Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 26.04.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 2006 £k£ðíiítlitilú&æ! Upplifðu allt á Vesturlandi um Hvítasunnuhelgina Alls starfa 16 fyrirtæki eða sam- starfsaðilar í ferðaþjónustu víðsveg- ar af Vesturlandi saman undir merkjum >fAU Senses Awoken," eða Upplifðu allt á Vesturlandi. Frá þessu samstarfi hefur verið greint áður í Skessuhorni. Markmið sam- starfs þessara ferðaþjónustuaðila er m.a. að kynna Vesturland innan lands sem utan sem áhugavert svæði þar sem hægt er að upplifa allt það besta í íslenskri ferðaþjónustu; gott að borða, fallega náttúru, skemmti- legt mannlíf, glæsilega afþreyingu og ffábæra gistingu. Með öðrum orðum eitthvað fyrir alla aldurs- hópa á öllu verði. Þessir aðilar í ferðaþjónustu á Vesturlandi leggja metnað sinn í að bjóða gestum og gangandi að eiga skemmtilega daga og upplifa eitthvað nýtt í landshlut- anum. Um Hvítasunnuna verða „Upp- lifðu allt“ dagar á Vesturlandi. Bjóða þessi fyrirtæki upp á ýmsar uppákomur, svo sem Rómantískir dúettar og dekurdagar að Hótel Glymi, sagnamenn í Landnáms- setrinu í Borgarnesi, fjölskyldudag- skrá með víkingasniði á Eiríksstöð- um, Gönguferðir og Tónmilda Is- land í Fossatúni, tóvinna í Ullarsel- inu, sögutengd gönguferð um Hellnar með viðkomu í orkulínum og álfabyggðum og saga ensku hús- anna verður kynnt. I Olafsvík verð- Eiiur Om Eiðsson, hótelstjóri í Grundarfirði er hér aó gera básinn tilbúinn fyrir sýn- inguna. Ljósnt: Páll Pétursson. Um liöna helgi tóku All Senses félagar þátt í stórsýningunni Sumarið 2006. Hér er framkvœmdastjóri þeirra, Þórdi's Arthúrsdóttir mei einn kubbinn úr risastóru púsluspili sem þakti botn bássins, en púshispil þetta vakti mikla athygli gesta sem og bás Vesturlands í heild sinni. ur harmonikkuspil og gönguferð og Egilssaga í tónum í Reykholti. Ymsar siglingar með Sæferðum og sjávarréttir i sérflokki á Hótel Framnesi. South River Band á Hót- el Hamri og heimagerður Erps- staðaostur í boði Að Borgum. Golf- vellirnir á Akranesi, Borgarnesi og í Grundarfirði verða með tilboð og ótal margt fleira verður í boði. Fyrirtækin sem um ræðir eru; Hótel Glymur í Hvalfirði, Ferða- þjónustan Hvanneyri, Fossatún við Grímsá, Snorrastofa í Reykholti, Að Borgum í Borgarfirði, Eiríks- staðir í Haukadal, Sæferðir í Stykk- ishólmi, Hótel Framnes og Bárar- völlur í Grundarfirði, Hótel Olafs- vík og H-Hús í Ólafsvík, Hótel Hellnar, Ensku húsin við Langá, Landnámssetrið og Upplýsinga- miðstöðin (Ferðamálasamtök Vest- urlands) í Borgarnesi, Hótel Hamar og Hamarsvöllur við Borgarnes og Garðavöllur á Akranesi. MM Ljósm: Páll Pétursson. Einkennismerki AU Senses hópsins. Myndin er ekki frá fundinum, en á henni er Klóifrá Daðastöðum. Aðalfundur smalahundadeildar Aðalfundur smalahundadeildar Snæfells og Hnappadalssýslu var haldinn að Breiðabliki 18. apríl sl. Farið var yfir starfið á síðastliðnu ári sem var þó nokkuð. Starfið framundan hjá deildinni er að halda eitt baukakvöld þar sem verður hist og horft á hundaspólur og spjallað yfir ölbauk. Síðan er áætlað að hittast einu sinni í mán- uði í sumar til að taka rennsli í braut. Þá er fyrirhugað að halda eitt námskeið og smalahunda- keppnin verður haldin á fyrsta vetradag. A svæði deilarinnar hafa verið þrjú hólf með fé í yfir sumar- ið þar sem félagsmenn geta tamið og þjálfað hunda sína. Kosið er í stjórn á hverju ári og hlaut stjórnin rússneska kosningu til áffamsetu, en í stjórn eru Þóra Sif Kópsdóttir Ystu-Görðum, Val- geir Magnússon Grundarfirði og Gísli Þórðarson Mýrdal. Sjórnin hvatti félagsmenn til að nýta betur vef Smalahundafélags Islands http://sfi.vefurinn.is því það auð- veldar mjög að koma upplýsingum til félagsmanna. ÞSK Geislamenn Laugardaginn 15. apríl sl. fór ffam hið árlega páskamót Hesteig- endafélagsins Geisla á Hellissandi. Mótið var haldið á Ragnarsvelli í Hraunsskarði. Mótið byrjaði klukk- á páskamóti an 13 í ágætu veðri og þeir sem mættu höfðu gaman af. Að sjálf- sögðu fóru yngstu keppendurnir ekki tómhentir heim því þeir voru leystir út með páskaeggjum. GJ Skeifudagurmn á Mið-Fossum Skeifudagurinn 2006 var haldinn sl. laugardag á Mið-Fossum í Anda- kíl. Nemendur í hrossarækt við LBHI á Hvanneyri sýndu þar ár- angur vetrarins í reiðmennsku- og frumtamningarnámi. I vikunni áður þreyttu nemendur tvö próf. Sá nemandi sem best kom út úr þeim prófum hlaut Morgunblaðsskeifuna en fyrir henni er áratugahefð. Það var Þorsteinn Logi Einarsson ffá Egilsstaðakoti sem að hlaut hana að þessu sinni. A Skeifudaginn sjálfan kepptu nemendur um Gurmarsbikarinn á þjálfunarhesti sínum sem þau hafa notað í reiðmennskunáminu. Það var Maríus Snær Halldórsson ffá Bjarnastöðum á hryssu sinni, Tíbrá ffá Bjarnastöðum sem hlaut Gunn- arsbikarinn, en hann er veittur í minningu Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunauts og kennara á Hvanneyri. Þá hlaut Maríus Snær ásetuverðlaun Félags tamningarmanna. Eiðfaxabikarinn kom í hlut Bryndísar Evu Óskars- dóttur frá Selfossi en hann er veitt- ur þeim nemenda sem þykir standa sig best í hirðingu hestsins. Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari og Oddrún Ýr Sigurðardóttir, reið- kennari voru aðalkennarar vetrar- ins en Gunnar Reynisson kom einnig að kennslunni. Urslit úr keppni um Gunnars- bikar: 1. Maríus Snær Halldórsson 2. Þorsteinn Logi Einarsson 3. Hrafnhildur Baldursdóttir 4. Unnur Þorvaldsdóttir 5. Bryndís Eva Oskarsdóttir I tengslum við Skeifudaginn var einnig haldin töltkeppnin Skeifu- töltið, sameiginleg keppni hesta- mannafélaganna Faxa í Borgarfirði og Grana á Hvanneyri. Urslit urðu þessi: 1. Heiða Dís Fjeldsted á Þrumu frá Skáney 2. Þorsteinn Logi Einarsson á Veigari frá Egilsstaðakoti 3. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Mósartfrá Meðalfelli 4. Björg María Þórsdóttir á Mjölni frá Hesti 5. Gunnar Halldórsson á Kiljan frá Þverholtum SO Bæjarstjórinn Ágætu bæjarbúar á Akmesi! Fréttir síðustu daga um nýjasta útspil sjálfstæðismanna í kosninga- baráttunni um völdin í bænum eru að mínu mati flokknum ekki til framdráttar og í raun lýsandi fyrir það sem er að gerast hjá öllum þessum flokkum sem hafa verið hér starfandi síðustu áratugina. Halda þessir blessuðu menn að það sé lausn á okkar tímum að skipta út gítarspilara fyrir harmon- ikkuleikara? Eg verð reyndar að viðurkenna að Jólasveinn með harmonikku er meira sannfærandi enjólasveinn með gítar. Bæjarstjóra má líkja við fram- kvæmdastjóra bæjarins og finnst mér að í það starf þurfi að ráða mann sem til þess hefur menntun, starfsreynslu í stjórnun fýrirtækja og mikinn metnað. Þetta þarf að vera ungur maður (30-45ára) og jafhframt þarf hann að hafa með sér nýja kynslóð af metnaðarfullu fólki til að takast á við málefni bæjarins. Það ætti að vera öllum ljóst að ekki er hægt að kjósa aftur þetta fólk sem verið hefur við völd hér síðustu áratugina og skiptir þá engu hvort um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu, því eins og sagt var í sjónvarpsþætti fýrir skömmu þá er þetta bara eins og Kiwanis- klúbbur þar sem allir eru sammála. Hvað um það, þetta er ekki það sem bæjarfélag af þessari stærð- argráðu vantar, það sem þarf að leggja til í þessum bæ er að ráðið verði hæft fólk til að reka þetta stórfyrirtæki sem bærinn okkar er og enga jólasveina í bæjarstjórastól- inn. Það skal tekið ffam að þetta er mín skoðun og þarf á engan hátt að endurspegla skoðun meirihluta bæjarbúa, en hver veit? Ketill Bjömsson. Háteigi 16 Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.