Skessuhorn


Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 11.10.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 §SESS1M©BKI Curves opnar á Akranesi Curves er stærsta líkams- ræktarfyrirtæki í heimi með um 10.000 stöðvar í um 50 löndum. Um er að ræða sér- hæfð æfingatæki fyrir konur. Þau eru sérstaklega einföld í notkun og hver æfing tekur aðeins 30 mínútur. „Þar sem flest tækin virka á tvo vöðva- hópa í einu næst að lágmarka tímann sem fer í æfingarnar. Curves æfingakerfið hentar öllum konum hvort sem þær eru vilja grennast eða styrkja sig,“ segir í tilkynningu ffá Curves á Islandi. Þann 16. október opnar Curves sína aðra stöð hér á landi að Stillholti 23 á Akra- nesi. Af tilefhi opnunarinnar verða tilboð fyrir fyrstu 100 meðlimina. „Konur sem byrja hjá Curves þurfa ekkert að kunna fyrir sér í líkamsrækt. Fyrsta tímann þarf að panta og þá eru tækin kynnt og farið í gegnum markmið og fleiri þætti. Þjálfari er alltaf til staðar og það er fylgst með árangri meðli- manna. Þess má geta að farið er að taka á móti pöntunum fyrir næstu viku í síma 433 8787,“ segir í til- kynningu Curves. MM Myndin var tekin á skákæf ingu sl. fóstndag enþá komu þau Guöfríöur Lilja Grétars- dóttir, forseti Skáksambands Islands og Helgi Ólafsson stórmeistara á æfinguna. Öflugt skákstarf UMSB Skákæfmgar UMSB eru hafnar að nýju eftir sumarfrí. Helgi Ólafs- son, stórmeistari kemur nú fjórða veturinn í röð í Borgames vikulega til að leiðbeina skákmönnum. Helgi er óþreytandi í að aðstoða sambandið við að efla skáklífið í héraðinu og hvetja og styðja krakk- ana. Ahugi í héraðinu er vaxandi og fjölgar þeim sem mæta á æfingarn- ar ár ffá ári. A síðustu æfingu heim- sótti Guðffíður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Islands krakkana, talaði við þau og hvatti þau áffam í skákíþróttinni. Þess ber að geta að skákæfingarnar era fyrir skákmenn á öllum aldri, hvort sem þeir hafa lagt stund á skákina ein- hvern tíman áður eða vilja læra hana frá grunni. GS MildUáhugiá Rope Yoga á Akranesi Næstkomandi laugardag, 14. október mun ný hug- og heilsurækt- arstöð opna á Akranesi, sem mtm bera nafiiið „Heilsan mín.“ Þar verður boðið upp á Rope Yoga í fyrsta sinn á Akranesi. Þær Bjamey Jóhannesdóttir og Erla Olgeirsdótt- ir, sem hafa veg og vanda að opnun stöðvarinnar, segja áhuga á Rope Yoga í bænum hafa farið ffam úr björtustu vonum. „Við fylltum 6 hópa á örfáum dögum, en við reyndum að koma til móts við sem flesta með tímasetningamar í huga. Emm með tíma snemma á morgn- ana, í hádeginu og í lok dags.“ Badda og Erla era báðar jógakenn- arar og Rope Yoga kennarar með fullgild réttindi og hafa 3ja ára reynslu af jógakennslu. Erla hefur kermt jóga sem valgrein í íþróttum í FVA og Badda hefúr verið með jóganámskeið á vegum Símenntun- armiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Rope Yoga er öflugt hug- og heilsuræktarkerfi þróað af Guðna Gunnarssyni hkamsræktarffömuði. Þess má geta að Guðni er giftur Guðlaugu Pétursdóttur sem er fædd og uppalinn Akurnesingur. Rope Yoga er iðkað í þar til gerðum bekkjum, sem samanstanda af dýnu og böndum. Rope Yoga er öflug en jafhframt notaleg þjálfun sem eykur líkamsvitund og styrkir kviðvöðvana sem kjama og miðju líkamans. A meðan æfingamar em stundaðar er hugurinn þjálfaður með áherslu á núið eða að vera til staðar í augna- blikinu. Það er gert til að styrkja sjálfsvitundina og uppgötva sjálfan sig og þá möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Með hverju nám- skeiði fylgir bók um kenningar Rope Yoga en einnig er hægt að hlaða niður verkefhabók af www.ropeyoga.is sem leiðir fólk áffam í átt að betra og hamingju- samara Kfi. Opið hús á laugardaginn „Heilsan mín“ er staðsett á annarri hæð í Landsbankahúsinu að Suðurgötu, þar sem Sýsluskrifstofan var áður til húsa. Laugardaginn 14. október kl. 15-17 verður opið hús í „Heilsunni minni“ og bjóða þær stöllur alla hjartanlega velkomna að kíkja við og kynna sér starfsemina, bæði þá sem hafa skráð sig á nám- skeið og aðra. MM S aumaklúbburinn Survivor Sautján stúlkur frá Akranesi hittast reglulega og halda auk þess úti bloggsíðu Hluti hópsins kom saman í bntðkaupi einnar þeitra sl. haust og varþessi mynd þá tekin. Bníthirin heldur að sjálfsógðu á farandbikarmim góða. Sjaldan nær allur hópurinn að hitt- ast íeinu þar sem þær eru dreifðar um a.m.k. þrjár heimsálfur um þessar mundir. Saumaklúbbar hafa lengi verið vinsælir meðal kvenna þó sumir þeirra séu með nokkuð öðru sniði í dag en hér áður fyrr. Blaðamaður Skessuhorns komst á snoðir um einn slíkan á Akranesi sem telur 17 hressar stúlkur og telst það í stærra lagi fyrir klúbba sem slíka. Auk þess að hittast reglulega og fara í ýmsar skipulagðar ferðir halda þær bloggsíðu og rækta þannig daglegt samband sín á milli þrátt fyrir að vera í nokkrum heimsálfum. Atta þessara stúlkna hittust nýverið í skemmtiferð í sumarbústað. Spurðumst við fyrir um klúbbinn og hvernig svona stór hópur færi að því að halda svo góðu sambandi. Kökur og kræsingar „Survivor" stelpurnar, eins og þær kjósa að kalla sig, hittast einu sinni í mánuði yfir spjalli og góð- um hlátri. Þess fyrir utan hefur hópurinn farið í margar útilegur, bústaða- og almennar skemmti- ferðir svo eitthvað sé nefnt með eða án fjölskyldna sinna. Til að halda utan um allan hópinn og rækta góð samskipti hafa stúlkurn- ar haldið úti sameiginlegri blogg- síðu ffá því klúbburinn var stofh- aður. Þar er margt skemmtilegt skrifað auk þess sem þar era tengl- ar á heimasíður survivorbloggara og barnalandssíður survivor- klúbbsbarna. Þær stöllur segja það misjafn eftir mánuðum hversu margar nái að mæta í mánaðarleg- an saumaklúbb, svona eins og gengur, en aldrei hefur verið skort- ur á veitingum (kökum og kræsing- um) hjá þeim sem klúbbinn heldur í það sinn enda mestu kostakonur allar. Fjölbreyttir persónuleikar Hópurinn er eins fjölbreyttur í menntun og persónur hans eru margar. Hann samanstendur af hjúkrunarfræðingum, tækniteikn- ara, grafískum hönnuði, sjúkraliða, kennara, leikskólakennurum, sjúkranuddara, sópran söngkonu, sölumanni, verkakonu, trukkabíl- stjóra og háskólanemum. Eins og stendur er ein úr hópnum stödd í Malavíu við hjálparstörf, eins og lesendur Skessuhorns hafa getað lesið um, ein er í Bandaríkunum í skóla og önnur í Danmörku. Skemmt sér saman í mörg ár „Við köllum okkur saumaklúbb þó svo að afar lítið sé um handa- vinnu þegar við hittumst, en Survi- vor fékk hópurinn að heita vegna þess hve margar við höfum þrauk- að saman í svo mörg ár,“ segja þær kímnar. „Við emm 17 í hópnum, 14 af Akranesi og 3 úr sveitinni hér í kring. Allar fæddar 1980 nema tvær sem eru fæddar 1978 og 1979,“ segir þær. Aðspurðar um tilkomu klúbbsins segja þær að hlutirnir einhvernveginn hafi þró- ast svona. „Atta okkar voru í sama bekk í Grundaskóla, SK, og héld- um við hópinn áfram eftir það. I fjölbraut bættust svo við fjórar stelpur úr Brekkubæjarskóla og þrjár aðrar í framhaldi af því. Eftir fjölbraut vomm við orðnar fimmt- án og í fyrra bættust tvær við í við- bót. Klúbburinn var þó ekki form- lega stofnaður fyrr en í byrjun árs 2004 því þá þótti okkur kominn tími til að koma reglu á sam- komurnar. I öll þessi ár höfum við skemmt okkur saman og em mörg effirminnileg böllin sem farið hef- ur verið á, auk ferðalaga og skemmtiferða af ýmsu tagi,“ segja þær sposkar. Á djamminu með Á móti sól Þegar þær stúlkur eru spurðar um eftirminnilegasta djammið segja þær að þau séu svo mörg að það sé ekki hægt að velja úr. „En þar sem A móti sól er svo mikið í sviðsljósinu núna þá er kannski hægt að segja frá því að eitt sumar- ið tóku nokkrar af okkur sig til og gerðust grúppíur hjá bandinu. Þær hreinlega ferðuðust um allt landið og voru mættar galvaskar hvar svo sem bandið var að spila þá helgina. Við hinar höfum mikið strítt þeim á þessu og það hefur mikið verið hlegið að þessu sumri. En toppur- inn yfir i-ið var þegar bandið mætti svo í eftirpartý heim til einnar okk- ar eftir ball á Breiðinni, sem endaði í heita pottinum og notalegheitum. Þá létu sumar ekki sundfataleysi aftra sér í aðstöðu sem slíkri og fengu bara lánuð sundföt af heima- fólkinu sem pössuðu svona misvel skulum við segja, en hvað með það,“ segja þær og hlæja í kór. Hópurinn fer stækkandi Níu þeirra stúlkna eru orðnar mæður og eru börnin í hópnum orðin þrettán að tölu og eitt á leið- inni, 7 stelpur og 6 strákar. Það fyrsta fæddist í október 2001 og það síðasta í júlí á þessu ári. „Þar sem við hitmmst oft ásamt fjöl- skyldum okkar þá þekkjast börnin bara nokkuð vel, aldrei vandamál á þeim bænum. Eiginmenn og kærastar þekkjast jú nokkuð vel líka, en misjafnlega mikið eins og gengur. Þeir em voða þægir og góðir og skilningsríkir yfir þessu framtaki okkar, þessar elskur. 5 okkar eru reyndar enn á lausu og er unnið markvisst að því að leysa þann vanda sem allra fyrst." Góður mórall En í svona stómm hópi mætti halda að einhvern tíman slettist upp á vinskapinn einhverra í milli. „Það er svo frábært að það hefur aldrei neitt alvarlegt gerst á milli okkar vinkvennanna, þannig að ekki sé vinskapur í dag. Þó aðal umræðuefnið séum við sjálfar þeg- ar við hittumst þá er það alltaf tal um okkur eins og við bara erum, aldrei neitt neikvætt eða leiðinlegt um hvorar aðrar.“ Þær stöllur segj- ast alltaf kátar og hressar og alltaf mikil gleði þegar einhverjar úr hópnum hittast. „Mórallinn í hópnum er mjög góður og hefur aldrei neitt annað komið til greina. Við emm samheldnar og fylgjumst vel hver með annarri og fjölskyld- um.“ Bikar í brúðkaupsgjöf Nú þegar hafa fjórar úr hópnum gengið í það heilaga. I þeim þrem- ur brúðkaupum sem haldin vom á Akranesi mætti allur hópurinn á- samt mökum til að bæta við fjörið með söng og hlátri. „Fyrir hverja brúður er fundið lag sem tengist nafni hennar eða nafni brúðgumans og textanum breytt. Það lag flytur hópurinn í brúðkaupinu og hefur alltaf fengið gott klapp frá gestum fyrir. Ein okkar er sérlega flínk að setja sam- an gríntexta en þegar hún gifti sig í síðasta brúðkaupi, þá tóku aðrar við og settu saman snilldartexta fyrir hana,“ segja þær. Blaðamaður hafði heyrt af bikar sem berst á milli innan hópsins og spurðist fyrir um þann grip. ,Jú, það eru margar keppniskonur inn- an hópsins. Þegar loksins sú fyrsta gifti sig þá kom upp þessi hug- mynd um að gefa henni farandbik- ar sem hún svo afhendir þeirri næstu sem giffir sig. Keppnisand- inn hefur aldeilis sýnt sig síðan þá því á einu ári hafa þrjár mestu keppniskonurnar gift sig og strax farið að spá fyrir um hver verður næst. Svo er jú keppnin líka falin í því hver heldur bikarnum lengst og hver giftir sig síðust og fær hann til eignar,“ segja þær hlæj- andi og bæta við: „Að sjálfsögðu sjáum við um „gæsun“ brúðanna en það er misjafnt hvað við geram við hverja og eina.“ MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.