Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 1
Vtrka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 VIKUBLAÐ A VESTURLANDI nettö alltaf gott - alltaf ódýrt 22. tbl. 9. árg. 31. maí 2006 - Kr. 400 í lausasölu Sveifhir í ýmsar áttir á Vesturlandi Efrir að úrslit sveitarstjórnarkosning- anna lágu fýrir aðfararnótt sunnudags var ljóst að ffemur litlar breytingar yrðu á því sveitarstjórnarmynstri sem ríkt hefur á Vesturlandi tuidanfarið kjörtímabil, með undantekningum þó. Helstu breytingarn- ar eru e.t.v. þær að sveitarfélögum fækkar úr 17 í 10 en það hefur hinsvegar lítrið með sjálfar kosningarnar að gera enda löngu ákveðið. Sjálfstæðisflokkur styrkti stöðu sína á Snæfellsnesi í kosningunum og myndar nú meirihluta í öllum stærri sveitarfélög- unum þar, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Grundarfirði með fjóra af sjö bæjarfulltrú- um á öllum þessum stöðum. AAkranesi kolféll meirihluti Framsókn- arflokks og Samfylkingar, Framsókn tap- aði yfir helmingi atkvæða sinna frá síðustu kosningum og Samfylking tapar einnig stórt og manni, en fæstir bjuggust við því að flokkurinn fengi einungis tvo menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur á Akranesi vinnur lítið á ffá síðustu kosningum, hélt sínum fjórum bæjarfulltrúum og hefur nú myndað meirihluta með Frjálslyndum og óháðum sem náðu inn einum marrni. Sig- urvegarar kosninganna á Akranesi voru Frjálslyndir og Vinstri grænir sem einnig náðu inn manrú í bæjarstjórn. I sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði, sem flestir kjósendur vilja kalla Borgar- byggð, vinnur Borgarlistinn mann af Framsóknarflokki en Sjálfstæðisflokkur er stærsta stjórnmálaafl sveitarfélagsins með um 38% fylgi. Sami meirihluti verður áffam og áður myndaði meirihluta í Borg- arbyggð. I nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheið- ar, Hvalfjarðarsveit, vann E hsti undir for- ystu Hallfreðs Vilhjálmssonar á Kambs- hóli stórsigur og hreinan meirihluta, eða fjóra af sjö fulltrúum í sveitarstjórn. I sameinuðu sveitarfélagi í Dalasýslu þarf að mynda meirihluta einhverra tveggja af þremur listum sem buðu ffam, en N listri fékk mest fylgi, eða 42,2% og þrjá menn af sjö í sveitarstjórn. Sjá úrslit kosninganna á bls. 10-11 og myndir á bls. 12. MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. A myndintii eru fulltrúar bœjarstjórnarflokkanna á Akranesi sem mynda hinn nýja meirihluta í Bæjarstjórn Akraness ásamt veróandi bæjarsljóra, Gísla S Einarssyni. Meirihlutinn var myndaóur ígær og stefnumál kynnt á Breiðinni. Sjáfrétt á bakstðu. Inni í blaóinu er síían umjjöllun um helstu kosningaúrslit í sveitatfélögunum á Vesturlandi. Umhverfisráðherra hikar með stað- festingu vegar um Grunnafjörð Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur ekki staðfest aðalskipulag Skilmanna- hrepps og er ástæðan andstaða Skipulagsstofhunar og Umhverf- isstofhunar gegn lagningu vegar um Grunnafjörð. Á framboðs- fundi vegna bæjarstjórnarkosn- inganna á Akranesi, sem haldinn var í síðustu viku, lýstu fulltrúar allra flokka yfir stuðningi við lagningu vegar um Grunnafjörð. Að undanförnu hafa starfs- menn Landlína í Borgarnesi unn- ið að aðalskipulagi hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar sem sameinast um þessar mundir í nýtt sveitarfélag. Fyrir nokkru sendu þrír hreppanna, það er Skilmannahreppur, Hvalfjarðar- strandarhreppur og Innri-Akra- neshreppur skipulagið til Skipu- lagsstofnunar og umhverfisráðu- neytisins til staðfestingar. Þann 18. maí staðfesti umhverfisráð- herra aðalskipulag Hvalfjarðar- strandarhrepps og Innri-Akra- nesshrepps. Skipulagsstofnun hefur hins vegar lagst gegn því að ráðherra staðfesti aðalskipulag Skilmannahrepps vegna andstöðu Umhverfisstofnunar við fram- kvæmdina. I bréfi sem stofnunin sendi ráðuneytinu segir m.a: „Skipulagsstofhun telur ekki unnt að mæla með staðfestingu veg- legu yfir Grunnafjörð þar sem Umhverfisstofnun leggst nú ein- dregið gegn þessum skipulags- kosti og augljóst er að ein af for- sendum framkvæmdarinnar er leyfi Umhverfisstofhunar“. Eins og áður hefur komið ffam í Skessuhorni er Grunnafjörður friðlýstur innan Hvítaness og Súlueyrar. I ffiðlýsingunni er gert ráð fyrir að hægt verði að veita undanþágur frá friðlýsingunni. I aðalskipulagi Skilmannahrepps er gert ráð fyrir lagningu vegar um Hvítanes og Súlueyri og þar með á jaðri ffiðlýsingarsvæðisins. Þeir telja afstöðu Umhverfisstofnunar nú sérstaka fyrir það að í umsögn stofhunarinnar við sömu tillögu árið 2005 var ekki gerð athuga- semd við vegagerðina. Þeir benda einnig á að komi til vegagerðar á þessum stað fari slík framkvæmd í umhverfismat og þar sé rétti vett- vangurinn til skoðanaskipta um ffamkvæmdina. Vegagerð um Grunnafjörð hef- ur lengi verið baráttumál sveitar- stjórnarmanna á Vesturlandi og hafa samtök þeirra ályktað um nauðsyn ffamkvæmdarinnar enda styttir hún leiðina til og frá Reykjavík vestur og norður í land um 1 km og leiðina milli Akra- ness og Borgarness um 7 km. Málið kom til umræðu á fram- boðsfundi vegna bæjarstjórnar- kosninganna á Akranesi. Það lýstu allir flokkar stuðningi við gerð vegar um Grunnafjörð. Samstaða virðist því um fram- kvæmdina í héraði. I samtali við Skessuhorn fyrir nokkrum dögum sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að veg ætti að leggja um Grunna- fjörð „fáist samþykki fyrir fram- kvæmdinni hjá skipulagsyfirvöld- um,“ eins og sagði í fféttinni. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.