Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 13
aSESSgiHMWBra MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 13 r Báturinn hefur komið víða við og undir ýmsum nöfnum. Beggi skipstjóri með merki sesn í hátnum er og minnir ájý?ra nafn skipsins. disksveiðunum. Fundist hafa nokk- ur álideg veiðisvæði en um þessar mundir eru veiðamar stopp á með- an unnið er að markaðsmálum. „Það er erfitt fyrir fyrirtæki að byrja veiðar á þessum konupungum. Fyr- irtækið er að brasa í vinnslunni, veiðimum og að baksa við að selja þetta bka,“ segir Beggi. Tíu tonn af ýmsu Skipstjórinn þeymr skipslúðurinn til marks um að við séum komnir. Og það drynur í bátnum. „Það verð- ur að vekja Kolbeinseyjarhvalinn,“ segir Beggi skælbrosandi. Þar á hann við Grímseyinginn Ama Má sem kemur fljótiega upp og skilur auðvitað ekkert hversvegna það liggur svona vel á skipstjóranum. Plógurinn fer í sjóinn og rannsókn- in heldur áffam. Aflinn er 300 kg, meiri skel en í morgun. Við tökum nokkur tog á þessu svæði og aflinn er misjafii, frá þetta 100 - 700 kg en hvergi mikil skel. Síðan er kippt og farið austur með Bjarneyjum og norður fyrir. Þar era tog á víð og dreif sem efrir er að taka. Klukkan er langt gengin í níu þegar síðasta togið klárast. Veður- bh'ðan hefur verið með einmunum í allan dag en nú tmdir kvöld byrjaði aðeins að kula. „Við erum alveg passlega í þessu,“ segir skipstjórinn. „Það er byrjað að gjóla, blása sig að- eins upp. Það verður kominn kaldi þegar við skríðum í land og ekkert veður um helgina." Fiskifræðingur- inn dæsir og lýst ekki á blikuna. Lætur í það slrina að hann hafi nóg annað að gera en að bíða eftir veðri fyrir síðasta dag rannsóknarinnar. Afli dagsins er ekki mikill, einn tog- arakassi fylltur efrir hvert tog, 23 kassar. Ef heildaraflinn væri lagður saman væri hann rúm 10 tonn en ómögulegt er að segja til um hve stór hluti þess er skelfiskur. Lúðuriim þeyttur Það verðm- spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari rannsókn, hvort nýliðun sé góð og hvort og þá hvenær verði hægt að hefja veiðar á hörpudiski að nýju. Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar eru bundnir þagnareiði um niðurstöður rannsókna sem þessarar þar til árleg ástandsskýrsla Hafró liggur fyrir. Engin skýr svör liggja því fyrir í þeim efnum. Heimstímið sóttist ágætlega og skipstjórinn hafði kollgátuna með veðrið. Það var kominn golukaldi og slydda þegar báturirm lagðist að bryggju á ellefta tímanum. Þegar við komum í höfh var Gullhólminn að leggja af stað í línuróður. Einhverra hluta vegna þeytti Valli skipstjóri lúðurinn. Kannski til að heilsa ís- lenska sumrinu þrátt fyrir slyddu og rok. JTA Brotíð á eignarrétti landeigandans á Skipanesi Nemar á fyrsta ári í viðskiptalög- ffæði við Viðskiptaháskólann á Bif- röst hafa nýlokið skýrslu sem hluta af svokölluðu misserisverkefni sem nemendur skólans vinna í lok hvers misseris. Viðfangsefhi skýrslunnar var að kanna eignarrétt landeigand- ans á Skipanesi í Leirár- og Mela- hreppi, þegar Orkuveita Reykjavík- ur kemur sem þriðji aðili og leggur ljósleiðara um vegstæði Vegagerð- arinnar á landi hans. I skýrslunni segir m.a: „Landeigandinn á Skipa- nesi telur að Vegagerðinni sé ekki heimilt að ráðstafa landi sem hún hefur fengið veghald ytiir til annarra nota en vegagerðar, nema með samkomulagi við sig.“ Landaeig- andi hafði ekki búist við þessum kvöðum þegar hann samþykkti vegagerð á landinu á sínum tíma og telur því að forsendur þess samn- ings, sem gerður var fyrir um 70 ámm þegar upphaflegi vegurinn var lagður, séu brostnar og því sé tilefhi til ógildingar. Við gerð skýrslunnar litu höf- undar á íslenskt réttarfar og var eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Islands haft til hliðsjónar. I 72 gr. stjskr. segir að eignarrétturinn sé friðhelgur með ákveðnum undan- tekningum sem era; að almanna- þörf krefji, lagaheimild þurfi til og að fullar bætur komi fyrir. Al- mannaþörf er grandvallaratriði til að hægt sé að skylda eiganda að láta af hendi eign sína og samkvæmt gögnum málsins telst það skilyrði ekki vera fyrir hendi í máli landeig- andans á Skipanesi, þar sem annar ljósleiðarastrengur sé þar fyrir. Stjórnarskrá Islands er æðsta rétt- arheimild Islands og ákvæði hennar eru æðri almennum lögum, t.d vegalögum. Því benda niðurstöður skýrsl- unnar til þess að Vegagerðin hafi ekki verið heimilt að ráðstafa landi í veghelgunarsvæði sínu til fjar- skiptafyrirtækja og hefur hér aug- ljóslega verið brotið á eignarrétti landeigandans á Skipanesi, eins og segir í skýrslunni. KOO Akraneskaupstaður Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að deiliskipulagi Bókasafnsreits í Stofnanareit á Akranesi 1 Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipuiags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum vio tillögu að breytingu a aeiIiskipulagi á Bókasafnsreit sem er nluti af svonefndum Stofnanareit á Akranesi. Reiturinn sem deiIiskipulagsbreytingin nær til afmarkast af Heiðarbraut til norðvesturs, Háholti til norðausturs, Kirkjubraut til suðausturs og til suðvesturs af botnlangagötu út frá Heiðarbraut sem liggur sunnan við lóð nr. 37 við Kirkjubraut og lóð nr. 38A við Heiðarbraut. Tillagan byggir m.a. á að gert er ráð fyrir að sameina lóðir nr. 39 við Kirkjubraut og nr. 40 við Heiðarbraut og þar erlagt til að rifa einnar hæðar byggingu sem nú er á lóðinni nr. 39 við Kirkjubraut. A lóðinni er gert ráð fyrir að reisa 2-4 næða íbúðarbyggingu fyrir eldri borgara. Gert er ráð fyrir allt að 26 íbúðum. Auk þess er lagt til að gera 4-8 íbúðir í núverandi bókasafnsbyggingu. Gert er ráð fyrir því að tengja nýbyggingu og núverandi bókasafnsbyggingu þannig að íbúar geti gengið milli bygginga undir þaki. Á sameiginlegri lóð er því gert ráð fyrir allt að 34 íbúðum. Undir nýbyggingunni er hálfniðurgrafinn bílageymslukjallari fyrir allt að 34 bíla. Innakstur í bílageymsíukjallara er frá Heiðarbraut. Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, fra 24. apríl 2006 til og með 22. maí 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til5. iúní 2006 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stilíholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 12. apríl 2006 Þorvaldur Vestmann Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar Tónlistarheimsokn frá Seltjarnarnesi laugardaginn 29. april Selkórinn ásamt hljómsveit ✓ i Grundarfjarðarkirkju kl og Reyholti kl. 21 kórinn flytur m.a. lög úr My Fair Lady W e s t S i d e S t o r y ásamt sígildum popplögum og Vinartónlist Stjórnandi er Jón Karl Einarsson Kjartan Valdimarsson píanó Hjörleifur Valsson fiðla Gunnar Hrafnsson bassi Kjartan Guðnason slagverk. 17 kórv>

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.