Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 12

Skessuhorn - 11.10.2006, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 Gæði manmirkjanna ráðast af gæði efhanna sem í þau fara Rætt við Olaf Sveinsson, framkvæmdastjóra Taks - Malbiks efnisvinnslufyrirtækis. Eitt af betur geymdum leyndar- málum í fyrirtækjaflóru Vesmrlands er efnisvinnslufyrirtækið Tak - Mal- bik ehf. Félagið hefur verið starfrækt síðan árið 1978, en þá hét það reyndar einungis Tak, og var stofhað í Búðardal af Jóhannesi Benedikts- syni. Fyrirtækið sinntd þá almennri verktakastarfsemi, vegagerð og fleiru í þeim dúr. Jóhannes var aðal- eigandi og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins frá upphafi þar til hann lést árið 1999. Þá stóðu þeir sem tengd- ust fyrirtækinu ffammi fyrir þeirri spumingu hvort þeir ættu að láta fyrirtækið sigla sinn sjó eða að reyna að blása lífi í reksturinn. Þeir Ólafur Sveinsson, Halldór Gunnlaugsson og Kristján Rúnar Kristjánsson ákváðu að halda merkjum Jóhannes- ar á lofti og reka fyrirtækið áffam. Við það varð Tak - Malbik ehf. til, en Tak ehf. er ennþá til sem félag. Þeir Halldór og Kristján Rúnar starfa hjá fyrirtækinu og sjá um vélar og tæki, en Ólafur sér um aðra þætti sem til falla. Fyrirtækið var stofhað í Búðardal, eins og fyrr segir, en flutti starfsemi sína í Borgames á árunum 1994- 1995. Þar hefur það enn höfuð- stöðvar sínar, en það er ekki vel sýni- legt enda er starfsemi þess að mestu leyti annarsstaðar. Fyrirtækið er nú sérhæft efnisvinnslufyrirtæki og sinnir ekki annarri starfsemi en efh- isvinnslu, broti og hörpun, en er þess umsvifameira á því sviði. Allir geta skipt við okkur Ólafur sagði í samtali við Skessu- horn að starfsemi fyrirtækisins réðist mjög af umsvifum í ffamkvæmdum og veðráttu. I þenslutíð eins og ver- ið hefði undanfarin ár þyrfti meira efhi og starfsemin ykist í réttu hlut- falli við það. Veðráttan spilaði einnig stóran þátt hjá fyrirtækinu þar sem það selur mikið af efifi í malbikunar- ffamkvæmdir sem háðar em veðri. Fyrirtækið sér t.a.m. Hlaðbæ - Colas hf. fyrir efhi í hluta af þeirra ffam- kvæmdum. „Vtð eram ekki í sam- keppni við verktaka á tdlboðsmarkaði og bjóðum ekld í verk, nema efffis- vinnsluverkefni. Þess vegna geta aðrir verktakar skipt við okkur,“ seg- ir Ólafur. Starfsmenn fyrirtækisins vora 14 í sumar en þeir eru eitthvað færri yfir vetrartímann. Fyrirtækið á í dag sjö brjóta, þrjár stórar og öflugar belta- hörpur og ýmsan annan búnað sem er starfseminni nauðsynlegur, svo sem hjólaskóflur og gröfur. Fyrir- tækið sinnir útboðsverkefhum fyrir vegagerð og alhliða námuvinnslu og námarekstri í Hólabrú, en margir hafa séð glitta í námuna í hlíðinni fyrir ofan munna Hvalfjarðargang- anna að norðanverðu. Fjölbreyttar tegundir og meiri kröfiir Tak - Malbik ehf. hefur sinnt framkvæmdum um allt land þó hjarta starfseminnar slái á Vestur- landi. „Við erum með samninga við ýmsa landeigendur um námavinnslu í þeirra landi, í Dölum, á Snæfells- nesi, í Borgarfirði og víðar. Þá höf- um við fylgt verktökum víða til að sjá þeim fyrir efhi. Höfum við tdl að mynda verið í Eyjafirði, á Vestfjörð- um og fylgdum m.a. Borgarverki út í Grímsey svo eitthvað sé nefnt,“ seg- ir Ólafur. Fyrirtækið býður upp á ýmsar efhistegundir og geta menn komið á svæðið með bíl og fengið á- mokstur á staðnum. Ekki ber á öðru en verktakar séu ánægðir með þjón- ustuna. Ólafur segir að kröfur hins opin- bera séu ætíð að aukast hvað varðar gæði þessi efnis sem notað er í mannvirki og því þurfi sífellt að vanda betur til verka. „Þess vegna er þekkingin sem býr í fyrirtækinu á því hvemig á að leysa efifisvinnslutengd vandamál svo verðmæt. Það býr enda mikil reynsla í fyrirtækinu. Rúnar hefur t.d. unnið í 25 ár við efhisvinnslu og Halldór í 10-12 ár. Það er alltaf verið að gera æ meiri kröfur um komastærð og korna- dreifingu og umhverfissjónarmið verða æ háværari. Það verða tækni- ffamfarir í þessum geira eins og öðr- um. Ef menn ætla að vera í ffemstu röð verða þeir að búa yfir nýjustu tækni.“ Ólafur segir að kröfur hins opinbera séu meðal annars ástæða fyrir vaxandi verkefnum. „Aður fyrr fóru menn í næstu hlíð og náðu sér í Auknar kröfur til efnisins sem notað er verður til þess að fyrirtækið þarf víða að leita fanga. Það rekur um 10-15 námur aðallega á Vestur- landi og í fyrra var ffamleiðslan í kringum 200 þúsund rúmmetra, eða um 320 þúsund tonn. Efhi ffá fyrir- tækinu er notað í alls kyns mann- virki; bryggjm, hús, vegi, göngu- Snemma beygist krókurinn. Óskar Gísli í vinnunni meó pabba sínum, Halldóri. efhi. Nú eru kröfurnar orðnar meiri stíga, flugvelli, reiðvegi, garða og og í dag er notað miklu meira af margt fleira. Það er því ljóst að verk- unnu efffi til allrar mannvirkjagerð- efhin eru ærin hjá fyrirtækinu. ar.“ KÓP Kristján Rúnar Kristjánsson hugar aó tœkjum fyrirtœkisins í Svínadal. Eigendur Taks - Malbiks ehf. Ólafur Sveinsson, Halldór Guimlaugsson og Kristján Rúnar Kristjánsson. Umhverfisráðherra heimsækir jámblendiverksmiðjmia A myndinni frá vinstri: Sigarijörg Sæmundsdóttir umhverfisráðuneytmu, Egill Þ. Einarsson Umhverfisstofnun, Ingimundur Birnir, Jónina Bjartmarz, Þorsteinn Hannesson Ij og Sigrún Pálsdóttir Ij. Ljósm. ARH „Áður þekkti ég Járnblendiverk- smiðjuna einungis í sjón en nú þekki ég hana líka í raun. Hér fékk ég gagnlegar upplýsingar og svör við öllum spurningum,“ sagði Jón- ína Bjartmarz umhverfisráðherra þegar hún kvaddi stjórnendur Is- lenska járnblendifélagsins að lok- inni heimsókn á Grundartanga sl. fimmtudag. En þangað fór ráðherra ásamt ásamt embættismönnum og fulltrúa Umhverfisstofhunar. Heimsóknin var að frumkvæði ráðherrans sem gaf sér góðan tíma til að kynna sér starfsemina í máli og myndum og skoða síðan sjálfa verksmiðjuna. Ingimundur Birnir, forstjóri, Þorsteinn Hannesson, rekstrarstjóri á ffamleiðslusviði, og Sigrún Pálsdóttir, framkvæmda- stjóri gæða-, öryggis- og umhverf- issviðs, önnuðust kynninguna og svöruðu fjölmörgum fyrirspurnum gesta. Jónína Bjartmarz er fyrsti um- hverfisráðherrann sem heimsækir Islenska járnblendifélagið ffá því umhverfisráðuneytið var sett á laggir. Htín sagði ástæðuna fyrir heimsókninni vera kvartanir sem berast aftur og aftur frá Akranesi og Reykjavík um reykmengun frá verksmiðjunni og kvaðst hún ein- faldlega hafa ákveðið að mæta á staðinn til að kynna sér starfsemina og umhverfismálahlið hennar alveg sérstaklega. Umhverfisstofnun fylgist reglu- lega með Járnblendiverksmiðjunni og ffam kom á fundinum að stofh- unin hefði ekki gert neinar meiri- háttar athugasemdir við starfsemi og útblástur þar undanfarin ár. Umgengni og úrgangsmál væru í góðu lagi en hins vegar væri ekki hægt að una við stöðugan „reykleka“ í síuhúsum sem stafaði af því að gat kæmi á poka í hreinsi- virki. Ennfremur kom fram að reyklosun, sem verður vegna yfir- hita í útblásturslofti eða bilana í hreinsikerfi, er heimil samkvæmt starfsleyfi og má að hámarki vara 2% af rekstartíma hvers ofns á ári og 1,5 % af rekstrartíma hvers ofns miðað við þriggja ára tímabil. Af tæknilegum ástæðum hafa allmörg slík tilvik átt sér stað nú í ár en reyklosunin er engu að síður langt undir mörkum starfsleyfis. Af hálfu Járnblendifélagsins kom fram að þar á bæ hefðu menn metn- að til að gera mun betur í mengun- arvörnum en að vera langt innan marka starfsleyfis. Markmiðið væri að vera innan við 10% af því sem starfsleyfið heimilar. Gestirnir voru upplýstir um að unnið væri að við- haldi og endurbótum á síuhúsunum fyrir 50 milljónir króna á þessu ári. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugað- ar breytingar í ffamleiðsluferlinu, myndu koma þessum málum í enn betra horf, meðal annars myndi „leki“ í síuhúsum heyra til undan- tekninga. Fram kom að oft hefði fólkjárn- blendifélagið fyrir rangri sök þegar það kvartaði yfir reyk sem stigi upp frá verksmiðjunni. Vatn er nefhi- lega notað til snöggkælingar málms í vinnsluferlinu og það stíg- ur upp sem gufa. Þegar þannig viðrar, til dæmis í stillum og frosti, verða gufubólstrarnir mun meira á- berandi á lofti en ella. Menn eru þá gjarnan fljótir að setja mengunar- stimpil á gufuskýin og láta yfirvöld vita. MM

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.