Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
Á tvöföldum
hámarkshraða
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi hafði þrjátíu og þrisvar
sinnum afskipti af ökumönnum
vegna brota í umferðinni í lið-
inni viku. Sautján af þeim mál-
um voru vegna of hraðs aksturs.
Einn var kærður eftir að hafa
mælst á nærri tvöföldum há-
markshraða eða 98 km/klst. þar
sem hámarkshraði er 50
km/klst, aðeins þremur km/klst
frá því að missa ökuleyfið.
Hann má reikna með 40.000 kr.
sekt vegna þessa brots. Oku-
maður mótorhjóls var svo
mældur á 144 km/klst. hraða
þar sem hámarkshraði er 90
km/klst. Sá sleppur einnig
naumlega við að missa ökuleyf-
ið og má búast við 40.000 kr.
sekt. -so
Tónlistarsjóður
veitir þrjá styrki
VESTURLAND: Tónlistar-
sjóður hefur veitt þrjá styrld til
verkefna á Vesturlandi en nýver-
ið var auglýst efitír umsóknum úr
sjóðnum. Alls var úthlutað til 46
verkefha og fjárhæð rúmar 19
milljónir króna. Til Reykholts-
hátíðar var varið 800 þúsund
krónum vegna 10 ára afmælishá-
tíðar í sumar, Tónlistarfélag
Borgarfjarðar hlaut 400 þústmd
krónur vegna vetrarstarfs félags-
ins á hðnum vetri og Freyjukór-
inn í Borgarfirði hlaut 100 þús-
und krónur vegna hljóðritunar á
hljómplöm. -hj
Sérdeild
Brekkubæjar-
skóla 20 ára
AKRANES: Á þessu ári eru 20
ár hðið ffá formlegri stofnun sér-
deildar Brekkubæjarskóla á Akra-
nesi. Tilgangur sérdeildarinnar
var að gera fötluðum bömum
kleift að stunda nám í sinni
heimabyggð, á Akranesi. Af til-
efiii afinælisins var boðið til op-
ins húss hjá deildinni í gær,
þriðjudag. I Brekkubæjarskóla er
hfsleiknistefnan „góður-fróður“
og unnið er með annað verkefn-
ið á haustönn en hitt á vorönn.
Sérdeildin þjónar báðum grunn-
skólunum á Akranesi. -so
Sofhaði
undir stýri
HVALFJ ÖRÐUR: Bifreið var
ekið utan í vegg Hvalfjarðar-
ganga síðastliðinn miðvikudag.
Okumaður bifreiðarinnar kvaðst
hafa sofiiað undir stýri og hafi
biffeiðin farið út af veginum og
utan í gangavegginn af þeim sök-
um. Maðurinn var einn í biffeið-
inni og slapp ómeiddur en bif-
reiðin var hinsvegar það mikið
skemmd að draga þurffi hana af
vettvangi með kranabiffeið.
Klæðning og festingar á ganga-
veggnum skemmdust við
ákeyrsluna. Hvalfjarðargöngin
vora lokuð nokkra stund vegna
óhappsins. -so
Hlutfall kvenna eykst verulega í
sveitarstjómum á Vesturlandi
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum
á Vesmrlandi jókst verulega í kosn-
ingunum sem ffam fóra á laugar-
dagirm. Á síðasta kjörtímabili vora
28 konur fulltrúar í sveitarstjórnum
af 101 kjörnum fulltrúum eða
27,7%. Vegna sameiningar sveitar-
félaga fækkaði kjörnum fúlltrúum í
68 í kosningunum á laugardaginn
og 24 þeirra era konur. Hlutfall
þeirra hefur því hækkað í 35,3%. í
einu sveitarfélagi, Grundarfirði,
era konur í meirihluta en þar era
þær fjórar af sjö fulltrúum. I bæjar-
stjórn Akraness fjölgaði konum úr
tveimur í fjórar.
Á síðasta kjörtímabili vora tvær
sveitarstjórnir á Vesmrlandi án
kvenna. Nú er aðeins ein sveitar-
stjórn án kvenna, það er sveitar-
stjórn Eyja- og Miklaholtshrepps.
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum
á Vesmrlandi er því nánast það
sama og á landinu sem er 35,9%. Á
síðasta kjörtímabili var hlutfallið
talsvert undir landsmeðaltali því á
landinu öllu vora konur um 32%
sveitarstjórnarmanna en eins og
áður sagði var hlutfallið 27,7%.
HJ
Ok grunlaus án réttínda í
nær aldarfjórðung
Á sunnudaginn síðastliðinn stöðv-
aði lögreglan í Olafsvík um fimm-
tugan mann fyrir of hraðan akstur á
sunnanverðu Snæfellsnesi. Slíkt væri
e.t.v. ekki í ffásögu færandi nema
fyrir þær sakir að við ffamvísun öku-
skírteinis kom það í ljós að skírteini
mannsins hafði fahið úr gildi árið
1982 eða fyrir 24 árum síðan. Mað-
urinn, sem er ekki af Snæfellsnesi,
var á leið heim efdr ferðalag og var
hontun að sögn lögreglu nokkuð
bragðið við þessar fféttir. Hann
hafði ekki leitt hugann að endurnýj-
un ökuskírteinis og þar af leiðandi
keyrt áhyggjulaus í öll þessi ár. Far-
þegi bílsins tók við áffamhaldandi
akstri á leiðarenda en maðurinn þarf
að taka ökuprófið á ný og að því
loknu fær hann tveggja ára bráða-
birgðaskírteini. KOO
Villa leiðrétt á auglýsingaskilti
Þeir sem ekið hafa í gegnum
Hvalfjarðargöngin á norðurleið
tmdanfarin ár hafa margir tekið effir
auglýsingaskilti skammt ffá hring-
torginu þar sem vegur greinist á
Akranes og norður. Þar auglýsir
Hrói höttur veitingastað sinn á
Akranesi. Á skiltinu má finna stóra
stafsetningarvillu, þar sem sagt er að
Hrói höttur sé staðsettur að „Stdll-
hoti 23.“ Hið rétta er að Hrói hött-
ur er staðsettur við Stillholt. „Ein
stærsta stafsetningarvilla landsins,"
hafa menn gjaman talað um. Ein-
hver eða einhverjir tóku sig nýlega
til og löguðu þessa villu, óumbeðnir.
„Þetta er löngu
tímabært verk,“
segir Steingrfrnur
Bragason, ís-
lenskukennari við
Fjölbrautaskóla
Vesturlands á
Akranesi. Engu að
síður má segja að
um skemmdar-
verk sé að ræða
þrátt fyrir að
þarna hafi mein-
leg villa verið lag-
færð. Nú er spurning hvort eigend- að laga þessa margra ára gömlu staf-
ur matsölustaðarins láti verða að því setningarvillu. MM
Póstkorta- og
fingurbj argasafh Jóhönnu
Póstkorta- og fmgurbjargasafn
Jóhönnu Þorgeirsdóttir er komið
til vörslu á Akranesi. Póstkortin
vora afhent Bókasafni Akraness í
liðinni viku en figurbjargasafnið fór
á Byggðasafnið að Görðum. Jó-
hanna var fædd á Akranesi árið
1930 en hún lést 21. apríl á þessu
ári. Eftirlifandi eiginmaður Jó-
hönnu er Hjalti Jónasson og afhenti
hann Halldóra Jónsdóttir bæjar-
bókaverði og Jóni Allanssyni for-
stöðumaður Byggðasafnsins söfnin
við athöfh í Bókasafni Akraness á
miðvikudaginn var. Jóhanna var
mikill safnari. Póstkortin sem hún
safnaði era um 35 þúsund og fing-
urbjargirnar telja um 3300, allar
merktar með númeri og saga hverr-
ar þeirra skráð. Póstkortunum byrj-
aði Jóhanna að safna um 1960 en
um 1990 hóf hún að safha fingur-
björgunum. Halldóra Jónsdóttir og
Jón Allansson þökkuðu Hjalta og
hans fjölskyldu kærlega fyrir söfnin
hennar Jóhönnu heitinnar. Verið er
þessa daganaað vinna að því að
koma fingurbjörgunum fyrir í hill-
um sem þeim fýlgdu á Byggðasafn-
inu þessa dagana. SO
Aðeins lítið hrot af póstkortunum sem nú eru komin á Bókasafn Akraness til varðveislu.
Guttormur Jónsson, safnavörður ogján Allansson forstóðumaður með eina afmörgum
hittum sem fmgurbjargimar komu t til safnsins.
• •
Olvaður með
bam í bílnum
BORGARNES: Lögreglan í
Borgamesi tók ökumann fyrir
ölvun við akstur í hðinni viku.
Okumaðurinn var á ferðinni í
Borgamesi um miðjan dag. Olv-
tmarakstur er grafalvarlegt mál
en það sem alvarlegast var í þessu
tilfelii, var að ökumaðurinn var
með bam með sér í bílnum, sem
er ekkert nema vítavert ábyrgð-
arleysi. -so
Endurbygging
vegar við
Gríshólsá
SNÆEELLSNES: Vegagerðin
hefur óskað eftir tilboðum í end-
urbyggingu 1,5 km kafla Snæ-
fellsnesvegar um Gríshólsá auk
tengingar við Stykkishólmsveg
og Helgafellssveitarveg. Gert er
ráð fyrir að byggt verði um 45
metra langt stálbogaræsi með
steyptum sökklum í Gríshólsá.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir
15. júlí 2007. -hj
Hreppurinn
kaupir hlut í
Heiðarborg
LEIRÁR- og MELAHR:
Hreppsnefhd Leirár- og Mela-
hrepps ák\'að í síðustu viku að
leysa til sín eignarhluti Kvenfé-
lagsins Greinar og Ungmennafé-
lagsins Hauks í Félagheimilinu
Heiðarborg. Var kvenfélaginu
greitt rúmlega 1 milljón krónur
og ungmennafélaginu rúmlega
1,9 milljónir króna fyrir hlutina.
Var oddvita hreppsins falið að
ganga ffá samningum. Sveitarfé-
lagið var eitt þeirra sveitarfélaga
sunnan Skarðsheiðar sem sam-
einuðust formlega við kosning-
amar á laugardaginn. -hj
Tvær hkams-
árásir kærðar
AKRANES: Tvær minniháttar
llkamsárásir vora kærðar til lög-
reglunnar á Akranesi í síðustu
viku. I öðra tilfellinu hafði mað-
ur verið „skallaður“ í andlitdð og
var sá talsvert aumur eftir höggið
auk þess sem gleraugu hans
skemmdust. I hinu tilfellinu var
maður sem staddur var á
skemmtistað sleginn í andlitið
með öskubakka. Þurfri hann að
leita til læknis og var fhittur á
sjúkrahúsið á Akranesi af lög-
reglu. -so
Ráp bókaforlag
AKRANES: Nýtt bókaforlag
hefur hafið starfsemi sína á Akra-
nesi og nefiúst það Ráp - bóka-
forlag. Það hefur nýlega gefið út
bókina „Ef félagseining stendur
sterk“ en bókin er efitír Helga
Guðmundsson rithöfund og
fjallar tun Trésmiðafélag Akur-
eyrar (nú Félag byggingamanna
Eyjafirði) sem varð 100 ára
snemma árs 2004.
-mm
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skílafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is