mál- þroska, hreyfiþroska og félags- þroska. Þá eru einnig skráðar inyndir í leik og starfi og upplýsing- ar frá sérfræðingum vegna sér- kennslu. Þá er þroska barnanna gerð skil. Möppurnar nýtast til dæmis fyrir foreldraviðtöl og með þeim verður auðveldara að halda utan um þroska og skólagöngu barnsins. Styrkurinn nú er ekki sá fyrsti sem verkefnið hlýtur því skólaárið 2004-2005 hlaut verkefnið styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Ár- gangur barna fædd 2002 er sá fyrsti sem nýtur þessara skráninga og þegar hann lýkur námi árið 2008 verða til staðar nákvæmar upplýs- ingar um feril þeirra barna í leik- skólanum. Er vonast til þess að fer- ilmöppur þessar festi sig í sessi í leikskólum. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.