Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Side 12

Skessuhorn - 10.05.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2006 Hestvagnar í Stykkishólm Vafalaust á það eftir ai sjást í Stykkishólmi á næstu árum ai brúihjón velji þennan farkost á stóra daginn. mikið notaður af brúðhjónum. Hann er allur minni og fínlegri í sniðum með rauðbólstruðum sæt- um og tekur 4 farþega. Aðspurður um hvort hann hefði ekki leitað eftír samstarfi við önn- ur fyrirtæki í ferðaþjónustu, svar- aði Sæþór: „Eg kynnti þessa hug- mynd fyrir tveimur aðilum en það gekk ekki upp enda þarf maður að vera hæfdega geggjaður til að fara út í svona.“ En eitthvað hlýtur þetta nú að kosta? ,Já það er nú mínusinn í þessu því kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ I vagni frá vöggu til grafar Sæþór vert á Narfeyrarstofu er hvergi banginn og kvíðir ekki verkefnaskorti, sumarið fari vel af stað og ferðamannatíminn sé stöðugt að lengjast. Hann segir fjölmarga möguleika í rekstri vagnanna og sér fyrir sér að báðir vagnarnir verði brúkaðir innan- bæjar til styttri ferða, fargjaldi verði styllt í hóf og ferðirnar sniðnar að óskum farþeganna. Ein- hverjar ferðir verði líka farnar með leiðsögn. Sæþór bendir á að um árabil hafi ekki verið til líkbíll í Hólminum og sér hann fyrir sér að stærri vagninn geti sinnt því hlutverki sómasam- lega ef svo ber undir. Minni vagn- inn verði áfram leigður út til brúð- hjóna sem vonandi sækist eftir því í auknum mæli að staðfesta samvist sína í Stykkishólmi. Stærri hestvagninn renndi í hlað síðastliðið mánudagskvöld og þess er því skammt að bíða að hest- vagnar hjónanna á Narfeyrarstofu verði teknir í gagnið. Stefnt er að því að stóri vagninn getí ekið nýrri bæjarstjórn í Ráðhúsið eftír kosn- ingarnar 27. maí. I öllu falli verða vagnarnir tilbúinir til notkunar fyrir sjómannadaginn 10. júní. JTA Undanfarin ár hefur atvinnulíf í Stykkishólmi byggst æ meira á túrisma og er hverskyns ferðaþjón- usta orðinn snar þáttur í bæjarlíf- inu. Nýjasta skrautfjöðurin í hatt bæjarbúa er framtak þeirra hjóna Sæþórs Þorbergssonar og Stein- unnar Helgadóttur sem reka veit- ingahúsið Narfeyrarstofu því nú á dögunum festu þau kaup á tveimur hestvögnum með öllum tilheyr- andi búnaði. Fréttaritari Skessuhorns hitti Sæþór að máli og spurði hann hver aðdragandinn að þessari viðskipta- hugmynd hafi verið? „Eg sá þetta auglýst um daginn og þetta small einhvernveginn í hausinn á mér. Eg er aldrei lengi að hugsa svo ég skellti mér bara á þetta.“ Vagnhjólin snúast hratt í Hólm- inum og Sæþór var ekkert að tvínóna við þetta heldur keyptí hestvagn um leið. Ekki einn held- ur tvo. „Fyrri eigandi átti þrjá vagna,“ sagði Sæþór og bætti við að einn vagnanna mundi þjóna borgarbúum á Arbæjarsafninu, hinir tveir kæmu í Hólminn. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því hver á að draga vagninn því með í kaupunum fylgir þrautreyndur dráttarklár á 16. vetri auk þess sem Sæþór mun leita á náðir gamallar rauðskjóttrar hryssu, í eigu fjöl- skyldunnar, sem væntanlega mun ganga í endurnýjun lífdaga sem þarfastí þjónninn. Tveir hestar verða spenntir fyrir annan vagninn sem tekur 10 far- þega. Hinn vagninn er dreginn af einum hesti og hefur m.a. verið Dalabyggð tilneíiiir þrjá heiðursborgara Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti samhljóða á dögunum að gera þrjá íbúa sveitarfélagsins að heiðursborgurum. Eins og áður hefur komið fram í frétt Skessu- horns var Margrét Oddsdóttir gerð að heiðursborgara á 100 ára afmæli sínu á dögunum. Tilnefn- ingin er til komin vegna langs og farsæls ævistarfs í Dalasýslu þar sem hún hefur verið öðrum fyrir- mynd í jákvæðni og nægjusemi. Var henni afhent skjal vegna til- nefningarinnar í afmælisfagnaði hennar. Þá samþykkti sveitarstjórn að gera Friðjón Þórðarson og Hjört Einarsson að heiðursborgur- um vegna óeigingjarns starfs þeirra og eljusemi í þágu samfélagsins. Þeim verða afhent skjöl útnefning- unni til staðfestíngar síðar. HJ Könnun SHA um fylgi flokkanna Miklar breytingar verða í bæjar- stjóm Akraness við kosningamar í vor ef marka má skoðanakönnun sem ffam fór á fylgi flokkanna með- al starfsfólks Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi á dögunum. Könnun sem þessi hef- ur farið ffam við fjölmargar undan- gengnar kosningar, bæði til sveitar- stjórnar og Alþingis. A heimasíðu stofhtmarinnar segir að spakir menn fullyrði að niðurstaða könnunarinn- ar á SHA fari iðulega nærri niður- stöðu sjálfra kosningannna. Hjá stofhuninni vinna í dag um 240 manns. Sett var upp sérstök kjör- deild sem opin var í eina viku og að- eins fengu þeir að taka þátt sem kosningarétt eiga við bæjarstjórnar- kosningamar í vor. I könnuninni tóku þátt 134 starfsmenn og varð niðurstaðan effirfarandi: B-listí Framsóknarflokks fékk 14,9% og einn mann kjörinn. Tap- ar því einum. D-listí Sjálfstæðisflokks fékk 36,6% og fjóra menn kjörna eins og hann hefur nú. F-hsti Frjálslynda flokksins fékk 8,2% og einn mann kjörinn. Hef- ur engan nú. S-listi Samfylkingar fékk 14,1% og einn mann kjörinn. Tapar tveimur. V-listi Vinstri hreyfingar fékk 20,9% og tvo menn kjörna. Hefur engan nú. Auðir seðlar og ógildir vom 5,2%. Samkvæmt þessari könnun er núverandi meirihluti Framsókar- flokks og Samfylkingar kolfallinn, fengi aðeins 2 fulltrúa en hefur 5 í dag. HJ Sæþór og Steinunn nýbúin ai fá stætri vagninn heim á hlai sl. mánudagskvöld. Auknar fjárveitingar til öldrunarþjónustu á Akranesi Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, til- kynnti á fundi í Bíóhöllinni á Akranesi að hún hefði fallist á beiðni Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi um breyta 5 dvalarrým- um í hjúkrunarrými. Jafnframt til- kynnti hún að tekin hefði verið ákvörðun um að efla heimahjúkr- un heilsugæslunnar á Akranesi. Með breytingu dvalarrýma í hjúkmnarrými segir Siv í samtali við Skessuhorn að verið sé að koma til móts við sívaxandi þörf og óskir stjórnar Höfða. Kostnaður við hjúkrunarrými er talsvert meiri en við dvalarrými eða 14 þúsund krónur á dag í stað 6 þúsund krón- ur á dag. Er því reiknað með að kostnaður vegna þessarar ákvörð- unar verði um 15 rnilljónir króna. Til þess að efla heimahjúkrun hefur ráðherra ákveðið að verja sex milljónum króna til þeirrar starf- semi heilsugæslunnar. Ráðherra segir að með þessum auknu fjár- munum telji stjórnendur stofnun- arinnar að hægt verði að tvöfalda heimahjúkrunina. Fram tíl þessa hefur verið veitt heimahjúkrun og þjónusta að degi til virka daga en ekki um helgar en hér eftir verður heimahjúkrun í boði fram til kvölds alla daga vikunnar. Siv segir að með þessum aðgerð- um sé hægt að gera fólki kleyft að búa lengur í heimahúsum sem séu sjálfsögð mannréttindi. Jafnframt dragi þessi breyting úr eftírspurn eftir dýrari kostum eins og vistun á stofnunum. Eins og áður sagði tílkynnti ráð- herra um þessar auknu fjárveiting- ar á fundi í Bíóhöllinni. Fundurinn var haldinn af frambjóðendum Framsóknarflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Siv segir framsóknarmenn á Akranesi sem og á öðrum stöðum á landinu leggja þunga áherslu á málefni aldraðra og þessi ákvörðun sé liður í þeirri stefnu. HJ Segja afkomu og rekstur Stykkishóbnsbæjar við þohnörk Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæj- arstjórn Stykkishólms telja að rekst- ur og aflkoma sveitarfélagsins sé við þolmörk. Þetta kom fram á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku þegar ársreikningar sveitarfélagsins fyrir síðasta ár voru til seinni umræðu í bæjarstjóm. Bæjarfulltrúarnir, þau Hilmar Hallvarðsson, Sigurborg Sturlu- dóttir og Helga Guðmundsdóttir, lögðu á fúndinum ffam svohljóðandi bókun: „Við yfirlestur ársreiknings Stykkishólmsbæjar og undirfyrir- tækja kemur í ljós að reksturinn og afkoman er við þolmörk. Þar sem búið er að skuldbinda bæjarsjóð ffam í tímann verður að gæta að- halds í rekstri og skoða alla rekstrar- þættí vel með betri afkomu í huga án þess að skerða þá þjónusta sem nú þegar er veitt.“ Eins og fram kom í ffétt Skessu- horns fyrir skömmu var rekstur Stykkishólmsbæjar neikvæður um 53,5 milljónir króna sem var talsvert verri niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun en þar var reiknað með að reksturinn yrði nei- kvæður um 13,2 milljónir króna. HJ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.