Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006
15
Samkomulag um
skiptingu nefiida
Akraneskaupstaðar
í samkomulagi Sjálfstæðisflokks
og Frjálslyndra og óháðra um
meirihluta í bæjarstjórn Akraness
er kveðið á um skiptingu for-
mennsku í helstu nefndum bæjar-
ins. I hlut Frjálslyndra og óháðra
kemur formennska í félagsmála-
ráði, menningarmála- og safna-
nefnd, skipulags- og umhverfis-
nefnd og atvinnumálanefnd.
I hlut Sjálfstæðisflokksins kem-
ur formennska í tómstunda- og
forvarnarnefnd, skipulags- og um-
hverfisnefnd, skólanefnd, stjórn
dvalarheimilisins Höfða og bygg-
ingarnefhd. Þá kemur það í hlut
Sjálfstæðisflokksins að tilnefna
fulltrúa Akraneskaupstaðar í stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur og stjórn
Faxaflóahafna.
HJ
Helgiganga undir
Jöldi á Jónsmessu
Á vegum Þjóðgarðsins Snæfells-
jökuls og Ingjaldshólskirkju er fyr-
irhugað að skipuleggja og hafa for-
göngu um að gengið verði frá
fornu kirkjustöðunum undirjökli,
Saxhóli og Einarslóni, að kirkjun-
um á Ingjaldshóli og Hellnum á
komandi Jónsmessu, dagana 23. og
24. júní. Dr. Pétur Pétursson og
Sæmundur Kristjánsson verði
göngustjórar. Fyrri daginn, mið-
næturganga, verður gengið ffá Sax-
hóli eftir gömlu þjóðleiðinni að
Ingjaldshóli og seinni daginn, síð-
degisganga, frá Einarslóni að
Hellnakirkju. Helgiathafnir á
kirkjustöðunum munu þau annast
sóknarprestarnir séra Ragnheiður
Karitas og séra Guðjón Skarphéð-
insson. Allir eru velkomnir í þessar
göngur sem verða auglýstar síðar.
Af snb.is
Minnkandi hagnað-
ur Fiskmarkaðs
✓
Islands hf.
Fyrstu þrjá mánuði ársins varð
tæplega 40 milljóna króna hagnað-
ur af rekstri Fiskmarkaðs Islands
hf. að því er kemur ffam í tilkynn-
ingu félagsins til Kauphallar Is-
lands. Á sama tíma í fyrra var
hagnaður tæpar 50 milljónir
króna. Á tímabilinu rak félagið
uppboðsmarkað fyrir fisk í Olafs-
vík, Grundarfirði, Stykkishólmi,
Rifi, Arnarstapa, Akranesi,
Reykjavík, Þorlákshöfn og kvóta-
miðlun, einnig slægingar og flokk-
unarstöð á Rifi. Seld voru 17.449
tonn af fiski fyrir 2.181 milljónir
króna og var meðalverð á kíló 125
krónur. Á sama tímabili árið áður
hjá Fiskmarkaði Islands hf. voru
seld 17.379 tonn af fiski fyrir
2.074 milljónir króna og var með-
alverðið á kíló 119,3 krónur.
Rekstrartekjur félagsins á tíma-
bilinu voru rúmar 207 milljónir
króna í stað tæpra 156 milljóna
króna í fyrra. Rekstrargjöld félags-
ins voru rúmar 144 milljónir
króna í stað rúmra 99 milljóna
króna. Afskriftir námu tæplega 6,7
milljónum króna og fjármagns-
gjöld voru rúmar 8 milljónir króna
sem er talsverð breyting frá árinu
á undan þegar fjármagnstekjur
námu rúmum 9,7 milljónum
króna.
I tilkynningu félagsins kemur
ffam að niðurstaðan sé í takt við
væntingar stjórnenda. Meðalverð-
ið á seldum fiski hækkar um 4,7%
á milli ára og má skýra hana helst í
viðsnúningi krónunar. Sala í
tonnum talið var svipuð á milli
ára. Veltu og kostnaðaraukningu
má skýra með tilkomu slægingar-
og flokkunarþjónustu í Rifi.
Þá segir að í rekstri sem þessum
séu óvissuþættirnir margir, meðal
annars þróun gjaldmiðla og fisk-
verðs og aflabrögð hjá viðskipta-
bátum félagsins og því sé varhuga-
vert að gefa út nákvæmar afkomu-
spár fyrir árið.
HJ
Alft á hreiðri
Nú eni álftir og aðrir farfuglar byijaðir hreiðurgerð enda varptíminn hafinn. Þessi
álftahjón völdu se'r hreiðurstæði við vatnsbakkanna á Breiðavatni í Borgarfirði og
hafa vakið mikla athygli vegfarenda enda hreiðrið einungis nokkra metra frá þjóðveg-
inum. Meðfylgjandi mynd tók Bjöm Húnbogi Sveinsson, Ijósmyndari Skessuhoms á
dögunum í kvöldsólinni í Borgaifirði.
r-----------------------------------------------------------------------------1
Auglýsinp um
deiliskipuíag a Akranesi
Akraneskaupstaður Tillaga að deiliskipulagi Dalbrautar
- Þjóðbrautar á Akranesi
Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst
eftir athugasemdum við tiTlögu að deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar á Akranesi sem
er breyting á eldra skipulagi.
Skipulagssvæðið afmarkast af Dalbraut, göngustíg norð-austan við Dalbraut 6, Þjóðbraut
og Stillholti.
í nýsamþykktu aðalskipulagi fyrir Akranes er landnotkun svæðisins breytt frá því að vera
iðnaðar- og verslunarsvæði í miðsvæði og tekur deiliskipulags-breytingin mio af því.
Tillagan gerir ráð fyrir að allar núverandi byggingar á lóðum nr. 2 við Dalbraut og nr. 1
við Þjóðbraut víki.
Lóðinni nr. 6 við Dalbraut verður skipt upp f 4 lóðir, þ.e. Dalbraut 4 og 6 og Þjóðbraut
3 og 5-7.
Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði blandað saman verslunar- og þjónustuhúsnæði og
íbúðarbvggð. Áætlað heildarbyggingarmagn á svæðinu er 20.000 m2 (með bílakjöllurum)
og heilaarfjöldi íbúða 98. Heilaanytingamlutfall með bílageymslum er 1,02.
i Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs
| að Dalbraut 8, Akranesi, fra 30. maí 2006 til og með 27. júní 2006.
s Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar
athugasemdir. Frestur til að skila inn atnugasemdum er til og með 11. júlí 2006 og skulu
þær berastá bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir
henni.
Akranesi 23. maí 2006 - sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs AkraneskaupstaÖar
Þorvaldur Vestmann