Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 KÓÐI Í NETVERSLUN: SUMAR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPNUNARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 1.-5. MAÍ, NÝ OG ENDURBÆTT VERSLUN Á SMÁRATORGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS EN D U R H U G SUN PL OK K U M HV ERFI SGÖNGUR Hin mörgu andlit loftslagsbreytinga Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar Náttúruvernd á Íslandi í alþjóðlegu samhengi Pétur Halldórssonson, formaður Ungra Umhverfissinna Land, loft og líf Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Jörðin í alheiminum Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? Fundarstjóri er Heiðrún Ólafsdóttir Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30 Allir velkomnir og aðgangur ókeypis UNDIR, YFIR OG ALLT UM KRING Fyrirlestrakvöld í sal Ferðafélags Íslands fimmtudaginn 2. maí ENDURHUGSUN Ferðafélag Íslands www.fi.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Snyrtivörur frá líftæknifyrirtækinu Primex í Siglufirði vöktu athygli á stórri alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai í síðasta mánuði. 500 vörur voru kynntar í snyrtivöruflokknum og komust vörurnar að norðan á lokalista yfir 25 athyglisverðustu vörutegundirnar á sýningunni. Sigríður V. Vigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Primex, segir mikla viðurkenningu og tækifæri felast í þessu. „Við sýndum líkamskrem og skrúbb úr vörulínu sem við köllum ChitoCare Beauty, en þetta eru fyrstu snyrtivörurnar frá Primex sem við setjum á markað. Í ljósi þess að vörur frá okkur eru óþekktar í al- þjóðlegum snyrtivöruheimi er þetta mjög góður árangur. Þetta á tví- mælalaust eftir að hjálpa okkur mik- ið í markaðssetningu og vekur at- hygli á vörumerkinu,“ segir Sigríður. Græðandi eiginleikar Fyrirtækið Primex Iceland er dótturfyrirtæki Ramma hf í Fjalla- byggð og hóf framleiðslu 1999. Á þriðjudag var 20 ára afmæli fyrir- tækisins fagnað en nú starfa 14 manns hjá Primex í Siglufirði, auk sölufulltrúa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrirtækið hefur lengst af framleitt vörur til sárameðhöndl- unar og er helsti markaðurinn í Bandaríkjunum, en einnig í Asíu og Evrópu. Græðandi eiginleikar fram- leiðslunnar eru nýttir til fulls í snyrtivörunum. Primex Iceland sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á kítósan- vörum fyrir fæðubótarefni, lækn- ingatæki, snyrtivörur og ýmsa aðra notkun. Í tvo áratugi hefur Primex unnið að því að breyta hráefni sem áður var mengandi úrgangur í verð- mætar afurðir sem bæta lífsgæði manna og dýra. Kítósan er að finna í öllum vörum fyrirtækisins. Rækjuskel frá verksmiðjum Fyrirtækið kaupir rækjuskel af öllum framleiðendum hér á landi, en í skelinni eru kítín, prótein, kalk og steinefni og er kítínið einangrað úr því og framleitt kítosan. Kítósan eru nátúrlegar trefjar með einstaka eig- inleika því uppleyst kítósan hefur já- kvæða hleðslu sem gerir það að verkum að það binst við ýmis efni með neikvæða hleðslu, t.d. rauð blóð- korn. Þessi virkni gerir það að verk- um að húðin, og þá um leið sár og ör, taka á móti kítósan. „Primex Iceland hefur náð mestum árangri af kítósanframleið- endum í heiminum á framleiðslu og sölu á efni í sárameðhöndlun,“ segir Sigríður. „Það byrjaði allt þegar við hófum þróun með bandarísku fyrir- tæki sem seldi og selur enn kítósan- vörur sem notaðar eru í hernaði og hefur bandaríski herinn staðfest að þessar vörur hafi bjargað hundruð- um mannslífa. Með vísindalega þekkingu og hágæða framleiðslu höfum við svo haldið áfram og sett á markað okkar eigin neytendavöru ChitoCare Medical sem eru græð- andi sprey og gel. Vörurnar hafa nú verið skráðar sem lækningatæki í Evrópu og er skráningu að ljúka hjá FDA í Banda- ríkjunum. Græðandi vörurnar okkar hafa slegið í gegn hér heima en auk einstkra græðandi eiginleika þá dregur ChitoCare Medical úr ör- myndun, sviða og kláða.“ Óhætt er að segja að leiðin sé löng frá því að rækjan kemur í trollið fyrir norðan land þar til efni úr skel hennar fer á markað í útlöndum sem hluti af hátæknivöru. Þá hefur Pri- mex varðveitt mörg kolefnissporin með því að koma í veg fyrir að rækjuskel frá rækjuverksmiðjunum sé urðuð. Eiginleikar og tækifæri En sér Sigríður fyrirtækið dafna og vaxa næstu 20 árin? „Sannarlega. Kitosan er tiltölu- lega nýtt efni og á því hafa verið gerðar gríðarlega miklar rannsóknir síðustu 20 árin. Við gerðum til dæm- is í fyrra rannsókn varðandi liposan og þá kom í ljós að efnið hefur góð áhrif á þarmaflóru og ristil og bætir meltingu auk þess að hafa andox- unareiginleika og draga í sig sind- urefni. Þannig eru stöðugt að koma fram nýir eiginleikar og þá um leið möguleikar til frekari nýtingar. Þetta er umhverfisvæn starfsemi og það er dýrmætt að geta gert verð- mæti úr því sem áður fór í sjóinn,“ segir Sigríður. Nýsköpun úr náttúru- legum trefjum úr hafinu Athygli Gestur á alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai fær upplýsingar um snyrtivörur og græðandi vörur frá Primex hjá Sigríði Vigfúsdóttur.  Snyrtivörur frá Primex vekja alþjóðlega athygli á 20 ára afmælinu  Fjórtán manns starfa hjá fyrirtækinu í Siglufirði Neytendamarkaður » Í upphafi var Primex Ice- land eingöngu á fyrirtækja- markaði erlendis. Í seinni tíð hefur verið sótt inn á neyt- endamarkaði bæði hér heima og erlendis. » Þar segir framkvæmda- stjórinn mikil tækifæri til vaxt- ar og frekari virðisauka. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í sólinni í Siglufirði Starfsfólk og stjórnarmenn Primex fögnuðu 20 ára afmæli fyrirtækisins á þriðjudag. „Það eru allir tilbúnir í þetta. Það er verið að uppskera vinnu vetr- arins og allir mjög kátir. Þeir bíða spenntir,“ segir Ómar Baldursson, formaður Karlakórs Selfoss, um tónleika kórsins í Skálholtskirkju á laugardag klukkan fimm. Á efnis- skrá er blanda sígildra karlakórs- laga og þekktra dægur- og þjóð- lagaperla. „Ég held að það megi búast við fjörugum og skemmti- legum tónleikum. Þetta er aðeins öðruvísi en við höfum haft þetta undanfarin ár, við höfum harm- onikkuleikara, bassa og trommur, auk píanóleikara,“ segir Ómar. Karlakór Hinir söngglöðu Selfyssingar halda síðustu vortónleika ársins í Skálholtskirkju. Rúmlega sextíu hafa verið á æfingum kórsins í vetur. Uppskeruhátíð haldin í Skálholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.