Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 2006 SgKSSgFHtfMBBI Viðskiptaháskólinn á Bifröst brautskráði sl. laugardag 1$ nemendur við hátíólega athófn. Kolfinna Jóhannesdóttir er hvítklœdd, fiórða frá vinstri í annarri röð. Verðlaunaritgerð um áhrif Biffastar á sveitarfélagið Það er viðurkennd staðreynd að Viðskiptaháskólinn á Bifiröst hefur með starfsemi sinni haft mjög mikil áhrif á umhverfi sitt í Borgarfirði. Síðasdiðinn laugardag var útskrift nemenda ffá skólanum. Meðal ann- arra útskrifaðist með BS gráðu í við- skiptaffæði Kolfinna Jóhannesdóttir ffá Norðtungu og skrifaði hún í rit- gerð sinni um áhrif Biff astar á sveit- arfélagið Borgarbyggð. Ritgerð hennar fékk einkunnina 9,5 sem jafnffamt er hæsta einkunn sem gef- in hefnr verið fyrir BS ritgerð við skólann. Kolfinna fékk einnig hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið við skólann, þ.e. 9,0 í lokaeinkunn úr BS námi sínu. Kolfinna hefur m.a. setið í bæjarstjórn Borgar- byggðar, var framkvæmdastjóri Skessuhorns á tímabili og hefur auk þess gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum. Hún býr í Norðtungu ásamt manni sínum, Magnúsi Skúla- syni bónda og þremur sonum þeirra. Helstu niðurstöður í ritgerð Kolfinnu eru: * Hlutdeild Bifrastar t mannfjölda- aukningu í Borgarhyggð frá árinu 1997 er veruleg og helgast hún bceði af auknum starfsmannafrólda þar sem 60% þeirra búa ísveitar- félaginu og stórauknum fjölda nemanda sem á þar heimili. * Bifröst virðist með statfsemi sinni hafa fjölgað yngra fólki í sveitarfé- laginu og dregið úr kynjahalla. Fólki á aldrinum 25-34 ára hefur á tímabilinu fjölgað um 50% í Borgarbyggð og er sú þróun ekki í samræmi við það sem annarsstað- ar gerist í sambœrilegum sveitatfé- lögum. * Mikil fjölgtm þekkingarfyrirtœkja í Borgarbyggð, utnfram sambæri- leg svaði, virðist mega rekja a.m.k. að nokkru leyti til Bifrastar enfjöldi slíkra fyrirtækja í sveitar- félaginu hefur tvófaldast á tímabil- inu frá 1998 til 2005. * Bifröst hefur haft veruleg svæðis- bundin áhrif til hœkkunar á menntunarstigi í Borgarbyggð. Menntunarstig samfélags ræður í dag stöðu þess innan þekkingar- samfélagsins. Þar byggja Borgfirð- ingar á gömlum merg en Bifröst hefur hins vegar í fór með sér greiðari aðgang að háskólanámi fyrir íbúa svœðisins, margir út- skrifaðir nemendur búa í sveitarfé- laginu sem eflir mannauð þess og skólinn fiálfur hefur með rann- sóknarstarfi sínu og kennslu aukið eftirspurn eftir háskólamenntuðu starfsfólki á svæðinu. I útskriftarræðu sinni sagði Rtm- ólfur Agústsson, rektor m.a: „Þetta eru ánægjulegar fféttir sem sýna að starfsemi Bifrastar er virðisaukandi fyrir okkar nærumhverfi. Það má í reynd segja að háskólastarf, bæði hér á Bifföst og á Hvanneyri, sé orðið undirstöðuatvinnuvegur Borgar- fjarðar sem skapar hundruð starfa hér á svæðinu." Fjárfest fyrir um 2 milljarða I ræðu sinni vék Runólfur að þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað á Bifröst á undanfömum árum og sagði: „Eg hóf störf sem rektor hér við skólann fyrir um 7 árum síð- an og er nú einungis eitt ár eftir af mínum ráðningartíma. Sá skóh var þá um margt, reyndar nánast allt, annar en hann er í dag. Nemenda- fjöldi hefur á þessum tíma nærri sjö- faldast og fjárfestingar í ytri aðstöðu og uppbyggingu hafa numið um 2 milljörðum króna. Eg hef sagt að háskóli eins og Bifföst, eigi ekki að vera hægfara miðstýrð stofnun, hvað þá ríkisstofúun, heldur verði háskóli eins og Bifföst að vera kröftugt, samkeppnishæft og lifandi þekking- arfyrirtæki með ríkan vilja til að standa sig í síbreytilegu og kröfu- hörðu alþjóðlegu samkeppnisum- hverfi.“ MM Mona Lisa í Grundarfirði Síðastliðinn laugardag kom sama dag. Komum skemmtiferða- fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins skipta hefur fjölgað mjög til til Grundarfjarðar. Um var að ræða Grundarfjarðar á liðnum árum og skipið Mona Lisa en um borð voru eru kærkomin búbót í þjónustu í um 400 farþegar sem skoðuðu bæ- bæjarfélaginu. inn og fylgdust m.a. með firma- MM/ Ijósm. Sverrir Karlsson. keppni hestamanna sem ffam fór Bændamarkaður á Borgfirðingahátíð Borgfirðingarhátíð skipar nú fastan sess í menningarlífi Borg- firðinga og annarra sem sótt hafa hátíðina. Bændamarkaður Búnað- arsamtaka Vesturlands verðtu með- al þess sem boðið verður uppá á há- tíðinni í ár. Hann verður haldinn á Hvanneyri sunnudaginn 11. júní milli klukkan 13 og 17. Einnig verða fjölmargar uppákomur á veg- um fyrirtækja og félagasamtaka á Hvanneyri þennan dag. Bændamarkaðurinn verður sett- ur upp þannig að þeir sem ala, rækta, tína, baka eða á einhvern hátt ffamleiða gæðavörur heima á býli eiga möguleika á því að koma á markaðinn og selja sína vöru. Markaður sem þessi gerir framleið- endum á starfssvæði BV tækifæri á að koma framleiðsluvöru sinni milliliðalaust til neytenda. Þarna gefst neytendum færi á að kynnast því sem ffamleitt er í sveitum á Vesturlandi og um leið þeirri mat- armenningu sem Vestiendingar búa yfir. Þetta verður fyrsti markaðurinn af þremur sem BV hyggst standa fyrir í sumar en stefnt er að því að halda hina markaðina 8. júlí og 12. ágúst. Boðið verður upp á fjöl- breytt vöruúrval og má þar nefúa vörur eins og sauðaost, geitaost, plöntur, grænmeti, fiskmeti. Framleiðendur á starfssvæði BV sem hafa áhuga á því að taka þátt í slíkum markaði eru hvattir til að hafa samband við Sigríði í síma 437-1215 eða senda tölvupóst á netfangið sjo@bondi.is. MM PISTILL GISLA A nýju kjörtímabili Því er þannig farið í minni fjölskyldu að ekki bera allir gæfa til að kjósa sama flokkinn. Sumir kjósa réttan flokk og aðrir einhvern af hin- um röngu. Aðrir kjósa rangan flokk en ekki réttan. Allt eftir því frá sjónarhóli hvers er horft. Eins er það með vini mína og kunningja. Sumir þeirra eru ekki betur gerðir en svo að þeir kjósa að kjósa ann- að en best væri á kosið. Vissulega er það alvar- legur glæpur ef út í það er farið þótt það sé ekki lögbrot í sjálfur sér að hafa vitlausar skoðanir ef það leiðir ekki af sér annað verra. Eg er hins- vegar það umburðalynd- ur að eðlisfari og bý yfir ómældu langlundargeði þar á ofan og því hef ég ekki séð ástæðu til að láta vini og vandamenn gjalda þess að þeir vanda sig kannski ekki nægjan- lega mikið í kjörklefan- um. Þegar vinir og kunn- ingjar koma í kaffi þá er þeim ekki skipað til borðs eftir flokkslínum. Þeir sem eru í stjórnar- andstöðu fá jafngott eða jafnvont kaffi og þeir sem tilheyra stjórnar- flokkunum og séu klein- ur til í kotinu er þeim deilt jafnt niður eftir höfðatölu eða matarlyst hvers og eins en ekki eftir kjörfylgi þess flokks sem viðkomandi tilheyr- ir. A mínu heimili sitja allir við sama borð þótt borðsiðirnir séu miss- jafnir. Þar sem sveitarstjórn- arkosningar eru rétt um það bil afstaðnar, eins og einhverjir kunna að hafa frétt af, þá veltir maður fyrir sér hvort flokka- drættir eigi frekar heima í meðalstórri sveitar- stjórn en á meðalstóru heimili. I mörgum til- fellum er mannfjöldinn nefnilega sá sami. Vissu- lega byggist pólitík, sveitarstjórnarpólitík líkt og aðrar slíkar tíkur, á flokkadráttum af ein- hverju tagi. Einhvern- veginn þarf jú að búa til eitt stykki sveitarstjórn í hverju sveitarfélagi. Það gleymist hinsvegar stundum að þegar sveit- arstjórnarkosningar eru afstaðnar þá bíður þeim fulltrúum sem orðið hafa fyrir valinu sameig- inlegt verkefni. Að stýra sínu sveitarfélagi eins farsællega og nokkur er kostur. Vandamálið er að stundum eru menn full upptenkir af því að vera í pólitík og gleyma á meðan því verkefni sem þeir eru kjörnir ti. Sjálfsagt er ekki hægt að ætlast til að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir en öll eiga þau samt það sameiginlega markmið að lifa af. Stundum er það besti kosturinn að dýrin vinni saman. Gísli Einarsson, kjósandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.