Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 2006 Gatnagerð dýrari en áætlað var Bæjarráð Akraness hefur tekið tilboði Þróttar ehf. á Akranesi í gatnagerð í 1. áfanga Skóga- hverfis á Akranesi. Alls bárust þrjú tilboð í verkið. Tilboð Þróttar ehf. var að fjárhæð tæpar 190 milljónir króna, Skóflan ehf. bauð 195 milljónir króna og KNH. ehf. á ísafirði bauð rúmar 217 milljónir króna. Kostnaðará- ætlun var tæpar 158 milljónir króna og er því lægsta tilboð rúmlega 20% yfir áætlun. Kosm- aðurinn við ffamkvæmdina skipt- ist á milli Akraneskaupstaðar, Orkuveim Reykjavikur og Landssímans. Hlutur bæjarins í framkvæmdum er tæpar 114 milljónir króna en í fjárhagsáætl- im ársins var gert ráð fyrir rúm- lega 82 milljóna króna kosmaði og verða því framkvæmdir rúm- lega 31 .milljón króna dýrari en gert var-ráð fyrir. HJ Tíl minnis Nú er fyrsta ferðahelgi sumars- ins að renna í garð og vill Skessuhorn minna alla ferða- langa á að fara varlega í um- ferðinni og óskar um leið öllum góðrar Hvítasunnuhelgar. Vectyrhorfwr Vætusamt verður suðvestan- lands á fimmtudag en víða léttskýjað á laugardag en rign- ing um kvöldið. Vætusamt víða um land á sunnudag og mánu- dag. Greinilega vætusöm Hvítasunnuhelgi framundan en fremur hlýtt í veðri. Spfyrniruj viKifnnar í síðustu viku var spurt á Skessuhorn.is: Eru umhverfis- mál í lagi í þínu sveitarfélagi? Langflestir svöruðu því til að þau væru alls ekki í lagi eða 46%, 24% sögðu þau líklega ekki í lagi, 10% vissu ekki hvort þau væru í lagi, 10% töldu þau sennilega í lagi og 10% svör- uðu því til að þau væru hik- laust í fínu lagi. í næstu viku spyrjum við: „Er verðbólgan farin að hafa áhrif í heimilishaldinu hjá þér?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendin$tvr viMnnar Skessuhorn ú t n e f n i r Kareni Jóns- dóttir nýjan bæjarstjórn- armann á A k r a n e s i Vestlending vi ku n na r. Hún er fyrsti sveitarstjórnar- maður Frjálslynda flokksins sem situr í meirihluta sveita- stjórnar hér á landi. Grundaríj arðarbær semur við OR um raforkukaup Ingibjörg Valdimarsdóttir og Hafrún Þorvaldsdóttir frá OR og Björg Agústsdóttir b<ejar- stjóri handsala samninginn Síðastliðinn miðvikudag var und- irritaður samningur milli Grundar- fjarðarbæjar og Orkuveitu Reykja- víkur um kaup bæjarins á raforku af OR. Samningurinn tryggir bænum raforku á hagstæðara verði en áður hefur boðist. Raforkan er m.a. notuð til hús- hitunar og götulýsingar auk þess sem höfnin er stór notandi og selur rafmagn til viðskiptavina sinna. Það er einmitt Orkuveita Reykjavíkur sem stendur nú að hitaveituffam- kvæmdum í Grundarfirði og er þess að vænta að á næstu misserum heyri það sögunni til að hús séu kynt með raforku. Orkuveitan rekur einnig Vamsveitu Grundarfjarðar sem fyr- irtækið keypti á síðasta ári. Frá árinu 2003 hefur sala raf- magns á íslenskum raforkumarkaði verið gefin ffjáls í áföngum. Um síðustu áramót varð raforkunot- endum frjálst að velja sér raforku- sala, skv. raforkulögum. Orkuveita Reykjavíkur er eitt af sjö sölufyrir- tækjum sem annast smásölu á raf- magni til heimila og fyrirtækja. Afi gnindarfjordur.is Tap HB Granda rúmir 1,3 milljarðar króna Sjávarútvegsfyrirtækið HB kvóta. Hærra hlutfall loðntmnar var Heildareignir félagsins námu Grandi hf. var rekið með 1.337 milljóna króna tapi fyrsm þrjá mán- uði ársins að því er kemur fram í til- kynningu sem félagið sendi Kaup- höll Islands. A sama tíma á síðasta ári var hins vegar 763 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Rekstrartekjur félagsins á þessum tíma voru 3.675 milljónir króna en á sama tíma í fyrra voru tekjurnar 3.343 milljónir króna. Tekjuaukn- inguna má að mesm rekja til hærra afurðaverðs í erlendri mynt. Afli á loðnuvertíð minnkaði verulega á milli ára vegna lítillar úthlumnar þú unnið til manneldis en áður. Hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir af- skriftir lækkaði á milli ára. Það var 22,8% fyrstu þrjá mánuði síðasta árs en 20,7% í ár. Mikill viðsnún- ingur varð í fjármagnsgjöldum og fjármagnstekjum á milli ára. I fyrra var sá liður jákvæður um tæpar 356 milljónir króna en í ár var hann nei- kvæður um tæpar 2.013 milljónir króna. Þessum viðsnúningi veldur breyting á gengisvísitölu íslensku krónunnar þ.e. hún veiktist um 13,9% á fyrsm þremur mánuðum ársins. 30.543 milljörðum króna í lok mars 2006, en 29.293 milljörðum í lok árs 2005. Þar af voru fastafjármun- ir 25.288 milljarðar og velmfjár- munir 5.255 milljarðar. I lok mars nam eigið fé 9.088 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall var 29,8%, en var 35,2% í lok árs 2005. Heild- arskuldir félagsins voru í marslok 21.454 milljarðar króna. Fyrstu þrjá mánuði ársins var botnfiskafli skipa félagsins um 13 þúsund tonn og uppsjávarafli um 48 þúsund tonn. HJ Upplifðu allt á Vesturlandi um næstu helgi Um fimmtán ferðaþjónusuaðilar á Vesmrlandi, sem starfa undir heitinu All Senses Awoken - Upp- lifðu allt á Vesmrlandi, standa fyrir ýmsum uppákomum og kynna starfsemi sína um Hvítasunnuhelg- ina sem nú fer í hönd. Allt ffá Hval- firði, upp um Borgarfjarðarhérað og vesmr um Snæfellsnes og í Dali verður hægt að fá sér gott að borða, njóta fagurrar náttúru og skemmti- legs mannlíf og síðast en ekki síst að njóta glæsilegrar afþreyingar við allra hæfi og um leið alls þess besta í íslenskri ferðaþjónustu. Boðið verður meðal annars upp á göngu- ferðir að nótm og degi, hvalaskoð- un og siglingar, tónleika, sögust- undir, myndlistarsýningar, radeiki, sveitafimess og margt fleira. Ferða- þjónustuaðilar á Vesmrlandi leggja memað sinn í að bjóða gesmm og gangandi skemmtilega daga og er því full ástæða til að hvetja Vest- lendinga til að kynna sér það sem í boði verður og upplifa það sem landshlutinn hefur upp á að bjóða. Frekari upplýsingar um viðburðina gefur Upplýsingamiðstöð Vestur- lands í Borgarnesi en einnig má sjá dagskrán Upplifðu allt daganna í auglýsingu hér í blaðinu. KÓÓ Segir hæstu laun hækka mest við sameiningu starfsmamiafélaga Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að við sameiningu Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hækki hæstu laun og með því sé verið að ganga gegn þeim skilningi sem ríkt hefur í samfélaginu um að hækka laun þeirra lægst launuðusm. Hann er því sammála skoðun Karls Björns- sonar starfsmanns launanefndar sveitarfélaga sem lýsti skoðun sinni í samtali við Skessuhorn fyrir nokkru. I samtali við Skessuhorn segist Vilhjámur hafa að undanförnu bor- ið saman laun ófaglærðs starfsfólks Akraneskaupstaðar miðað við kjarasamning Reykjavíkurborgar annars vegar og samning launa- nefndar sveitarfélaga hins vegar. Segir hann að í ljós hafi komið að stór hluti ófaglærðra starfsmanna Akraneskaupstaðar hækki sáralítið í launum með því að taka laun sam- kvæmt samningum Reykjavíkur- borgar og dæmi séu um starfsmenn sem lækka í launum. Nefnir hann í því sambandi starfsmann sem vinn- ur við ræstingar sem í dag hafi 138.279 krónur í grunnlaun sam- kvæmt samningi launanefndar. Hjá Reykjavíkurborg séu launin hins vegar 134.294 krónur. Þessi starfs- maður lækki því um 5.785 krónur á mánuði. Hins vegar segir Vilhjálmur að stjórnendur og millistjórnendur hjá Akraneskaupstað muni hækka um 20-50 þúsund krónur á mán- uði. Hann segir það vissulega fagnaðarefni að Akraneskaupstað- ur sé tilbúinn að hækka laun sinna starfsmanna en grundvallaratriði sé að sanngirni ríki í þeim hækk- unum. „Það hefur ríkt skilningur í Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. samfélaginu um að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa en með þessum gjörningi er málinu snúið á haus. Þeir hæstlaunuðustu hækka mest en þeir sem lægstu launin hafa fá lítið og sumir minna en ekki neitt. Það er algjörlega óá- sættanlegt að mínu mati,“ segir Vílhjálmur. HJ Sveitamarkaðir hefjast LAXÁ í LEIR: „Sveitamarkað- urinn við Laxá í Leirársveit verður sveitaprýði í allt sumar og fyrsti markaðsdagurinn er laugardagurinn fyrir Hvíta- sunnu,- 3.júní. Við höfum á- kveðið að vera annars alla sunnudaga í sumar og ef vel gengur kemur til greina að bæta laugardögunum við,“ seg- ir í tilkynningu frá Jóhönnu Harðardóttur sem annast und- irbúning markaðarins. „Spenn- ingurinn við undirbúninginn er nánast óbærilegur núna, verið að bóka básana og leggja loka- hönd á verkið og svo er það bara alvaran um helgina. Við verðum því miður að sigla var- lega af stað í merkingum utan- húss fyrst um sinn, en annað er alveg að verða klárt. Feikilegur fjöldi fólks hefur bókað sig á lista yfir seljendur í sumar og með fjölbreytilegar vörur svo þetta á eftir að verða gífurlega flott,“ segir Jóhanna. -mm Ber höfiið hátt BORGARNES: í aðdraganda kosninga lofa stjórnmálamenn oft ýmsu á ögurstundu. Ibúar við götuna í Kvíaholt í Borgarnesi hafa verið óhressir með tafir á lagningu slitlags á götuna, en því verki mun hafa verið lofað fyrir margt löngu. Oddviti Borgarlist- ans, Finnbogi Rögnvaldsson gekk svo langt nokkrum dögum fyrir kosningar að leggja höfuð sitt að veði fyrir því að gatan yrði komin með malbik fyrir kosn- ingadaginn. Það gekk eftir því á föstudeginum unnu starfsmenn Borgarverks að shtlagslögninni. Allir eru því sælir og kátir með lausn málsins og Finnbogi ber höfuð hátt. -mm Skólastjóri segir upp AKRANES: Auður Hrólfs- dóttir, skólastjóri Brekkubæjar- skóla á Akranesi hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kom fram á bæjarráðsfundi á fimmtudaginn. Þakkaði bæjar- ráð Auði fyrir vel unnin störf í þágu kaupstaðarins. Staðan hefur þegar verið auglýst laus til umsóknar. -hj Hvalfjarðarsveit vinsælast SUNNAN HEIÐAR: í nýaf- stöðnum kosningum fór fram skoðanakönnun um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag sunnan Skarðsheiðar. Þar fékk nafnið Hvalfjarðarsveit langflest at- kvæði eða 206, Hvalfjarðar- byggð 43 atkvæði, Heiðarsveit 38 atkvæði, Heiðarbyggð 33 at- kvæði og Hafnarbyggð fékk 2 atkvæði. Þessum niðurstöðum hefur verið komið til nafna- nefndar sem skilar niðurstöð- um sínum til nýrrar sveitar- stjórnar. -mm 55 óku of hratt BORGARFJÖRÐUR: Alls voru 5 5 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni í Borgarnesi í síðustu viku. Flest- ir þeirra voru á ferðinni eftir þjóðveginum sem liggur í gegnum umdæmi Borgar- neslögreglu. -so

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.