Skessuhorn


Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 31.05.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 SgESSglWfSlBlCT Smellinn hlýtur verðlaun fyrir markaðsáætlun Halldór Geir Þorgeirsson, framkvœmdastjóri Smellinn. Verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur lauk í liðinni viku á vegum Útflutningsráðs. I verkefn- inu, sem staðið hefur yfir í níu mánuði, tóku að þessu sinni ellefu fyrirtæki þátt og voru það sex framleiðendur vöru, fimm af landsbyggðinni og fjögur í þjón- ustu. Verðlaun fyrir bestu markaðsá- ætlunina komu í hlut fyrirtækisins Smellinn á Akranesi. Jón Asbergs- son formaður stýrinefndar sagði m.a. þegar verðlaunin voru afhent: „Það var samhljóða niðurstaða stýrinefndarinnar að skýrsla fyrir- tækisins Smellinn sem unnin var af Halldóri Geir Þorgeirssyni væri besta markaðsskýrsla þessa ár- gangs ÚH fyrirtækja. Um er að ræða traust fyrirtæki á innlendum markaði sem hyggst markaðssetja einstaka framleiðsluaðferð sína er- lendis. Er skýrslan yfirgripsmikil lýsing á fyrirtækinu og möguleik- um þess til að vinna markaði er- lendis. Sú leið sem fyrirtækið hef- ur valið er varfærin, en skýr og skipt í skilgreinda verkþætti þar sem árangur verður metinn áður en næstu skref eru stigin. Markað- ur fyrirtækisins er ekki auðveldur viðfangs og því verður spennandi að fylgjast með framgangi þess á næstu árum.“ Stórt skref ef af verður Sem áður sagði var það Halldór Geir Þoergeirsson framkvæmda- stjóri Smellinn sem vann verkefn- ið; „Smellinn er fyrirtæki sem alltaf er að hugsa um ffamtíðina og vegna hugsanlegrar mettunar og samdráttar á byggingamarkaði fór- um við að skoða mögulega mark- aði erlendis. Skýrslan inniheldur grófar kostnaðar- og rekstraráætl- anir sem og þau skref sem við þurfum að stíga í átt til þess að halda utan. Ekki getum við sagt að svo stöddu hvar þessi hugsanlegi markaður er en það mun koma í ljós eftir 18-20 mánaða undirbún- ingsferil hvort af þessari útrás verður. Þetta yrði stórt og dýrt skref fyrir okkur og kanna þarf markaðinn frekar, en þetta lofar allt saman góðu“, sagði Halldór Geir í viðtali við Skessuhorn. ÚH-verkefnið er ætlað fyrir- tækjum sem hafa áhuga á að hefja útflutning, auka útflutning eða treysta tök sín á markaðssetningu á erlendri grundu. Um 150 fyrirtæki hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi og spanna þau nánast alla flóru íslensks atvinnulífs. Fyrir- tækin sem tóku þátt að þessu sinni voru Smellinn, Life-Navigation, Elás, Húfur sem hlæja og Ismedia, öll frá Reykjavík, Leiðbeininga- miðstöðin Sauðárkróki, Þvotta- tækni frá Seyðisfirði, Valka og Highlanders, bæði frá Kópavogi, Islenskur kúffiskur frá Þórshöfn og Ferðamálanefnd Djúpavogs. Að ÚH verkefninu standa Útflutn- ingsráð Islands, Nýsköpunarsjóð- ur atvinnulífsins, Landsbanki, Bakkavör, Byggðastofnun og Sam- tök iðnaðarins. SO Sesselja lætur sífellt gott af sér leiða Sesselja Pálsdóttir, afrekskona í Stykkishólmi lætur enn gott af sér leiða því í síðustu viku kom hún færandi hendi á Dvalarheimilið í Hólminu og afhenti þar tvo dag- ljósalampa sem hafa reynst fólki afar vel í skammdeginu. Lampinn er þakklætisgjöf frá Sesselju og manni hennar, Þorbergi fyrir þá hlýju og vináttu sem foreldrum þeirra var sýnd þegar þau bjuggu á dvalarheimilinu. Þá færði hún einnig heimilinu hljóðtæki, sams- konar því sem hún færði Grunn- skólanum fyrir nokkru, og er það von hennar að tækið nýtist sem flestum við upplestur, skemmtanir, félagsstarf og aðrar samkomur þar sem þörf er á að hið talaða mál komist örugglega til skila. Aft- anskin, félag eldri borgara, fjár- magnaði að hluta til tækið og að sögn Sesselju voru kaupin ekki möguleg án þeirrar hjálpar. Af- rekskonan mikla lét ekki þar við sitja og afhenti bænum formlega tólf bekki sem hún hefur safnað fyrir. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í febrúar var Sesselja valin Hólmari ársins 2005 fyrir Sesselja Pdlsdóttir í Stykkishólmi. óeigingjarn starf í þágu bæjarins og íbúa hans. I samtali við Skessu- horn sagði hún: „Eg er langt frá því að vera hætt, er full af hug- myndum og held ótrauð áfram að láta gott af mér leiða. Eg ætla að kaupa annað hljóðtæki en ég hef ekki ákveðið hvort grunnskólinn eða dvalarheimilið fái það í hend- urnar. Svo ætla ég að afhenda dval- arheimilinu tvo gróðurkassa í júní, ýmist fyrir blóm eða kryddjurtir sem verða staðsettir fyrir utan heimilið," sagði hún glöð í bragði. „Svo er líka möguleiki á að kaupa fleiri bekki en ég vil hafa þá aðeins öðruvísi, bekki sem geta staðið úti allan ársins hring og eru fastir við jörðina. Já, ég held áfram á meðan ég og aðrir hafa gott og gaman af og svo lengi sem ég hef stuðning bæjarbúa,“ sagði hin óstöðvandi afrekskona að lokum. KÓÓ Yaris - fólldð komið á kreik Aðfaranótt síðastliðins mánu- dags festu þrír erlendir ferðamenn fólksbíl sinn á Kaldadalsvegi í snjóskafli. Tveir þeirra komust síðan gangandi tii Húsafells eftir um sex til sjö klukkustunda göngu. Félagar í Björgunarsveitinni OK voru kallaðir út og fengnir til að aðstoða mennina. Aðspurðir kváð- ust útlendingarnir ekki hafa tekið eftir neinum umferðarmerkjum sem bönnuðu akstur á hálendinu. Við athugun kom í ljós að umferð- armerki sem bönnuðu akstur þar um voru uppi á Kaldadalsvegi og verður vegurinn lokaður enn um sinn vegna aurbleytu að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar. Að sögn Umferðarstofu er það á ábyrgð bílaleigunnar sem leigir út bílinn að veita grundvallar upplýs- ingar fyrir erlenda ökumenn hér á landi, þ.m.t. um ástand vega á há- lendinu. Þá hefur Umferðarstofa gert bækling í samstarfi við Lands- björgu og fræðslumynd um akstur á Islandi sem ætti að auðvelda miðlun upplýsinga til erlendra ferðamanna sem þegar eru byrjað- ir að koma sér í vandræði í um- ferðinni. SO Hátíð hafsins á Akranesi Hin árlega „Hátíð hafsins“ verð- ur haldin á Akranesi laugardaginn 10. júní n.k. og er dagskráin afar viðburðarík að sögn þeirra sem að henni standa. Hátíðin fer að mestu fram við Akraneshöfn en einnig verða dagskráratriði á Sainasvæð- inu að Görðum. „Fjölbreytt dag- skrá hátíðarinnar miðar að því að þarna geti fólk á öllum aldri fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Um leið er vonandi endurvakin Sjó- mannadagsstemningin á Skaganum. Meðal annars má nefna að Kvennahlaup ISI hefst og líkur við höfn- ina, Akraborg (Sæbjörg) heimsækir Skagann og glæsilegt tívolí verður á bryggjunni. Síðar um dag- inn verða haldnir glæsilegir tónleikar í Vinaminni þar sem kvennakórarnir Vox Feminae og Ymir bjóða upp á frábæra dagskrá. Um kvöldið fer svo fram hin ár- lega Fiskiveisla á Safna- svæðinu," segir í tilkynn- ingu ffá Hátíð hafsins. Hátíðin er skiptdögð af Markaðsskrifstofu Akraneskaup- staðar í samstarfi við Faxaflóahafh- ir, Sjómannadagsráð Akraness, Sjó- mannadagsráð Reykjavíkur og Höfuðborgarstofu en þessi hátíð hefur verið haldin í Reykjavík und- anfarin ár og notið mikilla vin- sælda. MM Sjókayakmót Eiríks rauða um næstu helgi Kayakmót Eiríks rauða, sem hef- ur vaxið ár frá ári, er orðinn fastur liður í kayaksportinu og stefnir allt í að mótið í ár verði það fjölmenn- asta til þessa. Að sögn Þorsteins Sigurlaugssonar skipuleggjanda mótsins er markmiðið að kynna sem flestum kayaksportið og er dagskrá helgarinnar miðuð við að allir, jafnt vanir sem óvanir, finni eitthvað við sitt hæfi. Breiðafjörð- urinn er kjörlendi ræðara og þar finnst allt frá góðum pollum fyrir byrjendur til beljandi straumrasta fyrir þá lengra komnu. Þyrlubjörgun í fyrsta sinn Mótið verður sett á föstudags- kvöld en dagskráin sjálf hefst á laugardagsmorgun. Mikið er lagt upp úr að allir finni eitthvað við sitt hæfi og eru ferðir og námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna, börn og fullorðna. Fyrir þá sem ekki vilja róa verður hluti dag- skrárinnnar við höfnina m.a. sprettróður og veltukeppni. A laug- ardaginn kemur svo þyrla Land- helgisgæslunnar og æfir björgun á ræðara úr kayak og er það í fyrsta sinn sem það verður reynt hér á landi. Sérstakir gestir á mótinu verða þau Jeff Allen og Hadas Feldman og taka þau fullan þátt í námskeiðahaldinu auk þess sem þau munu segja ferðasögur á veit- ingahúsinu Fimm fiskum. Ekkert þátttökugjald er á mótið og allir eru velkomnir en gjald er tekið fyrir einstök námskeið. Skráning á viðburði verður í Golf- skálanum í Stykkishólmi en dag- skrá og nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.Seakayakiceland.com Oánægja með umhverfismál í síðustu viku var spurning vik- unnar svohljóðandi á vef Skessu- horns: Eru umhverfismál í lagi í þínu sveitarfélagi? Langflestir, eða um 46% svöruðu spumingunni neitandi, þau væra alls ekki í lagi og um 24% svöruðu þannig til að sennilega væru þau ekki í lagi, þannig að samanlögð óá- nægja með umhverfismál er um 68%. Nýkjörnar sveitarstjórnir hljóta samkvæmt þessu að þurfa að staldra hér við og spyrja sig þeirrar spumingar hvort eitthvað sé að í þeirra byggðarlagi og þá hvað þá helst. Ef nú er ekki rétti tíminn til að koma umhverfismálum sveitarfélaga í lag, hvenar þá? SO

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.