Skessuhorn - 03.05.2006, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 2006
attCSSUIÍUhJ’
Tilboði í
Harastaði
tekið
Byggðaráð Dalabyggðar hef-
ur samþykkt með tveimur at-
kvæðum gegn einu kauptilboð,
að upphæð 42 milljónir króna,
frá Verslun Einars Þorgilssonar
ehf. í Hafnarfirði í jörðina
Harastaði. Núverandi ábúandi
hefur rétt til þess að ganga inn í
tilboðið.
A fundi byggðaráðs lagði for-
maður ráðsins tdl að 10 milljónir
af söluandvirðinu verði varið til
viðhaldsffamkvæmda á húsnæði
á Laugum og 10 milljónum
verði varið til viðhaldsfram-
kvæmda á félagsheimilum í
sveitarfélaginu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
byggðaráðsmaður óskaði eftir
að bókað væri að salan á jörðinni
Harastöðum hafi ekki verið
ákveðin með hagsmtmi sveitar-
félagsins í huga og stuðlar að
auknrnn eignarhlut auðmanna á
jörðum á Fellsströnd sem og
annars staðar.
Það er sveitarstjórn Dala-
byggðar sem hefur síðasta orðið
við söluna. HJ
Til minnis
Við minrtum á árlega bifhjóla-
sýningu Raftanna á laugardag-
inn milli klukkan 13 og 17.
Sýningin fer fram í íþróttamið-
stöðinni í Borgarnesi, þar sem
sýndir verða gamlir og nýir fák-
ar og búnaður tengdur mótor-
sporti.
CcOJ Ve&wrhorfwr
Á fimmtudag er gert ráð fyrir
suðaustlægri átt, 8-13 m/s og
rigningu sunnan til á landinu.
Hiti 6-14 stig. Stíf suðvestleg
átt og rigning með köflum á
föstudag en lægir og léttir til
hér Vestanlands seinnipartinn.
Á laugardag og sunnudag
verður austlæg eða breytileg
átt, víðast bjart og áfram milt
veður.
SpMmin| viKiinnar
í síðustu viku voru lesendur
spurðir hvort sumardekkin
væru komin undir bflinn. 68%
svöruðu spumingunni játandi,
3% vissu það ekki og 29%
svarenda voru ekki búnir að
koma vetrardekkjunum undan
og sarga því áfram á nöglun-
um aðeins lengur!
í næstu viku spyrjum við:
„Er búið að skipu-
leggja sumarfríið á
þínu heimili?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlenclintjnr
viKi^nnar
Vestlendingur vikunnar er Mar-
grét Oddsdóttir, til heimilis á
dvalarheimilinu Silfurtúni í
Dalabyggð. Margrét varð 100
ára gömul þann 26.apríl sl. og
hlaut hún nafnbótina heiðurs-
borgari Dalabyggðar í tilefni
þessa merka áfanga.
Víðtæk leit að vélsleðamanni
Vélsleðamaður sem leitað var að
ffá því um 9 á laugardagsmorgni á
Langjökli fannst heill á húfi um
klukkan 18 um kvöldið sama dag
rétt vestan við Klakk. Um 160
björgunarsveitarmenn á um 10 snjó-
bílum, 50 vélsleðum, 20 björgunar-
sveitarbílum ásamt þyrlu ffá vama-
liðinu og flugvél Flugmálastjórnar
tóku þátt í leitinni við erfiðar að-
stæður veðurfarslega séð. Vom það
björgunarsveitarmenn á vélsleðum
sem fundu manninn sem var orðinn
kaldur og blautur en ekkert annað
amaði að honum. Vélsleði mannsins
hafi orðið bensínlaus en hann hafði
bmgðist rétt við með því að bíða við
sleðann þar til hann fannst. MM
Elísabet verður mennmgarfuUtrúi
Vesturlands
Menningarráð Vesturlands hefur
ráðið Elísabetu Haraldsdóttur í
starf menningarfulltrúa á Vestur-
landi. Elísabet er myndlistarmaður
og lauk námi af myndlistarbraut
Listaháskóla Islands árið 1971.
Hún er með mastersgráðu af
myndlistarbraut ffá Listaháskólan-
um í Vínarborg og hefur starfað að
list sinni samhliða öðram störfum
og tekið þátt í félagsstarfi lista-
manna m.a. verið formaður leirlist-
arfélagsins. Hún hefur verið í ráð-
gjafahópi Handverks og hönnunar
ffá upphafi verkefnisins. Elísabet
hefur starfað við kennslu frá árinu
1976 og nú síðast sem deildarstjóri
og skólastjóri í Andakílsskóla á
Hvanneyri. Einnig hefur hún verið
stundakennari og prófdómari við
Handíðaskóla íslands sem nú er
Listaháskóli Islands.
Elísabet er fædd árið 1949. Eig-
inmaður hennar er Gunnar Orn
Guðmundsson, dýralæknir og era
þau búsett á Hvanneyri. Elísabet
mun hefja störf í júlí. MM
Framkvæmdum við stækkun stúku
Akranesvallar frestað
Bæjarráð Akraness hefur frestað
hugmyndum um stækkun áhorf-
endastúku knattspyrnuvallarins á
Jaðarsbökkum á Akranesi. I nóv-
ember á síðasta ári heimilaði bæj-
arráðið stækkun stúkunnar þannig
að hún tæki 1000 áhorfendur í sæti
í stað 700 áhorfenda. Eins og fram
kom í Skessuhorni var fram-
kvæmdanefnd íþróttamannvirkja
falið að leita til hönnuða um út-
færslu á stúkunni og leggja síðan
fyrir bæjarráð hugmyndir ásamt
kostnaðaráætlun. Stækkunin var
fyrirhuguð til þess að mæta aukn-
um kröfum Knattspyrnusambands
Evrópu og var í upphafi talið að
kostnaður við stækkunina yrði um
15 milljónir króna.
Fyrir fundi bæjarráðs í síðustu
viku lá hins vegar fyrir verðhug-
mynd ffá SS verktökum í fram-
kvæmdina að fjárhæð rúmar 49
milljónir króna eða ríflega þrefalt
hærri upphæð en upphaflega var
rætt um. Að sögn Guðna Tryggva-
sonar, sem sæti á í framkvæmda-
nefnd íþróttamannvirkja, má rekja
þennan verðmun til þess að um-
fang verksins er mun meira en
upphaflegar hugmyndir gerðu ráð
fyrir.
HJ
Ráðhús Borgarbyggðar
vígt á laugardagfrui
Næstkomandi laugardag kl. 15
verður nýtt Ráðhús Borgarbyggðar
að Borgarbraut 14 vígt. Af því til-
efni býður Borgarbyggð íbúum að
koma og skoða húsið og þiggja veit-
ingar milh kl. 15 og 17. I tengslum
við opnun hússins munu böm Hall-
dórs E. Sigurðssonar afhenda sveit-
arfélaginu málverk til minningar um
föður sinn, en Halldór var fyrsti
sveitarstjórinn í Borgamesi og á síð-
asthðnu ári vora hðin 50 ár ffá því
að Halldór kom til starfa sem sveit-
arstjóri hjá Borgarneshreppi.
Einnig verður opnuð ljósmyndasýn-
ing sem spannar 50 ára tímabili í
ffamkvæmdasögu Borgarness, en
myndimar era allar teknar af Sig-
valda Arasyni verktaka.
Borgarbyggð festi kaup á fasteign-
inni að Borgarbraut 14 árið 2004.
Húsið var upphaflega byggt fyrir
Sparisjóð Mýrasýslu árið 1960 og
síðar var byggt við húsið árið 1980.
Frá því í árslok 2005 hafa staðið yfir
gagngerar breytingar á því til að það
nýtist sem best undir starfsemi bæj-
arskrifstofu, bæjarstjórnar og
nefnda. Páll Björgvinsson arkitekt
hjá Teiknistofu Vesturlands teiknaði
breytingarnar á húsinu. Byggingar-
stjóri var Guðmundur Eiríksson og
aðalverktaki var Sólfell ehf. Undir-
verktakar hjá Sólfelh vora; Híbýla-
máltm Garðars, Blikksmiðja Guð-
mundar Hallgrímssonar, Múrsmíði,
Sigmar H. Gunnarsson, Trésmiðjan
Stígandi, Gólflagnir og íslandslyft-
ur. Um raflagnir sá Gfitnir ehf, en
ásamt þeim sá Bragi Þór Sigurdórs-
son um hönnxm raflagna. Hönnun
hf. sá um hönnun loffæstikerfis.
MM
Skipuleggjendur siglingakeppni í
heimsókn í Grundarfirði
Skipuleggjendur siglingakeppn-
innar „Skippers D’Islande" vora á
ferð í Grandarfirði í síðustu viku.
Sem kunnugt er, er þar um að ræða
siglingu ffá Paimpol í Frakklandi til
Grundarfjarðar og aftur til baka.
Keppnin hefst þann 24. júní í sum-
ar. Að sögn Bjargar Agústsdóttur,
bæjarstjóra í Grandarfirði skoðuðu
ffakkarnir aðstæður og vora mjög
ánægðir enda hefur undirbúningur
gengið vel í Grandarfirði.
Nú þegar hafa 25 skútur verið
skráðar í keppnina. Með keppnis-
skútunum sigla tvær seglskútur af
gerðinni „golétte“ sem era nákvæm
eftirlíking af fiskiskútunum sem
veiddu við íslandsstrendur á 19. og
20. öld. Reiknað er með að áhafnir
skútanna telji um 200 manns en að
auki er reiknað með komu hóps
ferðamanna ffá Frakklandi til þess
að fylgjast með keppninni.
HJ
Hundar drápust
AKRANES: Sex hundar drápust
í heimahúsi á Akranesi sl. laugar-
dag, fimm fullvaxta hundar og
einn hvolpur. Lögregla fékk til-
kynningu tun klukkan 11 um
mikinn vamsleka í kjallara húss-
ins og stafáði lekinn ffá krana
sem að skrúfað var ffá og rarm
heitt vatn á golf í þvottahúsi. I
þvottahúsinu vora hundamir sex
sem allir vora dauðir þegar að
var komið. Tahð er að krani hafi
opnast við það að htmdabúr sem
hundamir vora í valt á hann.
Talsvert tjón varð á húsnæðinu
og kom slökkvilið Akraness á
staðinn og dældi út vatni.
-so
Missti tólið og
ók á staur
BORGARNES: Ungur öku-
maður ætlaði sé um of þegar
hann hugðist tala í súnann sinn
undir stýri í miðju hringtorginu
ofan við Borgarnes fyrir
skemmstu. Hann missti vald á
ökutækinu sem hafnaði á ljósa-
staur. Staurinn brotnaði og öku-
tækið stórskemmdist og var fjar-
lægt af kranabíl. Okumaðurinn
var í bílbelti og sakaði hann ekki.
Líklegt er talið að hann fjárfesti í
handffjálsum búnaði á næstunni.
-so
Umhverfisátak
á laugardag
BORGARNES: Bæjarráð Borg-
arbyggðar hefur samþykkt að
efna til umhverfisátaks í Borgar-
nesi nk. laugardag. Undanfarin
ár hefur sveitarfélagið staðið fyr-
ir slíkum átaksverkefiium með
góðum árangri. Markmiðið með
þessu verkefni er að stuðla að
fegurri ásýnd bæjarins, en glæsi-
legt bæjarstæði Borgamess nýtur
sín óneitanlega betur ef um-
hverfið er snyrtilegt. Ibúar era
hvattir af bæjarstjórn til að taka
til hendinni á laugardaginn og
hreinsa lóðir sínar og fjarlægja
þaðan allt rusl. Starfsmenn
Njarðtaks munu fara um bæinn
og taka rasl sem fehur til við
hreinsunina. -mm
Slys í göngunum
11VALI'JÖRÐ UR: Slys varð í
Hvalfjarðargöngunum á mið-
vikudagskvöld í hðinni viku þeg-
ar ung kona sofnaði undir stýri
og skah biffeið hennar utan í
gangnavegginn. Konan var flutt
til skoðunar á Sjúkrahús Akra-
ness en hún kenndi eymsla í
hálsi. Bíllinn var óökufær effir
slysið. Loka þurffi göngunum
meðan lögregla og björgunar-
menn uxmu á vettvangi. -so
Dómur fyrir
hnefahögg
AKRANES: Héraðsdómur
Vesturlands hefur dæmt karl-
maim á Akranesi í 45 daga skil-
orðsbxmdið fangelsi fýrir að hafa
aðfaramótt aðfangadags á síðasta
ári slegið marrn tvö hnefahögg í
andlitið með þeim afleiðingum
að spranga kom í kjálka þess er
sleginn var. Atvikið átti sér stað á
veitingastaðnum Café Mörk á
Akranesi. Aður en dómur var
kveðinn upp hafði ákærði greitt
þeim er harrn sló skaðabætur. Þá
var honum einnig gert að greiða
20.700 krónur í sakarkostnað.
-hj