Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Side 14

Skessuhorn - 11.10.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 2006 uausunuu: Grænt ljós á vegaframkvæmdir hefur engin áhnf á Vesturlandi Hvorki frestun framkvæmda í vor vegna þenslu, né grænt ljós á framkvæmdir nú hafa haft áhrif á vegaframkvæmdir á Vesturlandi. Þetta kom fram í samtali Skessu- horns við Magnús V Jóhannssonar, umdæmisstjóra Vegargerðarinnar á Vesturlandi. I vor gaf ríkisstjóm Is- lands það út að vegaffamkvæmd- um, og fleiri framkvæmdum, yrði frestað til að slá á þenslu í samfélag- inu. Líkt og Skessuhorn hefur greint ffá mótmæltu ýmis sveitarfé- lög þessu og m.a. ályktaði aðal- fundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi gegn ffestun vegaffam- kvæmda. Við semingu Alþingis á dögun- um tilkynnti Geir H. Haarde for- sætisráðherra í stefnuræðu sinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn þenslu hefðu borið þann árangur að nú þyrfti ekki lengur að fresta framkvæmdum. Magnús sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hefði ekki nein áhrif á framkvæmd- ir Vegagerðarinnar á Vesmrlandi, nema að tekin verði ákvörðun um auknar fjárveitingar til vegagerðar. „Svokölluð fresmn ffamkvæmda í vor hafði lítdl áhrif, við hefðum ekki verið neitt fyrr á ferðinni en ella. Fresmnin tafði okkur því ekki neitt að ráði og þessi tilkynning núna hefur því lítil áhrif.“ Ekki eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar í fjórðungnum á næst- unni. Uxahryggjavegur upp á Tröllaháls er kominn í útboð og ný- framkvæmdir við Utnesveg um Þjóðgarðinn á Snæfellsnesi verða boðnar út innan skamms. KOP Hópurinn kátur við hlíðar Hafnarfjalls. Grunnskólanemar ganga á Hafnarfjall Nemendur í 10. bekk Grunn- kulda stöðva för sína, þó ekki hafi verið ákjósanlegt til fjallgöngu skólans í Borgarnesi tóku sig til allir farið alla leið á toppinn. voru allir hæstánægðir með ffam- síðastliðinn fösmdag og örkuðu á Nokkrir starfsmenn voru með í för takið. Myndin er af vef Grunn- Hafnarfjall. Lém þeir ekki þoku og og þrátt fyrir að veðrið hafi ekki skólans. -KOP Knattspymufélagið minnir á stúkuna Bæjarráð Akraness hefur ákveðið að boða stjórn rekstrarfélags meist- araflokks og 2. flokks IA í knatt- spyrnu til viðræðna um uppbygg- ingu á knattspyrnuvellinum á Jað- arsbökkum. I bréfi sem stjórnin sendi bæjarráði á dögunum er þakkað fyrir „myndarlega upp- byggingu fjölnota íþróttahússins á Jaðarsbökkum sem án vafa á eftir að verða íþróttalífi á Akranesi mikil lyftistöng," segir orðrétt í bréfinu. Þá er minnt á það í bréfinu að árið 2003 hafi Knattspyrnusam- band Islands kynnt nýtt leyfiskerfi fyrir þau félög sem eiga sæti í efstu deild Islandsmótsins. Þar hafi kröf- ur um aðbúnað verið auknar og úr því flestu hafi verið leyst varðandi Knattspymufélag IA að því undan- skyldu að auka þurfi sætarými fyrir áhorfendur um tæplega 300 manns. Segir í bréfinu að þegar leyfiskerfið var kynnt hafi verið ákveðið að sækja um undanþágu frá þessari kröfu til ársins 2007. Oskar félagið því eftir viðræðum við bæjaryfir- völd um málið. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns á sínum tíma voru uppi hugmyndir að ráðast í stækk- un stúkunnar við knattspyrnuvöll- inn á Jaðarsbökkum en fram- kvæmdinni var frestað. HJ Myndir úr safini Olafs Amasonar Enn heldur Skessuhorn áfram að birta myndir úr safni Olafs Arna- sonar, enda sýna viðbrögð við síð- ustu birtingu, svo ekki er um að villast, að mikil þörf er á því að nýta þekkingu Vestlendinga til að koma skráningunni á hreint. Skessuhorn tekur það ffam að allar upplýsingar um myndirnar koma frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur og þangað ber að beina öllum upplýsingum sem fólk telur sig hafa um þær. Að þessu sinni birtast tvær myndir teknar á sjómannadaginn á Akranesi. Fyrri myndin er tekin árið 1953 á sjómannadagsskemmt- ----------T-------------------- un við Barnaskólann, nú Brekku- bæjarskóla, hús við Vesturgötu í baksýn. Seinni myndin er tekin á sjómannadaginn árið 1966. Þeir sem telja sig þekkja ein- hverja á myndunum, eða hafa um þær aðrar upplýsingar, eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband við Maríu Karen Sigurðardóttur á Ljósmyndasafhi Reykjavíkur í síma 563-1790, eða í netfangið ljosmyndasafn@reykjavik.is Þá er minnt á að fleiri myndir Olafs má skoða á myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur á netinu. Utsýnispalliir ofan Varmalands Undanfarnar fjórar vikur hafa nemendur 5. til 7. bekkjar Varma- landsskóla í Borg- arfirði verið að vinna að því að búa til útsýnispall uppi á hamrinum fyrir ofan Varmaland. Þar er gott útsýni yfir fallegan fjalla- hringinn. Fyrstu vikuna var tínt grjót af hamrinum til þess að hann yrði aðgengilegri og síðan þá hafa nemendur og kennarar unnið að göngustígagerð og snyrtingu á Ljósm. Mats Wibe Lund. svæðinu, svo sem að tína burtu dauðar trjágreinar. Rebekka Auður Katrín, Anita, Lilja og Marta. Varmaland í Borgarfirði. T^raminn^, Komið þið sœl Mig langar aðeins að fjalla um tvö ný úrræði fyrir öryrkja á Akra- nesi. I sumar hefur hópur öryrkja ver- ið að hittast á þriðjudögum klukkan 13 til 16 að Kirkjubraut 40, efstu hæð undir stjóm Júlíu Baldursdótt- ur. Þetta er úrræði á vegum fjöl- skyldusviðs Akraneskaupstaðar. Þar hittumst við til að föndra og spjalla saman. Það er ómetanlegt fyrir sál- artetrið að vita af stað þar sem ör- yrkjar og aðrir sem ekki hafa heils- una í lagi geta komið saman. Mörg okkar halda að við séum ein og líð- ur illa yfir því að geta ekki hitt aðra sem eru í svipuðum sporam. Nú er hins vegar komin ástæða til þess að breyta til og líta við á Kirkjubraut- inni og líta á það sem við föndrum þar. Sumir mæta með prjónana sína og aðrir með perlurnar. A staðnum er svo glerið og margs konar form til að gera skálar, bakka og margt fleira úr því, nú eða bara láta hug- ann reika og gera eitthvað út í loft- ið sem getur verið mjög spennandi. Svo er það leirinn, hann bíður líka upp á marga möguleika í formum, skálar og margt fleira í þeirri deild- inni, mjög spennandi. I sumar fórum við í menningar- ferð til Reykjavíkur og heimsóttum nokkur gallerí. Þessi ferð var mjög skemmtileg og hressandi fyrir okk- ur. Seinni part sumars fórum við svo upp í Furuhlíð sem er í skógi skógræktarfélags Skilmannahrepps. Þar var tekinn smá göngutúr og svo setið inni í Furuhlíð og skrafað, mjög skemmtileg stund þar í góðra manna hópi. A Fimmtudagsmorgnum klukkan 11:00 til 13:00 hittist hópur í Rauðakrosshúsinu við Þjóðbraut 11. Þetta er blandaður hópur ör- yrkja, atvinnulausra og innflytj- enda. Markmiðið er að hittast og reyna að koma í veg fyrir einangrun einstaklinga og veikindi sem geta fylgt því. Fleira er þar í deiglunni sem síðar verður auglýst. Félagsstarf öryrkja verður áfram á þriðjudögum á Kirkjubrautinni í allan vetur og hópurinn í Rauða- krosshúsinu ætlar að hittast áff am á fimmtudögum. Við bjóðum alla velkomna og vonumst svo sannar- lega að til að sjá fleiri andlit á báð- um stöðum. Kveðja, Kolbrún Ingvarsdóttir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.