Fréttablaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 18
FÓTBOLTI Erik Hamrén og Freyr
Alexandersson, þjálfarar íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu,
mættu líklega til komandi leikja
með nokkuð fastmótaðar hug-
myndir um það hvernig þeir ætluðu
að stilla byrjunarliðinu upp. Brott-
hvarf Jóhanns Berg Guðmunds-
sonar setti svo strik í reikninginn
og meiðsli Arnórs Sigurðssonar
fækka kostunum í kantstöðunum
enn frekar.
Lífseigar eru þær vangaveltur
hvort komið sé að því að gefa
Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri
í byrjunarliði liðsins og frammi-
staða Hannesar Þórs Halldórssonar
í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð
Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim
umræðum byr undir báða vængi.
Það er hins vegar gömul saga og
ný að Hannes Þór er vanur því að
standa sig í stykkinu með lands-
liðinu þrátt fyrir misjafna frammi-
stöðu með félagsliðum sínum.
Hannes Þór stóð sig óaðfinnan-
lega með íslenska liðinu þegar liðið
hafði betur gegn Albaníu og Tyrk-
landi og heldur að öllum líkindum
stöðu sinni á milli stanganna hjá
liðinu í leiknum í dag. Eina spurn-
ingarmerkið í varnarlínunnni er
svo hvort Ari Freyr, sem spilaði
bæði á móti Albönum og Tyrkjum,
eða Hörður Björgvin Magnússon,
sem hafði átt fast sæti í liðinu fram
að þeim leikjum, hefji leik í vinstri
bakverðinum.
Fjar vera Jóhanns Berg sem
gerði gæfumuninn í sigrinum
Fá spurningarmerki hjá íslenska liðinu
Gylfi Þór Sigurðsson, Kári Árnason og Birkir Bjarnason verða í eldlínunni með íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Mér sýnist flestir leikmenn
koma í góðu standi í þessa leiki.
Það er auðvitað spurning hvern-
ig formið er á Birki Bjarnasyni og
Emil Hallfreðssyni sem eru án
liðs eins og stendur en þeir eru
miklir fagmenn og ég hef engar
áhyggjur af þeim. Ég hugsa að
Hamrén og Freyr muni halda sig
við Hannes í markinu og sömu
fimm öftustu varnarmenn og
djúpan miðjumann sem spiluðu
á móti Albaníu og Tyrklandi.
Það verður erfitt að fylla skarð
Jóhanns Berg sem var frábær
í síðustu leikjum liðsins og
er auðvitað einn af lykilleik-
mönnum liðsins,“ segir Brynjar
Björn Gunnarsson, fyrrverandi
landsliðsmaður og þjálfari kar-
laliðs HK í knattspyrnu.
„Arnór Ingvi mun að öllum lík-
indum byrja á öðrum kantinum
og svo þykir mér líklegt að Birkir
eða Rúnar Már verði á hinum
kantinum. Það fer svo eftir
því hvaða leikplan verður sett
upp hvernig framlínan verður
skipuð. Þar kemur til greina að
nýta hraða Jóns Daða og hæfi-
leika hans til þess að herja á
bak við varnir andstæðinganna,
líkamlegan styrk Kolbeins Sig-
þórssonar og hæfileika hans við
að halda boltanum innan okkar
raða eða markanef Viðars Arnar
Kjartanssonar,“ segir Brynjar
Björn um líklega uppstillingu
íslenska liðsins framarlega á
vellinum.
„Leikirnir gegn Albaníu og
Tyrklandi og spilamennska
liðsins í þeim leikjum gerir það
að verkum að ég fer jákvæður
inn í þennan leik við Moldóvu.
Þetta eru leikir sem við verðum
að vinna og gerum það ef við
leikum á eðlilegri getu. Margir
leikmenn í okkar liði hafa verið
að spila vel bæði í Skandinavíu
og á meginlandinu
og koma með
sjálfstraust inn
í þennan leik.
Þá kemur Aron
Einar Gunnarsson
ferskur til leiks frá
Katar,” segir þessi fyrr-
verandi miðjujaxl.
gegn Albaníu og lagði upp fyrra
mark íslenska liðsins þegar liðið
lagði Tyrkland að velli opnar pláss
á öðrum vængnum. Arnór Ingvi
Traustason hefur verið að spila vel
með Malmö í Svíþjóð á keppnis-
tímabilinu og kemur sterklega
til greina í þessum leik. Þá hafa
Birkir Bjarnason og Rúnar Már
Sigurjónsson, sem eru í grunn-
inn miðjumenn, verið að leysa
kantstöðuna hjá íslenska liðinu
í þessari undankeppni. Albert
Guðmundsson getur einnig leikið
á kantinum vilji þjálfararnir auka
sóknarkraftinn.
Jón Daði Böðvarsson spilaði svo
frábærlega í leiknum við Tyrkland
og sú spilamennska gæti f leytt
honum í framherjastöðuna. Kol-
beinn Sigþórsson hefur verið að
spila meira og meira með hverri
vikunni sem líður fyrir sænska liðið
AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartans-
son verið í góðu formi fyrir Rubin
Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð
fyrir augum þjálfaranna.
hjorvaro@frettabladid.is
Íslenska karlalandsliðið
í knattspyrnu mætir
Moldóvu í undan-
keppni EM 2020 í knatt-
spyrnu karla á Laugar-
dalsvellinum síðdegis
í dag. Þetta er fimmti
leikur íslenska liðsins
í undankeppninni en
liðið hefur níu stig eftir
fyrstu fjóra leiki sína.
Baráttan verður hörð
um sæti í lokakeppn-
inni og þrjú stig nauð-
synleg í þessum leik.
Leikirnir gegn
Albaníu og Tyrk-
landi og spilamennska
liðsins í þeim leikjum gerir
það að verkum að ég fer
jákvæður í þennan leik við
Moldóvu.
Brynjar Björn Gunnarsson
Mörg jákvæð merki
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
EIGUM BÍLA Á SÉRKJÖRUM
TIL AFHENDINGAR STAX
Renault gengur í öll verk með rétta bílinn.
Hvort sem þig vantar langan 6 manna,
7 manna pallbíl fyrir vinnuflokkinn eða
snarpan og rúmgóðan rafbíl í útköllin.
Komdu og veldu þér vinnufélaga.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
5
9
3
R
e
n
a
u
lt
3
x
a
tv
in
n
u
b
il
a
a
5
x
x
1
e
e
t
RENAULT TRAFIC CREW-VAN
6 SÆTA/FARANGURSRÝMI, DÍSIL, BEINSKIPTUR
TILBOÐ: 3.830.645 kr. án vsk.
TILBOÐ: 4.750.000 kr. m. vsk.
RENAULT MASTER DOUBLE CAB
7 SÆTA/PALLBÍLL, DÍSIL, BEINSKIPTUR
TILBOÐ: 3.782.258 kr. án vsk.
TILBOÐ: 4.690.000 kr. m. vsk.
RENAULT KANGOO EV
100% RAFBÍLL, SJÁLFSKIPTUR
TILBOÐ: 3.560.000 kr.
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
7 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
0
7
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
9
-8
F
C
0
2
3
B
9
-8
E
8
4
2
3
B
9
-8
D
4
8
2
3
B
9
-8
C
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
6
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K