Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Síða 22

Skessuhorn - 10.05.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 2006 jKtsavnuú'i Ætlum okkur stærri hluti en í fyrra Fyrsta til þriðja sæti - segir þjálfarinn - þrátt fyrir ungt lið Olafur Þórðarson þjálfari ÍA „Það hafa orðið miklar breyt- ingar á liðinu frá síðasta sumri og við höfum misst sterkasta mið- varðapar landsins til margra ára, þá Gunnlaug Jónsson og Reyni Leósson og það er skarð fyrir skildi, það er alveg Ijóst. Hins vegar höfum við fengið til baka nokkra gamla Skagamenn úr at- vinnumennsku og það er frábær styrkur fyrir liðið, það hefur mikið að segja“, sagði Ólafur um liðið sem hann stýrir nú í sumar. Ólafur telur að liðið hafi komið á óvart síðasta sumar og enginn hafi átt von á því að það myndi lenda í 2.-3. sæti eftir að hafa misst sjö leikmenn frá því árinu áður. Árangurinn hafi verið gríðar- lega góður miðað við það sem á undan var gengið. Ólafur er bjart- sýnn á komandi leiktíð og ætlar liðinu að gera betur í sumar og spáir því 1 .-2. sæti. „Við höldum áfram að byggja ofan á árangur síðasta sumars og með því að fá þessa leikmenn til baka; Þórð Guðjónsson, Bjarna Guðjónsson, Arnar Gunnlaugsson auk Árna Thors, ætlum við okkur stærri hluti en við upplifðum í fyrra.“ Ólafi finnst nýtt stuðnings- mannafélag orðið löngu tímabært og fagnar þvf tilkomu þess. „Fleiri þurfa að ganga í klúbbinn og verða tólfti maðurinn á vellinum, það hjálpar liðinu alveg gríðarlega og vonandi láta sem flestir í sér heyra. Maður fer á fótboltavöll til að láta í sér heyra og hafa gaman af því.“ Það er Ijóst að ÍA liðið kemur vel undan vetri og allir leikmenn eru nokkuð heilir. Liðinu gekk ágætlega í Deildarbikarnum og þar sáust taktar sem ekki hafa sést hjá liðinu í mörg ár. Það er því ástæða til að taka undir með þjálfaranum og fleirum um að gengi Skagaliðsins verður gott í sumar. Þá er bara að fara á völlinn og hvetja þá gulu! SO Leikir Meistaflokks IA í Landsbankadeildinni: Sunnudagur 14/5 16:00 Grindavík - ÍA Grindavíkurvöllur Laugardagur 20/5 16:00 ÍA - KR Akranesvöllur Fimmtudagur 25/5 20:00 FH - ÍA Kaplakrikavöllur Mánudagur 29/5 19:15 Valur-ÍA Laugadalsvöllur Mánudagur 05/6 19:15 ÍA - Fylkir Akranesvöllur Fimmtudagur 08/6 19:15 Keflavík - ÍA Keflavíkurvöllur Fimmtudagur 15/6 19:15 ÍA - Breiðablik Akranesvöllur Fimmtudagur 22/6 19:15 ÍBV - ÍA Hásteinsvöllur Miðvikudagur 28/6 19:15 ÍA - Víkingur R. Akranesvöllur Föstudagur 07/7 19:15 ÍA - Grindavík Akranesvöllur Mánudagur 17/7 19:15 KR-ÍA KR - völlur Mánudagur 31/7 19:15 ÍA - FH Akranesvöllur Fimmtudagur 10/8 19:15 (A - Valur Akranesvöllur Sunnudagur 20/8 18:00 Fylkir - ÍA Fylkisvöllur Mánudagur 28/8 18:00 ÍA - Keflavík Akranesvöllur Sunnudagur 10/9 14:00 Breiðablik - ÍA Kópavogsvöllur Sunnudagur 17/9 14:00 ÍA - ÍBV Akranesvöllur Laugardagur 23/9 14:00 Víkingur R. - ÍA Víkingsvöllur Samkaup minnir á sig á Akranesi Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að ræða við Guðjón Stefánsson framkvæmdastjóra Samkaupa hf. í ffamhaldi af bréfi sem hann sendi bæjarfélaginu þar sem hann óskar efdr viðræðum um mögulegar staðsetningar fyrir verslanir fyrirtækisins. Fyrirtækið rekur nú tvær verslanir á Akranesi. I bréfi ffamkvæmdastjórans kemur ffam að skipulagsmál og úthlutun lóða sé orðinn verulegur þáttur í því að viðhalda og efla samkeppni. Sem kunnugt er hafa tveir sam- keppnisaðilar Samkaupa nýlega fengið lóðum úthlutað á Akranesi án auglýsingar. I bréfi Guðjóns segir meðal ann- ars: „Með hinni stórfelldu upp- byggingu á nýjum íbúðasvæðum hefur samkeppni á matvörumark- aði jafnframt farið að snúast um hvaða aðilar fái úthlutað lóðum til slíkrar starfsemi. Alla jafna eru það sveitarfélögin sem ráða úthlutun- um og lögmálin sem fara þarf eftír kannski misjöfh eftir aðstæðum.“ Þá segir bréffitari ffá áhuga fyr- irtækisins að fá úthlutað lóðum til reksturs matvöruverslana „þegar slíkar úthlutanir verða á döfinni“. „Við teljum mjög mikilvægt að sveitarfélögin sýni því skilning að samkeppni á markaði minnkar og deyr út ef einn eða tveir aðilar verða þar ráðandi". HJ Guðlaugur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Meistaraflokks og 2. flokks ÍA. Guðlaugur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri mfl. ÍA og 2.fl. er mjög bjartsýnn á sumarið og tel- ur liðið hafa fulla burði til að verða í einu af þremur efstu sætunum þegar Landsbankadeildinni lýkur í haust, þrátt fyrir að liðið sé mjög ungt. Munar þar mikið um að hafa fengið „útlendingana heim“. Tveir erlendir leikmenn eru í liðinu og ekki stendur til að fjölga þeim að svo stöddu. „Með þetta lið þá á okkur alveg að geta gengið þokkalega í Evrópukeppninni, sem er einnig gott fyrir reksturinn sem er í járnum. Tap hefur verið á rekstrinum undanfarin tvö ár en ég hef trú á að við komumst ágætlega útúr þessu sumri hvað fjárhaginn varðar," sagði Guð- laugur um gengi félagsins í sum- ar. Þegar nýtt stuðningsmannafé- lag barst í tal í spjalli okkar kvaðst hann mjög ánægður með framtak forsvarsmanna þess og sagði þá vera að gera virkilega góða hluti, Taldi Guðlaugur víst að stuðn- ingsmannafélagið ætti eftir að rífa upp stemninguna á vellinum og vonaðist hann til að aðrir taki þátt í hvatningu þeirra til liðsins. Aðspurður um horfur I rekstri meistaradeildarinnar sagði Gulli: „Að reka svona félag er bara eins og hver annar fyrirtækjarekstur, þetta kostar allt saman óhemju mikla peninga. Við höfum verið að endurnýja styrktarsamninga við fyrirtæki og einstaklinga og þeir peningar skipta félagið öllu máli,“ sagði Guðlaugur að lokum. SO 100 mörk í sumar? Nú í sumar hafa þrír leikmenn ÍA góða möguleika á að skora sitt eitthundraðasta mark fyrir félagið. Þessir leikmenn eru Hjörtur Hjart- arson, Þórður Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson. Nú er að bíða og sjá hvort að köppunum tekst að ná þessu markaskori og setja nöfn sín enn frekar á spjöld sögu félagsins. SO Leikjahæstu leikmenn ÍA frá upphafi (Miðað við alla leiki) Pálmi Haraldsson 456 leikir Alexander Högnason 452 leikir Haraldur Ingólfsson 402 leikir Kári Steinn Reynisson 399 leikir Guðjón Þórðarson 392 leikir Ólafur Þóröarson 377 leikir Karl Þórðarson 367 leikir Jón Alfreðsson 365 leikir Árni Sveinsson 364 leikir Gunnlaugur Jónsson 351 leikir Jón Gunnlaugsson 343 leikir Komnir Markahæstu leikmenn ÍA frá upphafi Matthías Hallgrímsson 163 mörk Ríkharður Jónsson 139 mörk Þórður Þórðarson 106 mörk Haraldur Ingólfsson 106 mörk Hjörtur Hjartarson 98 mörk Teitur Þórðarson 95 mörk Nýtt leikja- met Pálma Pálmi Haraldsson hefur nú slegið hæsta leikjamet félags- ins en fyrrum félagi hans úr lið- inu, Alexander Högnason átti það með 452 leiki. Pálmi hefur nú leikið 456 leiki með liðinu og væntanlega hækkar sú tala umtalsvert í sumar. SO og farnir Komnir: Þórður Guðjónsson frá Stoke City Bjarni Guðjónsson frá Plymounth Arnar Gunnlaugsson frá KR Árni Thor Guðmundsson frá HK Farnir: Gunnlaugur Jónsson Finnbogi Llorenz Reynir Leósson Þorsteinn Gíslason Guðmundur Páll Heiðarsson Andrés Vilhjálmsson Ágúst Örlygur Magnússon Unnar Örn Valgeirsson -hættur Þórður Þórðarson -hættur Hjálmur Dór Hjálmsson -hættur Sigurður Ragnar Eyjólfsson -hættur

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.