Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
a.
595 1000
Lignano Ítalía
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
13. júní í 11 nætur
Frá kr.
139.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Forystufólk verkalýðshreyfingar-
innar lagði áherslu á það í ávörp-
um sínum á baráttudegi verkalýðs-
ins í gær, 1. maí, að baráttunni
fyrir bættum kjörum lyki aldrei.
Það endurspeglaðist í því að nú,
rétt eins og fyrir heilli öld, væri til
að mynda enn barist fyrir góðu
húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá
væri enn jafn satt nú og þá að eina
leið fólks til að sækja bætt lífskjör
væri að standa saman.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, und-
irstrikaði þetta í ræðu sinni á há-
tíðarfundi stéttarfélaga á Norður-
landi í Hofi á Akureyri. Þá sagði
hún að misrétti hefði aukist til
muna síðustu áratugi og að þrátt
fyrir þrefalt meiri framleiðni í
heiminum nú en fyrir tuttugu ár-
um skilaði sá auður sér ekki til
vinnandi fólks.
„Þvert á móti hefur hann ratað í
vasa ótrúlega fárra einstaklinga
sem hafa svo getað breytt leik-
reglum samfélagsins til að verða
enn ríkari,“ sagði Drífa, en í ávarpi
á heimasíðu sambandsins lýsti hún
einnig áhyggjum yfir stöðu lýðræð-
isins. Þróun sundrungar sagði hún
hafa leitt til þess að traust til lýð-
ræðisins færi þverrandi. Að ala á
andúð gagnvart minnihlutahópum
og etja þeim saman væri gömul
saga og ný, en slíkar tilraunir
mættu ekki hafa vinninginn. Bar-
áttan væri um að skipta ætti auðn-
um með sanngjörnum hætti.
Drífa sagði jafnframt að verka-
lýðshreyfingin hér hefði undir-
strikað sérstöðu sína í aðdraganda
kjarasamninga. Þar hefðu kjörin í
öðrum löndum ekki verið viðmiðið,
heldur hvað okkur sjálfum þætti
sanngjarnt og réttlátt. Það kæmi
íslensku verkalýðshreyfingunni í
fremstu röð.
Sniðganga skuli fyrirtækin
Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, sagði ávarpi sínu að vinnu
væri hvergi nærri lokið þrátt fyrir
samkomulag í kjaraviðræðum. Nú
hæfist hin eiginlega vinna að fylgja
eftir þeim málum sem samið var
um til að bæta lífskjör. Þar yrði
ekkert gefið eftir og vanefndum
svarað af fullri hörku, þar sem
hvatt yrði til þess að sniðganga
þau fyrirtæki sem hunsa vegferð
verkalýðshreyfingarinnar með
verðhækkunum.
Ragnar sagði umræðuna sem
ríkti hér á landi í tengslum við
verkföll ekki endurspegla stöðuna
sem nú er uppi í nágrannalöndum.
Það sæist meðal annars í kringum
verkföll flugmanna norræna flug-
félagsins SAS. Ragnar sagði að
ferðaþjónustufyrirtæki og leið-
arahöfundar stærstu miðla þar
ytra ásamt talsmönnum sérhags-
muna væru ekki „organdi eins og
smábörn um meint yfirvofandi
endalok“ í lækkandi hagvexti, verð-
bólgu eða öðru.
„Þess vegna megum við ekki
trúa lyginni og svívirðilegum
áróðri fámennra en valdamikilla
hagsmunaafla í okkar samfélagi,“
sagði Ragnar. Niðurstaða lífs-
kjarasamninganna hefði verið
ásættanleg, en ekki endapunktur í
baráttunni.
Munu berjast árið um kring
Sólveig Anna Jónsdóttir, formað-
ur Eflingar, undirstrikaði að upp-
risa verkalýðsins í kjarabaráttunni
í vetur hefði varpað ljósi á þá for-
herðingu og firringu sem mætir
verkalýðnum hér á landi. Talsmenn
óbreytts ástands skyldu nú venjast
því að verkalýðurinn yrði ekki að-
eins í baráttuhug einu sinni á ári.
„Við ætlum ekki lengur að fórna
okkur sjálfum fyrir þjóðfélag þar
sem fámenn yfirstétt greiðir sjálfri
sér milljarða í fjármagnstekjur á
meðan fjöldi fólks fær aldrei um
frjálst höfuð strokið, þar sem börn
auðmanna fjárfesta í lúxusíbúðum
á meðan börn þeirra sem búa við
ofbeldi skortsins eru á hrakhólum,“
sagði Sólveig.
Fagnar styttingu vinnuviku
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for-
maður BSRB, sagði árangurinn lít-
inn í áralangri baráttu fyrir bætt-
um vinnutíma. Auk þess væru
meiri kröfur á launafólk og því
hefði kulnun og streita aukist sam-
hliða auknu álagi í samfélaginu.
Stytting vinnuvikunnar í lífs-
kjarasamningnum væri því fagn-
aðarefni og yrði ein helsta krafa
opinberra starfsmanna.
Baráttu verkalýðs lýkur aldrei
Verkalýðshreyfingin berst enn fyrir mörgum sömu kröfum og fyrir heilli öld, segir forseti ASÍ
Verðhækkunum í kjölfar kjarasamninga verður mætt af hörku Fleiri krefjast styttri vinnuviku
Morgunblaðið/Hari
Ingólfstorg Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, horfir yfir mannfjöldann á fjölmennum útifundi í gær.
Morgunblaðið/Hari
Kröfuganga Í Reykjavík var gengið niður Laugaveg og Austurstræti undir blæstri lúðrasveita venju samkvæmt.
Ragnar Þór Ingólfsson, formað-
ur VR, segist líta svo á að fyrir-
tæki sem auglýsi sérstök tilboð
á baráttudegi verkalýðsins, 1.
maí, grafi undan samstöðu
verkalýðshreyfingarinnar þar
sem verið sé að letja fólk til
þess að sýna samstöðu í verki.
„Þetta er ósvífið og til
skammar fyrir þessi fyrirtæki.
Fyrirtækin geta verið með tilboð
alla aðra daga ársins og það að
geta ekki leyft okkur að eiga
þennan dag í friði er dapurlegt.
Fyrir mitt leyti mun ég ekki
stíga fæti framar inn í þessi
fyrirtæki nema þau láti af
þessu,“ sagði Ragnar.
Hann segir eitt baráttumálið í
kjarasamningaviðræðunum
hafa verið að gera 1. maí að
stórhátíðardegi hér á landi.
„Við þurfum svo sannarlega
að skerpa á þeirri kröfu næst,“
segir Ragnar.
Ósvífið og til
skammar
AUGLÝST TILBOÐ 1. MAÍ
Morgunblaðið/Þorgeir
Akureyri Gengið var fylktu liði frá Alþýðuhúsinu og í áttina að Menningar-
húsinu Hofi þar sem haldinn var hátíðarfundur stéttarfélaga á Norðurlandi.