Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 13
^ocsautiuu
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
13
Fegrun Akraneskaupstaðar hafin
Byggingaverktakar - húsasmiðir
Þessa dagana má sjá ungmenni
við fegrun bæjarins mætt til sum-
arstarfa. Er þetta hópur ungmenna
'89 árgangsins sem Akraneskaup-
staður sér fyrir vinnu og að auki
verðandi flokkstjórar vinnuskól-
ans. Þau hefur mátt sjá undanfarna
daga við slátt, arfareitingu og önn-
ur störf. Þá hefur einnig mátt sjá
dráttarvél bæjarins með vagn í eft-
irdragi, fullan af garðaúrgangi og
öðru sorpi sem hefur verið hreins-
að úr bænum. 17 ára ungmenni
hafa mörg hver átt erfitt uppdrátt-
ar á vinnumarkaði á Akranesi und-
anfarin ár þar sem fjöldi fyrirtækja
ræður ekki fólk til starfa yngra en
18 ára, en þrjú ár eru síðan tekið
var til þess úrræðis að bjóða þeim
vinnu hjá bænum sem uppi stóðu
atvinnulaus í byrjun sumars. I ár
eru það um 30 einstaklingar sem
komnir eru til vinnu hjá bænum úr
þessum árgangi, en hin fyrri ár
hafa mörg þeirra verið að detta inn
í aðra vinnu þegar á sumarið líður,
að sögn Einars Skúlasonar æsku-
lýðsfulltrúi Akraneskaupstaðar.
Einnig taldi hann það nauðsynlegt
að fá alltaf einhverja 17 ára ung-
linga í vinnu sumar hvert, þar sem
þeir geta hafið vinnu fyrr en
grunnskólakrakkarnir.
Hátt í 200 unglingar úr 8., 9. og
10. bekk munu vera við störf hjá
vinnuskólanum í sumar en hann
hefst 12. júní. Misjafnt er hvað
krakkarnir fá mikla vinnu og skipt-
ist það eftir aldri eins og venja er.
16 ára unglingar fá vinnu í sjö vik-
ur, 15 ára í fimm vikur og þau
yngstu, 14 ára fá 20 vinnudaga og
geta þessi 14 ára valið um tvö
vinnutímabil. Þátttakan í vinnu-
skólanum er ágæt að sögn Einars,
en hann telur þátttöku 10. bekk-
inga um þriðjungi minni en und-
anfarin sumur, þar sem talsvert er
um það að unglingar á þessum
aldri sæki vinnu á almennan
vinnumarkað, svo sem við af-
greiðslu í verslunum og verka-
mannastörf.
SO
Unghngavinnan fer senn af stað í
Borgarbyggð
Vinnuskólinn hefst þann 6. júní í
Borgarbyggð og nágrenni. Um 50
unglingar starfa þar í sumar, þar af
10 sem munu vinna í útibúi vinnu-
skólans á Bifröst. Að sögn Indriða
Jósafatssonar æskulýðs-og íþrótta-
fulltrúa Borgarbyggðar eru þetta
að mestu unglingar úr 8. og 9.
bekk. Tíundu bekkingar munu
verða við vinnu í Skallagrímsgarði,
á golfvellinum, aðstoða við leikja-
og íþróttanámskeið, vera við gæslu
í vatnsrennibraut Iþróttamið-
stöðvarinnar og starfa við fegrun
bæjarins. Nokkuð er um að ung-
lingar úr 10. og jafnvel 9. bekk séu
einnig komnir með vinnu á hinum
almenna markaði, svo sem við af-
greiðslu í verslunum eða í öðrum
fyrirtækjum. 'lelur Indriði misjafnt
hvaða metnað verslunarstjórar
leggja í forvarnarmál, þar sem
unglingar undir 18 ára aldri megi
ekki selja allar söluvörur í verslun-
um samkvæmt lögum, sbr. tóbak.
Skessuhorn hefur fyrir því öruggar
heimildir að nokkuð sé um að
grunnskólakrakkar, 15-16 ára af
Akranesi hafi verið ráðin til sum-
arstarfa í Borgarnesi, svo sem við
afgreiðslustörf, enda er atvinnuá-
stand í þessum aldurshópi verra á
Akranesi en það er í Borgarnesi
um þessar mtmdir.
Aðsóknin í vinnuskólann er
þokkaleg að sögn Indriða en
greinilegt að atvinnuástand á
svæðinu er gott og svo virðist sem
allir sem áhuga hafi á að vinna geti
fengið störf. Ekki hefur verið þörf
á að úthluta unglinum sem komin
eru yfir grunnskólaaldur vinnu.
Hann segir öll ungmenni á ffam-
haldsskólaaldri geta gengið að
vinnu strax og skóla lýkur. Þar sem
atvinnuástand er gott í þessum
aldurshópum hefst sumarvinna svo
sem við fegrun bæjarins ekki fyrr
en grunnskóla lýkur.
I sumarblaði íþrótta- og tóm-
stundamála sem kemur út nú um
næstu mánaðamót má finna upp-
lýsingar um vinnuskólann og
íþrótta- og æskulýðsstarf í Borgar-
byggð.
SO
Skagastúlkumar stóðu sig vel í
keppninni um Ungfrú Island
Þær stöllur af Skaganum, .Aldís
Arnardóttir og Elísa Guðrún Elís-
dóttir voru glæsilegir fulltrúar Vest-
urlands í keppninni um Ungfrú Is-
lands sem ffam fór á miðvikudags-
kvöldið í síðustu viku. Þrátt fyrir að
hafa ekki lent í verðlaunasæti ættu
flestir Vestlendingar að vera sam-
mála um að þær hafi borið af hvað
fegurð og glæsileika varðar. Stúlk-
urnar klæddust báðar kjólum úr
Prinsessunni og bára afar fallega
skartgripi ffá Dýrfinnu gullsmiði.
Aldís, sem var kjörin Ungfrú
Vesturland í vor var afar ánægð með
keppnina í heild sinni. „Þetta var al-
veg rosalega gaman og allt svo
glæsilegt og ég myndi hiklaust gera
þetta aftur,“ sagði hún í samtali við
Skessuhom. Aðspurð hvort úrslitin
hafi komið sér á óvart sagði hún: ,Já
og nei, við vörum ekki að spá mikið
um úrslitin okkar á milh en það era
alltaf einhverjar stelpur í hópnum
sem eiga meiri möguleika en aðrar.
Eg var alls ekki að búast við að
lenda í neinu verðlaunasæti enda
stelpumar allar gtdlfallegar, en það
hefði samt verið mjög gaman ef það
hefði gerst,“ sagði Aldís sem er
þakklát fyrir reynsluna. KOO
Hér má sjá þœr Elísu Guðrúnu Elísdótmr og Aldísi Amardóttur þegar þœr tóku þátt í
Fegurðarsamkeppni Vesturlands.
Vegna aukinna verkefna í Borgarnesi óskar
Hús og Hönnun ehf eftir smiðum til starfa.
Einnig óskar fyrirtækið eftir verktökum til byggingar
á einbýlishúsum og parhúsum í Borgarnesi.
u..Hús&
Honnun ehf
www.husoqhonnun.is
Upplýsingar
veitir Þorsteinn
í síma 822 4200
Sf) Bílver ehf
k. *) Akursbraut llc - 300 Akranes
Sími 431 1985 - Fax 431 1916
Bifvélavirki óskast
Bííver ehf. Akranesi óskar eftir að ráða
bijvélavirkja eða mann vanan aimennum
bilaviðgerðum sem fyrst.
Nánarí upplýsingar veitir Reynir
ísíma 431 1985 eða 899 7330
Human Touch Technology® Eins og nafniö visar til hefur Interactíve health
náð griðarlegum árangri í þróun nuddstóla sem nélgast manniegt handbragð
sjúkraþjálfara og nuddara, hvort sem er til slökunar eða laakninga.
Með eínfaldri snertingu ð hnappa stjórnborðsins hefst meöferð sem
endurnýjar líkama og sál.
Þessi margþætta eínkaleyfisframleiðsla Human Touch Technotogy# líkir
eftir tækningartaskní sem notuð er við bak og hryggjameðferðír sérfræðinga.
Stólarnir eru hannaðir tíl að fytgja eftir néttúrulegri legu hryggjarins og
mýkja stífa og stirða vððva Ifkamans.
Human Touch Technology# nuddstótarnir líkja eftir fjórum ólikum
nuddaðferðum sem geta farlð vitt og breytt um bakið.
Þinn eigin nuddari alftaf til staðar allan sólarhringinn.
Ameriski Human Touch Technology# nuddstóllínn htiðir óskum þínum
með nuddí frá háisi, níður í kélfa og íljar. Þú aðlagar hverja hreyfingu
að þínum eigin þðrfum eóa stillir á fyrirfram uppsettar nuddmeðferðír.
Hágæða framleiðsla og glæsileg hönnun.
•VERZLUNI
rSÍMI 431 2507
KALMANSVÖLLUM
AKRANESI
Flugger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
| Harpc£^öfn|
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga