Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 78
HEIMILDAÞÁTTUR
Í KVÖLD 21:15
Tryggðu þér áskrift
Stöð 2 Sport frumsýnir sérstakan heimildaþátt um sigursælasta
handboltaþjálfara þjóðarinnar, Alfreð Gíslason sem fagnar 60 ára
afmæli sínu í dag. Henry Birgir spjallar við Alfreð um feril hans og
hvað tekur við eftir 11 ára starf hjá Kiel í Þýskalandi.
Elsa Pétursdóttir
móðuramma
„Ég hef ekki áhyggjur af því
hvernig Áslaug mun standa sig.
Hún hefur svo margt að gefa. Ég
hef aðeins áhyggjur af álaginu,
þetta verður vinna, en hún er
dugleg og úrræðagóð og ég treysti
henni til að takast á við þetta. Svo
hefur hún svo góða og þægilega
framkomu,“ segir Elsa. Hún segir
Áslaugu alla tíð hafa verið á kafi í
félagsmálum. „Það hvarflaði ekki
endilega að mér að stjórnmál
kæmu inn í myndina, en þegar ég
sá hana á landsfundi og hún tók
við ritaraembættinu þá sá ég að
sennilega yrði ekki aftur snúið.“
Elsa segist hafa lært af barna
barninu að leiða hjá sér gagnrýni
sem fylgir lífi stjórnmálamanns.
„Þetta getur verið hart og leiðin
legt. Ég er ekki á samfélagsmiðl
unum svo ég sé ekkert þar, en
sumt kemst maður ekki hjá því
að sjá. Mér finnst leiðinlegt og
sorglegt hversu margar neikvæðar
raddir heyrast í okkar samfélagi,
en ég hef lært það af Áslaugu að
taka þetta ekki inn á mig. Hún
hefur raunar kennt mér margt,
og ég vona að ég hafi kennt henni
eitthvað líka.“
Að strauja? Þú ert stundum í
aðalhlutverki á samfélagsmiðlum
Áslaugar með straujárn í hendi?
Elsa hlær. „Ég þarf ekki að hjálpa
henni, en hún er svo elskuleg og
veit að ég hef gaman af því, en jú,
ég aðstoða stundum við heimilis
störfin. Ég get ekki aðstoðað við
stjórnmálin, en í heimilisstörf
unum hef ég heilmikið fram að
færa. Mér finnst svo gaman að vera
með Áslaugu Örnu því hún er svo
þægileg, elskuleg og tillitssöm.
Hún bjargar sér sjálf, en ég hef
stundum troðið mér inn. Maður
reynir samt að vera ekki afskipta
samur en miðla samt af reynslunni
og hún miðlar mér af sinni reynslu.“
Elsa segir Áslaugu hafa verið
stjórnsamt barn. „Hún stýrði mál
unum og það gerði mamma
hennar heitin líka. Það hvarflaði
nú ekki að mér að það myndi leiða
til þess að hún færi að stjórna
heilu ráðuneyti. Hún tekur bæði
eftir mömmu sinni og pabba, en
þetta hefur hún frá mömmu sinni;
að stýra hlutunum, koma í fram
kvæmd og vera ekkert að mikla
neitt fyrir sér. Alltaf jákvæð. Ég er
svo glöð og stolt af henni.“
Hildur Björnsdóttir
vinkona
„Þegar ég tók sæti á framboðs
listanum í borginni var enginn
sem veitti mér betri móttökur
en Áslaug. Hún er frábært dæmi
um konu sem stendur með
öðrum konum. Hún er með skýran
pólitískan áttavita og er óhrædd
við að fylgja sinni sannfæringu –
en hugrekkið er að mínu viti einn
stærsti kostur stjórnmálamanns,”
segir Hildur.
„Það fer ekki fram hjá nokkrum
manni þegar Áslaug gengur inn
í herbergi, hún er auðvitað með
kraftmikla rödd sem hæfir vel
stjórnmálakonu. Við vinkonur
hennar köllum það „hina óað
finnanlega raddbeitingu“ enda
dettur okkur ekki í hug að liggja á
hvísli með Áslaugu, slíkur er radd
styrkurinn.“
Hildur segir Áslaugu jákvæða og
drífandi. „Hún hefur leitað leiða til
að nútímavæða flokksstarfið. Hún
hefur sýnt að hún getur fengist
við flókin viðfangsefni og ekkert
virðist henni ofviða. Það er ekki
annað hægt en að vera stoltur af
þessari kraftmiklu vinkonu. Ég
hlakka til að fylgjast með henni í
starfi dómsmálaráðherra.“
Svanhildur Hólm Valsdóttir
vinkona og vinnufélagi
„Áslaug er mjög merkilegt eintak
af manneskju. Eldri en árin sem
hún hefur lifað, og með alveg risa
stórt og afar rúmgott hjarta,“ segir
Svanhildur.
„Hrafnhildur, yngsta dóttir mín,
hefur tekið sérstöku ástfóstri við
hana og telur Áslaugu alltaf með
systrum sínum. Besta sem hún
veit er að fá að gista hjá Áslaugu
sinni, sem flutti tannburstann
hennar Hrafnhildar með í nýju
íbúðina úr Stakkholtinu í sumar.“
Svanhildur segir Áslaugu mikla
fjölskyldumanneskju. „Hún á
mjög sterkt og gott samband við
systkini sín. Ég held líka að það að
alast upp með systur með fötlun
hafi mótað Áslaugu mjög mikið
og gefið henni innsýn í þann heim
sem hún hefur skilað í gegnum
vinnuna. Áslaug er fær stjórnmála
maður. Klár, dugleg, vandvirk og
huguð. Hún kann sig og kemur vel
fyrir en í eðli sínu er hún algjör
skellibjalla sem á ekki innirödd,
ofsalega skemmtileg og mikill
vinur vina sinna.“
Nanna Kristín Tryggvadóttir
vinkona
„Mér finnst eins og ég hafi alltaf
þekkt Áslaugu. Hún er eins og
þriðja systir og ég finn fyrir ógur
legu stolti þegar hún tekur við
þessu verkefni, sem ég veit að hún
mun sinna af festu og röggsemi,“
segir Nanna. „Áslaug er traust,
fyndin og dugleg. Ég þekki engan
sem á jafn auðvelt með að laða
að sér fólk. Þrátt fyrir þétta dag
skrá gefur hún sér alltaf tíma fyrir
mann. Hún hefur sérstakt lag á því
að sameina. Fyrir nokkru ákváðum
við að skella okkur í einkaþjálfun,
til að taka okkur á eftir prófkjörs
baráttu með tilheyrandi pitsuáti
og sukki. Áslaug, þessi félagslynda
týpa, var áður en ég vissi af búin að
hóa í átta manna holl af stelpum
sem komu allar hver úr sinni átt
inni. Þarna hugsaði mín kona út
fyrir rammann í annars þéttri dag
skrá, að eiga tíma með vinkonum
tvisvar í viku kl. 6.30. Ómannlegt
markmið. Ef Áslaug væri ekki svona
skemmtileg er ég ekki viss um að
þetta hefði enst lengi, en þarna
varð úr nýr vinahópur sem hittist
tvisvar í viku, á ókristilegum tíma, í
þrjú ár. Og mikið er alltaf gaman!“
MAÐUR REYNIR SAMT
AÐ VERA EKKI AFSKIPTA-
SAMUR.
EF ÁSLAUG VÆRI EKKI
SVONA SKEMMTILEG ER
ÉG EKKI VISS UM AÐ ÞETTA
HEFÐI ENST LENGI.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
vinkona og vinnufélagi
„Áslaug Arna er óhrædd og ábyrg.
Hún er töffari sem tekur sig
ekki of alvarlega en tekur verk
efnin alvarlega. Hún er fáránlega
skemmtileg, full af lífi og ein dug
legasta manneskja sem ég þekki.
Ég er mjög stolt af henni."
7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
9
-B
7
4
0
2
3
B
9
-B
6
0
4
2
3
B
9
-B
4
C
8
2
3
B
9
-B
3
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K