Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Qupperneq 22

Skessuhorn - 03.05.2006, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006 .gggsanaftBia Margrét er heiðursborgari og elsti íbúi Dalabyggðar Hér er Sigrtín Margrét, fimm mánaía aé heilsa upp á langalangömmu sína Margréti. Eins og fram kom í síðast tölu- blaði Skessuhorns átti Margrét Oddsdóttir frá Jörva í Haukadal aldarafmæli sl. miðvikudag. Að því tilefni var haldin veisla henni til heiðurs á laugardaginn var í Fé- lagsheimilinu Árbliki í Miðdölum og leit blaðamaður inn til að óska henni til hamingju með daginn. Það voru stöllur hennar úr Dala- byggð sem tóku það hlutverk að sér að sjá um framkvæmd og und- irbúning veislunnar og var ekki annað að sjá en þeim hafi tekist vel til. Um 150 manns voru mættir til að fagna þessum degi með Mar- gréti sem þótti afar vænt um að sjá allan þennan fjölda og þakkaði þeim innilega fyrir þann heiður sem henni var veittur. Þess má geta að hún var gerð að heiðurs- borgara Dalabyggðar sl. laugardag og er hún vel að þeim titli komin. Meðal gesta var Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðisráðherra en hún er gift Þorsteini Húnbogasyni, barnabarni Margrétar. Siv sagði að Margrét væri afar litrík kona sem sæist einna helst í fatavali hennar. Margrét hefur gaman af því að um- gangast fólk og er létt í lund og segir að fólk eigi að hafa gaman af lífinu og skemmta sér. Sjálf vill hún lifa hundrað ár í viðbót og að sögn Þorbjargar Guðbrandsdóttur, barnabarns hennar vill hún fá Kára Stefánsson til að uppfylla þessa ósk hennar. Margrét, sem er fædd að Hömr- um í Haukadal 26. apríl 1906, er elsti íbúi Dalabyggðar og á 63 af- komendur. Margrét og eiginmaður hennar, Þorsteinn Jónsson sem lést fyrir tíu árum áttu fjögur börn; Húnboga, Alfheiði og Mörtu Þor- steinsbörn en einnig áttu þau Bryn- hildi, sem lést árið 1958 aðeins 27 ára gömul. KÓÓ Keppt fram yfir miðnætti á öldungamóti BLI Um síðustu helgi stóð 31. öld- ungamót Blaksambands Islands yfir og að þessu sinni var það hald- ið á Snæfellsnesi. Um þúsund manns í 95 liðum kepptu í Grund- arfirði, Olafsvík og Hellissandi þar sem keppt var ffá snemma morg- uns og langt fram yfir miðnætti. Blaðamaður leit við í íþróttahúsið í Grundarfirði á laugardaginn en þá stóð yfir kvennaleikur Fylkis úr Reykjavík og liðsins Eikar frá Ak- ureyri og var stemningin ágæt. Mótsgestir fengu meðal annars ffítt í sund í Olafsvík og Grundar- firði til að slappa af í heitum potti milli leikja. Mótinu lauk á sunnu- dagskvöldinu með glæsilegu loka- hófi í félagsheimilinu Klifi í Olafs- vík þar sem hljómsveitin í svörtum fötum lék fyrir dansi. Sigurvegaramir aé lokinni verðlaunaafhendingu. Rótburstuðu Opna Borgarfjarðarmótið A fimmtudag í síðustu viku var lokakvöld í þriggja kvölda móti briddsfélaganna á sunnanverðu Vesturlandi, en mótið nefnist Opna Borgarfjarðarmótið. A því tóku þátt 22 pör úr Borgarfirði, Borgar- nesi og Akranesi. Fyrri tvö kvöldin var spilað í Logalandi en endað á Akranesi. Spilaður var barómeter, 4 spil milli para. Strax eftir fyrsta kvöldið fóru línur að skírast hvert stefhdi í baráttu efstu para. Borg- firðingamir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson stóðu efstir strax eftir fyrsta kvöldið og leiddu mótið til enda. Annað kvöldið leysti að vísu yngri bróðir Lárusar, Jón Smári, Sveinbjörn af og var ár- angur þeirra bræðra engu lakari. Eftir að síðasta spil hafði verið spil- að kom í ljós að þeir félagar höfðu halað inn 192 stig, meira en tvöfalt fleiri stig en þeir sem höfnuðu bæði í öðra og þriðja sæti náðu samtals. Sannarlega frábær árangur hjá Lárusi, Sveinbirni ogjóni Smára. I öðru sætd með 98 stig enduðu þeir Eyjólfur Ornólfsson og Þorsteinn Pétursson úr Borgarfirði og í þriðja sæti Alfreðar tveir af Akranesi, Kristjánsson og Viktorsson með 91 stig. Eftir að úrslit höfðu verið kynnt lýsti Guðmundur Ólafsson mótsstjóri því yfir að stefnt yrði að því að Opna Borgarfjarðarmótið verði haldið næst í haust. MM Kjördæmismót Vestur- lands í skólaskák Síðastliðinn föstudag fór kjör- dæmismót Vesturlands í skólaskák fram í Grunnskólanum í Borgar- nesi. Það voru Andakílsskóli, Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskólinn í Búðardal, Klepp- járnsreykjaskóli og Varmalands- skóli sem sendu keppendur á mót- ið. Keppendur voru 14 og keppt var í tveimur flokkum. í báðum flokkum var hörð barátta enda mikið í húfi því efsta sætið í báðum flokkum gaf þátttökurétt á Lands- mótinu í skólaskák sem verður væntanlega haldið á Laugarvatni dagana 8.-11. júní nk. Urslit mótsins voru eftirfarandi: Yngriflokkur, 1.-7. bekkur, 11 keppendur alls 1. AuSur Eiðsdóttir 5,5 vinningar úr 6 umferðum (gerði jafntefli við Gunnlaugu Birtu) 2. Hulda Rún Finnbogad., 5 vinn. 3. Gunnlaug Birta Þorgrímsdo'ttir, 4 vinningar. Eldriflokkur, 8.-10. bekkur, 4 keppendur alls 1. Jóhann Óli Eiðsson, 3 vinningar úr 3 umferðum 2. Tinna Kristín Finnbogad., 2 vinn. 3. Fjölnir Jónsson, 1 vinningur Glæsilegt íþróttahús vígt á Reykhólum Sr. Sjöfn Þór sóknarprestur vígði húsið ogfékk hún dygga aðstoð fi'á þessum krökkum. Ihúar Reykhóla geta verið stoltir af nýja húsinu. Á laugardaginn síðasta var vígt nýtt íþróttahús á Reykhólum við hátíðlega athöfn og voru um 100 gestir viðstaddir. Það var séra Sjöfh Þór sóknarprestur sem vígði húsið og blessaði en börnin í sveitinni voru henni til aðstoðar. Þetta er glæsilegt 425 fermetra hús sem byggt var við Reykhólaskóla með rúmlega 100 fermetra tengibygg- ingu. Arkitekt hússins er Jón Guð- mundsson. Kostnaður íþróttahúss- ins nam um 69 milljónum króna og er þá tekinn með kostnaður vegna kaupa á borðum, stólum og öðrum innanstokksmunum. Þó á eftir að ganga fr á plani og bílastæði við hús- ið. Sveitarstjóri Reykhóla, Einar Thorlacius er fullviss um að húsið muni ekki eingöngu nýtast yngri kynslóðinni til leiks og íþrótta, heldur er húsið tilvalið fyrir hvers kyns mannamót fyrir þá fullorðnu. Þá tók hann, fyrir hönd hússins, á móti fjöldanum öllum af gjöfum frá hreppsbúum en húsið fékk meðal annars glæsilegan farandbikar sem ungviðin í sveitinni mtmu keppa um. Húsinu bárust einnig að gjöf matar- og kaffistell ásamt hnífapör- um fyrir um þrjúhundruð manns, málverk, klukka og margt fleira sem prýða mun húsnæðið í framtíðinni. KÓÓ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.