Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Side 5

Skessuhorn - 10.05.2006, Side 5
SSESálí'HÖEH MIÐVIKUDAGUR 10. MAI2006 5 Foreldrafélag Brekku- bæjarskóla sendir framboðum áskorun Foreldraráð og Foreldrafélag Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur sent framboðum við bæjarstjórn- arkosningarnar í vor áskorun vegna ástands lóðar skólans og gangbrauta. I áskoruninni segir að verulega viðbótarijárveitingu þurfi í ár vegna framkvæmda við lóð skólans og 15 milljóna króna fjár- veiting sem bæjarstjórn hefur ákveðið til framkvæmda sé alltof lág. „Þeir sem vinna að skipulagn- ingu lóðarinnar lýsa henni sem illa hirtri iðnaðarlóð," segir orðrétt í áskoruninni. Foreldrarnir telja mikið mis- ræmi í fjárveitingum á milli grunnskóla sveitarfélagsins og segja að 50 milljónir króna séu ætlaðar framkvæmdir við lóð Grundaskóla næstu þrjú árin „sem teljast verður fullkláruð lóð miðað við lóð Brekkubæjarskóla," segir í áskoruninni. Þá segir að jöfnuður sé nauðsynlegur milli skólanna og framkvæmdir við Brekkubæjar- skóla hafi dregist alltof lengi. „Þar að auki er viðhaldi skólahúsnæðis- ins ábótavant, þannig að það ligg- ur undir skemmdum, einkum að utan“. Þá er einnig vakin athygli á því að gangbrautarljós og merkingar gangbrauta vanti við Merkigerði og víðar og er í því sambandi vísað í skýrslu Landsbjargar, sem gerði úttekt á þeim málum á sínum tíma. Einnig vilja foreldrarnir lækka há- markshraða á götum við skólann í 30 km/klst. HJ Fjárheimtur í Kolbeinsstaðahreppi I Kolbeinsstaðahreppi er enn fé að heimtast af fjalli, en þann 2. maí sl. náðu Skúli Skúlason og Ragnar Hallsson frá Hallkellstaða- hlíð tveimur tvílembum og tveim- ur lömbum í Svínafelli við Heydal. Onnur tvflemban og lömbin voru frá þeim Sesselju Oddsdóttir og Lárusi Gestssyni í Haukatungu 1 í Kolbeinsstaðhreppi en þegar blaðamaður hitti þau var sauð- burður að byrja hjá þeim. Þau sögðu að féð sem hefði verið að heimtast væri í ágætu standi og ullin byrjuð að losna, en ærin var með tvær gimbrar frá £ fyrra og var borin tveimur lömbun þegar þær náðust. Einnig heimtist 6. maí einn lambhrútur í hratminu við Landbrot í Kolbeinsstaðahreppi en bændur sem blaðamaður ræddi við segjast ekki muna eftir því að svona margt fé hafi verið að heimtast þegar komið er þetta langt fram á vorið. ÞSK Framsóknarflokkurinn í sameinuðu sveitarféiagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvitársíðuhrepps Kosningaskrifstofan verður opin: Mánudaga til föstudaga, kl. 16:00 - 22:00. Laugardaga og sunnudaga, kl. 13:00- 19:00. Síminn á skrifstofunni er 437-1633 Kosningastjóri er Valdimar Sigurjónsson Sími 820-5205, netfang: valdimars@bifrost.is Allir velkomnir Byggjum betra samfélag Auglýsing um deiliskipulag við Búðarbraut í Búðardal Sveitastjóm Dalabyggðar auglýsir hér með tillögur að deiliskipulagi við Búðarbraut 1 í Búðardal Dalabyggð, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1993. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni þá tekur hún til lóðar Leifssaíhs sem stendur við Búðarbraut 1, hafnarsvæðis og athafhasvæðis við smábátahöfnina í Búðardal. Stækkun verður á lóð safnahússins og gengið frá með fláum upp að götunni. Til þess að stækka lóðina þarf að flytja Búðarbraut til um hálfa breidd sína. Lóð safnahússins er hugsuð sem útisafnssvæði þar sem koma má fyrir úti-sýningu auk dvalarsvæðis fýrir gesti. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum þar af 2 fýrir fatlaða og 3 rútustæðum norðan við húsið. Athafhasvæðið við höfiiina verður frágengið þannig að auðvelt sé að athafna sig við sjósetningu og aðkomu við flotbryggju. Skipulagsuppdráttur ásamt greinagerð er til sýnis á skrifstofu byggingarfulltrúa Miðbraut 11 Búðardal frá 10.05.2006 til og með 07.06.2006 Þeir sem telja sig eiga I hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. I Athugasemdum skal skila til byggingarfulltrúa fýrir 21.06.2006 og skulu I þær vera skriflegar. Berist ekki athugasemdir innan tilskilins ffests 5 teljast tillögumar samþykktar. Skipulags og byggingarfulltrúi Bogi Kristinsson Magnusen

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.