Skessuhorn - 03.05.2006, Síða 25
gagSSUH©SSK!
MIÐVIKUDAGUR 3. MAI2006
25
Skipulagslög höfð að engu í Borgarnesi
Þann 14. nóvember 2005 aug-
lýsti Bæjarstjórn Borgarbyggðar
deiliskipulag íyrir lóðina Borgar-
braut 59 í Borgarnesi. A lóðinni
stæði til að reisa 6 hæða blokk svo
mikla umfangs að þrengja þyrfti
Kveldúlfsgötuna á kafla til að
koma húsinu fyrir. Um þetta hef
ég áður ritað í Skessuhorn þar sem
ég gagnrýndi harkalega þessi
áform bæjarstjórnar. Fljótlega
tóku sig saman nokkrir áhugasam-
ir íbúar í Borgarbyggð og funduðu
m.a. með bæjarstjórn til þess að
reyna að koma í veg fyrir þessi
mistök. Eigendur nærliggjandi
húsa réðu sér einnig lögfræðing til
að gæta réttar síns í málinu.
Blekkingar á íbúafundi
Á íbúafundi um skipulag nýja
miðbæjarins kynnti Richard Briem
arkitekt hugmyndir sínar að
deiliskipulagi nýja miðbæjarins.
Borgarbraut 59 er hluti af þessu
svæði og var gert ráð fyrir í annarri
af tillögum hans að þar skyldi þessi
6 hæða blokk rísa. Á fundinum var
spurt hvort blokkin hefði verið
pöntuð inn á þessa deiliskipulags-
tillögu. Bæjarstjóri var fljótur til
svara og neitaði því. Seinna á sama
fundi lýsti Richard Briem hönnuð-
ur tillögunnar því yfir að honum
þætti persónulega að húsið passaði
ekki á lóðina það væri of stórt og
félli illa að umhverfinu. Dæmi nú
hver fyrir sig um vinnubrögðin en
mér finnst augljóst að honum var
gert að teikna blokkina inn á
skipulagstillögu sína.
Tillagan keyrð í gegn
Skilað var undirskriftum 144
einstaklinga sem mótmæltu tillög-
unni, auk þess skrifuðu nokkrir að-
ilar sérstök mótmælabréf til bæjar-
stjórnar svo og lögfræðingur hús-
eigenda í nágrenni lóðarinnar.
Lögffæðingurinn benti ítrekað á
að ekki væri farið að skipulagslög-
um og vitnaði hann í dóm Ur-
skurðarnefndar skipulagsmála um
sambærilegt tilvik þar sem
deiliskipulagstillaga var felld á
grundvelli skipulagslaga. Um-
hverfis- og skipulagsnefnd Borgar-
byggðar fjallaði fyrst um mótmæl-
in og dró þá ályktun að falla skyldi
frá þessari tillögu og deiliskipu-
leggja í heild lóðirnar Borgarbraut
55, 57 og 59. Ekki virtust mótmæl-
in vekja athygli bæjarstjórnar-
manna, né heldur umfjöllun og álit
umhverfis- og skipulagsnefndar.
Deiliskipulagstillagan var samt
sem áður samþykkt án nokkura at-
hugasemda í bæjarstjórn.
Að axla ábyrgð
Haft er eftir bæjarstjóra Borgar-
byggðar í Skessuhorni þann 15.
mars 2006 að bæjarstjórn hafi axl-
að ábyrgð og samþykkt tillöguna.
Hvaða ábyrgð axlaði hún? Var það
gagnvart íbúum sveitarfélagsins og
nágrönnum við lóðina, eða var það
gagnvart fyrirtækinu Borgarlandi
ehf. sem hyggst byggja umrædda
blokk? Það hvílir mikil ábyrgð á
bæjarfulltrúum varðandi skipu-
lagsmál, ábyrgð gagnvart sam-
borgurum, umhverfinu og fram-
tíðinni. Gefum okkur tíma til að
skoða málin í sameiningu með til-
liti til framtíðar. Fjölmennir íbúa-
fundir sem haldnir hafa verið um
skipulagsmál undanfarið endur-
spegla áhuga almennings á þessum
málaflokki.
Rassskelltir
Skipulagsstofnun ríkisins hefur
nú ritað bæjarstjórn Borgarbyggð-
ar bréf þar sem stofnunin finnur
mikla galla á vinnubrögðum við af-
greiðslu þessa máls. Skipulags-
stofnun hvetur bæjarstjórn til að
fella deiliskipulagið úr gildi og
hefja ferlið að nýju, þar sem skipu-
lagt yrði stærra svæði en ein lóð,
enda standi auk þess til að
deiliskipuleggja miðbæjarkjarnann
í heild sinni. Einnig er bæjarstjórn
ávítt fyrir svör sín til mótmælenda
og slakt kynningarferli. En ekki
virðast bæjaryfirvöld átta sig á
þessum athugasemdum því bæjar-
stjórn fól bæjarstjóra og bæjar-
verkfræðingi að semja ný svarbréf
til mótmælenda. Það er eins og
bæjarfulltrúar geti ekki með
nokkru móti gert sér grein fyrir að
í landinu gilda lög um skipulags-
mál sem ætlast er til að farið sé eft-
ir. Ég undrast þá lítilsvirðingu sem
mótmælendum tillögunnar og
öðrum íbúum er sýnd af hálfu bæj-
arstjórnar.
Tækifæri til að bæta sig
Nú styttist í kosningar og er
augljóst að ekki verður byrjað að
byggja á Borgarbraut 59 fyrr en
eftir þær. Ég skora á fráfarandi
bæjarstjórn að sjá að sér og fara að
fyrirmælum Skipulagsstofnunar,
fella deiliskipulagið úr gildi og
gefa nýrri bæjarstjórn tækifæri til
að standa rétt að málum. Mikil-
vægt er að vinna heildstætt
deiliskipulag svæðisins í samvinnu
við bæjarbúa og í sátt við umhverf-
ið og umfram allt í anda skipulags-
laganna, en ekki einungis þjóna
hagsmunum eins fyrirtækis sem
liggur mikið á að græða á viðkom-
andi byggingarlóð.
Arinbjöm Hauksson,
Höfundur er áhugamaður um
skipulagsmál í Borgamesi
Skipulagfyrir fólk
Skipulagsmál eru að verða mál
málanna á sveitarstjórnarstiginu.
Ekki vegna þess hversu miklum
fjármunum er veitt til skipulags-
mála og ekki vegna þess að skipu-
lagsmál séu almennt merkilegri en
önnur málefni heldur vegna þess
að skipulagsmál verða mikilvæg
þegar sveitarfélög ganga í gegn um
vaxtartímabil. Ef stöðnun ríkir þarf
ekki að skipuleggja neitt og allir
geta glatt sig við að morgundagur-
inn verður alveg eins og dagurinn í
dag og gærdagurinn. Það er að
mörgu leyti þægilegt. En það er
erfitt að viðhalda stöðnun - því við
eldumst og jörðin snýst og fyrr en
varir breytist stöðnunin í afturför
og þá hættir lífið að vera þægilegt.
Þess vegna reyna flest samfélög að
viðhalda vexti.
Síðustu ár hafa verið vaxtartíma-
bil í Borgarfirði og vaxtartímabil
reyna á skipulagsmál. Sveitar-
stjórnir bera ábyrgð á að gert sé
svæðis,- aðal- og deiliskipulag fyr-
ir allt land - bæði þéttbýli og dreif-
býli. Því miður hefur þessi vinna
víða dregist úr hófi fram, sérstak-
lega í dreifbýlinu, með marghátt-
uðum afleiðingum. Skipulagsvinn-
an felur í sér mikilvægt samráðs-
ferli með íbúum þar sem allir hafa
kost á að koma fram með athuga-
semdir sem nauðsynlegt og skylt er
að taka tillit til. Við gerð, eða end-
urskoðun skipulags, er farið yfir
staðsetningar á gámasvæðum,
vegstæði eru skilgreind, það er
ákveðið hvar skólar og leikskólar
eiga að vera og hvernig hús megi
byggja á hverjum reit, svo nokkuð
sé nefht.
En af hverju er skipulag svona
mikilvægt? Jú, við tökum ákvörðun
um búsetu út frá ákveðnum for-
sendum og hluti af þessum for-
sendum liggur í væntingum okkar
um hvernig hverfið okkar - eða
sveitin - kemur til með að þróast.
Skipulag inniheldur veigamiklar
upplýsingar um nákvæmlega þetta.
Það er sama hvaða skoðun við
höfum á íbúafjölgun í Borgarfirði -
vöxturinn mun halda áfram næstu
árin - því fáum við ekki ráðið. Við
getum hins vegar ráðið því hvern-
ig við bregðumst við. Við sjálf-
stæðismenn höfum skýra sýn á
hvernig samfélag við viljum í fram-
tíðinni og þessari sýn verður að
miðla í gegnum viðeigandi skipu-
lag. Þetta verður aðeins gert með
fullri þátttöku íbúa og það kann að
taka tíma en aðeins þannig verður
sátt um skipulagsmál hvort sem er
í dreifbýli eða þéttbýli.
Torft Jóhannesson,
Skipar annað sætið á lista Sjálf-
stœðismanna í Borgarfirði.
KB banki og Björgunarfélag
Akraness í samstarf
Björgunarfélag Akraness og KB
banki á Akranesi hafa gert með sér
5 ára samstarfssamning sem felur
m.a. í sér beinan fjárstuðning bank-
ans til Björgunarfélagsins næstu 5
árin. Bankinn tekur einnig að sér að
fjármagna húsbyggingu þá sem fé-
lagið er að ráðast í á mjög góðum
kjörum sem mun, að sögn Ásgeirs
Arnar Kristinssonar, formanns BA
létta félaginu róðurinn við fram-
kvæmdina. I staðin fær KB banki
m.a. pláss til auglýsinga á heima-
síðu Björgunarfélagsins, á tækjum, í
blaði og annarsstaðar þar sem
Björgunarfélagið er að setja ffam
kynningarefni.
MM
EFNALAUGIN
SKAGABRAUT17
300 AKRANES
SÍMI 431 2503
Opið 8 til 18 og
laugardaga 10 til 14
• Þvottaþjónusta
• Dúkaleiga
• Hreinsum fötin þín samdœgurs
Heimilisþvottur
Hótelþvottur
Ræstiþjónusta í
fyrirtækjum og heimahúsum
• Stakar ræstingar • Gólfbónun og undirvinna
• Daglegar ræsfingar * Gerum föst verðtilboð
Frítt í strætó
á Akranesi
1. sæti 2. sœti
Nýr tónlistarskóli
í forgang hjd Framsókn
Guömundur Páll
Jónsson, bæjarstjóri
Magnús Guðmundsson
framkvæmdastjóri
3. sœti 4. sæti
Framsóknarflokkurinn á Akranesi
Guðni Tryggvason,
verstunarmaður
Dagný Jónsdóttir,
viðskipta f ræðingur