Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006 / Landmælingar Islands á Akranesi 50 ára Landmælingar íslands eru 50 ára yfir í 27 sumur á árunum 1900 til þessu ári og verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti á árinu. Unnið hefur verið afmælismerki til að minna á tímamótin, sem alfarið var hannað af starfsmönnum stofn- unarinnar. Þá verður gefin út sér- stök afmælisútgáfa af fréttabréfinu Kvarðinn þar sem saga stofnunar- innar verður rakin í stuttu máli og einnig verður opnuð sérstök af- mælissíða á heimasíðunni lmi.is þar sem sagan í máli og myndum verður aðgengileg. Vegaatlas í mælikvarðanum 1:200.000 var gef- inn út í síðustu viku en þar er byggt á sams konar útgáfu og sleg- ið hefur í gegn hjá systurstofnun Landmælinga Islands í Danmörku. Almenningi verður boðið til opins húss í tengslum við Vökudaga sem haldnir verða á Akranesi í haust og einnig eru uppi hugmyndir um að efna til samkeppni meðal hluta grunnskólanema á Akranesi þar sem þeir spreyttu sig við að búa til kort af Islandi. Starfsfólk stofhun- arinnar og makar þeirra gerðu sér glaðan dag í tilefni af hálfrar aldar afmælinu þann 19. apríl sl. og sam- gladdist umhverfisráðherra starfs- mönnum við það tækifæri. Aðdragandi að stofnun LMI Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem kort af Islandi hafa byggst á til þessa. Danska hermála- ráðuneytið gaf út tilskipun til land- mælingadeildar herforingj aráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Is- landi. Þetta mikla verkefni stóð 1940, þar með talinn allur undir- búningur. Verkið önnuðust 70 landmælinga- og kortagerðarmenn og um það bil 300 aðstoðarmenn, íslenskir og danskir. Arið 1928 var danska landmælingastofnunin Geodætisk Institut stofnuð og tók hún við verkinu af herforingjaráð- inu. Arið 1955 hófust umfangsmiklar landmælingar á Islandi að frum- kvæði Norður Atlantshafsbanda- lagsins, en þær voru liður í stærra mælingaverkefni landa við Norður Atlantshaf. Kortagerðarstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins, AMS, hafði yfirumsjón verks- ins á Islandi en samstarfsaðilar voru Landmælingar Islands og Geodætisk Institut. Ekki hafði tek- ist að ljúka mælingunum sumarið 1955 og var þeim því fram haldið sumarið 1956. Árið 1951 bættist við þáttur í starfsemi kortagerðarinnar á Is- landi, taka og gerð loftmynda til kortagerðar. Að vísu höfðu Danir tekið ljósmyndir úr lofti árin 1937 og 1938 af nokkrum afmörkuðum svæðum til að flýta fyrir og auð- velda gerð korta af hálendinu, en fýrirkomulag þeirrar myndatöku var annars eðlis en þeirrar sem al- mennt er notuð til kortagerðar. Brautryðjandinn Agúst Ágúst Böðvarsson, sem unnið hafði með dönsku mælingamönn- unum frá árinu 1931, var braut- ryðjandi á Islandi hvað snerti ýmsa þætti í kortagerð og í töku og gerð loftmynda til kortagerðar. Sumarið 1951 tókst honum að útvega not- Starfsmenn Landmœlinga Islands vinna við kortagerð og njóta hér aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. aða ljósmyndavél frá breska hern- um í Englandi og var hún notuð til ljósmyndatöku yfir Reykjavík fyrir mælingadeild Reykjavíkurbæjar. Þær myndir voru notaðar til að búa til loftmyndakort af bænum sem var mikið framfaraskref á þeim tíma. Árið 1953 sá Ágúst um að keypt væri til landsins ný myndavél frá Sviss, sérstaklega hönnuð og útbú- in til loftmyndatöku til kortagerð- ar. Þar sem ekki fékkst til kaupana sérstök fjárveiting úr ríkiskassan- um komu, auk mælingadeildar Vegamálaskrifstofunnar, nokkrar fleiri opinberar stofnanir að kaup- unum. Hófst þar með hjá Land- Gunnar H Kristinsson s'ólustjóri afhendir SigríSi Önnufyrsta eintakið af„Island Vegaatlas. “ Vegaatlas kominn út hjá Landmælingum í kvöldverðarhófi sem haldið var í tilefhi af 50 ára afmælis Land- mælinga Islands á Akranesi af- hendi Gunnar H. Kristinsson sölustjóri stofnunarinnar Sigríði Onnu Þórðardóttur, umhverfis- ráðherra fyrsta eintakið af nýrri kortabók sem ber nafnið „Island Vegaatlas." Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða bók með vegakorum af Islandi. Kortin eru í mælikvarðanum 1:200.000. Einnig eru í bókinni gagnleg þemakort þar sem finna má upplýsingar um gististaði, ýmsa möguleika til af- þreyingar og söfn á landinu. Bókin er í nýstárlegu broti sem ekki hef- ur verið nýtt við útgáfu landakorta hér á landi. Gunnar segir þetta brot hafa verið notað við útgáfu slíkrar bók- ar í Danmörku og sú bók hafi sleg- ið í gegn. Einnig er mælikvarði bókarinnar nýlunda því áður hafa aðeins verið gefin út vegakort í mælikvarðanum 1: 250.000 og 1:500.000. Segir Gunnar að með útgáfu bókarinnar í þessu broti og þessum mælikvarða sé verið að koma til móts við þarfir kröfu- harðs markaðar á Islandi. I kortum bókarinnar eru yfir 15 þúsund örnefni og þau eru einnig í nafnaskrá. Ornefnin voru öll yfir- farin af Ornefnastofhun Islands. Bókin fer í almenna dreifingu í næstu viku. Þess má geta að askja bókarinnar er límd saman í Fjöliðjunni á Akranesi og starfs- menn þar sjá einnig um að brjóta bókina og pakka henni í öskjuna. HJ mælingum íslands tímabil þessarar sérhæfðu myndatöku sem stóð yfir kerfisbundið til ársins 1998. Eftir þann tíma hafa einkafýrirtæki séð um loftmyndatöku á Islandi. Stofiiun Landmælinga Islands í ársbyrjun 1956 lét Geir G Zoéga af embætti vegamálastjóra og varð forstjóri nýrrar íslenskrar stofnunar sem sett var yfir verk- efnið um landmælingar, loft- myndatökur og gerð korta af Is- landi; Landmælingar Islands. Stofnunin heyrði undir Sam- gönguráðuneytið. Forstjórinn hafði ekki skrifstofu og vann því verkefhi sín á heimili sínu. I janúar árið 1959 andaðist Geir. Ágúst Böðvarsson, sem hafði yfirgrips- mikla þekkingu á sviði landmæl- inga og kortagerðar, var þá skipað- ur forstjóri Landmælinga Islands. Árið 1961 var stofnunin flutt af Seljavegi 32 að Laugavegi 178. Þar rýmkaðist svo um munaði um starfsemina. Starfsemin í fyrstu Meginþunginn í starfsemi Land- mælinga Islands á þessum árum var endurskoðun og útgáfa kort- anna sem Danir höfðu mælt og teiknað og einnig þeirra korta sem til urðu við NATO verkefnið. Árið 1972 ákváðu stjórnendur fjögurra stofnana; Landmælinga Islands, Fasteignamats ríkisins, Landnáms ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að hefja samstarf á sviði gróður- og jarðakortagerðar. Akveðið var að kortagerðin færi fram hjá Landmælingum Islands. Kortin skyldu vera í mælikvarða 1:10 000 og af gerð svo kallaðra orthokorta, en það eru kort sem er flatarlega rétt loftmynd með hæð- arlínum, örnefnum og öðrum upp- lýsingum sem kortunum var ætlað að sýna. Með aðstoð sérstaks fram- lags úr ríkissjóði og styrks frá Sam- einuðu þjóðunum tókst ofan- greindum stofnunum að afla nauð- synlegra tækja. Tækin voru tekin í notkun hjá Landmælingum Islands árið 1975 og kortagerðin hófst. Kortin, sem gerð voru á filmur, voru ekki prentuð til útgáfu, held- ur afrituð á ljósmyndapappír eftir pöntun. Þessi kortagerð lagðist af árið 1986 vegna fjárskorts. Á yfir- liti yfir framleiðslu þeirra eru um það bil 260 titlar skráðir, megin hluti þeirra er af Suður- og Suð- vesturlandi. Flutningur til Akraness Þann 3. júlí 1996, tilkynnti þá- verandi umhverfisráðherra, Guð- mundur Bjarnason, þá pólitísku ákvörðun sína að flytja starfsemi Landmælinga Islands til Akraness og tæki stofnunin þar til starfa 1. janúar 1999. Vegna þessarar fýrir- varalausu ákvörðunar braust út mikil ólga og reiði meðal starfs- fólks LMÍ, 30 að tölu. Tilkynning- in bar meðal annars með sér að starfsfólk flytti búferlum með stofnuninni til Akraness. Fyrr á árum höfðu ráðherrar bryddað á þessari hugmynd um flutning LMI út á land, en alltaf látið málið niður falla. I trausti þess að flutningur LMI frá Reykja- vík heyrði sögunni til hafði verið búið mjög vel um stofnunina að Laugavegi 178 í Reykjavík. Mikil blaðaskrif trrðu um þetta hitamál, flest á móti flutningi. Endirinn varð sá að stofnunin var flutt til Akraness og tók þar til starfa á til- settum tíma, en þá hafði helming- ur starfsfólks sagt upp störfum. Á árinu 1998 var einnig gerð samstarfsyfirlýsing milli Landmæl- inga Islands og Orkustofnunar um að LMI tækjust á hendur það hlut- verk á sviði landmælinga sem OS hafði sinnt um árabil og enn frem- ur að taka við miklu safni gagna á þessu sviði sem þar hafði verið byggt upp. Sumarið 1998 var síð- ast flogið kerfisbundið loftmynda- flug á vegum LMI. Ef nýrra loft- mynda var þörf önnuðust erlendir aðilar myndatökuna. I byrjun nóv- ember árið 2000 skrifuðu stjórn- endur Landmælinga Islands og Fasteignamats ríkisins undir sam- starfssamning á sviði landmælinga og landskráningar, undir heitinu Landskrá fasteigna. Þessum stofn- unum hafði með lögum og reglu- gerðum verið falin skyld og sam- þætt verkefhi á ofangreindum svið- um. Áformað var að fela LMI að hafa umsjón með menntun, fag- gildingu og vottun landmælinga- manna, sem réttindi fengju til að mæla og skilgreina lönd og lóðir og skilað gætu niðurstöðum mæl- inga í forskráningu Landskrár fast- eigna, sem LMI hefðu umsjón með. Samkeppnisrekstur skilinn frá Árið 2000 var samkeppnisrekst- ur skilinn frá öðrum rekstri stofh- unarinnar og í febrúar árið 2001 tók gildi nýtt skipurit þar sem ffam

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.