Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 KÓÐI Í NETVERSLUN: SUMAR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPNUNARTILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 1.-5. MAÍ, NÝ OG ENDURBÆTT VERSLUN Á SMÁRATORGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS EN D U R H U G SUN PL OK K U M HV ERFI SGÖNGUR Hin mörgu andlit loftslagsbreytinga Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar Náttúruvernd á Íslandi í alþjóðlegu samhengi Pétur Halldórssonson, formaður Ungra Umhverfissinna Land, loft og líf Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Jörðin í alheiminum Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? Fundarstjóri er Heiðrún Ólafsdóttir Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30 Allir velkomnir og aðgangur ókeypis UNDIR, YFIR OG ALLT UM KRING Fyrirlestrakvöld í sal Ferðafélags Íslands fimmtudaginn 2. maí ENDURHUGSUN Ferðafélag Íslands www.fi.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Snyrtivörur frá líftæknifyrirtækinu Primex í Siglufirði vöktu athygli á stórri alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai í síðasta mánuði. 500 vörur voru kynntar í snyrtivöruflokknum og komust vörurnar að norðan á lokalista yfir 25 athyglisverðustu vörutegundirnar á sýningunni. Sigríður V. Vigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Primex, segir mikla viðurkenningu og tækifæri felast í þessu. „Við sýndum líkamskrem og skrúbb úr vörulínu sem við köllum ChitoCare Beauty, en þetta eru fyrstu snyrtivörurnar frá Primex sem við setjum á markað. Í ljósi þess að vörur frá okkur eru óþekktar í al- þjóðlegum snyrtivöruheimi er þetta mjög góður árangur. Þetta á tví- mælalaust eftir að hjálpa okkur mik- ið í markaðssetningu og vekur at- hygli á vörumerkinu,“ segir Sigríður. Græðandi eiginleikar Fyrirtækið Primex Iceland er dótturfyrirtæki Ramma hf í Fjalla- byggð og hóf framleiðslu 1999. Á þriðjudag var 20 ára afmæli fyrir- tækisins fagnað en nú starfa 14 manns hjá Primex í Siglufirði, auk sölufulltrúa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrirtækið hefur lengst af framleitt vörur til sárameðhöndl- unar og er helsti markaðurinn í Bandaríkjunum, en einnig í Asíu og Evrópu. Græðandi eiginleikar fram- leiðslunnar eru nýttir til fulls í snyrtivörunum. Primex Iceland sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á kítósan- vörum fyrir fæðubótarefni, lækn- ingatæki, snyrtivörur og ýmsa aðra notkun. Í tvo áratugi hefur Primex unnið að því að breyta hráefni sem áður var mengandi úrgangur í verð- mætar afurðir sem bæta lífsgæði manna og dýra. Kítósan er að finna í öllum vörum fyrirtækisins. Rækjuskel frá verksmiðjum Fyrirtækið kaupir rækjuskel af öllum framleiðendum hér á landi, en í skelinni eru kítín, prótein, kalk og steinefni og er kítínið einangrað úr því og framleitt kítosan. Kítósan eru nátúrlegar trefjar með einstaka eig- inleika því uppleyst kítósan hefur já- kvæða hleðslu sem gerir það að verkum að það binst við ýmis efni með neikvæða hleðslu, t.d. rauð blóð- korn. Þessi virkni gerir það að verk- um að húðin, og þá um leið sár og ör, taka á móti kítósan. „Primex Iceland hefur náð mestum árangri af kítósanframleið- endum í heiminum á framleiðslu og sölu á efni í sárameðhöndlun,“ segir Sigríður. „Það byrjaði allt þegar við hófum þróun með bandarísku fyrir- tæki sem seldi og selur enn kítósan- vörur sem notaðar eru í hernaði og hefur bandaríski herinn staðfest að þessar vörur hafi bjargað hundruð- um mannslífa. Með vísindalega þekkingu og hágæða framleiðslu höfum við svo haldið áfram og sett á markað okkar eigin neytendavöru ChitoCare Medical sem eru græð- andi sprey og gel. Vörurnar hafa nú verið skráðar sem lækningatæki í Evrópu og er skráningu að ljúka hjá FDA í Banda- ríkjunum. Græðandi vörurnar okkar hafa slegið í gegn hér heima en auk einstkra græðandi eiginleika þá dregur ChitoCare Medical úr ör- myndun, sviða og kláða.“ Óhætt er að segja að leiðin sé löng frá því að rækjan kemur í trollið fyrir norðan land þar til efni úr skel hennar fer á markað í útlöndum sem hluti af hátæknivöru. Þá hefur Pri- mex varðveitt mörg kolefnissporin með því að koma í veg fyrir að rækjuskel frá rækjuverksmiðjunum sé urðuð. Eiginleikar og tækifæri En sér Sigríður fyrirtækið dafna og vaxa næstu 20 árin? „Sannarlega. Kitosan er tiltölu- lega nýtt efni og á því hafa verið gerðar gríðarlega miklar rannsóknir síðustu 20 árin. Við gerðum til dæm- is í fyrra rannsókn varðandi liposan og þá kom í ljós að efnið hefur góð áhrif á þarmaflóru og ristil og bætir meltingu auk þess að hafa andox- unareiginleika og draga í sig sind- urefni. Þannig eru stöðugt að koma fram nýir eiginleikar og þá um leið möguleikar til frekari nýtingar. Þetta er umhverfisvæn starfsemi og það er dýrmætt að geta gert verð- mæti úr því sem áður fór í sjóinn,“ segir Sigríður. Nýsköpun úr náttúru- legum trefjum úr hafinu Athygli Gestur á alþjóðlegri snyrtivörusýningu í Dubai fær upplýsingar um snyrtivörur og græðandi vörur frá Primex hjá Sigríði Vigfúsdóttur.  Snyrtivörur frá Primex vekja alþjóðlega athygli á 20 ára afmælinu  Fjórtán manns starfa hjá fyrirtækinu í Siglufirði Neytendamarkaður » Í upphafi var Primex Ice- land eingöngu á fyrirtækja- markaði erlendis. Í seinni tíð hefur verið sótt inn á neyt- endamarkaði bæði hér heima og erlendis. » Þar segir framkvæmda- stjórinn mikil tækifæri til vaxt- ar og frekari virðisauka. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í sólinni í Siglufirði Starfsfólk og stjórnarmenn Primex fögnuðu 20 ára afmæli fyrirtækisins á þriðjudag. „Það eru allir tilbúnir í þetta. Það er verið að uppskera vinnu vetr- arins og allir mjög kátir. Þeir bíða spenntir,“ segir Ómar Baldursson, formaður Karlakórs Selfoss, um tónleika kórsins í Skálholtskirkju á laugardag klukkan fimm. Á efnis- skrá er blanda sígildra karlakórs- laga og þekktra dægur- og þjóð- lagaperla. „Ég held að það megi búast við fjörugum og skemmti- legum tónleikum. Þetta er aðeins öðruvísi en við höfum haft þetta undanfarin ár, við höfum harm- onikkuleikara, bassa og trommur, auk píanóleikara,“ segir Ómar. Karlakór Hinir söngglöðu Selfyssingar halda síðustu vortónleika ársins í Skálholtskirkju. Rúmlega sextíu hafa verið á æfingum kórsins í vetur. Uppskeruhátíð haldin í Skálholtskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.