Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2006, Side 32

Skessuhorn - 03.05.2006, Side 32
Utflutningsskylda lambakjöts minnkuð í 8% Sturla vill helja Sundabraut að norðanverðu Markaðsráð kindakjöts hefur gert tillögu til landbúnaðarráð- herra um að svokölluð útflutnings- skylda lambakjöts á þessu ári verði 4-10%, en það þýðir að 7-8% af allri framleiðslu verða flutt úr landi. Þá er gert ráð fyrir að út- flutningsskylda verði 4% af sumar- slátruðu og 10% af haustslátrun. Ekki eru nema tvö ár síðan út- flutningsskyldan var 36% og er því ljóst að sauðfjárbændur eiga að fara að geta átt von á einhverri kjarabót eftir langvarandi erfið- leika hvað afkomu snertir. Fyrir kjöt sem lagt hefur verið inn til útflutnings hefur undanfar- in ár fengist um helmingi lægra verð til bænda en fyrir það kjöt sem fer á innanlandsmarkað. Fyrir tveimur árum síðan voru þannig um 2.400 tonn flutt út, en nú eru horfur á að ekki verði flutt út nema 700 tonn. I viðtali við Morgun- blaðið fyrir helgi sagði Ozur Lár- usson, framkvæmdastjóri Lands- sambands sauðfjárbænda að nú séu bændur í þeirri stöðu að þurfa að velja hvaða erlendu mörkuðum þeir eigi að sinna. Menn muni að sjálfsögðu eingöngu selja á þá markaði sem borgi hæsta verðið. Breytt gengi krónunnar geri það hins vegar að verkum að útflutn- ingur á lambakjöti sé hagstæðari nú en hann var í fyrra. I viðtalinu segir Özur m.a.: „Sú staða gæti hæglega komið upp í sumar að bændur stæðu frammi fyrir því vandamáli að eiga ekki nægilegt lambakjöt inn á markað- inn.“ A síðustu 12 mánuðum hafa selst rúmlega 7.500 tonn af lamba- kjöti, en þetta er 18% meiri sala en var á árinu 2003. Það ár var reynd- ar versta ár sem sauðfjárbændur hafa upplifað. I fyrrasumar var allt lambakjöt í landinu að klárast þegar sláturtíð hófst. Söluaukningin sem varð í fyrra hefur haldið áfram á þessu ári. Özur segir að kjötbirgðir séu 8-10% minni núna en á sama tíma í fyrra. Það geti því orðið vanda- mál fyrir bændur að útvega nægi- lega mikið kjöt inn á markaðinn ef góð sala verði á lambakjöti í sum- ar. Hann segir að um 300 tonn af lambakjöti sem átti að flytja úr landi séu enn í landinu og þetta kjöt verði ekki flutt út nema í ljós komi að nægt framboð verði á kjöti á innanlandsmarkaði. Þá segir Ozur: „Dregið hefur verið úr markaðssetningu á lamba- kjöti innanlands síðustu mánuði beinlínis vegna þess að birgðastað- an er lág.“ MM Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra telur óhjákvæmilegt að kanna hvort hægt sé að hefjast handa við Sundabraut að norðan- verðu. Með því segir hann hægt að taka verkið úr gíslingu meirihlutans í Reykjavík. Þetta kom ffam á Al- þingi í síðustu viku í svari ráðherra við fyrirspurn Birgis Armannssonar um umferðaröryggi á Kjalarnesi. Sturla sagði samgönguyfirvöld hafa verið misserum saman dregin á svari um hvar Sundabrautin eigi að liggja yfir Kleppsvíkina og þar sé hver afsökunin nefhd af annarri. Sakaði hann Dag B. Eggertsson formann skipulagsráðs að fara með rangt mál til að fela eigið aðgerðar- leysi. Orðrétt sagði ráðherra: „Þar sem Reykjavíkurborg hefur dregið þessa ákvörðun út í hið óendan- lega, þannig að ekki er unnt að hefja verkhönnun, sem er undan- fari útboðs, tel ég óhjákvæmilegt að láta kanna það af fullri alvöru hvort ekki sé rétt að hefja ffamkvæmdir við Sundabraut að norðanverðu. Með því væri verkið tekið úr þeirri gíslingu sem meirihlutinn í Reyka- vík heldur því í.“ Sturla vill kanna hvort hægt verði að hefjast handa við breikkun vegarins á Kjalarnesi, milli syðri gangamunna Hvalfjarð- arganga að þeim stað sem fyrirhug- Sturla Böðvarsson að er að Sundabraut þveri Kolla- fjörð. „Verði þetta niðurstaðan mun þessi hluti framkvæmdarinnar koma inn í endurskoðaða sam- gönguáætlun fyrir árin 2007-2010 og ég tel ekkert eiga að vera því til fyrirstöðu að ffamkvæmdirnar eigi sér stað á fyrri hluta þess áætlunar- tímabils“. Eins og fram kom í frétt- um Skessuhoms á sínum tíma lagði stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi það til í nóvember að kann- aður yrði sá möguleiki að hefja framkvæmdir við þveram Kolla- fjarðar og lagningu brautarinnar um Alfsnes og Geldinganes að Gufunesi. HJ VIÐSKIPTAFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI TÆKNIFRÆÐI VERKFRÆÐI IÐNFRÆÐI LÖGFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI IÞRÓTTAFRÆÐI KENNSLUFRÆÐI LÝÐHEILSUFRÆÐI FRUMGREINASVIÐ Háskólinn í Reykjavík býdur metnaðarfullt oq spennandi nám med áherslu á haqnýt verkefni oq sterk tenqsl vid atvinnulífid. Hrinqdu oq fádu sent upplýsinqaefni eda bókaðu tfma hjá námsráðqjafa í síma 599 6200. Kíktu á www.ru.is HÁSKÓLiNN i REYKIAVÍK

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.