Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Síða 6

Skessuhorn - 03.05.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 Kaup á húsnæði undir bókasafii í samræmi við niðurstöðu faglegs starfshóps Kaup Akraneskaupstaðar á hús- næði undir bókasaíh hafa vakið tals- verða athygli. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhoms er um að ræða 1.300 fermetra húsnæði í nýbyggingu við Dalbraut 1 og er seljandinn Smáragarður ehf. Kaup- verðið er rúmar 240 milljónir króna. Það sem mesta athygli hefur vakið við kaupin er sú staðreynd að ekki var gert ráð fyrir kaupum þessum í fjárhagsáætlun þrátt fyrir að aðeins sé smtt liðið á árið og að leggja þufti af starfsemi bókasafhsins í núverandi húsnæði.Einnig hafa hörð viðbrögð minnihluta bæjarstjómar vakið at- hygli. Þær þungu ásakanir eiga sér ekki margar hliðstæður. En hver er forsaga umræddra kaupa? Þann 7. október 2004 var til- laga bæjarráðs staðfest í bæjarstjórn þar sem meðal annars sagði: „Baijar- ráð samþykkir að tilnefna þriggja manna starfshóp sem skal leggja fyr- ir bæjarráð tillögur um ffamtíðar- stefnu í húsnæðismálum bókasafhs- ins og skjalasafhsins. Tillögunum skal fylgja kostnaðarmat, rýmisþörf og rökstuðningur á kostum og göll- um einstakra tillagna. Nefndin vinni að verkefninu í samvinnu við sviðs- stjóra menningar- og ffæðslusviðs og forstöðumenn viðkomandi stofn- ana og skili skýrslu sinni eigi síðar en í desembermánuði n.k.“ I starfshópinn vora skipuð Sigríð- ur Gróa Kristjánsdóttir, Jón Gurrn- laugsson og Olafur Ingi Guðmunds- son. Með hópnum störfuðu bæjar- bókavörður, héraðsskjalavörður og sviðsstjóri menningar- og fræðslu- sviðs. Hópurinn skilaði af sér skýrslu þann 24. janúar 2005. Sameiginleg niðurstaða hópsins var sú að æski- legast væri að flytja söfnin í nýtt hús- næði sem hentaði starfseminni best. Með því væri komist hjá því að starf- semin yrði skert um langan tíma „og öllu því álagi sem fylgir því að starfa við þær aðstæður sem endurbótum og viðbyggingum fylgja“ segir orð- rétt í tillögu hópsins. Núverandi húsnæði bókasafnsins, sem er 1.057 fermetrar að stærð, var byggt fyrir starfsemina árið 1965 og marga undrar að það skuH ekki hæfa starfseminni í dag. í skýrslu starfs- hópsins segir að um langt skeið hafi verið rætt um endurbætur á húsnæði bókasafhsins. Um það segir í skýrsl- unni: „Endurbótaáætlunin nær til raflagna, hitalagna, nýrra loftklæðn- inga, endurinnréttingar á fyrstu og annarri hæð, uppsetningar loffræsti- kerfiss og fleiri þátta. Einnig hefur orðið vart við leka og því komið að því að klæða húsið að utan. Oryggismálum í húsinu er verulega ábótavant.“ I skýrslunni segir einnig að núverandi staðsetn- ing sé góð en umferðar- þungi sé nokkur í göt- unni vegna nálægðar sjúkrahúss. Nokkrir kostir Starfshópurinn ræddi þann möguleika að byggja við safnið um 500 fermetra viðbygg- ingu og það fyrirkomu- lag hefði í för með sér ýmsa kosti. Helstu gall- ar við þá leið vora taldir þeir að röskun yrði á starfsemi safnsins á meðan á endurbótunum stæði. Þá var ræddur sá möguleild að byggja eða útvega nýtt húsnæði á einni hæð. Var þar rætt um 1.300 fermetra hús- næði. I skýrslunni segir orðrétt: „Fram hefhr komið að ennþá er laust húsnæði í fyrirhugaðri bygg- ingu á Skagaverstúninu. Einnig get- tn verið möguleiki að kanna vilja eigenda Skagavers til að selja versl- unarhúsnæðið. Þriðji möguleikinn er að byggja nýtt húsnæði eingöngu fyrir söfnin.“ Einnig ræddi hópurinn lauslega hugmyndir um að flytja safhið í annað húsnæði í bæjarfélag- inu og var þar meðal armar rætt um húsnæði Landsbankans. Starfshópurinn lét reikna kostnað við hvern kost fyrir sig. Endurbætur á núverandi húsnæði og klæðning utanhúss voru taldar kosta 78,2 milljónir króna. Kostnaður við end- urbætur núverandi húsnæðis og 500 fermetra viðbyggingu var áætlaðtn 185,2 milljónir króna. Þá segir í skýrslu hópsins: „Send var fyrir- spurn til þeirra aðila sem eru að undirbúa byggingu verslunarmið- stöðvar á Skagaverstúninu og kostn- aðartölur að hluta til byggðar á þeim forsendum. Einnig gæti staðið til boða að leigja viðkomandi húsnæði." Kom ffam að kostnaður við 1.300 fermetra yrði 234 milljónir króna og ffá því væri hægt að draga söluverð núverandi bókasafhs um 30 milljón- ir króna. Því yrði kostnaðurinn um 204 milljónir króna. Hópurinn reiknaði einnig að ný- bygging sem Akraneskaupstaður hannaði og byggði án samvinnu við aðra kostaði án búnaðar um 213.000 krónur á fermeter og því væri heild- arkosmaður slíkrar leiðar tæpar 247 milljónir króna eftir sölu á núver- andi húsnæði. Þá nefndi hópurinn að hægt væri að kanna hvort og á hvaða kjörum verslunin Skagaver væri til sölu með það í huga að flytja starfsemi safhanna þangað. Ódýrast að vera Miðað við útreikning starfshóps- ins var því langódýrasti kosturinn sá að endurbæta núverandi húsnæði en galli þeirrar leiðar væri eins og áður kom ffam röskun á starfsemi, álag á starfsfólk, vöntun á bílastæðum og húsrými ekki til ffamtíðar að mati hópsins. Næst ódýrastur væri sá möguleiki að byggja við núverandi safh en ókosturinn væri röskun á starfsem- inni og álag á starfsfólk. Nýtt hús- næði á eigin vegum eða í samstarfi við aðra væru lang dýrustu kostirnir að mati hópsins. Efrir að hafa vegið og metið umrædda kosti komst hóp- urinn samt sem áður að þeirri niður- stöðu að fara skyldi þá leið að flytja í nýtt húsnæði til að komast hjá rösk- un á starfsemi í langan tíma með til- heyrandi álagi. FaJlist á faglega niður- stöðu starfshópsins Guðmundur PáU Jónsson bæjar- stjóri segir kaupin á húsnæði fyrir bókasafhið nú algjörlega í samræmi við tillögur starfshópsins. „Með kaupunum er bæjarstjórn að fallast á þá faglegu niðurstöðu sem starfs- hópurinn komst að,“ segir hann og bætir við að í starfshópnum hafi set- ið Jón Gunnlaugsson bæjarfulltrúi minnihlutans og niðurstaða starfs- hópsins hafi ekki verið dregin í efa. Því sé upphlaup minnhlutans nú sér- kennilegt. Aðspurður hvort leitað hafi verið efrir hugsanlegum kaupum á Skaga- vershúsinu eins og starfshópurinn leggur til segir Guðmundur Páll svo ekki vera. Hann segir ástæðuna þá að vegna fyrri viðskipta bæjarins við eiganda Skagavers hafi ekki verið talið líklegt að viðræður skiluðu ásættanlegri niðurstöðu. Ekki hafi heldur verið leitað effir fleiri hug- myndum að nýju húsnæði heldur hefði hugmynd starfshópsins um kaup í Dalbraut 1 verið þróuð frekar og niðustaðan hefði orðið mjög hag- stæð fyrir Akraneskaupstað. Reitnum ætíað nýtt hlutverk Eins og fram kom í mati starfs- hópsins voru tveir kostir ódýrari en sá sem nú hefur orðið niðurstaða um að fara. Aðspurður hvers vegna þeir kostir hafi ekki verið skoðaðir nánar segir Guðmundur Páll þar hafi veg- ið þyngst sú mikla röskun sem við- gerðum og stækkun húsnæðis myndi fylgja á starfsemi safhsins og ekki síður þær hugmyndir sem nú eru í þróun tun nýja notkun bókasafns- reitsins. Eins og ffam hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur verið lögð ffam tillaga að deiliskipulagi fyrir þann reit. Þar er reiknað með byggingu íbúða fyrir aldraða og ým- issi þjónustu fyrir aldraða. ,JVIeð þeim hugmyndum er núverandi bókasafhi fundið verðugt og verð- mætt hlutverk. Því er niðurstaðan mjög ásættanleg að mínu mati,“ seg- ir Guðmundur Páll. Ekki var gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun ársins. Aðspurður hvort það sé ekki gagnrýnivert segir Guðmundur Páll svo megi vel vera. Ekkert mannanna verk sé yfir gagn- rýni hafið. Hann bendir hins vegar á að í rekstri sveitarfélags komi oft upp hugmyndir sem taka verði ákvarðanir um þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því í fjárhágsáætl- un. „Síðasta dæmið var bygging fjöl- nota íþróttahúss á Jaðarsbökkum sem nú er í byggingu. Bæjarstjóm ákvað að ráðast í þá byggingu þrátt fyrir að ekki væri gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun. Kjömir fulltrúar verða að bregðast við þeim hug- myndum sem upp koma á hverjum tíma. Það höfum við gert til þessa og því vísa ég gagnrýni minnihluta bæj- arstjómar til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Páll að lokum. HJ Útlitsteikning að væntanlegu verslunarhúsi við Dalbraut á Akranesi, en hluti hússins hefur nú verið keypt- ur undir bókasafn bæjarins. PISTILL GISLA Klofipymumót í Þýskalandi Enginn efast um að kirkju- þing eru þarfaþing og að prestastefna er eitthvað sem nauðsynlegt er að stefna að. Viskan flæðir út úr dyrum á slíkum samkomum og mörg spekin hefur þaðan komið í gegnum tíðina. Eftir klerkateiti í Keflavík fýrir fáum dögum gaf Biskup Islands út þá yfirlýsingu að Knattspyrnusambandi íslands bæri að gera vændiskonur í Þýskalandi atvinnulausar. Gott ef þessi yfirlýsing kom ekki einmitt á fyrsta maí, degi hinna vinnandi stétta. Astæða þess að íslensku knattspyrnusambandi er gert að blanda sér í málefiii þýskra vændiskvenna mun vera sú að fyrir dyrum stendur úrslita- keppni Heimsmeistaramóts- ins í fótbolta en hún er einmitt haldin í Þýskalandi að þessu sinni. Þar er búist við múg og margmenni og býst Vændiskonusamband Þýska- lands við að þeirra liðsmenn þurfi af þeim sökum að reyna verulega á sig, ekki síður en fótboltakapparnir. Gera menn því skóna að þarna verði hald- ið einhvers konar klofspyrnu- mót samhliða fyrrnefndri sparkhátíð. Vissulega á KSÍ aðild að Al- þjóða knattspyrnusambandinu sem heldur þessa keppni þótt ekki sé íslenskt landslið í úr- slitum. Gengi þess hefur held- ur ekki verið þannig að und- anförnu að vændikonur telji mikinn bissness í kringum það eftir því sem ég best veit. Ég vil taka það skýrt fram á þessum tímapunkti að mín skoðun er sú að ég tel vændi fremur ógeðfellda atvinnu- grein og ef ég kynni einhverja lausn til að útrýma því þjóðfé- lagsvandamáli myndi ég tafar- laust senda hana með hrað- pósti bæði til KSÍ og Biskups- stofu. Þó það komi málinu ekki beint við þá þykir mér þýskur matur líka ffekar ógeðfelldur og væri ég að fara til Þýska- lands á heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu þá myndi ég að sjálfsögðu beina því til Knattspyrnusambands íslands að það hlutaðist til um að Þjóðverjar bættu sig einnig á því sviði áður en að mótinu kemur. Hugsanlega ber Alþjóða knattspyrnusambandinu skylda til að sjá um að allir hagi sér skikkanlega í öllu Þýskalandi á meðan það gengst fyrir knattspyrnuleikj- um. Þess má geta að á meðan prestastefna stóð yfir í Kefla- vík voru ellefu ökumenn tekn- ir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi Keflavíkurlögreglunnar, sex ökumenn voru kærðir fyr- ir að nota ekki bílbelti og fjór- ir fyrir að tala í farsíma á akstri án þess að nota hand- frjálsan búnað. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka án ökuréttinda. Einn bflþjófn- aður var kærður til lögreglu á þessum tíma. Þetta þykir kannski ekki mikð og örugg- lega er ekki minna um glæpir annarsstaðar. Hinsvegar er þetta eitthvað sem ekki má og mér finnst það réttmæt krafa að biskup sjái til þess að þar sem prestastefna er haldin hverju sinni séu ekki drýgðir glæpir á meðan hún stendur yfir. Gísli Einarsson, knattspyrnuáhngamaður

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.