Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 sp ör eh f. Sumar 30 Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð lætur engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer, sem er elsta borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir m.a. til bæjarins Bernkastel-Kues, á vínhátíð í Zeltingen og til glæsilegu borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega siglingu á Mósel. Við trompum þessa glæsilegu ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg. 5. - 12. september Fararstjórn: Kristín Jóhannsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 212.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Mósel & Rín sem hefur verið vilji íslenskra stjórnvalda í ára- tug hið minnsta,“ segir Guðlaugur Þór. Í janúar var til- kynnt að stigin hefðu verið fyrstu skrefin í átt að loftferðasamningi á milli Íslands og Japan og á síðasta ári tók tvískött- unarsamningur gildi á milli ríkjanna. Mikilvægi Íslands er að aukast Spurður hvað valdi því að nú hafi náðst samkomulag um viðræður um fríverslunarsamning, fyrst stefnt hafi verið að því um langa hríð, segir Guðlaugur það vera vegna mikillar vinnu íslenskra stjórnvalda og gagn- kvæms vilja frá Japan. „Það gerist ekkert af sjálfu sér og það er mjög ánægjulegt að sjá að það starf sem við höfum verið að vinna er að skila árangri. Við erum lítill markaður en ég hef lagt áherslu á að mikilvægi Íslands er að aukast. Það hefur verið markmið mitt síðan Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslensk sendinefnd úr utanríkis- ráðuneytinu er á leið til Tókýó í byrjun næsta mánaðar til þess að hefja viðræður um mögulegan frí- verslunarsamning milli Íslands og Japan. Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra segir það hafa verið markmið sitt að efla samskiptin við Japan síðan hann tók við embætti og það sé nú að skila sér. Íslenska sendinefndin heldur til Tókýó 6. júní, en þangað munu fara fulltrúar frá ráðuneytinu með sér- þekkingu á viðskiptamálum. Vonir standa til að það viðskiptasamráð sem þar mun hefjast muni svo leiða til fríverslunarsamnings. „Við höfum átt í einstaklega góð- um samskiptum við Japan, en nú er- um við komin á veg með viðskipta- málin og loftferðamálin. Við höfum ýtt mjög fast á eftir því að fá frí- verslunarsamning og nú erum við loks farin af stað, en hversu langan tíma þetta mun taka og hver niður- staðan nákvæmlega verður á eftir að koma í ljós. En þetta er fyrsta skref- ið og gríðarlega ánægjulegt skref, ég tók við að efla samskiptin við Jap- an og það hefur skilað sér nú þegar. Vonandi mun það bera enn frekari ávöxt,“ segir Guðlaugur, sem fór í opinbera heimsókn til Japan á síð- asta ári. Í kjölfarið kom japanskur kollegi hans, Taro Kono, hingað til lands og varð um leið fyrsti japanski utanríkisráðherrann sem það gerir. Ræða einnig við Bandaríkin Á sama tíma og fulltrúar utanrík- isráðuneytisins verða í Tókýó að ræða viðskiptamál mun bandarísk sendinefnd koma hingað til lands til þess að ræða sama hlut á milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Guðlaugur útskýrir að Ísland njóti bestu kjara í viðskiptum við Bandaríkin þó frí- verslunarsamningur sé ekki í gildi á milli ríkjanna. Vonir standa þó til að slíkar viðræður fari af stað, en undirbúningur viðræðna hófst þegar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom hingað í stutta heimsókn 15. febrúar síðastliðinn. „Þá ákváðum við að hafa efna- hagssamráð, sem ég vona sömuleiðis að muni leiða til fríverslunarsamn- ings,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra. Hefja viðræður við Japan um fríverslunarsamning  Stórt og mikilvægt fyrsta skref, segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reynslan sem fengist hefur af notk- un dróna til eftirlitsflugs frá Egils- staðaflugvelli lofar góðu, að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands (LHG). „Við bindum miklar vonir við þetta tæki og þá möguleika sem það gefur,“ sagði Georg. „Við erum ábyrg fyrir leitar- og björgunar- svæði sem er 1,9 milljónir ferkíló- metra. Þá er efnahagslögsaga okkar 760 þúsund ferkílómetrar og marg- falt stærri en landið sjálft. Skipaum- ferð hefur stóraukist á okkar svæði og mun aukast enn meira á komandi árum. Okkur veitir ekki af að nýta alla fáanlega tækni til þess að hafa yfirsýn og geta stundað eftirlit, leit og björgun á þessu stóra svæði. Við erum því ákaflega spennt fyrir þess- ari nýju drónatækni.“ Þriggja mánaða tilraun Dróninn fór í fyrsta eftirlitsflugið 17. apríl frá Egilsstaðaflugvelli. Hann verður gerður þaðan út fram í júlí og reyndur við íslenskar aðstæð- ur. Um er að ræða tilraunaverkefni LHG og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA). Sextán manna hópur fylgir drónanum, tæknimenn og flugmenn sem fjarstýra drónan- um um gervihnött. Starfsmenn LHG fylgjast með og læra. Dróninn er af gerðinni Hermes 900, smíðaður í Ísrael til borgara- legra eftirlitsstarfa. Hann er með 15 metra vænghaf, vegur rúmt tonn, hefur um 800 sjómílna (1.482 km) flugdrægni og getur verið samfleytt á lofti í tólf klukkustundir. Dróninn getur flogið upp í 30.000 feta hæð en fær ekki að fara hærra en í 10.000 fet hér. Honum er aðallega flogið í 3-4 þúsund feta hæð. Dróninn getur auðveldlega flogið að lögsögumörk- unum milli Íslands og Færeyja og aftur til baka. Hann flýgur á um 120 km/klst. hraða og er búinn afísing- arbúnaði. Dróninn er með öfluga myndavél og sendir myndir til stjórnstöðvar í rauntíma. Þá verður hann búinn fullkominni ratsjá á næstu dögum. Hún getur fylgst með skipaumferð í 180 km fjarlægð sé flogið í 10.000 fetum. Egilsstaðir henta vel Egilsstaðir urðu fyrir valinu fyrir tilraunaflugið vegna þess að ekki er heimilt að fljúga slíku flugfari á suð- vesturhorninu vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll og Keflavíkur- flugvöll. Góð aðstaða fyrir drónann er í flugskýli ISAVIA á Egilsstöðum. Dróninn er sá fyrsti sem EMSA tekur til prófunar, að sögn Georgs. Landhelgisgæslan sótti um aðkomu að tilraunaverkefninu fyrir meira en ári. Þá var strax hafist handa við undirbúning hér á landi í samvinnu við ýmsar stofnanir. Georg segir að dróninn sé ekki búinn jafn öflugum búnaði og TF-SIF, flugvél LHG, en tækninni fleygi ört fram. Myndavél drónans er öflug og kemur að góðum notum við eftirlit með brottkasti sjávarafla, með farþegabátum og öðru sem litið er eftir. Dróninn hefur nú þegar safnað miklum upplýsing- um um umferð og athafnir skipa og báta úti fyrir Austfjörðum frá því að flug hans hófst. Ekkert af því hefur þó gefið tilefni til lögreglurannsókn- ar, enn sem komið er. Drónar eru framtíðin Georg sagði að dróninn sé við- kvæmari fyrir hliðarvindi í flugtaki og lendingu en flugvél LHG. Engu að síður hefur hann reynst vel í þeim aðstæðum sem hann hefur lent í. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé framtíðin, þótt það verði ef til vill ekki á allra næstu árum,“ sagði Georg. „Það er mjög gott fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu þróunar- verkefni. Við reiknum með því að Landhelgisgæslan muni eignast svona tæki í framtíðinni.“ Georg seg- ir að kostnaðurinn við dróna sé enn mikill en muni væntanlega lækka með tíð og tíma. Þá megi vænta þess að í framtíðinni verði rekstrarkostn- aður dróna minni en mannaðra flug- véla til eftirlitsstarfa. Víðförull dróni vaktar hafsvæðin  Landhelgisgæslan tekur þátt í evrópskri tilraun með notkun eftirlitsdróna  Verkefni í samvinnu við Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA)  Öflugur dróni fer í eftirlitsferðir frá Egilsstaðaflugvelli Ljósmynd/Landhelgisgæslan Egilsstaðaflugvöllur Dróninn getur verið á flugi í allt að tólf klukkustundir og flogið um 1.482 km vegalengd í hverri ferð. Hann flýgur 120 km/klst. Dróni Vænghaf drónans er 15 metrar og hann vegur um eitt tonn. Í honum er fullkominn tækjabúnaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.