Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 23
áSESSIíHöBI: MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 2006 23 Tvær stúlkur af Vestur- landi í U-16 landsliðinu Við sögðum frá því í síðasta tölublaði að Einar Ólafsson, körfu- boltapiltur úr Borgarfirði hafi verið valinn til að leika með landsliði U- 16 ára í körfuknattleik, en liðið spilaði á Norðurlandamótinu um liðna helgi. Hinsvegar láðist að geta þess í sömu frétt að í kvenna- landslið U-16 í körfuboltanum voru tveir fulltrúar af Vesturlandi einnig að spila, en það voru þær Hugrún Eva Valdimarsdóttir úr Borgarnesi og Gunnhildur Gunn- arsdóttir úr Stykkishólmi. Hugrún Eva Valdimarsdóttir er 16 ára nemandi í 10. bekk B í Grunnskóla Borgarness og hefur hún spilað með Skallagrími und- anfarin rúm 5 ár. Lenti hún í úrtaki fyrir landslið U-16 kvenna í vetur og fór þar á nokkrar æfingar. Fékk hún svo að vita að hún hefði kom- ist í 12 manna úrtak í byrjun maí og hefur síðan mætt á strangar æfingar daglega frá 11. maí sl. Hún er eina Skallagrfmskonan sem komst áfram í ár og fór á Norðurlandamótið í Svíðþjóð sem spilað var dagana 24.-29. maí sl. Með Hugrúnu í liðinu er Gunn- hildur Gunnarsdóttir, 16 ára úr Stykkishólmi. Gunnhildur hefur verið að spila með Snæfelli allar götur frá þvf hún barnung fór að æfa körfuknattleik. Hefur hún not- ið þjálfunar þjálfara Snæfells hverju sinni. Gunnhildur útskrifast Hugrún Eva Valdimarsdóttir úr Skallagrími. úr 10. bekk Grunnskóla Stykkis- hólms á föstudaginn kemur og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í haust. Hún mun spila með Snæfelli í vetur en í sumar munu bæði hún og Hugrún Eva þjálfa körfuna stíft og stefna þær á að komast aftur í U-16 landsliðið í haust sem m.a. mun spila í Evrópukeppninni. MM Gunnhildur Gunnarsdóttir úr Snæfelli. Makedóníumennirnir áfram hjá Skallagrími Makedóníumennirnir Dimitar Karadzovski og Jovan Zdra- vevski hafa báðir gert tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Skallagríms f körfuknattleik. Fé- lagarnir voru að spila feykivel með Skallagrími í vetur og áttu drjúgan þátt í velgengni liðsins en eins og kunnugt er tapaði liðið úr- slitarimmunni í úrvalsdeildinni á móti Njarðvík á eftirminnilegan hátt. Þá þykir einnig líklegt að Bandaríkjamaðurinn George Byrd spili með liðinu á næstu leiktíð. Að sögn Vals Ingimundarsonar, þjálfara liðsins er óvíst hvort Axel Kárason muni leika með liðinu Dagana 24. og 25. maí mættu tæplega 70 krakkar frá UMSB, HSH, UDN og Skipaskaga í sam- eiginlegar æfingabúðir í frjálsum fþróttum. Byrjað var á að taka æf- ingu í Borgarnesi en síðan var far- ið með rútu að Varmalandi þar sem hópurinn gisti í Þinghamri. Um kvöldið var farið í sund, grill- aðar pylsur og ýmislegt sér til gamans gert. Daginn eftir var tek- in létt æfing og svo farið í sund og að því loknu beið súpa og brauð í hádegismat. Að lokum var tekin þar sem hann hefur sótt um nám í Danmörku en hann hyggst fara í dýralæknisnám þar í landi. „Við munum hugsanlega missa marga af okkar yngri leikmönnum sem ætla í nám til Reykjavíkur í vetur, þannig það verða einhverjar breytingar á liðinu,“ sagði Valur. „Við ætlum hins vegar ekki að elt- ast við neina leikmenn, heldur nota þennan góða kjarna sem við höfum, gera okkar allra besta og síðast en ekki síst ætlum við að hafa næstu leiktíð eins skemmti- lega og sú síðasta var,“ sagði Val- ur að lokum. KÓÓ góð æfing niður í Borgarnesi. Má segja að þetta hafi allt gengið von- um framar þar sem krakkarnir voru til fyrirmyndar. Þessar æfingabúðir voru liður í Vesturlandssamstarfi félaganna til að efla frjálsar íþróttir á Vestur- landi. En á döfinni er að halda samæfingu aftur í Borgarnesi fyrir UML fyrir þá sem ætla þangað. Svona samstart tekst ekki nema með góðri aðstoð og eiga þeir sem lögðu þessu lið þakkir skildar fyrir. KH Vesturlandssam- starf í frjálsum Sb Stigalausir eftir fjóra leiki Lið Skagamanna vermir nú botnsætið í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra leiki er liðið stigalaust og útlitið því dökkt. íslandsmeistarar FH, sem Skaginn átti að eiga í fullu tré við samkvæmt spám, eru nú 12 stig- um á undan Skaganum. Síðastliðið fimmtudagskvöld sótti liðið íslandsmeistarana heim að Kaplakrika. Nokkur batamerki var að sjá á leik Skag- ans frá því f leiknum gegn KR. Mun meiri barátta einkenndi liðið og var eins og það hefði endur- heimt trúna á eigin getu. Ólafur Þórðarson hafði gert margar breytingar á liði sínu og virkuðu þær vel. Þórður Guðjónsson spilaði sinn fyrsta leik og von- andi á hann eftir að beita sér vel í sumar. ÍA varð hins vegar fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Arnar Gunnlaugsson þurfti að fara meiddur af velli. Þrátt fyrir bar- áttu Skagamanna var uppskeran rýr, 2-1 tap. Bjarni Guðjónsson fór fyrir sínum mönnum, skoraði mark Skagans úr víti og stóð sig hreint út sagt frábærlega. Það dugði hins vegar ekki til gegn FH-ingum. Valsmenn mun sterkari Hafi Skagamenn sýnt merki um að þeir ætluðu að reka af sér slyðruorðið í leiknum gegn FH, verður að segjast eins og er að leikurinn gegn Val sl. þriðjudags- kvöld olli gríðarlegum vonbrigð- um. Valur hreinlega óð í færum og Ijóst er að mikið verk bíður Óla Þórðar við að bæta vörnina. Skagamenn geta fyrst og fremst þakkað Bjarka markverði fyrir að ekki fór verr en raun ber vitni, en hann varði oft frábærlega í leikn- um. Það var þó nokkuð jafnræði með liðunum framan af fyrri hálf- leik, þó Valsmenn hafi átt mun fleiri færi. Leikmenn ÍA virtust hafa fulla trú á verkefninu og þrátt fyrir einstaka mistök var ágætis bragur á liðinu. Það var því ekki ósanngjarnt, þó það hafi verið nokkuð gegn gangi leiks- ins, þegar Igor Pesic kom liðinu yfir á 40. mínútu eftir frábæra sendingu frá Dean Martin. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks sótti Valur stíft og átti nokkur dauða- færi sem Bjarki varði mörg hver frábærlega. Það var hins vegar eins og Skagamenn hefðu gefist upp í hálfleik þrátt fyrir að vera marki yfir. Þeir komu daufir á völlinn og réðu ekkert við spræka Valsara sem spiluðu sig hvað eftir annað í gegnum vörnina. Sigurbjörn Hreiðarson fyrirliði jafnaði metin á 49. mínútu og áfram hélt sókn Vals. Skagavörnin hélt lengi vel og enn og aftur sýndi Bjarki hvers hann er megnugur í mark- inu. Það var hins vegar Skaga- maðurinn Garðar Gunnlaugsson sem tryggði Val sigurinn á 81. mínútu. Það er Ijóst að eitthvað verður að gerast í herbúðum Skagans. Ljósi punkturinn er þó sá að liðið hefur náð að skora í öllum leikj- unum og hefur tapað þeim öllum með minnsta mun, þremur leikj- um 2-1 og einum 3-2. Varnarjaxl- inn Óli Þórðar verður að bæta vörn liðsins og nokkuð vantar upp á samspilið fram á við. Þetta eru samt atriði sem á að vera hægt að laga og þá er allt hægt. Ekki er annað hægt en að minnast á stuðningsmenn Skag- ans. Þeir hafa verið til fyrirmynd- ar, sungið og trallað alla leikina og ekki látið slæm úrslit á sig fá. Þeir eiga hrós skilið fyrir það. KÓÓ Vallarmetið tvíbætt á Garðavelli um helgina Magnús Lárusson sigurvegari karla og vallarmetshafi á Garðavelli. Fyrsta stigamót ársins í golfi, Ostamótið, fór fram á Garðavelli á Akranesi um helgina en þar voru mættir margir bestu kylfingar landsins meðal þeirra 140 karla og kvenna sem tóku þátt. Það Tinna Jóhannsdóttir sigraði í kvenna- flokki. voru þau Magnús Lárusson úr Kili og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem náðu efstu sætum og hlutu bæði 166,7 stig. Þá var vallarmet- ið á Garðavelli slegið í tvígang, fyrst af Sigmundi Einari Mássyni, GKG sem spilaði á 67 höggum og síðan af Magnúsi Lárussyni, GKJ sem spilaði á 66 höggum. Gamla metið átti Birgir Leifur Hafþórs- son, 68 högg frá árinu 2004 en þess má geta að par vallarins á Akranesi er 72 högg. 1. sæti: Magnús Lárusson GKJ, 141 högg (3 undirpari) 166,7 2. -3. sæti: Sigurpáll Geir Sveinsson GKJ, 143 högg (1 undir pari) 86,9 2.-3. sæti: Sigmundur Einar Másson GKG, 143 högg (1 undir pari) 86,9 Konur: 1. sæti: Tinna Jóhannsdóttir GK, 151 högg (7 yfir pari) 166,7 2. sæti: Nína Björk Geirsdóttir GKJ, 153 högg (9 yfir pari) 111,1 3. -4. sæti: Anna Lísa Jóhannsdóttir GR, 155 högg (11 yfir pari) 56,3 3.-4. sæti: Þórdís Geirsdóttir GK, 155 högg (11 yfir pari) 56,3 Sigur, tap og jafntefli hjá Vesturlandsliðunum Um helgina fór fram fyrsta um- ferð í C - riðli 3. deildar íslands- mótsins í kanttspyrnu en eins og áður hefur komið fram eru þrjú lið af sex í þessum riðli hér af Vestur- landi. Þau eru Kári á Akranesi sem nýlega var endurvakið eftir langan tíma, Skallagrímur í Borg- arnesi og nýtt, ungt lið Snæfells úr Stykkishólmi. Lið Kára tók á móti firnasterku liði Tindastóls, sem teflir fram þremur erlendum leikmönnum og er að sögn Garðars Jónssonar, liðsstjóra Kára með sterkari liðum í riðlinum. Kári var að spila skemmtilegan bolta sem þeir fjöl- mörgu áhorfendur kunnu vel að meta og endaði leikurinn með góðum 2 -1 sigri Kára. í hálfleik var Tindastóll einu marki yfir en Káramenn náðu að snúa leiknum sér í hag og skoruðu tvö mörk í seinnihálfleik þrátt fyrir að Hilmar Hjaltason varð fyrir því óláni að fá sitt annað gula spjald í leiknum og þurfti því að yfirgefa völlinn. Það voru þeir Hilmar Hjaltason og Helgi Valur Kristinsson sem skor- uðu mörk Kára í leiknum. Á föstu- daginn nk. tekur Kári á móti liði Hvatar frá Blönduósi og hefst leikurinn kl. 20. Skallagrímsmenn fengu skell Á laugardaginn mættust á Blönduósi lið Hvatar og Skalla- gríms og er óhætt að segja að Skallagrímsmenn hafi fengið slæma útreið því þeir töpuðu leiknum 5 -0. Hvöt er einnig með- al sterkustu liða í riðlinum og á leikmannaskrá er að finna eina fjóra erlenda leikmenn. Næsti leikur Skallagríms fer fram f Stykkishólmi á fimmtudaginn nk. er þeir heimsækja Snæfellinga og verður leikurinn án efa nágranna- slagur af bestu gerð. Ágætis byrjun hjá nýju liði Snæfells Þá tók hið unga lið Snæfells á móti Neista frá Hofsósi í Stykkis- hólmi á sunnudag. Meistaraflokk- ur Snæfells í knattspyrnu var að spila sinn fyrsta leik í tíu ár og var því mikil eftirvænting í Hólminum. Liðið var að leika alveg prýðilega og tryggði sér eitt stig í þessari fyrstu umferð en leikurinn endaði með jafntefli 1 -1. Mark Snæfells skoraði Steinar Már Ragnarsson í fyrri hálfleik en hann er yngsti leikmaður liðsins og leikur með 3. flokki. Eins og fyrr sagði mæta Snæfellingar liði Skallagríms í Stykkishólmi á fimmtudag. KÓÓ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.