Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTOBER 2006 9 Sérstakt átak á umferðaræðum út frá Reykjavík Ríkisstjórn íslands mun leggja það til við Alþingi að þegar í stað verði ráðist í sérstakt átak til úrbóta á umferðaræðum út ffá Reykjavík. Þetta kom fram í stefnuræðu Geirs H Haarde forsætisráðherra á Al- þingi sl. þriðjudag. I máli hans kom ffarn að ýmis merki væru nú um að þensla væri á undanhaldi og nú væri óhætt að fella úr gildi fyrri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að setja ekki af stað um ótiltekinn tíma ný útboð á ffamkvæmdum. „Þar með verður haldið áfram með þær samgöngubætur, sem hafa verið undirbúnar að undanförnu sem og aðrar ffamkvæmdir. Ríkis- stjórnin mun einnig leggja til við Alþingi að þegar í stað verði ráðist í sérstakt átak til úrbóta á umferðar- æðum út ffá Reykjavík, þar sem orðið hafa mörg alvarleg slys á und- anförnum árum. Er talið að ná megi miklum árangri í slysavörnum með slíku átaki,“ sagði forsætisráð- herra orðrétt í ræðu sinni. HJ Byggðasamlagi um Safiiahús Borgarfiarðar sfitið Borgarbyggð hefúr samþykkt að slíta samstarfi við önnur sveitarfé- lög um málefni Safhahúss Borgar- fjarðar. Fyrir er byggðasamlag um Safnahúsið sem Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradals- hreppur eru aðilar að. Akveðið hef- ur verið að stofna starfshóp til að rifta því byggðasamlagi. Sigríður Björk Jónsdóttir, formaður menn- ingarnefndar Borgarbyggðar, sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væri hluti af stefnumótunarvinnu nefndarinnar. Akveðið hefði verið að hefja vinnuna á rekstrarlegum þáttum og fyrirhugað væri að leggja byggðasamlagið niður fyrir áramót. I framhaldi af því yrði skoðað hvað gera þyrfti í framhaldinu. Verið væri að fara úr flóknu fyrirkomulagi í einfaldara. I Safnahúsinu eru nú fimm söfh og er eignarhald á þeim mjög mis- jafht. Borgarbyggð er eini eigand- inn af Héraðsbókasafni Borgarness, en fyrir liggur þjónustusamningur við Skorradalshrepp. Þá er lista- safnið einnig algjörlega í eigu Borgarbyggðar. Byggðasafriið er í eigu Borgarbyggðar og Skorradals- hrepps og þau tvö sveitarfélög, ásamt Hvalfjarðarsveit eiga saman Náttúrugripasafnið og Skjalasafnið. Eignarhald er því ýmist á hendi eins sveitarfélags, tveggja eða þriggja. Asa S. Harðardóttir, forstöðu- maður Safnahússins, sagði í samtali við Skessuhorn að þetta flókna eignarhald gerði allan rekstur og bókhald mun erfiðari. Því væri von manna að með breytingum á eign- arhaldi mætti auðvelda allt utan- umhald og rekstur. Nýr sldpulags- og byggingafiilltrúi í Grundarfirði Bæjarráð Grundarfjarðar hefur vor sem aðstoðarmaður bygginga- við Skessuhorn að Hjörtur hefði falið Guðmundi Inga Gunnlaugs- fulltrúa. Tveir sóttu um stöðuna, verið valinn á grundvelli meiri syni bæjarstjóra, að ganga til samn- Hjörtur og Sverrir Pálmarsson. reynslu í faginu og í deildinni. inga við Hjört Hans Kolsöe um Sverrir er innfæddur Grundfirð- Erfitt hefði verið að hafha Sverri, ráðningu í stöðu skipulags- og ingur og hefur starfað þar sem en ekki væri loku fyrir það skotið að byggingafulltrúa. Hjörtur er bygg- verktaki og sjómaður. Hann lýkur hann kæmi til starfa hjá bæjarfélag- ingaffæðingur og hefur verið starf- námi í byggingafræði í janúar. inu í einhverju formi. andi í tæknideild bæjarins frá því í Guðmundir Ingi sagði í samtali KOP Frumvarp um staðbundna íjölmiðla komið fram á ný Þingmenn úr öllum flokkum und- ir forystu Dagnýjar Jónsdóttur hafa að nýju lagt ffarn á Alþingi tillögu til þingsályktunar um staðbtmdna fjöl- miðla. I tillögunni segir að Alþingi ályktd „að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd er athugi stöðu stað- bundinna fjölmiðla og rekstrarum- hverfi þeirra og skili skýrslu. I skýrslunni verði gerð grein fyrir þróun markaðarins tmdanfarin ár og, ef þurfa þykir, komið með tillög- ur um beinar eða óbeinar aðgerðir sem ríkisstjórn og Alþingi gætu gripið til í því skyni að efla rekstrar- grundvöll staðbundinna fjölmiðla". Tillaga þessi var áður flutt á tveimur síðustu þingum en fékk ekki afgreiðslu. I greinargerð segir að markmið hennar sé að gerð verði út- tekt á þeirri stöðu sem nú er á mark- aði svæðisbundinna fjölmiðla en slík úttekt geti lagt grundvöll að umræð- um um aðgerðir til að efla þessa gerð fjölmiðlunar. „Svæðisbundnir fjölmiðlar gegna nú þegar og munu í ffamtíðinni gegna vaxandi hlut- verki fyrir lýðræðislega umræðu," segir orðrétt í greinargerðinni. m Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavfkur óskar eftir tilboðum í verkið: Hólmaflöt - Bresaflöt - Malbikun og frágangur Helstu magntölur eru: Malbik............................ 3.150 m2 Jöfnunarlag....................... 3.520 m2 Steyptur kantsteinn................. 180 m Steyptar gangstéttar................ 560 m2 Þökulagnir.......................... 800 m2 Sáning............................ 2.900 m2 Verklok eru sem hér segir: Malbikun götu.................... 15. des. 2006 Gangstéttar, stígar og annar frág. 1. júní 2007 Útboðsgögn eru til sölu frá og með 9. okt. nk. hjá tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,-. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 20. okt. 2006, kl. 11:00. L. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs J Blaðamaður á Vesturlandi Skessuhorn auglýsir eftir blaðamanni til starfa á samnefndum vefmiðli og vikublaði á Vesturlandi. í boði er krefjandi en skemmtilegt starf í síkviku umhverfi. Skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og rituðu máli og hafi haldgóða reynslu sem nýtist í starfi. Háskólamenntun er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa gott fréttamat og mikinn áhuga á mannlífi líðandi stundar. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon, ritstjóri í síma 894-8998. Umsóknir sendist á netfangið i skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 15. október 2006. Skessuhorn ehf. - www.skessuhorn.is Akraneskaupstaður Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana 2007 Undirbúningurljárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2007 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök sem vilja koma ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 2007 á framfæri við bæjarstjórn, eru vinsamlega beðin að i senda skrifleg erindi þar um fyrir 15. nóvember 2006. \ Félagasamtökum er sérstaklega bent á að beiðnum um I fjárveitingu þarf að fylgja ársreikningur viðkomandi i félags síðastliðins árs. Akranesi, 9. október 2006 Bæjarritari

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.