Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 41. tbl. 9. árg. 11. október 2006 - Kr. 400 í lausasölu
Undir regnboga - Því befur oft veriS haldiSfram aSfiskveiSiskip Islendinga séu gullkistur þeirra. Þetta reynist rétt, eftekiS er miS af
meSfylgjandi mynd sem tekin var nýlega af Akraneshöfn. ViS bryggju lá þann 1. október sl. Vtkingur AK Efmyndin prentast vel má
sjá aS regnboginn endar t Víkingi miSjum. Ljósm: Hjördts GarSarsdóttir.
Virðisaukaskattur af veggjöld-
um um Hvalfj arðargöng lækkar
Meðal
efnis:
• Breiðafjarðarperlan
Flatey.......bls. 16
• Björgunarsveitir
sameinast....bls. 24
• Fasteignafélag um
Menntaskóla..bls. 2
• Forvarnarfulltrúi ráðinn
á Akraness...bls. 24
• Tak-Malbik....bls. 12
• Verður Vaxtarsamningur
til góðs?....bls. 10
• Fatlaðir kaupa eigin
bíl..........bls. 11
• Saumaskúbburinn
Suvivor......bls. 22
v y
Ríkið
hyggur á
sölu eigna
Samkvæmt fjárlagafhimvarpi
fyrir árið 2007, sem lagt var fram
í upphafi þings, er fjármálaráð-
herra heimilt að selja ýmsar fast-
eignir og jarðir. A meðal þeirra
sem sérstaklega eru til taldar er
Kveldúlfsgata 2 í Borgarbyggð.
Ráðherra er heimiluð sala á
henni og að láta andvirðið renna
í Framkvæmdasjóð fatlaðra. I
húsnæðinu hefúr verið rekið
sambýli.
Aðrar eignir sem talað er um
að selja eru; eignarhlutur ríldsins
í Mánabraut 20 Akranesi, fast-
eignin Hvammshlíð í Skorradal
og þar verður andvirðinu ráðstaf-
að til Skógræktar ríkisins, land
rikisins innan þéttbýlilsmarka í
Grundafirði, jörðin Glaumbær í
Staðarsveit og prestsseturjörðin
Hvol í Saurbæjarhreppi. Þá er
heimild veitt til að kaupa jarðir
vegna stækkunar þjóðgarðs við
Snæfellsjökul og að kaupa land
Brekkubæjar á Hellnum. KOP
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Virðisaukaskattur af veggjöldum í
Hvalfjarðargöngum mun lækka úr
14% í 7% þann 1. mars 2007, sam-
kvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar
sem kynnt var í fyrradag. Um langt
skeið hefúr það verið baráttumál
þeirra er Hvalfjarðargöng þurfa að
nota að virðisaukaskatturinn verði
felldur niður eða hann lækkaður.
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra segir lækkun þessa í samræmi
við það sem ríkisstjórnarflokkarnir
höfðu lofað um lækkun virðisauka-
skatts í ferðaþjónustu. „Eg hef lagt
mikla áherslu á að þetta loforð yrði
efút sem fyrst og nú hefúr það gerst.
I stjómarsáttmálanum var kveðið á
um að skapa ferðaþjónustunni svip-
að skattaumhverfi og er í löndunum
í kringum okkur og með þessari
ákvörðun ríkisstjómarinnar lít ég
svo á að það hafi verið gert. Að auki
er verið að bregðast við óskum
þeirra fjölmtirgu er göngin nota um
lækkun virðisaukaskattsins. Eg hef
oft sagt að ég vildi beita mér fyrir
lækkun virðisaukaskattsins af
veggjöldum og því er þessi ákvörðtm
mikið fagnaðarefni," segir Sturla.
Gísli Gíslason, stjómarformaður
Spalar ehf., sem á og rekur Hval-
fjarðargöng, segir að stjóm félagsins
muni fjalla um málið á næsta fundi
sínum. Það sé ljóst í sínum huga að
lækkunin muni að sjálfsögðu skila
sér að fullu til vegfarenda. Hvernig
því verði nákvæmlega háttað verði
hins vegar að koma í ljós þegar nær
dregur.
Gísli segir ákvörðun ríkisstjómar-
innar ánægjuleg tíðindi. „Veggjaldið
í göngin hefur á liðnum árum verið
lækkað vegna aukinnar umferðar en
að auki hefúr gjaldið einnig lækkað
að raungildi. Allt hefúr þetta komið
vegfarendum til góða og þannig
aukið áhrif ganganna á samfélagið".
I dag kostar stök ferð fólksbíls um
göngin 1.000 krónur. Þá er hægt að
kaupa afsláttarkort með tíu ferðum
þar sem hver ferð kostar 600 krónur.
I áskrift þar sem 40 ferðir era keypt-
ar í einu kostar hver ferð 390 krón-
ur og þegar keyptar em 100 ferðir í
áskrift kostar ferðin 270 kr. HJ
Níu manns
vilja á lista
Sjálfstæðis-
flokksins
Á kjördæmisþingi Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi,
sem haldið var á Isafirði um síð-
ustu helgi, upplýstu mu manns
um áhuga sinn til setu á ffam-
boðslista flokksins við næstu Al-
þingiskosningar. Eins og ffam
hefur komið í fféttum Skessu-
horns var ákveðið á fundinum að
uppstillingarnefnd geri tillögu til
kjördæmisráðs um skipan listans.
Björn Bjarki Þorsteinsson, ffam-
kvæmdastjóri flokksins í kjör-
dæminu segir að uppstillingar-
nefndin, sem í sitja fimmtán
manns, komi saman fljótlega og
stefnt sé að því að ffamboðslist-
inn verði afgreiddur í nóvember.
Þrír þingmenn flokksins í kjör-
dæminu gefa allir kost á sér til
endurkjörs, þeir Sturla Böðvars-
son, Einar Kristinn Guðfinnsson
og Einar Oddur Kristjánsson.
Auk þeirra hafa Ásdís Guð-
mundsdóttir á Sauðárkróki,
Bergþór Olason á Akranesi,
Birna Lárusdóttir á Isafirði,
Borgar Þór Einarsson á Akra-
nesi, Jakob Falur Garðarsson í
Reykjavík og Orvar Marteinsson
í Olafsvík gefið kost á sér tdl setu
á listanum. Þá kom fram á fund-
inum að Adolf Berndsen á
Skagaströnd íhugi framboð.
Guðjón Guðmundsson á Akra-
nesi og Jóhanna Pálmadóttir á
Akri tilkynntu hins vegar á fund-
inum að þau sæktust ekki effir
sæti á ffamboðslista flokksins.
Á fúndi kjördæmisráðsins var
Jón Magnússon í Skagafirði kjör-
inn nýr formaður ráðsins. IIJ
II III III III
•&SPM
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN í HÉRAÐI
Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 • 108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is