Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Side 23

Skessuhorn - 03.05.2006, Side 23
§2ESSliHÖBE MIÐVTKUDAGUR 3. MAÍ 2006 23 Eins og sést á myndinni var sýningin sampil Ijóss, tóna og tals. Stórbrotin sýning Þjóðlaga- sveitar Tónlistarskólans Menn sem komnir eru á miðjan aldur grobba sig oft af því að fátt komi þeim lengur á óvart í lífinu. Hafi það átt við um einhvern þeirra er sóttu tónleika Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi í síð- ustu viku skal fullyrt að tónleikarn- ir hafi komið komið þeim sama gjörsamlega í opna skjöldu. Það átti í það minnsta við um þann er hér heldur á penna. Nú er það ekki svo að Þjóðlaga- sveitin eða þeir sem að henni standa komi á óvart hvað hæfileika varðar. Þeir eru á flestra vitorði eft- ir góða frammistöðu á liðnum árum. Samt tókst þeim að koma skemmtilega á óvart. Strax þegar áheyrendur gengu í salinn var ljóst að eitthvað mjög óvenjulegt á ferðinni því sviðs- myndin sem mætti áhorfendum var áhrifamikil. Tónlistin sem leikin var jók á áhrifin og reykurinn vakti dulúð. Ahrifamikil innganga sveit- arinnar sló síðan tón sem varði allt kvöldið. Verkinu sem sveitin flutti „Hús- ið-Milli tveggja heima“ er erfitt að finna stað í listaheiminum, svo ný- stárlegt er það. Var þetta hljóm- sveitarverk eða leikhúsverk? Var þetta söngleikur eða leikrit? Var þetta gamanleikur eða alvaran upp- máluð? Eitthvað af þessu öllu sam- an og margt fleira. Þarna var bland- að saman ljóðum og lögum, söng og spili og molar komu úr ýmsum áttum og úr varð afar sannfærandi verk sem ekki var séð annað en væri að öllu ein smíð. Um flutninginn er óþarfi að hafa mörg orð því stundum er best að hafa sem minnst. Það er vandmeð- farið hólið. Flutningurinn var afar sannfærandi enda fór það ekki á milli mála að stúlkurnar og stjóm- andi sveitarinnar Skúli Ragnar Skúlason skemmtu sér best allra í salnum þetta kvöld. Leikgleðin skein úr andlitum allra. Það hlýtur að vera draumur allra listamanna að uppskera jafn ríkulega og þetta kvöld. Það gerist ekki oft að lista- menn era klappaðir upp í miðju verki eins og þarna gerðist. Stjómendur og nemendur Tón- listarskólans á Akranesi geta verið afar stoltir af þessari sýningu og því er það ánægjuefni að sveitin muni í haust taka upp þráðinn og sýna verkið á landsbyggðinni og í Reykjavík. Ekki er að efa að sýning- in mun auka hróður skólans mjög. I þeim sveitarfélögum sem vilja vera fremst er tónlistarnám í boði fýrir alla þá sem vilja reyna sig við þann hluta listagyðjunnar. Fyrr en hægt er að bjóða tónlistarnám fýrir alla verður samfélag aldrei talið í ffemstu röð. HJ Hvert stejnir þetta? Þessa dagana fýlgist maður með fréttum af fundum bæjarráðs á Akranesi með stigvaxandi forundr- an og jaftivel skelfingu. Hvergi í neinni sveitarstjóm fara menn jafii ósvífiram hamförum með sameig- inlega sjóði bæjarbúa og á Akranesi. Bæjarsjóður er í gíslingu Samfylk- ingar og Framsóknar. Hann er mis- kunnalaust misnotaður nú kortéri fyrir kosningar til að reyna að kaupa atkvæði handa þessum flokk- um. Þessa dagana hefur hver bæjar- ráðsfundur í för með sér milljóna- tuga kostnað fyrir bæjarbúa. Jafnvel era dæmi um að teknar séu þoku- kenndar ákvarðanir um að eyða hvmdruðum milljóna utan fjárhags- áætlana. Þetta gerir bæjarstjórn sem á vonandi aðeins nokkrar vikur ólifaðar. Þetta hefur leitt til þess að ég hef verið að hugleiða að hvaða marki sveitarstjórn sé heimilt að misnota aðstöðu sína í aðdraganda kosninga með því að setja á sveitarsjóði fjár- hagsskuldbindingar sem vara allt kjörtímabilið þar á effir og gott bet- ur. Áttum okkur á því að núverandi bæjarstjórn á Akranesi fékk aðeins umboð frá kjósendum til að stjórna bænum okkar ffá maí 2002 til loka maí 2006. Samt leyfir bæjarstjórn- armeirihlutinn sér nú á lokadögum kjörtímabilsins að taka ákvarðanir um fleiri htmdruð milljóna króna ffamkvæmdir sem eiga að fara á fullt á næsta kjörtímabili. Gerðir eru samningar um að styrkja félaga- samtök um tugi milljóna króna sem greiðast eiga næstu árin. Samþykkt er „fjölskyldustefna" bæjarins fyrir 2006-2010, hún prentuð fyrir stór- fé á kostnað bæjarsjóðs og henni dreift í öll hús mánuði fyrir kosn- ingar. Sömuleiðis er nú ákveðið „ffamtíðarskipulag í öldrunarmál- um . Vinnubrögðin koma ekki á óvart þegar Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Honum er fátt heil- agt. Hins vegar er ég svolítið hissa á Samfylkingunni, sem hefur einmitt gagnrýnt svona atferli hjá ríkis- stjórninni. Til dæmis þegar Land- símapeningtmum var ráðstafað inn á fjárlög næstu ríkisstjórna fyrr í vetur. Þó þarf þetta ekki að koma á óvart. Maður hefur off séð Sam- fylkinguna bera kápuna á báðum öxlum inni á þingi, horft á hana mæta sjálffi sér í dyrunum ekki vit- andi hvort hún er að koma eða fara. Það er eins í bæjarstjóm Akraness. En kjósendur mega ekki láta blekkjast af þessu. Auðvitað mun ný bæjarstjórn sem vonandi tekur við- um næstu mánaðamót, taka ákvarð- anir í umboði kjósenda og marka sína eigin stefhu á kjörtímabilinu. Kjósendur eiga að refsa Samfylk- ingu og Framsókn fýrir að hafa gert bæjarsjóð að kosningasjóð. Magnús Þór Hafsteinsson, Höf. er alþingismaður og í öðru sæti Ftjálslyndra og óháðra á Akranesi. Andrea Sjóstangveiði - Partýferðir - Karókí Pöntunarsími 898-3300 sjostong@sjostong.is - sjostong.is Til sölu Dodge Pickup Til sölu Dodge Pickup með tvöföldu húsi, árg. 1978, ekinn 40.000 mílur. Sjálfskipting er biluð. Tilboð óskast. Bíllinn verður seldur hæstbjóðanda. Nánari upplýsingar veitir ión Friðrik Jónsson, umsjónarmaður eigna, í síma 898 2046. F.h. slökkviliðs Borgarfjarðardala, Pétur Jónsson slökkviliðsstjóri. ( \ Skógræktarfélag Heiðsynninga tilkynnir: Aðalfundur Skógræktarfélags Heiðsynninga verður haldinn föstudaginn 5. maí kl. 20.00 í félagsheimilinu Breiðabliki. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. i Jón Geir Péturssson skógfræðingur hjá f Skógræktarfélagi íslands mætir á fundinn og sýnir | myndir af skógum og skógrækt. Alllt áhugafólk I um skógrækt er hvatt til þess að mæta. Margrét Guðjónsdóttir frá Dalsmynni formaður. Til sölu Dodge Pickup með tvöföldu húsi, árg. 1978, ekinn 40.000 mílur. Sjálfskipting er biluð. Tilboð óskast. Bíllinn verður seldur hæstbjóðanda. Nánari upplýsingar veitir Jón Friðrik Jónsson, umsjónarmaður eigna, f síma 898 2046. F.h. slökkviliðs Borgarfjarðardala, Pétur Jónsson slökkviliðsstjóri.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.