Skessuhorn - 16.08.2006, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettö
alltaf gott - alltaf ódýrt
33. tbl. 9. árg. 16. ágúst 2006 - Kr. 400 í lausasölu
I Flatey var á árum áður mjög blómlegt athafhalif og þar hefur verið stunduð verslunfrá á miðóldum. Þó heilsárs búseta í eyjunni hafi
að mestu lagst af er mikið mannlíf þar á sumrin. Þessi ungi herra, Hilmar Þór, eyðir stórum hluta sumarsins hjá ómmu sinni og afa í
Flatey. Þar stundar hann verslunarstörf en hann selur gestum og öðrum ferðamönnun skeljar.; lundalappir og heimatilbúna sultu. Hann
sagði blaðamanni, sem leið átti um eyjunafyrr íþessum mánuði að vel gengi að selja vaminginn og væri þá alveg sama hvemig viðraði.
I þorpinu á Flatey hefur svipmót gamla tímans að miklu leyti haldið sér. Hilmar Þór setur óneitanlega skemmtilegan svip á mannlífið í
eyjunni og tekur alla sem heimsækja eyjuna aftur í tímann. K00
Talsverður samdráttur
í fasteignaviðskiptum
á Akranesi
Breytt
bæjarmála-
samþykkt
stendur
Félagsmálaráðuneytið hefur
úrskurðað að málsmeðferð sem
viðhöfð var við breytingar á
bæjarmálasamþykkt Snæfells-
bæjar hafi uppfyllt skilyrði
sveitarstjórnarlaga. Mun ráðu-
neytið því staðfesta samþykkt-
ina.
Það var Gunnar Orn Gunn-
arsson bæjarfulltrúi minnihluta
bæjarstjórnar sem sendi ráðu-
neytinu stjórnsýslukæru þann
4. júlí s.l. á hendur meirihluta
bæjarstjórnar og bæjarstjóra
þar sem karfist var að ráðu-
neytið hafnaði umræddum
breytingum. Upphaflega hafði
bæjarstjórn samþykkt um-
ræddar breytingar að lokinni
seinni umræðu þann 27. apríl
2006. Áður en ráðuneytið
hafði staðfest þá breytingu
samþykkti bæjarstjórn frekari
breytingar að lokinni fyrri um-
ræðu á fundi þann 15. júní. Þar
sem bæjarstjórn samþykkti
einnig á þessum fundi tillögu
um sumarfrí í júlí og ágúst var
málinu vísað til seinni umræðu
í bæjarráði, sem bæjarstjórn
hafði veitt fullt umboð til
starfa sem bæjarstjórn.
Við þá afgreiðslu bókaði
Gunnar Örn hörð mótmæli við
því að seinni umræða færi fram
í bæjarráði en ekki bæjarstjórn.
Vísaði hann meðal annars til
samtals við „lögmann félags-
málaráðuneytisins og lögmann
samtaka sveitarfélaga sem báð-
ir efuðust um réttmæti þess að
færa þessa umræðu yfir í bæjar-
ráð í sumarleyfi bæjarstjórnar"
sagði m.a. í bókuninni.
m
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
í síðasta mánuði var þinglýst 13
kaupsamningum í fasteignavið-
skiptum á Akranesi. Er það tals-
verður samdráttur frá því í mánuð-
inum á undan þegar þinglýst var 27
samningum. Þetta kemur ffam í
samantekt frá Fasteignamati ríkis-
ins. Mikill samdráttur hefur einnig
orðið í mörgum öðrum sveitarfé-
lögum á sama tíma. Rétt er þó að
geta þess að í júlímánuði í fyrra var
einungis þinglýst 10 kaupsamning-
um á Akranesi.
Fasteignamat ríkisins hóf í apríl á
síðasta ári að birta tölur yfir þing-
lýsta kaupsamninga ffá mánuði til
mánaðar á Akranesi. Ef bornar eru
saman tölur síðustu ijögurra mán-
aða í ár og á sama tíma í fýrra kem-
ur talsverður samdráttur í ljós. Frá
því í apríl til loka júlí í fyrra var 122
kaupsamningum þinglýst á Akra-
nesi eða rúmlega 30 samningum á
mánuði. Sömu mánuði þessa árs var
þinglýst 73 samningum eða rúm-
lega 18 samningum á mánuði. Sam-
drátturinn er því ríflega 40%.
Eins og ffam kom í ffétt Skessu-
horns í júlí voru þá merki um að
hægt hefði á húsnæðismarkaði og
ýmis teikn á loffi um lækkandi fast-
eignaverð á Akranesi m.a. vegna
breytinga á útlánareglum og mikils
ffamboðs á nýju húsnæði. Má í
þessu sambandi nefna að nokkrar
eignir hafa verið á söluskrá um
margra mánaða skeið. Þá virðist
sem lækkun sé að einhverju leyti að
koma ffam því sjá má á fasteigna-
auglýsingum að ýmsar fasteignir
hafa verið lækkaðar í verði. Sem
dæmi má nefna eldra einbýlishús
sem í janúar var auglýst til sölu fyr-
ir 28,3 milljónir króna er nú skráð á
21,5 milljónir króna. Þá eru dæmi
um fasteignaeigendur sem tekið
hafa eignir sínar af sölu vegna lítill-
ar eftirspurnar. KOP
Einn prammanna að störfum í
Hraunsfirði.
Ljósm.: Sverrir Karlsson.
Þang-
skurðar-
prammar í
Hrauns-
firði
Vegfarendur sem leið áttu
um Hraunsfjörð á Snæfells-
nesi á dögunum ráku upp stór
augu þegar þeir sáu torkenni-
leg tæki við störf skammt frá
landi. Við fýrstu sýn virtust
vera um að ræða skurðgröfur
en þegar nánar var að gáð
kom í Ijós að þarna voru
komnir þangskurðarprammar
í eigu Þörungaverksmiðjunn-
ar á Reykhólum. Að sögn
Halldórs Ó. Sigurðssonar
framkvæmdastjóra verksmiðj-
unnar er þetta ekki í fýrsta
skipti sem prammarnir fara
svo langan veg til þangskurð-
ar. Síðast hafi þeir að öllum
líkindum verið í Hraunsfirði
fýrir fjórum árum en það er sá
tími sem þangskurðarsvæði
eru að jafhaði hvíld að skurði
loknum.
Þegar fara þarf með
prammana svo langan veg ffá
verksmiðjunni á Reykhólum
ferjar flutningaskipíð Karlsey,
sem er í eigu Þörungaverk-
smiðjunnar, þá á milli svæða.
HJ