Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 »ik£S9Utlu»J 1 Til minnis Skessuhorn minnir á Danska daga sem haldnir verða í Stykkishólmi um komandi helgi. Ve5tirhorfnr Hægviðri og víða léttskýjað á fimmtudag en dálítil súld Vest- anlands. Snýst í sunnanátt á föstudag, víða rigning eða súld sunnan- og vestantil um helg- ina en bjart með köflum og hlýtt á norðaustanverðu land- inu. Spttrnin^ viK^nnar í síðurstu viku var spurt á Skessuhorn.is; „Hafa um- hverfismál á þínum slóðum lagast í sumar?" Rúmlega 38% svarenda segja þau alls ekki hafa lagast, rúmlega 23% segja þau sennilega ekki hafa lagast, rúmlega 13% svarenda vita það ekki, tæplega 13% segja þau líklega hafa lagast og lokum sögðu einnig tæp- lega 12% svarenda að þau hafi tvímælalaust lagast. í næstu viku spyrjum við: „Nœr ÍA að halda sœti sínu í efstu deild í knattspyrnu?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlenciiníjwr viK^nnar Skessuhorn útnefnir að þessu sinni Vestlending vikunnar hinn óþekkta ökumann sem í einu og öllu hefur farið að ákvæðum umferðarlaga og sýnt þar með samborgurum sínum afar tímabært fordæmi. Benedik! Sýnt í í Uugard, 19. ágúst M. 20 uppselt Sunnud. 20. ágúst kl. 15 ðrfá sarti laus I Sunnud. 20. ágúst kl. 20 ðrfá sæti laus | Föstud. 25. ágúst Id. 20 ðrfá sæti laus Laugard. 26. ágúst M. 15 uppselt Laugard, 26. ágúst M. 20 uppselt Laugard. 2. september M. 20 Sunnud. 3. september M. 15 Sunnud. 3. september H. 20 Sta^esta þatf miða msð greiðslu uiku fyrir sýníngatdag LEIKHÚSTIIB00 TvtretUiúur k\oldvvrúur t>t* lcikhusmíöi kr. 4300 - 480Q.~ MIOAPSNIANIR f SiMA 55Í 1600 w 5SLYVÍÁ Búist við talsverðrí hækkun fasteignamats í Grundarfirði Skólablað í næstu ríku Næsta tölublað Skessuhorns verður helgað skólamálum enda skólar landsins að hefjast á ný efir sumarleyfi. I blaðinu verð- ur gerð úttekt á skólum í fjjórð- ungnum og hugað almennt að málefnum skólanna. Þeim auglýsendum sem vilja nýta sér þá umfjöllun er bent á að hafa samband við auglýs- ingadeild í síma 433-5500 eða senda póst á netfangið katrin@skessuhorn.is -KÓP Búist er við talsverðri hækkun fasteignamats í Grundarfirði í kjöl- far endurmats Fasteignamats ríkis- ins á fasteignum þar. Endurmatið fer ffam að beiðni Grundarfjarðar- bæjar eftir að í ljós kom mikið ósamræmi í verðmætamati ein- stakra eigna og lóða. Endurmatinu er nú að ljúka og síðar í mánuðin- um mega fasteignaeigendur búast við tilkynningu um nýtt mat eigna. I framhaldinu geta húseigendur gert athugasemdir við matið. End- anlegt fasteignamat mun síðan taka gildi 1. nóvember. Fasteignamat er sem kunnugt er grunnur að álagningu fasteigna- skatta sveitarfélaga og að því er kemur fram á vef Grundarfjarðar- bæjar mun bæjarstjórn taka álagn- ingu sína til endurskoðunar fýrir næsta ár með hliðsjón af þeim breytingum sem verða við endur- matið. HJ Fjánnálafyrirtæki styrkja nám á Bifröst Benedikt Gíslason, Straumi - Burðarási, Bemhard Þór Bemhardsson , forseti viðskipta- deildar og Haukur Oddsson, Glitni, undirrita styrktarsamninginn. Við setningu meistaranáms á Bif- röst síðastliðna helgi var undirrit- aður samningur á milli skólans og fýrirtækjanna Glitnis og Straums - Burðaráss. Samningurinn felur í sér að fýrirtækin munu styrkja meist- aranám í bankastarfsemi, fjármál- um og alþjóðaviðskiptum. Fyrir- tækin leggja ffam hvort um sig tvær og hálfa milljón á ári í þrjú ár eða samtals 15 milljónir króna. Þessir fjármunir verða notaðir til þess að styrkja prófessorsstöðu í bankaviðskiptum við viðskiptadeild skólans og munu þannig stuðla að auknum rannsóknum á íslenskum fjármálafýrirtækjum og á íslensku fjármálalífi. Gert er ráð fýrir að MS-nám í bankastarfsemi, fjármál- um og alþjóðaviðskiptum verði stefnumiðað og stefnt er að því að höfða til þeirra sem hafa áhuga á að starfa í fjármálafyrirtækjum eða við fjármál í fyrirtækjum í miklum al- þjóðaviðskiptum. Við ákvörðun um innihald námsins var litið til sam- bærilegs náms við erlenda háskóla enda um alþjóðlega atvinnugrein að ræða en fáir markaðir eru jafh alþjóðlegir og fjármálamarkaðir. Töluverður hluti kennslunnar mun fara fram á ensku enda lögð áhersla á að fá öfluga erlenda kennara. Þar má helst nefna Edinborgarháskóla og State University of New York. Einnig eru fengnir kennarar frá þekktum erlendum fjármálafyrir- tækjum svo sem Bear Stearns fjár- festingabankanum og Dow Jones Corporation en einnig munu sér- fræðingar íslenskra fjármála- og ráðgjafafýrirtækja koma að. -KÓP Lóðin sem um rœðir er rnesta lóð við framkvœmdasvæði Bónusverslunarinnar. S Akvörðun bæjaryfirvalda staðfest Félagsmálaráðuneytdð hefur kveðið upp úrskurð í kæru Blikk- verks sf. og Gísla Stefáns Jónssonar ehf. á hendur Akraneskaupstað. Kæran snéri að vilyrði fýrir úhlutun lóðar við Smiðjuvelli 17 sem Akra- neskaupstaður veitti Bílási ehf. Kærendur höfðu sótt tun lóðina og kröfðust þess að ákvörðun bæjarins væri úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Kærendur fundu það helst að málsmeðferð bæjaryfirvalda að samið var við Bílás um úthlutun lóðarinnar án undangenginnar aug- lýsingar og þannig hafi jafnræðis- regla stjórnarskrárirmar verið brot- in, enda hafi bæjaryfirvöldum átt að vera kunnugt um áhuga þeirra á lóðinni. Þá telja þeir m.a. að vinnu- reglur Akraneskaupstaðar um út- hlutun lóða hafi verið brotnar. Félagsmálaráðuneytið fellst ekki á þessi sjónarmið og úrskurðar að ákvörðun bæjaryfirvalda skuli standa óhögguð. Ráðuneytið fellst á þær skýringar Akraneskaupstaðar að Bílás ehf. hafi þegar ákvörðunin var tekin staðið ffam kærendum með tilliti til þáverandi húsnæðis- aðstæðna og fýrri umsókna. Auk þess telur ráðuneytið að bæjaryfir- völd hafi heimild til að víkja frá reglum um auglýsingar lóða, enda kveði grein 3.4 í úthlutunarreglum Akraneskaupstaðar á um að bæjar- ráði sé í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum án aug- lýsinga þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipu- lögðum svæðum. Félagsmálaráðuneytið beinir því þó til bæjaryfirvalda að skýra reglur hvað varðar þessa vmdantekningu á þeirri meginreglu að auglýsa lóðir. Ráðuneytið telur að regla 3.4 sé ekki nógu skýr og gagnsæ svo borg- ararnir geti treyst því að ákvarðanir sem teknar séu á gnmdvelli hennar séu byggðar á málefnalegum sjón- armiðum og telur að í henni verði að vera leiðbeiningarsjónarmið um hvenær teljist rétt að beita henni. -KÓP Leik flýtt í Landsbanka- deildinni FÓTBOLTINN: Vegna und- anúrslita í Visa bikarkeppni karla í fótbolta dagana 28. og 29. ágúst hefur leik IA og Keflavíkur sem vera átti sunnu- daginn 27. ágúst í Landsbanka- deild karla verið flýtt og fer leikurinn fram á Akranesvelli fimmtudaginn 24. ágúst klukk- an 18. -mm Gistinóttum fjölgar LANDIÐ: Fjölgun varð á gistinóttum á hótelum í júní um 8% á milli ára á landsvísu. Hlutfallslega mest fjölgun var á svæðinu Suðurnes, Vesturland og Vestfirðir, eða um 17%, úr 12.100 í 14.100. Innlendum ferðamönnum fjölgar meira en erlendum, en Islendingum fjölgaði um 22% en útlending- um um 5% á landsvísu. Nokkur fjölgun varð á gistirými, her- bergjum fjölgaði um 2% en rúmum um 1% og fjöldi hótela fór úr 73 í 75. Gistinóttum fyrstu sex mánuði ársins hefur fjölgað um 10% miðað við sama tíma í fýrra og varð fjölg- unin hlutfallslega mest á Suð- urnesjum, Vesturlandi og Vest- fjörðum eða 26%, úr 36.700 í 46.100. 11% fjölgun má rekja til Islendinga en 9% til erlendra ferðamanna. -kóp Enn eykst umferð HVALFJARÐARGÖNG: Um liðna verslunarmannahelgi var 15% meiri umferð um Hval- fjarðargöng en um sömu helgi í fyrra. Þetta kemur fram á vef Spalar. I júlí jókst umferð um tæp 6% miðað við sama mánuð í fýrra og frá október 2005 til loka júlí 2006 jókst umferð um 13 % miðað við árið á undan. I því sambandi er rétt að geta þess að í tölum fyrra árs er stór hluti umferðar verslunar- mannahelgarinnar þar sem frí- dagur verslunarmanna var þá 1. ágúst. -hj Borgarbyggð styrkir Snorrastofu BORGARBYGGÐ: Byggða- ráð Borgarbyggðar samþykkti á dögunum að greiða Snorrastofu í Reykholti 900 þúsund krónur í framlag á árinu 2006. Á und- anfömum ámm hefur Héraðs- nefnd Mýrasýslu veitt framlag til Snorrastofu en vegna breyt- inga á sveitarfélagaskipan í sýsl- unni var ekki gerð fjárhagsáætl- un fýrir Héraðsnefhdina á árinu 2006. -hj Ekið utan í gangnavegg HVALFJARÐARGÖNG: Fólksbíl var ekið utan í gangna- vegg Hvalfjarðarganga á sunnudaginn var. Tvennt var í bílnum en engin meiðsl urðu á fólki. Ekki þurfti að loka göng- unum en umferð var stýrt í gegnum þau í eina átt í einu og gekk hún afar hægt um tíma. -kóp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.