Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER2006 Stjómvöld boða lækkun matvælaverðs - bændur em uggandi Frá blaðamannafundi ríkissljómarinnar sl. mánudag þar sem fyrirhugaðar skatta- og vörugjaldabreytingar voru boðaðar. Frá vinstri eru Guðni Agústsson, Jón Sigurðsson, Geir FI Haarde og Ami M Mathiesen. Ljósm. visir.is Ríkisstjómin kynnti á mánudag aðgerðir til þess að lækka matvæla- verð hér á landi. Formaður Bænda- samtaka Islands er uggandi yfir til- lögunum, þó hann sjái í þeim ákveð- in sóknarfæri. Hann óttast hins veg- ar að verið sé að ganga of nærri ís- lenskum landbúnaði. Vömgjöld af innlendum og innfluttum matvæl- um, öðmm en sykri og sætindum, verða felld niður að fullu 1. mars árið 2007. Virðisaukaskattur af mat- vælum verður lækkaður úr 14% í 7% ffá 1. mars 2007. Almennir toll- ar á innfluttum kjötvörum úr 2. kafla tollskrár verða lækkaðir um allt að 40% ffá 1. mars 2007. Virðisauka- skattur af annarri þjónustu og vör- um í 14% þrepi (s.s. bækur, blöð, húshitun, hótelgisting) verður lækk- aður í 7%.Vrðisaukaskattur af öðr- um matvælum sem hefur verið 24,5% verður lækkaður í 7% ffá sama tíma.Vrðisaukaskattur af veit- ingaþjónustu verður lækkaður úr 24,5% í 7% frá sama tírna. Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði hafa ákveðið raunlækkun á heildsöluverði mjólkurvara á næstu 12 mánuðum sem verði náð með ó- breyttu verði á þessum tíma, hinu sama og ákveðið var af verðlags- neftid búvöru þann 1. janúar 2006. Samhliða lækkun tolla á innfluttar kjötvörur úr 2. kafla tollskrár um allt að 40% verður áffam unnið að ffek- ari gagnkvæmum tollalækkunum og bættum markaðsaðgangi gagnvart helstu viðskiptalöndum Islands í milliríkjasamningum sem tryggja jafnffamt útflutningshagsmuni ís- lensks atvinnulífs. Haraldur Bene- diktsson, formað- ur Bændasamtaka Islands sagði í samtali við Skessuhorn að bændur væru á- nægðir með ýmsa hluti tillagnanna, en uggandi um aðra. Þannig hefði það lengi verið baráttumál Bændasamtakanna að lækka virðis- aukaskatt og einnig fögnuðu þau lækkun vörugjalda. Hann sagði hins vegar að raunlækkun á heildsölu- verði mjólkurafurða væri ávísun á kjaraskerðingu hjá bændum. „Það er mikilvægt að útfærsla á tillögum rík- isstjórnarinnar á lækkun tolla á kjöt- vörum verði með þeim hætti að bændur geti tekist á við þessar breytingar. Við erum þó uggandi og óttumst að þetta geti orðið sársauka- fullt og þýði fækkun ffamleiðenda," sagði Haraldur. Hann sagði mikilvægt að halda því til haga að gagnkvæmar tolla- lækkanir og bættur markaðsaðgang- ur gagnvart helstu viðskiptalöndum Islands í milliríkjasamningum tryggðu einnig aðgang bænda að er- lendum mörkuðum og gætu þannig skapað tækifæri. „Utfærsla tillagn- anna skiptir gríðarmiklu máli,“ segir Haraldur. „Það verður að fylgjast með því að lækkunin skili sér til neytenda og enginn kroppi í þetta á leiðinni, vandinn verður að hafa aga til að halda þessu alla leið. Því verð- ur að tryggja virkt verðlagseftirlit og virkt samkeppnisumhverfi.“ Haraldur segir ljóst að eftir þessar aðgerðir verði ekki hægt að sækja meira til bænda. Búið verði að ganga eins nálægt landbúnaðinum og hægt er, ef ekki lengra. „Það verður ekki hægt að tala um ofvemdaðan ís- lenskan landbúnað eftir þetta.“ Har- aldur segir bændur aldrei hafa vikið sér undan því að leggja eitthvað af mörkum til lækkunar matvælaverðs. Hann óttist hins vegar að of langt sé gengið. „Framlag bænda og ríkis- sjóðs í þessum aðgerðum er mjög stórt, jafnvel of stórt. Eg ber nokkum kvíðboga fyrir því að þetta sé of stór biti fyrir bændur. Maður er á tánum yfir því hvemig útfærslan verður.“ Haraldur segir ekkert beint sam- ráð hafa verið haft við bændur um þessar tillögur, en þó hafi menn rætt málin við ýmsa stjórnmálamenn. Hvað varðar eftirfylgni og útfærslu tillagnanna hafi ekkert samráð verið Þjóolagasveit Tónlistarskólans í Borgarleikhúsið Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi mun flytja verkið Húsið - Milli tveggja heima, eftir stjórn- anda sveitarinnar S. Ragnar Skúla- son á stóra sviði Borgarleikhússins síðar í þessum mánuði. Sveitin er sem kunnugt er skipuð sautján stúlkum á aldrinum 11-19 ára úr strengjadeild skólans og hefur hún sett upp sýningar með leik, söng og talkórum. Með sveitinni leika einnig tónlistarmenn á píanó, bassa og trommur. Verk þetta flutti sveit- in í vor á Akranesi við fádæma góð- ar undirtektir. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sveitin leikur í Borgarleikhúsinu en í fyrsta skipti sem hún kemur ffam á stóra sviði hússins. Ragnar Skúla- son segir að í upphafi hafi verið stefnt að því að flytja verkið víðar en á Akranesi og Borgarleikhúsið hafi komið upp í hugann áðtn. Fyr- ir skömmu gekk Glitnir til liðs við sveitina og með þeim stuðningi þótti rétt að flytja verkið á stóra sviðinu en salurinn tekur 529 manns í sæti. Ragnar segir liðsmenn sveitar- innar að vonum spennta fyrir tón- leikunum og æfingar hafi farið mjög vel af stað eftir sumarfrí. Verkið hefur tekið lítilsháttar breytingum frá frumflutningi þess í vor og því eiga aðdáendur sveitar- innar, sem sáu verkið í vor, einnig erindi á tónleikana í Borgarleikhús- inu. Tónleikarnir verða þann 25. október og hefjast kl. 20:30. Miða- sala hefst næstu daga og fer ffam í miðasölu Borgarleikhússins. HJ Sameining gáma- þj ónustufyTÍrtækj a Gámaþjónusta Vesturlands ehf. og Gámaþjónusta Akraness ehf. hafa verið sameinuð undir nafni Gámaþjónustu Vesturlands ehf. Höfuðstöðvar hins sameinaða fé- lags eru að Höfðaseli 15 á Akranesi en einnig hefur félagið starfsstöð í Borgarnesi. Starfsmenn sameinaðs félags eru um 20 talsins og hefur félagið starfsemi um allt Vestur- land, frá Hvalfirði norður til Holtavörðuheiðar og vestur í Dali. I fréttatilkynningu ffá fýrirtæk- inu segir m.a: „Gámaþjónusta Vesturlands ehf. og Gámaþjónusta Akraness ehf. þakka íbúum og sveitarfélögum á svæðinu samstarf- ið á tmdanförnum árum og vonast effir því að það verði jafri gott hér eftir sem hingað til.“ MM Verður Vaxtarsamningur Vesturlandi til góðs? Kort af starfssvœði nýja Vaxtarsamningsins; Vesturlandi. Eins og kom fram í Skessuhorni í síðustu viku sýndi skoðanakönn- un blaðsins að fólk hafði ýmist litl- ar skoðanir á Vaxtarsamningi Vest- urlands eða því fannst lítið til hans koma. Vegna þeirrar niðurstöðu leitaði Skessuhorn til Olafs Sveins- sonar, forstöðumanns Atvinnuráð- gjafar Vesturlands, sem mikið hef- ur komið að vinnu við samninginn. Ólafur fræðir okkur um samning- inn, tilurð hans og mikilvægi sem hann er ekki í vafa um: „Vaxtar- samningurinn mun verða Vestur- landi gríðarlega mikilvægur. Hann er núna 120 milljóna króna virði og á effir að stækka eitthvað. Af því koma 60 milljónir ffá iðnaðarráuð- neytinu en aðrir aðilar samnings- ins koma með fjármagn og vinnu- framlag. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort ekki eigi eftir að kynna samninginn betur fyrir fólki. Meginmarkmið hans er að tryggja samkeppnisstöðu fjórð- ungsins til lengri tíma litið. I því skyni hefur farið fram kynning hjá sveitarfélögum, atvinnurekendum, stofnunum o.s.frv. Forgangsröð- tmin hefur með öðrum orðum ver- ið sú að kynna hann fyrir beinum aðilum samningsins. Nú þarf að kynna hann fyrir stærri hópi og þá er ég viss um að viðhorf til hans muni breytast." Fleiri fulltrúar atvinnulífsins Ólafur segir samninginn einfald- lega vera lykilatriði í þróun ýmissa mála fyrir svæðið á gildistíma hans, en hann gildir til ársins 2009. „Samningurinn er gríðarlega mik- ill styrkur fyrir heimamenn í bar- áttu um stuðning hins opinbera. I honum hafa verið skilgreind þau verkefni sem verða áhrifavaldar á þróun svæðisins til næstu ára.“ Ólafur segir að kannski hafi ekki verið gert nóg í því að fá fyrirtæki til liðs við samninginn fyrirfram, en verkstjórnin hafi verið á hönd- um iðnaðarráðuneytisins. „Niður- staðan var sú að ekki væri ástæða til að leita til fleiri aðila en gert var í þessari lotu. Þó maður hefði kannski viljað sjá fleiri fulltrúa at- vinnulífins þá stendur það ennþá opið,“ segir Ólafur og vitnar til klásúlu þess efnis að hægt sé að stækka samninginn og bæta fleiri aðilum við hann, svo sem fyrir- tækjum. Nú þegar sé verið að bíða eftir svörum frá tveimur aðilum um hvort þeir taki þátt í samn- ingnum. Ólafur segist vilja sjá fleiri fýrir- tæki koma inn í klasastarfsemina, sem er grunnþáttur Vaxtarsamn- ingsins. Hann segir þátttöku fyrir- tækjanna gríðarlega mikilvæga, án þeirra verði engir klasar. Ólafur segir að menn hafi ákveðna reynslu af klasastarfsemi og vísar til vinnu Atvinnuráðgjafar Vesturlands. Byggð hafi verið upp klasasam- vinna, t.d. í byggingariðnaði, há- skólum, ferðaþjónustu og mat- vælaiðnaði. I því skyni megi nefna dæmi eins og All Sences, en það sé sérstaklega ánægjulegt þar sem frumkvæðið komi frá fyrirtækjun- um sjálfum. „Það verkefni varð til fyrir tilverknað ferðaþjónustuaðil- anna sjálfra og fyrir drifkraft þeirra. Við hjá Atvinnuráðgjöfinni höfum komið að verkefninu og að- stoðað með ýmsum hætti. Frum- kvæðið á hins vegar að koma úr at- vinnulífinu og það á að nýta sér stoðkerfi opinberra aðila. Þannig verður það að vera líka með Vaxt- arsamninginn. Fyrirtækin verða að sjá sér hag í því að vera með í klös- um og um það er All Sences skóla- bókardæmi." Kynning og skipulag Ólafur segir að næstu skref í vinnu Vaxtarsamningsins sé að koma á verkefnastjórn. Stjórn samningsins sé skipuð þeim sem skrifuðu undir hann en þeir kjósi sér minni framkvæmdastjórn. Samningur verði svo gerður við SSV sem sjái um framkvæmdina. Byggðastofnun stýri næstu skref- um og vonandi verði þau stigin fljótlega. I ljósi eðlis samningsins þurfi síðan að kynna hann betur fyrir íbúum á svæðinu. Engin ástæða sé þó til að örvænta út ffá niðurstöðum skoðanakönnunar Skessuhorns þar sem samningur- inn hafi ekki verið mikið kynntur fyrir almenningi. Ölafur segir vel koma til greina að halda opna fundi um samninginn og hann sé talsmaður þess að það verði gert. Menn verði þó að hafa í huga að við búum í síkviku samfélagi og oftar en ekki geti niðurstöður kannanna orðið úreltar. „Við hjá SSV gerðum samning við Bifröst um ímyndarkönnun fyrir Vestur- land. Þetta er líklega með kostnað- arsamari verkum á þessu sviði í fjórðungnum, kannski fyrir utan könntmina um Hvalfjarðargöngin. Könntm eins og þessi er liður í Vaxtarsamningnum. Atvinnu- og efnahagslífið er svo kröftugt að oft verða miklar breyt- ingar á skömmum tíma og í því fel- ast tækifæri en ekki bara ógnanir eins og margir vilja meina.“ Oflugt hjálpartæki Ólafur tekur varann af því að menn líti á Vaxtarsamninginn sem töfralausnir. Hann sé fyrst og fremst hjálpartæki fyrir fólk á Vesturlandi. „Eg held að hann geti orðið gríðarlega öflugt og gott hjálpartæki þeim sem fást við bú- setu- og byggðaþróunarmál á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og atvinnulíf. Það er táknrænt að áherslur á samgöngubætur og menntamál eru rauði þráðurinn í gegnum samninginn. Menn eiga eftir að sjá gríðarlegar breytingar á komandi árum, enn meiri en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Ólafur að lokum. KOP

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.