Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 76
Sigurbjörn Magnússon pabbi „Ég er og hef alltaf verið mjög stoltur af henni Áslaugu minni. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítalans eins og flest okkar. Þar var til þess tekið að þegar Ás- laug Arna lá með öðrum börnum þá grenjaði hún langhæst og var því auðþekkt á þessari fyrirferð og hávaða og þurfti maður ekki að leita lengi að stofunni þar sem þær mægður voru. Móðir hennar hafði á orði af þessu tilefni að það kæmi ekki á óvart að það myndi fara eitthvað fyrir henni þessari síðar þegar hún yxi úr grasi. Um það hefur móðir hennar heitin reynst sannspá,“ segir Sigurbjörn. „Áslaug heitir eftir móður minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur, sem á einmitt afmæli í dag, 6. septem- ber, og hefði orðið 89 ára ef hún hefði lifað. Hún hefði heldur betur verið ánægð og stolt með nöfnu sína og sérlega ánægjulegt að hún taki við ráðherraembætti þennan dag og það hlýtur að vita á gott. Það var alla tíð mjög kært á milli þeirra og þykir Áslaug um margt minna á ömmu sína bæði í útliti og framgöngu. Og það má segja að ef einhverjar tvær konur hafi haft áhrif á Áslaugu Örnu þá sé það móðir mín og móðir hennar, Kristín, sem lést fyrir sjö árum,“ segir hann. Hann segir Áslaugu hafa mikið keppnisskap. „Því kynntist ég þegar ég fékk að aðstoða hana í hestakeppnum af ýmsum toga hér á árum áður, en þar er um að ræða einstaklingskeppni og þá þarf allt að ganga upp á mjög stuttum tíma þegar á hólminn er komið, þótt undirbúningurinn hafi verið langur og strangur. Við áttum margar góð- ar samverustundir í hestamennsk- unni og mér tókst að ná henni í stutta hestaferð núna í ágúst upp á afrétti Gnúpverja og Hrunamanna. Var það mjög ánægjuleg sam- vera með góðum vinum á góðum hestum,“ segir Sigurbjörn. „Fyrstu eldskírn sína í pólitík fékk Áslaug fyrir tiltölulega saklaus ummæli um að það væri hennar skoðun að það ætti að vera hægt að kaupa hvítvín á sunnudögum ef menn vildu fá sér hvítvín með humrinum. Skemmst er frá því að segja að við þessi saklausu ummæli fór allt á annan endann í þjóðfélaginu en Áslaugu tókst að snúa því sér í hag með sinni jákvæðni, brosmildi og staðfestu. Alls kyns spekingar, sem reiddu hátt til höggs, þurftu að lúta í duft,“ segir Sigurbjörn. „Eplið fellur ekki langt frá eikinni, segir máltækið. Ég var einhvern tíma spurður að því af blaðamanni þegar ég var á sama aldri og Áslaug hvaða áhugamál ég hefði: Svarið var; lögfræði, pólitík og hestamennska. Kannski eplið hafi aldrei fallið af eikinni.“ MÓÐIR HENNAR HAFÐI Á ORÐI AF ÞESSU TILEFNI AÐ ÞAÐ KÆMI EKKI Á ÓVART AÐ ÞAÐ MYNDI FARA EITT- HVAÐ FYRIR HENNI ÞESSARI. Áslaugu Örnu Sigur-björnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Henni er lýst af vinum og vandamönnum sem skemmtilegri og duglegri og er sögð ekki mikla hlutina fyrir sér. Bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því hún sé afleitur ökumaður. Vinkonur hennar segja það ekki fara fram hjá nokkrum manni þegar hún gengur inn í her- bergi með rödd sína sem vinkon- urnar kalla „hina óaðfinnanlegu raddbeitingu“ enda detti engum í hug að liggja á hvísli með Áslaugu. Slíkur sé raddstyrkurinn. Amma hennar segir Áslaugu hafa kennt henni að leiða hjá sér órétt- mæta gagnrýni og kennir Áslaugu heimilisstörf á móti. Hún segir Áslaugu hafa verið stjórnsamt barn; á fyrstu árunum hafi hún stjórnað hlutunum í kringum sig og það hafi hún frá móður sinni heitinni. „Það hvarf laði nú ekki að mér að það myndi leiða til þess að hún færi að stjórna heilu ráðuneyti,“ segir amman, létt í bragði, stolt af barna- barninu sem hún hefur tröllatrú á í nýju hlutverki dómsmálaráðherra. Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir henn- ar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. Nærmynd Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fædd: 30. nóvember 1990 Menntun: MA-próf í lögfræði Embætti: Dómsmálaráðherra Magnús Sigurbjörnsson bróðir „Það var skrifað um nöfnu hennar og föðurömmu okkar að Áslaug væri einstök perla. Sú lýsing á sérstaklega vel við Áslaugu Örnu líka. Við systkinin höfum alltaf verið náin og góðir vinir. Það hefur mér alltaf þótt vænt um. Systir mín er ákveðin, óhrædd og lætur ekkert stoppa sig þó á móti blási. Hún tekur sig heldur ekki of alvarlega,“ segir Magnús. „Hún nýtir hvert einasta tækifæri til að gera gott úr hlutunum, þó þeir séu erfiðir.“ Magnús segir Áslaugu alltaf hafa borið af í ræðumennsku. „Síðan ég man eftir mér hefur hún ekki hikað við að halda ræður við hin ýmsu tilefni. Það kristallaðist í því að þegar hún byrjaði í Verzló og ég var á lokaárinu mættumst við systkinin í ræðukeppni innan skólans. Umræðuefnið var laus- læti. Við áttum að sjálfsögðu ekki séns í nýnemana með Áslaugu í broddi fylkingar og skíttöpuðum,“ rifjar Magnús upp og hlær. „Síðan verð ég að minnast á þær gleðifregnir að systir mín sé að fá bílstjóra. Ekki af því að það sé svo næs, endilega. Áslaug er bara ferlegur bílstjóri og götur borgarinnar verða öruggari þegar henni verður kippt úr umferðinni. En það er gott að það þarf ekki endilega að fara saman, að vera góður bílstjóri og góður dóms- málaráðherra. Seinna hlutverkið mun systir mín leysa með prýði.“ 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 9 -A 3 8 0 2 3 B 9 -A 2 4 4 2 3 B 9 -A 1 0 8 2 3 B 9 -9 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.