Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 09 til 15 ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HöNNUm OG TEIKNUm VöNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Fá mál, ef nokkurt, virðast í eðlisínu svo vafasöm eða fráleit að þau komist ekki í gegnum Alþingi ef vinstrimenn setja þau í faglegan búning og vefja í orðskrúð og auka- atriði. Kjarni málsins er þá fljótur að týnast og jafnvel þingmenn sem alla jafna ættu að geta séð hversu varasamt mál er á ferðinni annaðhvort missa af því í orðagjálfrinu eða missa fótanna af ótta við árásir of- samanna á interneti eða annars staðar.    Í fyrradag skilaðimeirihluti velferðarnefndar (!) frá sér nefndaráliti um frumvarp heil- brigðisráðherra um fóstureyðingar, sem heita reyndar þungunarrof í frumvarpinu. Í stað þess að senda frumvarpið aftur inn í ráðuneytið kvittar meirihlutinn upp á allt sem þar er, fyrir utan orðalag á nokkrum stöðum til að reyna að réttlæta þinglega tilveru sína.    Í frumvarpinu er þannig ennþágert ráð fyrir að leyfðar verði fóstureyðingar til 22. viku með- göngu og að konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi þar um en læknisfræðin ekki.    Skyldi engan undra að Inga Sæ-land hafði þetta um málið að segja þegar það var rætt í desember síðastliðnum: „Ég hef í rauninni aldrei talað um neitt í þessu háa Al- þingi sem hefur stungið mig eins í hjartað og þetta frumvarp. Aldrei. Það er líka þannig um marga, ekki bara konur í samfélaginu, heldur Ís- lendinga í samfélaginu sem finnst þetta vera siðferðilega rangt. Og að við skulum voga okkur að leggja þetta fyrir, það eru margir sem eiga ekki eitt einasta aukatekið orð yfir því og ég er ein af þeim.“ Inga Sæland Hve langt má ganga? Alla leið? STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vidar Zahl Arntzen, verjandi Gunn- ars Jóhanns Gunnarssonar, sem sak- aður er um að hafa myrt hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, í Noregi um helgina, segir að skjólstæðingur sinn hafi skotið Gísla fyrir slysni. Þetta kom fram í viðtali mbl.is við Arntzen í gærkvöldi. Arntzen segir að Gunnar hafi vitj- að bróður síns til að skamma hann en hafi ekki farið til hans með það í huga að bana honum. Hleypt hafi verið af skotvopninu fyrir slysni í hita leiksins. Þá segir Arntzen að Gunnar sé „í rúst“ vegna þess sem gerðist. Hann sat í gær með Gunnari við margra klukkustunda yfir- heyrslu hjá lögreglunni í Finnmörk. Var þetta fyrsta yfirheyrslan sem Gunnar samþykkti. Arntzen segist ekki telja rétt að kæra Gunnar fyrir manndráp af ásettu ráði. Verði Gunnar sakfelldur fyrir þann glæp gæti hann sam- kvæmt norskum lögum átt yfir höfði sér allt að 21 árs fangelsisdóm. Arntzen segist ekki treysta sér til að fullyrða hver næstu skref sín í málinu verði. „Öll lögreglurannsóknin er eftir, lögreglan er enn að rannsaka vett- vanginn og safna gögnum, við fetum okkar næstu skref bara eftir því,“ segir hann. Segir dauða Gísla hafa verið slys  Verjandi Gunnars J. Gunnarssonar segir að hleypt hafi verið af fyrir slysni Mehamn Gísli Þór Þórarinsson sem var myrtur um helgina. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Fyrsta skóflustungan var í gær tek- in að nýju húsnæði fyrir Brunavarn- ir Rangárvallasýslu sem til stendur að byggja. Bygging nýju slökkvi- stöðvarinnar á Hellu er í umsjá BR Sverrissonar ehf. en Brunavarn- irnar festu nýlega kaup á iðn- aðarhúsinu sem á að rísa. „Þetta er góður áfangi fyrir okkur Rangæinga,“ sagði Ágúst Sigurðs- son, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um upphaf framkvæmdanna. „Slökkvistöðin okkar á Hellu var tekin í gagnið 1969 og er barn síns tíma. Það var kominn tími á endur- nýjun á aðstöðunni. Gamla slökkvi- stöðin var komin inn í mitt íbúða- hverfi. Þetta var mjög þröngt. Búnaður sem notaður er í dag við brunavarnir er auðvitað miklu um- fangsmeiri og krefst betri aðstöðu en var á sínum tíma.“ Ágúst sagði að nýja staðsetningin við Suðurlandsveginn yrði einnig hentugri til þess að slökkviliðið gæti brugðist hratt og örugglega við út- köllum. Gamla húsnæðið yrði líklega selt og ágóðinn nýttur í nýju bygg- inguna. Þá stakk hann upp á því að gamla húsnæðið yrði hugsanlega notað til að búa betur að Tónlistar- skóla Rangæinga, sem er í sömu byggingu og gamla slökkvistöðin. Áætlað er að nýja slökkvistöðin verði tekin í notkun vorið 2020. Byggingu húsnæðisins muni ljúka í nóvember en síðan verði unnið að innréttingu og öðru sem snýr að sér- hæfingu þess að slökkviliðsstarfi. „Fyrst og fremst eykur þetta ör- yggið og gerir þessa starfsemi alla liprari,“ sagði Ágúst. Öll þrjú sveit- arfélög Rangárvallasýslu standa á bak við húsnæðisflutninginn og Ágúst sagði góða samstöðu ríkja um málið. Bygging nýrrar slökkvistöðvar hafin  Slökkvistöð Rang- árvallasýslu flyst á hentugri stað Hella Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýju slökkvistöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.