Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 19
j>U3iinu>j MIÐVTKUDAGUR 26. APRIL 2006 19 Vélfákamir viðraðir fyrsta sumardag Líkt og farfuglarnir birtast á vor- in fer að kræla á vélhjólamönnum á fákum sínum þegar sól tekur að hækka á loffi og hætta á hálku verð- ur hverfandi. A sumardaginn fyrsta hittust um 110 manns á mótorhjól- um á Akranesi og var „áð“ á gatna- mótunum við Akraneskirkju en veitingar voru í boði á Café Mörk. Þarna voru komnir saman vélhjóla- menn úr Keflavík, af höfuðborgar- svæðinu, úr Borgarnesi auk heima- manna. Glatt var á hjalla meðal fólksins og fengu margir viðeigandi og tvíræðir brandarar að fjúka, líkt og oft áður þegar þessi hressi hóp- ur hittist. MM Hluti af konunum á ömámskeiái á Snœfellsnesi. Frá vinstri: Þóra Krístín í Hrauns- múla, Aslaug t Mýrdal, Hjalta í Dalsmynni, Katharina á Hofsstöðum, Hrefha á Vega- mótum og Aslaug á Lágafelli. Konur á ömámskeiði _ , , r , , , ., , „ . ,,, Kirkjan speglast í stífbónuðu króminu á Brandarmn sem pamafauk varþvt miður ekki ttí adfœra a prent. Borgnesingar a lettu , ^ nótunum á kirkjuhekknum við Akraneskirkju. Núna fyrir páska lauk fyrsta ör- námskeiði í landbúnaði en alls tóku 25 konur af Vesturlandi þátt í því. Þetta var 6 vikna námskeið og var meðal annars farið í jarðrækt, naut- griparækt, sauðfjárrækt, hlunnindi, ferðaþjónustu og fl. Þátttakendum var skipt í hópa og lykilkonur fengnar til að skipuleggja fund einu sinni í viku þar sem var farið í gegnum spurningar úr námsefni vikunnar. Einnig var hægt að fá ráðunauta eða bændur til að segja frá því sem þeir væru að jgera. Það var Landbúnaðarháskóli Islands og Lifandi landbúnaður sem stóð fyrir námskeiðinu og fór það fram í gegnum fjamámskerfi Landbúnað- arháskóla Islands. ÞSK Mikið lethir og glansandi króm. Bjami flytur hér eitt laga sinna. Ljósm: AHB Bjami með útgáfuteiti Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri kynnti nýútkominn geisladisk sinn í fjölmennu sam- kvæmi á veitingastaðnum Tíman- um og vatninu í Fossatúni að kvöldi sumardagsins fyrsta. Diskurinn nefinist „Að sumarlagi“ og geymir lög í léttari kantinum við ljóð sem eiga það sammerkt að fjalla um sumar og sól, sveit og bústörf. Flest em ljóðin á disknum eftir ön- firska skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal, ein tíu talsins, en einnig er að finna ljóð effir Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli í Hvítár- síðu, Jóhannes úr Kötlum, Trausta Eyjólfsson á Hvanneyri auk eins ffumsamins ljóðs. Bjarni flytur flest lögin sjálfur en Þórunn Pétursdótt- ir syngur tvö laganna. Vilhjálmur Guðjónsson útsetti öll lögin á disk- inum ásamt höfundi og annaðist hljóðritun og mest af hljóðfæra- leiknum auk Bjarna og fleiri. Diskurinn er fyrst og fremst til sölu hjá höfundinum, að Túngötu 5 á Hvanneyri þar sem síminn er 437 0068 og netfangið laekjartun@vesturland.is MM Jóhannes Haukur slökkviliðsstjóri, Ragnar Ólafsson ábyrgur tbúi og Sigurður Jökulsson Lionsmaður. Yfirfara slökkvitækin Rekstur Bíóhallarinnar lagður niður sem stofiiunar Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu bæjarritara um að leggja niður rekstur Bíóhallarinnar sem bæjarstofnunar og færa hús- eignina undir Eignasjóð bæjarins. I bréfi sem Jón Pálmi Pálsson bæjar- ritari sendi bæjarráði kemur fram að undanfarin ár hafi Bíóhöllin ver- ið rekin með talsverðum halla og í raun verið fjámögnuð með ffarn- lögum úr bæjarsjóði. Nú hafi rekst- urinn hins vegar verið leigður út og því ekki um neinn rekstur að ræða annað en umsýsla eignarinnar. „Við þessar aðstæður telur und- irritaður rétt að leggja þessa stofn- un niður í þeirri mynd sem hún hefur verið rekin undanfarin ár og færa eignirnar undir Eignasjóð og þær skuldbindingar sem á henni hvíla verði yfirteknar af aðalsjóði,“ segir orðrétt í bréfi bæjarritara. Þessi breyting mun gilda frá síð- ustu áramótum. HJ Veltu bíl í Hvammssveitinni Lionsklúbbur Búðardals, í sam- vinnu við slökkviliðið á staðnum bauð nýlega upp á þá þjónustu að hlaða og yfirfara slökkvitæki fyrir íbúa Dalasýslu. Gátu menn einnig pantað sér eldvarnarbúnað við þetta tækifæri. Fín þjónusta og bráðnauðsynleg. HA Eins ogfarfuglamir, vorboðar okkar, eru ferðamenn mættir til landsins og voru fiereysk hjón svo óheppin að velta bíl sínum nokkrar veltur við bæinn Hofakur t Hvammsveit ný- lega. Voru þau flutt á heilsugæslustöðina til rannsóknar. HA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.